Lang flestir viðmælendur telja einelti viðgangast á vettvangi borgarráðs

Í niðurstöðum úttektar á starfsumhverfi í borgarráði segir m.a.: „Það hlýtur að skapa mikið varnarleysi hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar að upplifa að hægt sé að niðurlægja einstaklinga með nafni í fjölmiðlum og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“

Samskiptavandi þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra var kveikjan að úttektinni.
Samskiptavandi þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra var kveikjan að úttektinni.
Auglýsing

Erfið samskipti á vettvangi borgarráðs hafa gengið mjög nærri starfsmönnum Reykjavíkurborgar og kjörnum fulltrúum, margir starfsmenn borgarinnar hafa upplifað mikinn kvíða vegna þessa á kjörtímabilinu og ekki hefur tekist að tryggja „sálfélagslegt öryggi starfsmanna á þessum vettvangi“. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í kynningu á niðurstöðum á sálfélagslegu áhættumati og mati á starfsumhverfi starfsfólks sem starfar á vettvangi borgarráðs sem fór fram á fundi borgarráðs í gær. 

Þar segir enn fremur að lang flestir viðmælendur telji að einelti hafi viðgengist á vettvangi borgarráðs. „Alvarlegast í þessu er að starfsmenn eru lokaðir inni í aðstæðum sem þeir hafa enga möguleika á að koma sér út úr nema með breytingu á verklagi/skipuriti og verður það til þess að varnarleysi þeirra er algjört í þessum aðstæðum.“

Auglýsing
Sérstaklega er tekið fram í kynningunni að ekki sé hægt að ganga út frá því að niðurstöðurnar endurspegli sýn allra kjörinna fulltrúa í borgarráði Reykjavíkurborgar þar sem nokkrir kjörnir fulltrúar þáðu ekki boð um viðtal. 

„Hægt sé að niðurlægja einstaklinga með nafni í fjölmiðlum“

Greint var frá því í ágúst í fyrra að sálfræðistofan Líf og sál hefði verið fengin til að gera úttekt á starfsumhverfi í borgarráði. Það gerðist í kjölfar þess að mikið hafði verið fjallað um samskiptavanda þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra. Helga Björg greindi frá því í gær á Facebook að hún hefði ósk­að eft­ir til­færslu í starfi vegna árása Vig­dís­ar í sinn garð. Með­al ann­ars hafi hún orð­ið fyr­ir hót­un­um um of­beldi. 

Undanfarna mánuði hef ég unnið að spennandi verkefni á sviði jafnlaunamála í samstarfi Reykjavíkurborgar og Sambands...

Posted by Helga Björg Ragnarsdóttir on Wednesday, June 9, 2021

Í kynningunni sem borgarráð fékk í gær kom fram, til viðbótar við áðurgreint, að andrúmsloftið og hegðunin sem verið hafi skaðað málefnalega og frjóa umræðu á vettvangi borgarráðs. „Það hlýtur að skapa mikið varnarleysi hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar að upplifa að hægt sé að niðurlægja einstaklinga með nafni í fjölmiðlum og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hér þarf að gera mikla bragarbót og er það í verkahring æðstu stjórnenda borgarinnar að skapa skjól og öryggi fyrir sína starfsmenn, svo þeir geti óttalaust sinnt sínum skyldum.“ 

Í niðurstöðunum segir að finna þurfi leiðir til að setja skýr mörk og skapa sálfélagslegt öryggi fyrir starfsmenn. „Það þarf að vera mjög skýrt að það er ekki í verkahring stjórnmálamanna að skipta sér af starfsmannamálum Reykjavíkurborgar né faglegum verkferlum og vinnubrögðum.[...]Þar með er auðvitað ekki sagt að ekki þurfi að taka á faglegum mistökum, leiðbeina og gera athugasemdir ef þarf.“

„Kjörnir fulltrúar virðast geta komist upp með að skeyta ekki um siðareglur“

Úttektin komst að því að viðmið hefðu breyst hvað varðar virðingu og samhygð í samskiptum á vettvangi borgarráðs og fólk almennt kippi sér minna upp við framkomu og athugasemdir sem séu út fyrir mörkin. „Neikvæðir siðir og venjur hafa mikil áhrif á andlega líðan, eykur kvíða og brýtur niður sjálfstraust.“

Auglýsing
Skilgreina þurfi enn betur skýran ramma og skerpa á verkferlum varðandi samskipti og samstarf kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar. Skoða þurfi hvernig önnur sveitarfélög haldi á þessum málum, bæði hérlendis og erlendis og nýta sér þá vinnu sem þar hefur farið fram. „Þó að nokkur vinna hafi verið unnin þarf að halda áfram að skerpa á þeim mörkum sem þurfa að vera og mæta með skýrum hætti niðurlægjandi framkomu og árásargirni í garð starfsmanna[...]Kjörnir fulltrúar virðast geta komist upp með að skeyta ekki um siðareglur og ramma á þessum vettvangi. Meðan svo er verður slík vinna máttlaus og marklítil.[...]Leita þarf leiða til að mæta brotum á siðareglum og brotum á lögum um hollustuhætti á vinnustað með skýrum og afgerandi hætti, svo bæði starfsfólk og kjörnir fulltrúar geti upplifað sálrænt öryggi í sínum störfum á vettvangi borgarráðs. Sérstaklega á þetta við um starfsmenn Reykjavíkurborgar.“

„Leiða verði leitað til að stöðva neikvæða og niðurlægjandi framkomu“

Í kynningunni er greint frá því sem viðmælendur úttektaraðila teldu raunhæfar lausnir. Á meðal þeirra eru að setja upp leiðbeinandi reglur um mörk og samskipti milli stjórnmálamanna og starfsmanna, að mannauðssvið fái að vita þegar starfsfólk þarf á stuðningi að halda til að geta stutt og leiðbeint og að sviðin kynni sig betur fyrir kjörnum fulltrúum í byrjun kjörtímabils til að auðvelda samvinnu og samstarf. Þá megi veita borgarfulltrúum meiri stuðning fyrsta árið á kjörtímabilinu og gefa betri tíma til undirbúnings fyrir fundi, að hægt verði að senda inn formlegar fyrirspurnir fyrir fundi og að sett verði mun skýrari mörk ef umræða fer úr böndum.

Úttektaraðilarnir setja einnig fram tillögur. Þær helstu eru að viðmælendum verði kynntar niðurstöður úttektarinnar og að skipaður verði starfshópur sem skoði vandlega þá ferla og leiðir sem séu færar til að tryggja sálrænt öryggi starfsmanna Reykjavíkurborgar sem starfa á vettvangi borgarráðs. Í þeim hópi eigi sæti kjörnir fulltrúar og starfsmenn Reykjavíkurborgar. Þá leggja úttektaraðilarnir til að kannaðar verði leiðir til að styðja við þá starfsmenn sem eigi um sárt að binda vegna óviðunandi framkomu í þeirra garð undanfarin ár. „Skilgreindir verði rammar og eðli hlutverka sem starfsmenn gegna annars vegar og kjörnir fulltrúar hins vegar og skerpa á verkferlum varðandi samskipti og samstarf kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar. Skoða þarf hvernig önnur sveitarfélög halda á þessum málum, bæði hérlendis og erlendis og nýta sér þá vinnu sem þar hefur farið fram. Einnig þarf að leita í smiðju starfsmanna og óska eftir hugmyndum til viðbótar þeim sem hér koma fram. [...]Úttektaraðilar leggja til að allra leiða verði leitað til að stöðva neikvæða og niðurlægjandi framkomu á vettvangi borgarráðs – sérstaklega þegar hún beinist að starfsmönnum og embættismönnum borgarinnar.“

Segja Vigdísi snúa öllu á haus

Viðbrögð borgarfulltrúa við kynningunni voru mjög mismunandi. Mest afgerandi voru bókanir Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Í fyrri bókun hennar gerði hún aðallega athugasemd við að Helga Björg hefði tjáð sig um úttektina í gær, áður en trúnaði hefði verið aflétt af niðurstöðum hennar. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð. Í borgarráði sitja 10 kjörnir fulltrúar og því er haldið fram að kynningin sé ópersónugreinanleg. Það varpar ljósi á þá alvarlegu stöðu að enn er óútkljáð kvörtunarmál vegna þessa máls hjá Persónuvernd og svo mikið lá á að koma þessu máli á framfæri að meirihlutinn gaf sér ekki tíma til að bíða eftir úrskurði stofnunarinnar eða eins og segir: „Ákveðið að kynna nú, þó að Persónuvernd hafi ekki úrskurðað vegna kvörtunar sem barst vegna athugunar.“ Með þessu hunsar Reykjavíkurborg enn á ný eftirlitsstofnanir ríkisins.“ 

Þessu höfnuðu fulltrúa meirihlutans í borgarráði og sögðu í eigin bókun að það væri „kolrangt“ að embættismaður hefði rofið trúnað. Síðan er vitnað í stöðuuppfærslu Helgu Bjargar á Facebook í gær þar sem hún sagði meðal annars að hún vonaði „svo sannarlega að kjörnir fulltrúar taki niðurstöður þeirrar úttektar alvarlega og ráðist í nauðsynlegar og löngu tímabærar úrbætur til að tryggja heilnæmt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkur öll.“ Meirihlutinn taldi að Vigdís hefði valið að „snúa öllu á haus þrátt fyrir að vera leiðréttur um það sem er satt og rétt.“

Í gagnbókun Vigdísar sagði að það hefði komið fram í kynningu að embættismenn væru búnir að fá kynningu á niðurstöðum könnunar á sálfræðilegu mat á starfsumhverfi borgarráðs en ekki þeir borgarfulltrúar sem tóku þátt. „Ekki er gætt að jafnræði í þeim efnum þar sem úttektin sneri að kjörnum fulltrúum. Í öllu þessu máli er leikurinn afar ójafn. Má segja að þeir 10 borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði hafi ekki getað borið hönd fyrir höfuð sér. Þessi leikur er og verður alltaf ójafn og minnt er á að mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu allt frá árinu 2010 og spannar því þrjú kjörtímabil. Sá slæmi andi sem einkennt hefur störf borgarráðs og borgarstjórnar kom ekki í Ráðhúsið með þeim aðilum sem sitja í minnihluta nú. Um það vitna m.a. upptökur frá fundi borgarstjórnar frá lokum síðasta kjörtímabils þegar einn fráfarandi borgarfulltrúi sá sig knúinn til að upplýsa um eineltismenningu meirihlutans. Einnig er minnt á ummæli annars kjörins fyrrverandi borgarfulltrúa frá kjörtímabilinu 2010-2014 þar sem hann kom fram og greindi frá sjálfsvígshugmyndum sínum vegna grófs eineltis frá meirihlutanum. Er ekki komið mál að linni fyrir borgarstjóra og meirihlutann.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent