Telur „álitaefni“ hvort sýslumannafrumvarp Jóns samræmist markmiðum byggðaáætlunar

Frumvarpsdrög frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem liggja frammi í samráðsgátt stjórnvalda hafa hlotið fremur dræmar undirtektir umsagnaraðila. Byggðastofnun er ekki sannfærð um að frumvarpið gangi í takt við nýsamþykkta byggðaáætlun.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Stjórn Byggða­stofn­unar seg­ist telja það „álita­efni“ hvort fram­lögð frum­varps­drög dóms­mála um sam­ein­ingu sýslu­manns­emb­ætta, sem þessa dag­ana eru til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, sam­ræm­ist mark­miðum nýsam­þykktrar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um byggða­á­ætl­unar 2022-2036.

Þetta má lesa í umsögn stjórnar Byggða­stofn­unar við frum­varps­drög­in. Alls gerir stjórnin athuga­semdir í sex liðum við drög­in, sem hlotið hafa nei­kvæð við­brögð á meðal sveit­ar­stjórna víða um land, en stefnt er að því að

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi byggða­á­ætl­un, sem sam­þykkt var á Alþingi 15. júní, er lögð áhersla á að opin­ber þjón­usta í hér­aði verði efld, atvinnu­tæki­færum fjölgað og rík­is­rekstur bætt­ur. Hvað sýslu­manns­emb­ætti varðar segir að efla eigi starf­semi sýslu­manns­emb­ætta um allt land og opin­bera þjón­ustu í hér­aði með betri nýt­ingu inn­viða, þ.m.t. staf­rænnar tækni, hús­næðis og mannauðs.

Stjórn Byggða­stofn­unar telur álita­mál sem áður segir að frum­varp dóms­mála­ráð­herra sam­ræm­ist því sem þarna er stefnt að.

Mik­il­vægt að verð­mætar stjórn­un­ar­stöður dreif­ist um landið

Fram kemur í frum­varps­drög­unum að stefnt sé að því að emb­ætti sýslu­manns verði stað­sett utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þrátt fyrir að stjórn Byggða­stofn­unar telji það jákvæða stefnu þykir henni „ástæða til að benda á mik­il­vægi þess að halda for­ræði og yfir­stjórn verk­efna opin­berrar stjórn­sýslu í byggðum lands­ins“.

„Stjórn telur mik­il­vægt að halda verð­mætum og eft­ir­sóttum stjórn­un­ar­störfum í stjórn­sýslu rík­is­ins dreifðum um byggðir lands­ins og telur að hægt sé að ná þeim mark­miðum sem sett eru fram í frum­varp­inu um að bæta þjón­ust­una og gera hana enn skil­virk­ari innan núver­andi stjórn­sýslu­fyr­ir­komu­lags, ekki síður en fyr­ir­hugað er með mið­stýrð­ari ein­ing­u,“ segir í umsögn­inni frá Byggða­stofn­un.

Auglýsing

Stjórn Byggða­stofn­unar lýsir yfir ánægju með þau „skýru áform“ sem birt­ast frum­varp­inu um að fjölga opin­berum verk­efnum í lands­byggð­un­um, en segir hins vegar „ekki skil­greint hvaða verk­efni er um að ræða eða að þeim hafi verið fund­inn stað­ur“, auk þess sem ekki sé sýnt fram á að áformum um slíkan til­flutn­ing verk­efna og þar með mark­miðum um fjölgun opin­berra verk­efna í lands­byggð­unum verði ekki við komið í núver­andi stjórn­skipu­lagi sýslu­manns­emb­ætt­anna.

„Ekki verður séð með aug­ljósum hætti að nauð­syn sé á þessum miklu stjórn­sýslu­breyt­ingum til að ná kynntum mark­miðum um bætta þjón­ustu og fjölgun verk­efna í lands­byggð­un­um,“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar.

Gefin fyr­ir­heit hafi ekki gengið eftir er sýslu­mönnum var fækkað úr 24 í 9

Stjórn Byggða­stofn­unar seg­ist telja ástæðu til að minna á að tor­tryggni gæti gagn­vart sam­þjöppun starfsein­inga og vel meintra yfir­lýs­inga um að tryggja til­vist þjón­ustu­ein­inga og nýta betur afl starfs­manna til auk­innar þjón­ustu.

„Við und­ir­bún­ing laga nr. 50/2014 þar sem sýslu­mönnum var fækkað úr 24 í 9 voru gefin fyr­ir­heit í þá veru en efndir fóru ekki að öllu leyti eft­ir. Það eru því skilj­an­legar

áhyggjur af því að „úti­bú­um“ verði lokað og eftir standi mið­stýrð, fjar­læg kerf­is­ein­ing þar sem íbúar í hinum dreifðu byggðum þurfa að sækja lengra og eftir flókn­ari leið­um, oft í sínum mestu lífskrís­um,“ segir í umsögn­inni.

Sveit­ar­fé­lög sum efins um frum­varpið

Umsagn­ar­frestur um frum­varps­drög dóms­mála­ráð­herra var lengdur á dög­un­um, eftir að athuga­semdir bár­ust þess efnis að tíma­setn­ing birt­ingar frum­varps­drag­anna væri slæm í ljósi sum­ar­leyfa, en málið var birt í sam­ráðs­gátt­inni 13. júlí.

Sveit­ar­fé­lög hafa sum hver gert tölu­verðar athuga­semdir við efni frum­varps­ins og telja að skort hafi á sam­ráð í ferl­inu. Bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja­bæjar vill að dóms­mála­ráð­herra falli frá frum­varp­inu á þessum tíma­punkti og hefji „eðli­legt sam­ráð við hlut­að­eig­andi aðila um fram­tíð­ar­sýn fyrir sýslu­manns­emb­ættin í land­in­u“.

Í umsögn frá bæj­ar­ráði Grinda­vík­ur­bæjar er sam­ráðs­leysi einnig gagn­rýnt og það sagt vekja furðu að sam­hliða sam­ein­ingu emb­ætta standi til að leggja niður útibú sýslu­manns í Grinda­vík.

„Í umsögn um frum­varpið er þess getið að sam­ráð var haft við ákveðin sveit­ar­fé­lög en óskilj­an­legt er að ekki var haft sam­ráð við Grinda­vík sem er það sveit­ar­fé­lag ásamt Dal­vík sem eiga að missa starf­stöðvar sín­ar,“ sagði í umsögn bæj­ar­ráðs­ins.

Sumir umsagn­ar­að­ilar kalla svo eftir því að það verði betur skil­greint í frum­varp­inu hvaða verk­efni sýslu­manns­emb­ætta skuli vinna hvar, í stað þess að sá sem er ráð­herra hverju sinni hafi ákvörð­un­ar­vald um það hvaða starfs­stöðvar sýslu­manns skuli sinna hvaða verk­um.

„Drögin fela í sér óþarf­lega víð­tækt fram­sal valds til ráð­herra. Það er sett í hendur ráð­herra að ákveða með reglu­gerð hvaða þjón­ustu­fram­boð verði á hverri starfs­stöð. Réttra væri að skil­greina í lögum hvaða ákveðna lág­marks­þjón­usta verði veitt á hverri starfs­stöð, t.a.m. að þjón­usta í sifja­mál­um, dán­ar­bú­um, TR, lög­bókanda og lög­ráða­málum verði veitt á öllum starfs­stöðv­um, og að ekki verði um þjón­ustu­skerð­ingu að ræða fyrir íbúa. Mikil og fjöl­breytt þekk­ing er til staðar hjá lög­lærðum full­trúum og starfs­fólki starfs­stöðva emb­ætta sýslu­manna. Með sér­hæfðri þjón­ustu á lands­vísu og stað­bund­inni þjón­ustu í heima­byggð er hætta á að þessi mikla þekk­ing og tengsl við sam­fé­lagið fari for­görðum og ákveð­inn speki­leki eigi sér stað,“ segir í umsögn um málið frá Fjalla­byggð, sem bæj­ar­stjór­inn Sig­ríður Ingv­ars­dóttir rit­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent