Jón Steindór: Mikið óréttlæti í uppsiglingu sem verður að leiðrétta

Um 30 fötluð ungmenni fá ekki inngöngu á starfsgreinabrautir framhaldsskólanna á komandi skólaári. Þingmaður Viðreisnar segir að alþingismenn verði að bregðast við því ótrúlega óréttlæti sem fötluð börn eru beitt.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisnar hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­auka­lög sem felur í sér 110 milljón króna fjár­veit­ingu til að tryggja nýjum nem­endum á starfs­braut og sér­náms­braut í mennta­skólum vist í þeim skólum sem best henta aðstæðum þeirra og þörf­um. Fjár­hæðin gerir ráð fyrir ráðn­ingu 10 nýrra starfs­manna eða kenn­ara að við­bættum 16 millj­ónum króna vegna ann­ars kostn­að­ar.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir að hann til­gang­ur­inn sé að rétta hlut 30 barna sem séu miklum rang­indum beitt. „Á loka­dögum þings­ins er verið að ræða frum­varp til fjár­auka­laga. Við það tæki­færi benti ég á mikið órétt­læti sem er í upp­sigl­ingu og verður að leið­rétta,“ skrifar hann.

Í ræðu sinni á Alþingi í gær sagði hann að málið væri ein­fald­lega þannig vaxið að alþing­is­menn gætu ekki verið „þekktir fyrir annað en bregð­ast við því ótrú­lega órétt­læti sem fötluð börn eru beitt með því að neita hluta þeirra sem nú ættu að setj­ast á skóla­bekk með félögum sínum á starfs­greina­brautum fram­halds­skól­anna“.

Auglýsing

„Þau eru skilin eftir af því að það eru ekki pláss og pen­ingar til að sinna þeim“

Um 30 fötluð ung­menni fá ekki inn­göngu á starfs­greina­brautir fram­halds­skól­anna á kom­andi skóla­ári. „Vand­inn virð­ist að mestu bund­inn við höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Því er borið við að nú sé um óvenju­lega stóran árgang að ræða en það má nú segja að þetta hljóti að hafa verið vitað síð­ast­liðin 16 ár að skóla­kerfið þyrfti að geta tekið við þessum börnum núna haustið 2021. Stærð árgangs­ins getur ekki hafa komið yfir­völdum á óvart,“ benti þing­mað­ur­inn á í ræðu sinni á þingi í gær.

„Ágætu þing­menn. Hugsið ykkur nú eitt augna­blik að vera fatlað barn sem hefur hlakkað til þess að fara af einu skóla­stigi á annað með félögum sín­um. Svo taka til­kynn­ingar að ber­ast um að Nonni vinur sé komin inn í þennan skóla, Stína vin­kona inn í hinn og svo áfram og áfram, en Siggi og Sigga bíða hins vegar og engin til­kynn­ing um skóla­vist berst þeim. Þau eru skilin eftir af því að það eru ekki pláss og pen­ingar til að sinna þeim. Er nokkuð dap­ur­legra hægt að hugsa sér fyrir þessi börn og aðstand­endur þeirra? Nei, það held ég var­la,“ sagði hann.

Á loka­dögum þings­ins er verið að ræða frum­varp til fjár­auka­laga. Við það tæki­færi benti ég á mikið órétt­læti sem er í...

Posted by Jón Stein­dór Valdi­mars­son on Thurs­day, June 10, 2021

Biðin setur fötluð ung­menni í afar vonda stöðu

Þroska­hjálp sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna máls­ins í gær en í henni harma sam­tökin þá stöðu sem upp er komin vegna inn­rit­unar á starfs­brautir fram­halds­skól­anna.

„Það er með öllu óásætt­an­legt að mennta­kerfið geri ekki ráð fyrir öllum útskrif­uðum ung­mennum úr grunn­skóla í nám á fram­halds­skóla­stigi. Bið sem þessi setur fötluð ung­menni í afar vonda stöðu. Það er með öllu ófor­svar­an­legt að ekki hafi verið gerðar ráð­staf­anir af hálfu hlut­að­eig­andi skóla­yf­ir­valda í tíma þar sem legið hefur lengi hversu fjöl­mennur hóp­ur­inn er ár hvert,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Sam­tökin krefj­ast þess að öllum nem­endum sem vilja inn­rit­ast á starfs­braut verði tryggð hnökra­laus inn­ritun og góðar og styðj­andi aðstæður til náms þar sem þörfum hvers og eins nem­anda er mætt.

Þetta ætti ekki að koma skóla­yf­ir­völdum á óvart

Vísar Þroska­hjálp í yfir­lýs­ingu kennslu­stjóra sér­náms­brauta og starfs­brauta í fram­halds­skólum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem þeir lýstu yfir von­brigðum og óánægju með inn­rit­un­ar­ferli á sér­náms­brautir og starfs­braut­ir.

Í yfir­lýs­ing­unni eru ann­markar á inn­töku­ferl­inu gagn­rýndir þar sem það komi niður á und­ir­bún­ingi nýrra nem­enda sem hefja fram­halds­skóla­nám í haust. Þá gagn­rýna kennslu­stjór­arnir aukna kröfu um að taka æ fleiri nem­endur inn á braut­irnar og segja þá þróun bitna á námsum­hverfi og ein­stak­ling­smið­uðu námi.

Kennslu­stjór­arnir hvetja til þess að sér­náms­brautum og starfs­brautum verði fjölgað og að allir fram­halds­skólar bjóði upp á slíkt nám og taki þannig þátt í því að skapa skóla­sam­fé­lag án aðgrein­ing­ar. Loks er í yfir­lýs­ing­unni bent á að fjöldi nem­enda sem inn­rit­ast á sér­náms­brautir ætti ekki að koma skóla­yf­ir­völdum á óvart þar sem ein­falt er að nálg­ast tölu­legar upp­lýs­ingar frá grunn­skólum með góðum fyr­ir­vara.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent