Lang flestir viðmælendur telja einelti viðgangast á vettvangi borgarráðs

Í niðurstöðum úttektar á starfsumhverfi í borgarráði segir m.a.: „Það hlýtur að skapa mikið varnarleysi hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar að upplifa að hægt sé að niðurlægja einstaklinga með nafni í fjölmiðlum og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“

Samskiptavandi þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra var kveikjan að úttektinni.
Samskiptavandi þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra var kveikjan að úttektinni.
Auglýsing

Erfið sam­skipti á vett­vangi borg­ar­ráðs hafa gengið mjög nærri starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borgar og kjörnum full­trú­um, margir starfs­menn borg­ar­innar hafa upp­lifað mik­inn kvíða vegna þessa á kjör­tíma­bil­inu og ekki hefur tek­ist að tryggja „sál­fé­lags­legt öryggi starfs­manna á þessum vett­vang­i“. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í kynn­ingu á nið­ur­stöðum á sál­fé­lags­legu áhættu­mati og mati á starfs­um­hverfi starfs­fólks sem starfar á vett­vangi borg­ar­ráðs sem fór fram á fundi borg­ar­ráðs í gær. 

Þar segir enn fremur að lang flestir við­mæl­endur telji að ein­elti hafi við­geng­ist á vett­vangi borg­ar­ráðs. „Al­var­leg­ast í þessu er að starfs­menn eru lok­aðir inni í aðstæðum sem þeir hafa enga mögu­leika á að koma sér út úr nema með breyt­ingu á verk­lag­i/­skipu­riti og verður það til þess að varn­ar­leysi þeirra er algjört í þessum aðstæð­u­m.“

Auglýsing
Sérstaklega er tekið fram í kynn­ing­unni að ekki sé hægt að ganga út frá því að nið­ur­stöð­urnar end­ur­spegli sýn allra kjör­inna full­trúa í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur­borgar þar sem nokkrir kjörnir full­trúar þáðu ekki boð um við­tal. 

„Hægt sé að nið­ur­lægja ein­stak­linga með nafni í fjöl­miðl­um“

Greint var frá því í ágúst í fyrra að sál­fræði­stofan Líf og sál hefði verið fengin til að gera úttekt á starfs­um­hverfi í borg­ar­ráði. Það gerð­ist í kjöl­far þess að mikið hafði verið fjallað um sam­skipta­vanda þeirra Vig­dísar Hauks­dóttur borg­ar­full­trúa Mið­flokks­ins og Helgu Bjargar Ragn­ars­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu borg­ar­stjóra. Helga Björg greindi frá því í gær á Face­book að hún hefði ósk­að eft­ir til­­­færslu í starfi vegna árása Vig­­dís­ar í sinn garð. Með­­al ann­­ars hafi hún orð­ið fyr­ir hót­­un­um um of­beld­i. 

Und­an­farna mán­uði hef ég unnið að spenn­andi verk­efni á sviði jafn­launa­mála í sam­starfi Reykja­vík­ur­borgar og Sam­bands...

Posted by Helga Björg Ragn­ars­dóttir on Wed­nes­day, June 9, 2021

Í kynn­ing­unni sem borg­ar­ráð fékk í gær kom fram, til við­bótar við áður­greint, að and­rúms­loftið og hegð­unin sem verið hafi skaðað mál­efna­lega og frjóa umræðu á vett­vangi borg­ar­ráðs. „Það hlýtur að skapa mikið varn­ar­leysi hjá starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borgar að upp­lifa að hægt sé að nið­ur­lægja ein­stak­linga með nafni í fjöl­miðlum og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hér þarf að gera mikla brag­ar­bót og er það í verka­hring æðstu stjórn­enda borg­ar­innar að skapa skjól og öryggi fyrir sína starfs­menn, svo þeir geti ótta­laust sinnt sínum skyld­um.“ 

Í nið­ur­stöð­unum segir að finna þurfi leiðir til að setja skýr mörk og skapa sál­fé­lags­legt öryggi fyrir starfs­menn. „Það þarf að vera mjög skýrt að það er ekki í verka­hring stjórn­mála­manna að skipta sér af starfs­manna­málum Reykja­vík­ur­borgar né fag­legum verk­ferlum og vinnu­brögð­u­m.[...]Þar með er auð­vitað ekki sagt að ekki þurfi að taka á fag­legum mis­tök­um, leið­beina og gera athuga­semdir ef þarf.“

„Kjörnir full­trúar virð­ast geta kom­ist upp með að skeyta ekki um siða­regl­ur“

Úttektin komst að því að við­mið hefðu breyst hvað varðar virð­ingu og sam­hygð í sam­skiptum á vett­vangi borg­ar­ráðs og fólk almennt kippi sér minna upp við fram­komu og athuga­semdir sem séu út fyrir mörk­in. „Nei­kvæðir siðir og venjur hafa mikil áhrif á and­lega líð­an, eykur kvíða og brýtur niður sjálfs­traust.“

Auglýsing
Skilgreina þurfi enn betur skýran ramma og skerpa á verk­ferlum varð­andi sam­skipti og sam­starf kjör­inna full­trúa og starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar. Skoða þurfi hvernig önnur sveit­ar­fé­lög haldi á þessum mál­um, bæði hér­lendis og erlendis og nýta sér þá vinnu sem þar hefur farið fram. „Þó að nokkur vinna hafi verið unnin þarf að halda áfram að skerpa á þeim mörkum sem þurfa að vera og mæta með skýrum hætti nið­ur­lægj­andi fram­komu og árás­ar­girni í garð starfs­manna[...]­Kjörnir full­trúar virð­ast geta kom­ist upp með að skeyta ekki um siða­reglur og ramma á þessum vett­vangi. Meðan svo er verður slík vinna mátt­laus og mark­lít­il.[...]­Leita þarf leiða til að mæta brotum á siða­reglum og brotum á lögum um holl­ustu­hætti á vinnu­stað með skýrum og afger­andi hætti, svo bæði starfs­fólk og kjörnir full­trúar geti upp­lifað sál­rænt öryggi í sínum störfum á vett­vangi borg­ar­ráðs. Sér­stak­lega á þetta við um starfsmenn Reykja­vík­ur­borg­ar.“

„Leiða verði leitað til að stöðva nei­kvæða og nið­ur­lægj­andi fram­komu“

Í kynn­ing­unni er greint frá því sem við­mæl­endur úttekt­ar­að­ila teldu raun­hæfar lausn­ir. Á meðal þeirra eru að setja upp leið­bein­andi reglur um mörk og sam­skipti milli stjórn­mála­manna og starfs­manna, að mannauðs­svið fái að vita þegar starfs­fólk þarf á stuðn­ingi að halda til að geta stutt og leið­beint og að sviðin kynni sig betur fyrir kjörnum full­trúum í byrjun kjör­tíma­bils til að auð­velda sam­vinnu og sam­starf. Þá megi veita borg­ar­full­trúum meiri stuðn­ing fyrsta árið á kjör­tíma­bil­inu og gefa betri tíma til und­ir­bún­ings fyrir fundi, að hægt verði að senda inn form­legar fyr­ir­spurnir fyrir fundi og að sett verði mun skýr­ari mörk ef umræða fer úr bönd­um.

Úttekt­ar­að­il­arnir setja einnig fram til­lög­ur. Þær helstu eru að við­mæl­endum verði kynntar nið­ur­stöður úttekt­ar­innar og að skip­aður verði starfs­hópur sem skoði vand­lega þá ferla og leiðir sem séu færar til að tryggja sál­rænt öryggi starfs­manna Reykja­vík­ur­borgar sem starfa á vett­vangi borg­ar­ráðs. Í þeim hópi eigi sæti kjörnir full­trúar og starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá leggja úttekt­ar­að­il­arnir til að kann­aðar verði leiðir til að styðja við þá starfs­menn sem eigi um sárt að binda vegna óvið­un­andi fram­komu í þeirra garð und­an­farin ár. „Skil­greindir verði rammar og eðli hlut­verka sem starfs­menn gegna ann­ars vegar og kjörnir full­trúar hins vegar og skerpa á verk­ferlum varð­andi sam­skipti og sam­starf kjör­inna full­trúa og starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar. Skoða þarf hvernig önnur sveit­ar­fé­lög halda á þessum mál­um, bæði hér­lendis og erlendis og nýta sér þá vinnu sem þar hefur farið fram. Einnig þarf að leita í smiðju starfs­manna og óska eftir hug­myndum til við­bótar þeim sem hér koma fram. [...]Út­tekt­ar­að­ilar leggja til að allra leiða verði leitað til að stöðva nei­kvæða og nið­ur­lægj­andi fram­komu á vett­vangi borg­ar­ráðs – sér­stak­lega þegar hún bein­ist að starfs­mönnum og emb­ætt­is­mönnum borg­ar­inn­ar.“

Segja Vig­dísi snúa öllu á haus

Við­brögð borg­ar­full­trúa við kynn­ing­unni voru mjög mis­mun­andi. Mest afger­andi voru bók­anir Vig­dísar Hauks­dótt­ur, áheyrna­full­trúa Mið­flokks­ins í borg­ar­ráði. Í fyrri bókun hennar gerði hún aðal­lega athuga­semd við að Helga Björg hefði tjáð sig um úttekt­ina í gær, áður en trún­aði hefði verið aflétt af nið­ur­stöðum henn­ar. „Þetta eru óboð­leg vinnu­brögð. Í borg­ar­ráði sitja 10 kjörnir full­trúar og því er haldið fram að kynn­ingin sé óper­sónu­grein­an­leg. Það varpar ljósi á þá alvar­legu stöðu að enn er óút­kljáð kvört­un­ar­mál vegna þessa máls hjá Per­sónu­vernd og svo mikið lá á að koma þessu máli á fram­færi að meiri­hlut­inn gaf sér ekki tíma til að bíða eftir úrskurði stofn­un­ar­innar eða eins og seg­ir: „Ákveðið að kynna nú, þó að Per­sónu­vernd hafi ekki úrskurðað vegna kvört­unar sem barst vegna athug­un­ar.“ Með þessu hunsar Reykja­vík­ur­borg enn á ný eft­ir­lits­stofn­anir rík­is­ins.“ 

Þessu höfn­uðu full­trúa meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði og sögðu í eigin bókun að það væri „kol­rangt“ að emb­ætt­is­maður hefði rofið trún­að. Síðan er vitnað í stöðu­upp­færslu Helgu Bjargar á Face­book í gær þar sem hún sagði meðal ann­ars að hún von­aði „svo sann­ar­lega að kjörnir full­trúar taki nið­ur­stöður þeirrar úttektar alvar­lega og ráð­ist í nauð­syn­legar og löngu tíma­bærar úrbætur til að tryggja heil­næmt og öruggt starfs­um­hverfi fyrir okkur öll.“ Meiri­hlut­inn taldi að Vig­dís hefði valið að „snúa öllu á haus þrátt fyrir að vera leið­réttur um það sem er satt og rétt.“

Í gagn­bókun Vig­dísar sagði að það hefði komið fram í kynn­ingu að emb­ætt­is­menn væru búnir að fá kynn­ingu á nið­ur­stöðum könn­unar á sál­fræði­legu mat á starfs­um­hverfi borg­ar­ráðs en ekki þeir borg­ar­full­trúar sem tóku þátt. „Ekki er gætt að jafn­ræði í þeim efnum þar sem úttektin sneri að kjörnum full­trú­um. Í öllu þessu máli er leik­ur­inn afar ójafn. Má segja að þeir 10 borg­ar­full­trúar sem sitja í borg­ar­ráði hafi ekki getað borið hönd fyrir höfuð sér. Þessi leikur er og verður alltaf ójafn og minnt er á að mikil ein­elt­is­menn­ing hefur ríkt í Ráð­hús­inu allt frá árinu 2010 og spannar því þrjú kjör­tíma­bil. Sá slæmi andi sem ein­kennt hefur störf borg­ar­ráðs og borg­ar­stjórnar kom ekki í Ráð­húsið með þeim aðilum sem sitja í minni­hluta nú. Um það vitna m.a. upp­tökur frá fundi borg­ar­stjórnar frá lokum síð­asta kjör­tíma­bils þegar einn frá­far­andi borg­ar­full­trúi sá sig knú­inn til að upp­lýsa um ein­elt­is­menn­ingu meiri­hlut­ans. Einnig er minnt á ummæli ann­ars kjör­ins fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa frá kjör­tíma­bil­inu 2010-2014 þar sem hann kom fram og greindi frá sjálfs­vígs­hug­myndum sínum vegna grófs ein­eltis frá meiri­hlut­an­um. Er ekki komið mál að linni fyrir borg­ar­stjóra og meiri­hlut­ann.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent