Telur „álitaefni“ hvort sýslumannafrumvarp Jóns samræmist markmiðum byggðaáætlunar

Frumvarpsdrög frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem liggja frammi í samráðsgátt stjórnvalda hafa hlotið fremur dræmar undirtektir umsagnaraðila. Byggðastofnun er ekki sannfærð um að frumvarpið gangi í takt við nýsamþykkta byggðaáætlun.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Stjórn Byggða­stofn­unar seg­ist telja það „álita­efni“ hvort fram­lögð frum­varps­drög dóms­mála um sam­ein­ingu sýslu­manns­emb­ætta, sem þessa dag­ana eru til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, sam­ræm­ist mark­miðum nýsam­þykktrar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um byggða­á­ætl­unar 2022-2036.

Þetta má lesa í umsögn stjórnar Byggða­stofn­unar við frum­varps­drög­in. Alls gerir stjórnin athuga­semdir í sex liðum við drög­in, sem hlotið hafa nei­kvæð við­brögð á meðal sveit­ar­stjórna víða um land, en stefnt er að því að

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi byggða­á­ætl­un, sem sam­þykkt var á Alþingi 15. júní, er lögð áhersla á að opin­ber þjón­usta í hér­aði verði efld, atvinnu­tæki­færum fjölgað og rík­is­rekstur bætt­ur. Hvað sýslu­manns­emb­ætti varðar segir að efla eigi starf­semi sýslu­manns­emb­ætta um allt land og opin­bera þjón­ustu í hér­aði með betri nýt­ingu inn­viða, þ.m.t. staf­rænnar tækni, hús­næðis og mannauðs.

Stjórn Byggða­stofn­unar telur álita­mál sem áður segir að frum­varp dóms­mála­ráð­herra sam­ræm­ist því sem þarna er stefnt að.

Mik­il­vægt að verð­mætar stjórn­un­ar­stöður dreif­ist um landið

Fram kemur í frum­varps­drög­unum að stefnt sé að því að emb­ætti sýslu­manns verði stað­sett utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þrátt fyrir að stjórn Byggða­stofn­unar telji það jákvæða stefnu þykir henni „ástæða til að benda á mik­il­vægi þess að halda for­ræði og yfir­stjórn verk­efna opin­berrar stjórn­sýslu í byggðum lands­ins“.

„Stjórn telur mik­il­vægt að halda verð­mætum og eft­ir­sóttum stjórn­un­ar­störfum í stjórn­sýslu rík­is­ins dreifðum um byggðir lands­ins og telur að hægt sé að ná þeim mark­miðum sem sett eru fram í frum­varp­inu um að bæta þjón­ust­una og gera hana enn skil­virk­ari innan núver­andi stjórn­sýslu­fyr­ir­komu­lags, ekki síður en fyr­ir­hugað er með mið­stýrð­ari ein­ing­u,“ segir í umsögn­inni frá Byggða­stofn­un.

Auglýsing

Stjórn Byggða­stofn­unar lýsir yfir ánægju með þau „skýru áform“ sem birt­ast frum­varp­inu um að fjölga opin­berum verk­efnum í lands­byggð­un­um, en segir hins vegar „ekki skil­greint hvaða verk­efni er um að ræða eða að þeim hafi verið fund­inn stað­ur“, auk þess sem ekki sé sýnt fram á að áformum um slíkan til­flutn­ing verk­efna og þar með mark­miðum um fjölgun opin­berra verk­efna í lands­byggð­unum verði ekki við komið í núver­andi stjórn­skipu­lagi sýslu­manns­emb­ætt­anna.

„Ekki verður séð með aug­ljósum hætti að nauð­syn sé á þessum miklu stjórn­sýslu­breyt­ingum til að ná kynntum mark­miðum um bætta þjón­ustu og fjölgun verk­efna í lands­byggð­un­um,“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar.

Gefin fyr­ir­heit hafi ekki gengið eftir er sýslu­mönnum var fækkað úr 24 í 9

Stjórn Byggða­stofn­unar seg­ist telja ástæðu til að minna á að tor­tryggni gæti gagn­vart sam­þjöppun starfsein­inga og vel meintra yfir­lýs­inga um að tryggja til­vist þjón­ustu­ein­inga og nýta betur afl starfs­manna til auk­innar þjón­ustu.

„Við und­ir­bún­ing laga nr. 50/2014 þar sem sýslu­mönnum var fækkað úr 24 í 9 voru gefin fyr­ir­heit í þá veru en efndir fóru ekki að öllu leyti eft­ir. Það eru því skilj­an­legar

áhyggjur af því að „úti­bú­um“ verði lokað og eftir standi mið­stýrð, fjar­læg kerf­is­ein­ing þar sem íbúar í hinum dreifðu byggðum þurfa að sækja lengra og eftir flókn­ari leið­um, oft í sínum mestu lífskrís­um,“ segir í umsögn­inni.

Sveit­ar­fé­lög sum efins um frum­varpið

Umsagn­ar­frestur um frum­varps­drög dóms­mála­ráð­herra var lengdur á dög­un­um, eftir að athuga­semdir bár­ust þess efnis að tíma­setn­ing birt­ingar frum­varps­drag­anna væri slæm í ljósi sum­ar­leyfa, en málið var birt í sam­ráðs­gátt­inni 13. júlí.

Sveit­ar­fé­lög hafa sum hver gert tölu­verðar athuga­semdir við efni frum­varps­ins og telja að skort hafi á sam­ráð í ferl­inu. Bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja­bæjar vill að dóms­mála­ráð­herra falli frá frum­varp­inu á þessum tíma­punkti og hefji „eðli­legt sam­ráð við hlut­að­eig­andi aðila um fram­tíð­ar­sýn fyrir sýslu­manns­emb­ættin í land­in­u“.

Í umsögn frá bæj­ar­ráði Grinda­vík­ur­bæjar er sam­ráðs­leysi einnig gagn­rýnt og það sagt vekja furðu að sam­hliða sam­ein­ingu emb­ætta standi til að leggja niður útibú sýslu­manns í Grinda­vík.

„Í umsögn um frum­varpið er þess getið að sam­ráð var haft við ákveðin sveit­ar­fé­lög en óskilj­an­legt er að ekki var haft sam­ráð við Grinda­vík sem er það sveit­ar­fé­lag ásamt Dal­vík sem eiga að missa starf­stöðvar sín­ar,“ sagði í umsögn bæj­ar­ráðs­ins.

Sumir umsagn­ar­að­ilar kalla svo eftir því að það verði betur skil­greint í frum­varp­inu hvaða verk­efni sýslu­manns­emb­ætta skuli vinna hvar, í stað þess að sá sem er ráð­herra hverju sinni hafi ákvörð­un­ar­vald um það hvaða starfs­stöðvar sýslu­manns skuli sinna hvaða verk­um.

„Drögin fela í sér óþarf­lega víð­tækt fram­sal valds til ráð­herra. Það er sett í hendur ráð­herra að ákveða með reglu­gerð hvaða þjón­ustu­fram­boð verði á hverri starfs­stöð. Réttra væri að skil­greina í lögum hvaða ákveðna lág­marks­þjón­usta verði veitt á hverri starfs­stöð, t.a.m. að þjón­usta í sifja­mál­um, dán­ar­bú­um, TR, lög­bókanda og lög­ráða­málum verði veitt á öllum starfs­stöðv­um, og að ekki verði um þjón­ustu­skerð­ingu að ræða fyrir íbúa. Mikil og fjöl­breytt þekk­ing er til staðar hjá lög­lærðum full­trúum og starfs­fólki starfs­stöðva emb­ætta sýslu­manna. Með sér­hæfðri þjón­ustu á lands­vísu og stað­bund­inni þjón­ustu í heima­byggð er hætta á að þessi mikla þekk­ing og tengsl við sam­fé­lagið fari for­görðum og ákveð­inn speki­leki eigi sér stað,“ segir í umsögn um málið frá Fjalla­byggð, sem bæj­ar­stjór­inn Sig­ríður Ingv­ars­dóttir rit­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent