Vigdís: Óeðlilegt að borgarritari sitji fund

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði á fundi borgarráðs í gær að það væri óeðlilegt að Stefán Eiríksson borgarritari sæti fund með kjörnum fulltrúum sem hann hafi gagnrýnt opinberlega.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.
Auglýsing

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lét færa til bókar á borgarráðsfundi í gær að það væri óeðlilegt að Stefán Eiríksson borgarritari sæti fund með kjörnum fulltrúum sem hann hafi gagnrýnt „harðlega“ opinberlega. Sagði hún alla fulltrúa minnihlutans liggja undir grun vegna ásakana hans í garð kjörinna fulltrúa, auk þess sem hann hefði opinberlega lýst því yfir að hann sækist ekki eftir að njóta trausts þeirra. Vigdís sagði þessa stöðu því óásættanlega.  

Borgarfulltrúar meirihlutans lögðu þá einnig fram bókun á fundinum þar sem fram kom að borgarritari sé æðsti embættismaður borgarinnar að borgarstjóra undanskildum og því eigi hann að sjálfsögðu sæti á fundum borgarráðs. Í bókun meirihlutans segir jafnframt að það sé dapurlegt að nærvera starfsfólks borgarinnar á fundum borgarráðs skuli misbjóða borgarfulltrúa Miðflokksins. 

Auglýsing

Fáeinir borgarfulltrúar vænt starfsfólk borgarinnar um óheiðarleika

Stefán Eiríksson borgarritari skrifaði stöðuuppfærslu í lokaðan Facebook-hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þann 21. febrúar síðastliðinn þar sem hann sagði fáeina borgarfulltrúa ítrekað hafa vænt starfsfólk borgarinnar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra, bæði beint og óbeint. Sagði hann þessa hegðun, atferli og framkomu vera til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkurborg, starfsfólk hennar og íbúa alla. Stefán nefnir hins vegar engan borgarfulltrúa í færslu sinni. 

Vigdís Hauksdóttir skrifaði einnig Facebook-færslu eftir að fjallað hafði verið um færslu Stefáns í fjölmiðlum en þar segir hún að Stefán verði að rökstyðja þær ásakanir sem settar væru fram  í færslu hans. Í bókun hennar á fundi borgarráðs í gær gagnrýndi hún sérstaklega að Stefán hefði ekki enn séð sér fært að koma á fund forsætisnefndar þar sem óskað var eftir því sérstaklega að hann kæmi og gerði grein fyrir máli sínu.

Á sér ekki fordæmi í sögu borgarinnar

Borgarráðsfulltrúar meirihlutans lögðu einnig fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að borgarritari sé æðsti embættismaður borgarinnar að borgarstjóra undanskildum, og eigi hann því að sjálfsögðu sæti á fundum borgarráð. Það sé í samræmi við verklagsreglur um fundi ráðsins þar sem segir að skrifstofustjóri borgarstjórnar, borgarlögmaður og borgarritari sitji fundi ráðsins. „Tilefni þess að borgarritari skrifaði starfsfólki borgarinnar er hegðun, atferli og framkoma kjörinna fulltrúa. Nú þegar hafa tveir starfsmenn borgarinnar hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa auk þess sem fulltrúar um 70 manns hafa leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa, “ segir í bókun meirihlutans.

Enn fremur segir í bókuninni að það að fulltrúar 70 starfsmanna sjái ástæðu til að koma á framfæri kvörtunum vegna hegðunar kjörinna fulltrúa eigi sér ekki fordæmi í sögu borgarinnar. Jafnframt hafi þolinmæði starfsmanna gagnvart ummælum kjörinna fulltrúa verið mikil og því hafi borgarritari metið það nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsfólks borgarinnar og segja að nú sé komið nóg. „Þetta gerði hann vegna þess að starfsfólk og embættismenn borgarinnar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér þegar kjörnir fulltrúar ganga fram með slíkum hætti. Það er dapurlegt að nærvera starfsfólks borgarinnar á fundum borgarráðs skuli misbjóða borgarfulltrúa Miðflokksins,“  segir enn fremur í bókun borgaráðsfulltrúa. 

Þá er tekið fram í bókuninni að borgarritari kom ekki á fund forsætisnefndar þar sem forseti borgarstjórnar ákvað í samráði við fulltrúann sem hafði óskað eftir umræðunni að bíða með málið á þeim vettvangi.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent