Jón Steindór: Mikið óréttlæti í uppsiglingu sem verður að leiðrétta

Um 30 fötluð ungmenni fá ekki inngöngu á starfsgreinabrautir framhaldsskólanna á komandi skólaári. Þingmaður Viðreisnar segir að alþingismenn verði að bregðast við því ótrúlega óréttlæti sem fötluð börn eru beitt.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram breytingartillögu við fjáraukalög sem felur í sér 110 milljón króna fjárveitingu til að tryggja nýjum nemendum á starfsbraut og sérnámsbraut í menntaskólum vist í þeim skólum sem best henta aðstæðum þeirra og þörfum. Fjárhæðin gerir ráð fyrir ráðningu 10 nýrra starfsmanna eða kennara að viðbættum 16 milljónum króna vegna annars kostnaðar.

Í stöðuuppfærslu á Facebook segir að hann tilgangurinn sé að rétta hlut 30 barna sem séu miklum rangindum beitt. „Á lokadögum þingsins er verið að ræða frumvarp til fjáraukalaga. Við það tækifæri benti ég á mikið óréttlæti sem er í uppsiglingu og verður að leiðrétta,“ skrifar hann.

Í ræðu sinni á Alþingi í gær sagði hann að málið væri einfaldlega þannig vaxið að alþingismenn gætu ekki verið „þekktir fyrir annað en bregðast við því ótrúlega óréttlæti sem fötluð börn eru beitt með því að neita hluta þeirra sem nú ættu að setjast á skólabekk með félögum sínum á starfsgreinabrautum framhaldsskólanna“.

Auglýsing

„Þau eru skilin eftir af því að það eru ekki pláss og peningar til að sinna þeim“

Um 30 fötluð ungmenni fá ekki inngöngu á starfsgreinabrautir framhaldsskólanna á komandi skólaári. „Vandinn virðist að mestu bundinn við höfuðborgarsvæðið. Því er borið við að nú sé um óvenjulega stóran árgang að ræða en það má nú segja að þetta hljóti að hafa verið vitað síðastliðin 16 ár að skólakerfið þyrfti að geta tekið við þessum börnum núna haustið 2021. Stærð árgangsins getur ekki hafa komið yfirvöldum á óvart,“ benti þingmaðurinn á í ræðu sinni á þingi í gær.

„Ágætu þingmenn. Hugsið ykkur nú eitt augnablik að vera fatlað barn sem hefur hlakkað til þess að fara af einu skólastigi á annað með félögum sínum. Svo taka tilkynningar að berast um að Nonni vinur sé komin inn í þennan skóla, Stína vinkona inn í hinn og svo áfram og áfram, en Siggi og Sigga bíða hins vegar og engin tilkynning um skólavist berst þeim. Þau eru skilin eftir af því að það eru ekki pláss og peningar til að sinna þeim. Er nokkuð dapurlegra hægt að hugsa sér fyrir þessi börn og aðstandendur þeirra? Nei, það held ég varla,“ sagði hann.

Á lokadögum þingsins er verið að ræða frumvarp til fjáraukalaga. Við það tækifæri benti ég á mikið óréttlæti sem er í...

Posted by Jón Steindór Valdimarsson on Thursday, June 10, 2021

Biðin setur fötluð ungmenni í afar vonda stöðu

Þroskahjálp sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær en í henni harma samtökin þá stöðu sem upp er komin vegna innritunar á starfsbrautir framhaldsskólanna.

„Það er með öllu óásættanlegt að menntakerfið geri ekki ráð fyrir öllum útskrifuðum ungmennum úr grunnskóla í nám á framhaldsskólastigi. Bið sem þessi setur fötluð ungmenni í afar vonda stöðu. Það er með öllu óforsvaranlegt að ekki hafi verið gerðar ráðstafanir af hálfu hlutaðeigandi skólayfirvalda í tíma þar sem legið hefur lengi hversu fjölmennur hópurinn er ár hvert,“ segir í yfirlýsingunni.

Samtökin krefjast þess að öllum nemendum sem vilja innritast á starfsbraut verði tryggð hnökralaus innritun og góðar og styðjandi aðstæður til náms þar sem þörfum hvers og eins nemanda er mætt.

Þetta ætti ekki að koma skólayfirvöldum á óvart

Vísar Þroskahjálp í yfirlýsingu kennslustjóra sérnámsbrauta og starfsbrauta í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum og óánægju með innritunarferli á sérnámsbrautir og starfsbrautir.

Í yfirlýsingunni eru annmarkar á inntökuferlinu gagnrýndir þar sem það komi niður á undirbúningi nýrra nemenda sem hefja framhaldsskólanám í haust. Þá gagnrýna kennslustjórarnir aukna kröfu um að taka æ fleiri nemendur inn á brautirnar og segja þá þróun bitna á námsumhverfi og einstaklingsmiðuðu námi.

Kennslustjórarnir hvetja til þess að sérnámsbrautum og starfsbrautum verði fjölgað og að allir framhaldsskólar bjóði upp á slíkt nám og taki þannig þátt í því að skapa skólasamfélag án aðgreiningar. Loks er í yfirlýsingunni bent á að fjöldi nemenda sem innritast á sérnámsbrautir ætti ekki að koma skólayfirvöldum á óvart þar sem einfalt er að nálgast tölulegar upplýsingar frá grunnskólum með góðum fyrirvara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent