Telur „álitaefni“ hvort sýslumannafrumvarp Jóns samræmist markmiðum byggðaáætlunar

Frumvarpsdrög frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem liggja frammi í samráðsgátt stjórnvalda hafa hlotið fremur dræmar undirtektir umsagnaraðila. Byggðastofnun er ekki sannfærð um að frumvarpið gangi í takt við nýsamþykkta byggðaáætlun.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Stjórn Byggða­stofn­unar seg­ist telja það „álita­efni“ hvort fram­lögð frum­varps­drög dóms­mála um sam­ein­ingu sýslu­manns­emb­ætta, sem þessa dag­ana eru til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, sam­ræm­ist mark­miðum nýsam­þykktrar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um byggða­á­ætl­unar 2022-2036.

Þetta má lesa í umsögn stjórnar Byggða­stofn­unar við frum­varps­drög­in. Alls gerir stjórnin athuga­semdir í sex liðum við drög­in, sem hlotið hafa nei­kvæð við­brögð á meðal sveit­ar­stjórna víða um land, en stefnt er að því að

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi byggða­á­ætl­un, sem sam­þykkt var á Alþingi 15. júní, er lögð áhersla á að opin­ber þjón­usta í hér­aði verði efld, atvinnu­tæki­færum fjölgað og rík­is­rekstur bætt­ur. Hvað sýslu­manns­emb­ætti varðar segir að efla eigi starf­semi sýslu­manns­emb­ætta um allt land og opin­bera þjón­ustu í hér­aði með betri nýt­ingu inn­viða, þ.m.t. staf­rænnar tækni, hús­næðis og mannauðs.

Stjórn Byggða­stofn­unar telur álita­mál sem áður segir að frum­varp dóms­mála­ráð­herra sam­ræm­ist því sem þarna er stefnt að.

Mik­il­vægt að verð­mætar stjórn­un­ar­stöður dreif­ist um landið

Fram kemur í frum­varps­drög­unum að stefnt sé að því að emb­ætti sýslu­manns verði stað­sett utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þrátt fyrir að stjórn Byggða­stofn­unar telji það jákvæða stefnu þykir henni „ástæða til að benda á mik­il­vægi þess að halda for­ræði og yfir­stjórn verk­efna opin­berrar stjórn­sýslu í byggðum lands­ins“.

„Stjórn telur mik­il­vægt að halda verð­mætum og eft­ir­sóttum stjórn­un­ar­störfum í stjórn­sýslu rík­is­ins dreifðum um byggðir lands­ins og telur að hægt sé að ná þeim mark­miðum sem sett eru fram í frum­varp­inu um að bæta þjón­ust­una og gera hana enn skil­virk­ari innan núver­andi stjórn­sýslu­fyr­ir­komu­lags, ekki síður en fyr­ir­hugað er með mið­stýrð­ari ein­ing­u,“ segir í umsögn­inni frá Byggða­stofn­un.

Auglýsing

Stjórn Byggða­stofn­unar lýsir yfir ánægju með þau „skýru áform“ sem birt­ast frum­varp­inu um að fjölga opin­berum verk­efnum í lands­byggð­un­um, en segir hins vegar „ekki skil­greint hvaða verk­efni er um að ræða eða að þeim hafi verið fund­inn stað­ur“, auk þess sem ekki sé sýnt fram á að áformum um slíkan til­flutn­ing verk­efna og þar með mark­miðum um fjölgun opin­berra verk­efna í lands­byggð­unum verði ekki við komið í núver­andi stjórn­skipu­lagi sýslu­manns­emb­ætt­anna.

„Ekki verður séð með aug­ljósum hætti að nauð­syn sé á þessum miklu stjórn­sýslu­breyt­ingum til að ná kynntum mark­miðum um bætta þjón­ustu og fjölgun verk­efna í lands­byggð­un­um,“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar.

Gefin fyr­ir­heit hafi ekki gengið eftir er sýslu­mönnum var fækkað úr 24 í 9

Stjórn Byggða­stofn­unar seg­ist telja ástæðu til að minna á að tor­tryggni gæti gagn­vart sam­þjöppun starfsein­inga og vel meintra yfir­lýs­inga um að tryggja til­vist þjón­ustu­ein­inga og nýta betur afl starfs­manna til auk­innar þjón­ustu.

„Við und­ir­bún­ing laga nr. 50/2014 þar sem sýslu­mönnum var fækkað úr 24 í 9 voru gefin fyr­ir­heit í þá veru en efndir fóru ekki að öllu leyti eft­ir. Það eru því skilj­an­legar

áhyggjur af því að „úti­bú­um“ verði lokað og eftir standi mið­stýrð, fjar­læg kerf­is­ein­ing þar sem íbúar í hinum dreifðu byggðum þurfa að sækja lengra og eftir flókn­ari leið­um, oft í sínum mestu lífskrís­um,“ segir í umsögn­inni.

Sveit­ar­fé­lög sum efins um frum­varpið

Umsagn­ar­frestur um frum­varps­drög dóms­mála­ráð­herra var lengdur á dög­un­um, eftir að athuga­semdir bár­ust þess efnis að tíma­setn­ing birt­ingar frum­varps­drag­anna væri slæm í ljósi sum­ar­leyfa, en málið var birt í sam­ráðs­gátt­inni 13. júlí.

Sveit­ar­fé­lög hafa sum hver gert tölu­verðar athuga­semdir við efni frum­varps­ins og telja að skort hafi á sam­ráð í ferl­inu. Bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja­bæjar vill að dóms­mála­ráð­herra falli frá frum­varp­inu á þessum tíma­punkti og hefji „eðli­legt sam­ráð við hlut­að­eig­andi aðila um fram­tíð­ar­sýn fyrir sýslu­manns­emb­ættin í land­in­u“.

Í umsögn frá bæj­ar­ráði Grinda­vík­ur­bæjar er sam­ráðs­leysi einnig gagn­rýnt og það sagt vekja furðu að sam­hliða sam­ein­ingu emb­ætta standi til að leggja niður útibú sýslu­manns í Grinda­vík.

„Í umsögn um frum­varpið er þess getið að sam­ráð var haft við ákveðin sveit­ar­fé­lög en óskilj­an­legt er að ekki var haft sam­ráð við Grinda­vík sem er það sveit­ar­fé­lag ásamt Dal­vík sem eiga að missa starf­stöðvar sín­ar,“ sagði í umsögn bæj­ar­ráðs­ins.

Sumir umsagn­ar­að­ilar kalla svo eftir því að það verði betur skil­greint í frum­varp­inu hvaða verk­efni sýslu­manns­emb­ætta skuli vinna hvar, í stað þess að sá sem er ráð­herra hverju sinni hafi ákvörð­un­ar­vald um það hvaða starfs­stöðvar sýslu­manns skuli sinna hvaða verk­um.

„Drögin fela í sér óþarf­lega víð­tækt fram­sal valds til ráð­herra. Það er sett í hendur ráð­herra að ákveða með reglu­gerð hvaða þjón­ustu­fram­boð verði á hverri starfs­stöð. Réttra væri að skil­greina í lögum hvaða ákveðna lág­marks­þjón­usta verði veitt á hverri starfs­stöð, t.a.m. að þjón­usta í sifja­mál­um, dán­ar­bú­um, TR, lög­bókanda og lög­ráða­málum verði veitt á öllum starfs­stöðv­um, og að ekki verði um þjón­ustu­skerð­ingu að ræða fyrir íbúa. Mikil og fjöl­breytt þekk­ing er til staðar hjá lög­lærðum full­trúum og starfs­fólki starfs­stöðva emb­ætta sýslu­manna. Með sér­hæfðri þjón­ustu á lands­vísu og stað­bund­inni þjón­ustu í heima­byggð er hætta á að þessi mikla þekk­ing og tengsl við sam­fé­lagið fari for­görðum og ákveð­inn speki­leki eigi sér stað,“ segir í umsögn um málið frá Fjalla­byggð, sem bæj­ar­stjór­inn Sig­ríður Ingv­ars­dóttir rit­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent