Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er lögð umtals­verð áhersla á traust. Þar stendur meðal ann­ars: „Rík­is­stjórnin mun beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu.“ Til að fylgja þessu mark­miði eftir skip­aði Katrín starfs­hóp strax í jan­úar 2018 sem hafði það hlut­verk að efla traust á stjórn­mál og stjórn­sýslu.

Sá hópur skil­aði af sér nið­ur­stöðum í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Hann lagði til 25 til­lögur. Þær sem munu breyta mestu snúa ann­­ars vegar að því að hefta völd og aðgengi hags­muna­að­ila að stjórn­sýsl­unni og hins vegar að því að setja reglur um starfs­val eftir að ein­stak­l­ingar ljúka opin­berum störf­­um. Þá á að end­ur­skoða siða­reglur og setja lög­gjöf sem verndar upp­ljóstr­ara.

Þegar rík­is­stjórnin hafði setið í nokkrar vikur í byrjun síð­asta árs mæld­ist traust á Alþingi 29 pró­sent. Það var mjög lágt, nægi­lega lágt til þess að ofan­greindar áherslur fengu mikið svig­rúm í stjórn­ar­sátt­mála og í verkum rík­is­stjórn­ar­innar á fyrstu starfs­metrum henn­ar. En það traust var samt sem áður það mesta sem mælst hafði gagn­vart lög­gjaf­ar­þing­inu í ára­tug.

Von þeirra sem stóðu að hinni sér­stæðu rík­is­stjórn, með vin­sælasta stjórn­mála­mann þjóð­ar­innar á for­sæt­is­ráð­herra­stóli að leiða sam­an­kurl flokka með mjög ólíka hug­mynda­fræði um hvað sé gott sam­fé­lag, var að hún myndi leiða til meiri sátt­ar. Ef and­stæð­ingar í stjórn­mál­um, frá vinstri til hægri, gætu myndað rík­is­stjórn um að eyða pen­ingum í inn­viða­fjár­fest­ing­ar, og komið sér saman um að leggja stór kosn­inga­lof­orð sín að mestu til hlið­ar, þá ættu Íslend­ingar allir að geta farið að treysta hvorum öðrum, og stofn­unum sam­fé­lags­ins, bet­ur.

Þetta var auð­vitað draum­sýn.

Fleiri treysta bönkum en stjórn­málum

Gallup birti í lok síð­ustu viku nýjan þjóð­ar­púls þar sem spurt var um traust til stofn­ana. Þar kom í ljós að traust til Alþingis hefur hrunið um ell­efu pró­sentu­stig á einu ári og ein­ungis 18 pró­sent lands­manna treysta því nú. Til sam­an­burðar má nefna að fyrir banka­hrunið treystu 42 pró­sent þjóð­ar­innar Alþingi.

Auglýsing
Traust á hitt stóra kjörna stjórn­valdið á Íslandi, borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, er enn minna, eða 16 pró­sent. Það hefur nán­ast helm­ing­ast frá árinu 2015. Þessar tvær stofn­anir sam­fé­lags­ins eru þær einu sem mark­visst tapa trausti milli ára. Flestar aðrar bæta við sig slíku.

Athygli vekur að banka­kerfið nýtur nú trausts 20 pró­sent lands­manna. Það er auð­vitað afleit nið­ur­staða og sýnir að þar er mikið verk óunnið til að rétta við traust. Sam­kvæmt könnun sem gerð var vegna vinnu við Hvít­bók um fjár­mála­kerfið kom í ljós að fólk van­treysti bönkum vegna hruns­ins, vegna þess að það telur að þeir bjóði fólki ekki upp á rétt­læt­an­leg kjör og vegna þess að því mis­líkar hátt­semi sem ein­kennir menn­ingu bank­anna.

Það þýðir að bankar, sem fólkið í Hvít­bók­ar­könn­un­inni lýsti meðal ann­ars sem spilltum og gráð­ugum, njóta meiri trausts en helstu stjórn­völd á Íslandi. Það er í fyrsta sinn frá hruni sem það ger­ist.

Í sam­hengi við íslensk stjórn­mál er hægt að nefna þrennt sem stjórn­mála­menn hafa gert sjálfir, eða sem hóp­ur, sem var óum­flýj­an­legt að myndi leiða af sér þá nið­ur­stöðu að traust myndi tap­ast.

Neita að axla ábyrgð

Í fyrsta lagi þá þykir ekki við hæfi að axla ábyrgð í íslenskum stjórn­málum með því til að mynda að víkja til hliðar þegar ein­hver sem starfar innan þeirra tekur rangar ákvarð­anir sem hafa miklar afleið­ing­ar. Þegar ein­hver sýnir af sér með­vit­aða til­burði til að leyna almenn­ing upp­lýs­ingum. Þegar ráð­herra fremur lög­brot. Þegar stjórn­mála­menn kjósa að lifa í öðrum efna­hags­legum veru­leika en þeim sem þeir bjóða þegnum sínum upp á. Eða þegar stjórn­mála­maður eða -menn mis­fara með fé almenn­ings með svo grófum hætti að þeim sem þeir vinna hjá ofbýður, í kjör­dæma­poti eða sjálftöku, til dæmis með því að rukka almenn­ing um kostnað vegna keyrslu í próf­kjörum. Með því að eyða tugum millj­óna króna til að halda ofur vel upp­lýstan elítufund á full­veld­is­af­mæl­inu með umdeildum erlendum tals­manni kyn­þátta­hyggju. Eða með allri frænd­hygl­inni sem hefur verið opin­beruð um skömmtun á störf­um, stjórn­ar­setu, verk­efnum eða öðrum tæki­færum og aðgengi til vild­ar­vina í stroku­sam­fé­lag­inu Íslandi. Svo fátt eitt sé nefnt.

Póli­tíska menn­ingin hér á landi er sú að áfram­hald­andi stjórn­mála­starf þess ein­stak­lings sem brýtur gegn trausti almenn­ings sé mik­il­væg­ari en að almenn­ingur treysti stjórn­mál­um. Og að einu skulda­skilin sem stjórn­mála­menn ættu að standa fyrir séu í kosn­ing­um, þar sem ein­stak­lingar eru reyndar ekki kosnir heldur listar með tugum manns.

Nýj­ustu dæmin eru þau að stjórn­mála­menn ákváðu, í sam­trygg­ingu, að vinda ekki ofan af launa­hækk­unum sínum upp á tugi pró­senta sem veittar voru fyrir tveimur og hálfu ári þrátt fyrir að fyrir lægi að þær myndu setja næstu kjara­samn­inga í upp­nám. Fyrir vikið eru þær tákn­rænt vopn sem er notað til að sýna fólki sem nær ekki endum saman hversu ójafnt sé gefið í íslensku sam­fé­lagi þegar sann­færa þarf það um að fara í verk­fall. Það er búið að vera morg­un­ljóst lengi að nið­ur­lagn­ing kjara­ráðs yrði ekki nægj­an­leg aðgerð. En ráða­menn ákváðu að gera ekk­ert frek­ar.

Eða að stjórnir rík­is­fyr­ir­tækja, smekk­fullar af flokks­gæð­ingum og vild­ar­vin­um, hefðu ekki allar verið reknar strax og ljóst var að þær huns­uðu til­mæli ráð­herra um að hækka ekki laun rík­is­for­stjóra upp úr öllu valdi, þar með talin rík­is­for­stjóra í gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hefur þurft að leita á náðir skatt­greið­enda til að halda rekstr­inum gang­andi. Ekk­ert var gert í því fyrr en 12. febr­úar 2019, rúmu einu og hálfu ári eftir að launa­hækk­an­irnar tóku flestar gildi, þegar ráð­herra sendi loks bréf og óskaði skýr­inga.

Því miður er lík­lega of seint að sýna hörku og dug núna. Sá gluggi hefur lok­ast og afleið­ing­arnar hafa þegar átt sér stað.

Kosn­inga­svindl

Í öðru lagi hefur það fengið að við­gang­ast á Íslandi að svindlað sé í kosn­ingum eða í kringum þær. Stjórn­mála­flokk­arnir gerðu með sér sam­komu­lag í apríl 2018 um að vera ægi­lega hneyksl­aðir á, en ráð­ast ekki í aðgerðir vegna nafn­lauss áróð­urs sem dælt var yfir lands­menn í síð­ustu nokkrum kosn­ingum með ærnum til­kostn­aði án þess að fyrir lægi hver fjár­magn­aði áróð­urs­vél­arn­ar, sem er í full­kominni and­stöðu við lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda þar sem segir að óheim­ilt sé að veita við­töku fram­lögum frá óþekktum gef­end­um.

Auglýsing
Þess í stað var unnin skýrsla fyrir for­sæt­is­ráð­herra sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að það væri vand­séð hvað stjórn­­völd geti gert til að graf­­ast fyrir um hverjir standi á bak við nafn­lausa áróð­ur­inn. Afleið­ingin af þessu er meðal ann­ars sú að sömu aðilar eru enn – nafn­laust og með aug­ljóst fjár­magn á bak­við sig – að dæla yfir almenn­ing áróðri, nú síð­ast í tengslum við kjara­deil­ur.

Alþingi hefur heldur ekk­ert við það að athuga að stjórn­mála­maður greiddi almanna­tengli rúm­lega milljón króna og lof­aði honum umtals­verðri við­bót­ar­fjár­hæð fyrir að vinna fyrir sig tvær varn­ar­vef­síð­ur. Báðar vef­­síð­­­urnar voru skýr kosn­­inga­á­róður í aðdrag­anda kosn­­inga. Kjós­­endur voru blekktir með því að rangar upp­­lýs­ingar voru settar fram um hverjir stóðu að þessum vef­­síð­­­um. Fjár­­­mögnun þeirra var í and­­stöðu við lög um fjár­­­mál stjórn­­­mála­­sam­­taka og fram­­bjóð­enda og að sjálf­sögðu hefði átt að rann­saka mál­ið, annað hvort af stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd eða öðru við­eig­andi yfir­valdi. Það var ekki gert.

Þá liggur fyrir að tveir stjórn­mála­flokkar, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, brutu lög með sms-skila­boða­send­ingum í síð­ustu þing­kosn­ing­um. Flokkur fólks­ins sendi 80.763 slík dag­inn fyrir kjör­dag með hvatn­ingu til að kjósa sig og Mið­flokk­ur­inn sendi 57.682 á sjálfan kjör­dag­inn, 28. októ­ber 2017. Báðir flokk­arnir fengu mun meira fylgi í kosn­ing­unum en kann­anir höfðu spáð þeim og því rök­studdur grunur um að ólög­lega athæfið hafi skilað þeim árangri. Alþingi hefur ekk­ert gert vegna þess­ara lög­brota. Þau hafa ein­fald­lega ekk­ert verið rædd.

Þess í stað sam­mælt­ust full­trúar flestra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi um að auka fram­lög til síns sjálfs um 160 pró­sent, úr 286 millj­ónum króna í 744 millj­ónir króna. Með því voru þeir sem svindl­uðu í kosn­ing­um, og gengu því gegn lýð­ræð­inu, verð­laun­aðir fyrir það.

Að end­ingu er vert að minn­ast á athæfi Reykja­vík­ur­borgar um að fara í ólög­legt átak til auka kosn­inga­þátt­töku þar sem send voru gild­is­hlaðin skila­boð til ungra kjós­enda, eldri kvenna og erlendra rík­is­borg­ara. Þar er fullt til­efni til að rann­saka í kjöl­inn það sem átti sér stað og alla ákvörð­un­ar­töku.

Við blasir að Alþingi ætti að skipa rann­sókn­ar­nefnd til að fara yfir allt ofan­greint. Kosn­inga­svindl er ein alvar­leg­asta aðför að lýð­ræð­inu sem hægt er að hugsa sér. Það að láta rök­studdar grun­semdir um slíkt órann­sak­aðar er ekki til að auka traust.

Fram­koma

Þá er ótalin fram­koma sumra stjórn­mála­manna gagn­vart hvorum öðrum, emb­ætt­is­mönnum og fjöl­miðl­um. Fyrst ber auð­vitað að nefna Klaust­ur­málið. Ætla verður að sú ömur­lega orð­ræða sem þing­menn Mið­flokks­ins höfðu um aðra stjórn­mála­menn, fatl­aða og sam­kyn­hneigða í nóv­em­ber sé ráð­andi þáttur í minnk­andi trausti milli ára. Ásamt því auð­vitað að þing­heimi hefur full­kom­lega mis­tek­ist að taka á mál­inu af ein­hverri alvöru sem hefur leitt af sér að fólkið sem bar ábyrgð á ömur­leg­heit­unum hefur verið normaliserað á ný. Það virð­ist raunar sem við­kom­andi telji sig vera með vind í segl­in. Tærasta birt­ing­ar­mynd þess var í síð­ustu viku þegar þeir hertóku Alþing­is­húsið í sýn­ingu sem í fólst að hylla leið­toga sinn, segja upp­á­halds­stikkorðin „Ices­a­ve“ og „vog­un­ar­sjóð­ir“ til að hræra upp í grunn­fylg­inu eins og Trump gerir þegar hann talar um múr­inn sinn og krefj­ast þess að tím­inn verði skrúf­aður til baka til vors­ins 2016, þegar for­ingi þeirra var settur af sem for­sæt­is­ráð­herra.

Þessi sami hópur fólks sem stendur að Mið­flokknum hefur stundað árásir á emb­ætt­is­menn og stjórn­sýsl­una árum sam­an. Það átti sér stað ítrekað þegar hóp­ur­inn stýrði Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Fremst í flokki er auð­vitað Vig­dís Hauks­dótt­ir. Hún hefur unnið sér það til frægðar sem þing­maður að ásaka emb­ætt­is­menn um að vilja mis­nota aðstöðu sína í starfi fyrir ríkið til að fá flug­vild­ar­punkta fyrir fjöl­skyldur sína, hún hefur ásakað Rík­is­end­ur­skoð­anda um þögg­un­ar­til­burði vegna þess að bróðir hans var skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti, ásakað lög­mann sem vann fyrir ríkið við að end­ur­reisa banka­kerfið um skjala­fals, hún lét vinna skýrslu um það sem hún kall­aði „Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ari“ sem var svo léleg að Alþingi neit­aði að bera ábyrgð á henni en fól þó í sér grófar æru­meið­ingar á hendur þeim sem unnu að samn­ings­gerð­inni, ásak­aði for­stjóra Lands­spít­al­ans um að beita and­legu ofbeldi þegar hann kvart­aði yfir ókurt­eisi hennar, ásak­aði emb­ætt­is­menn um að ljúga að sér, hún hefur sagt að stjórn­endur rík­is­fyr­ir­tækja séu „eins og smá­krakkar í sæl­gæt­is­búð“, kvartað yfir starfs­fólki Alþingis fyrir að draga úr virð­ingu stofn­un­ar­innar með því að yrða á sig að fyrra bragði og gefið í skyn að IPA-­styrkir Evr­ópu­sam­bands­ins hafi verið ein­hvers­konar mútu­greiðslur til for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana og starfs­manna þeirra til að æsa þá upp.

Auglýsing
Hún hefur líka átt sinn skerf af ásök­unum á hendur fjöl­miðl­um. Til dæmis setti hún fram órök­studdar og ósannar ásak­anir um að RÚV og Kast­ljós hefðu viljað kné­setja íslenskan land­búnað og falsa myndir sem birt­ust í verð­launaum­fjöllun Kast­ljóss um Brú­negg. Við það til­efni sagði Vig­dís að Kast­ljós væri „þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöll­un“. Engin dæmi voru nefnd og engar sann­anir lagðar fram. Þá hót­aði hún auð­vitað á sínum tíma, sem for­maður fjár­laga­nefnd­ar, að end­ur­skoða fram­lög rík­is­ins til RÚV vegna þess að hún taldi að fyr­ir­tækið hall­aði til vinstri og væri mjög Evr­ópu­sam­bands­sinnað og fór einu sinni í útvarps­við­tal á Útvarp Sögu til að setja fram röð af til­hæfu­lausum ásök­unum um að Kjarn­inn blekkti les­endur sína án nokk­urs rök­stuðn­ings og dæma.

Nú er Vig­dís í borg­ar­stjórn og hefur tekið höndum saman við fólk úr minni­hluta og stundum úr meiri­hluta um að draga trú­verð­ug­leika þess stjórn­valds niður í svað­ið. Þar er ullað á fólk, per­són­u­árásir dag­legt brauð og umfjöll­un­ar­efnin eru nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust um eitt­hvað sem skiptir litlu eða engu máli fyrir fram­þróun borg­ar­inn­ar, en meira máli fyrir póli­tíska skamm­tíma­hags­muni þeirra sem kosnir eru til að stýra henni.

Vig­dís í sam­floti við nokkra aðra hefur haldið upp­teknum hætti og ráð­ist að emb­ætt­is­mönn­um. Hún hefur á skömmum tíma ásakað borg­ar­lög­mann um að taka þátt í lög­broti, ásakað skrif­stofu­stjóra um ein­elti á grund­velli dóms­nið­ur­stöðu sem sner­ist ekki um ein­elti, sagt að engu lík­ara sé en að starfs­menn borg­ar­innar hafi tekið þátt í kosn­inga­svindli, ásakað borg­ar­rit­ara um að fremja skít­verk fyrir borg­ar­stjóra og vísað því á bug að mögu­lega sé eitt­hvað athuga­vert við fram­komu hennar þegar tugir starfs­manna borg­ar­innar kvarta yfir henni. Póli­tíkus­inn seg­ist haf­inn yfir póli­tík.

Þetta er allt í takt við þá póli­tík sem for­maður Mið­flokks­ins stund­ar, og þar af leið­andi flokk­ur­inn sem búinn var til utan um hann. Sá sér sam­sær­is­kenn­ingu, helst alþjóð­lega, á bak­við hvert ein­asta skipti sem hann verður sér til skammar með því að vera kröfu­hafi, skila ekki sköttum í sam­ræmi við lög, að hóta fjöl­miðlum mál­sóknum fyrir að fjalla um sig með sönnum og lög­legum hætti, vera grip­inn fullur á bar að plotta, atyrða og grobba eða bara þegar ein­hver er ósam­mála hon­um. Um tíma var meira að segja maður ráð­inn í vinnu við „ákveðna grein­ing­ar­vinnu, hvaða blaða­menn voru að skrifa hvað“ og „hverjir hefðu verið Sig­mundi Davíð erf­ið­ast­ir.“

Póli­tíkin hans, hin grimma fleygapóli­tík, snýst um að eiga stans­laust í stríði við helst and­lits­laust fólk sem eng­inn nema hann einn, hinn hug­rakki og kjark­aði leið­togi, getur varið almenn­ing fyr­ir. Ein orð­ræðan snýst um að það sé ólýð­ræð­is­legt að emb­ætt­is­mönnum verði eft­ir­látið að stjórna, en undir niðri kraumar auð­vitað lítið annað en vilji til að safna sem mestum völdum á hendur fárra, og ganga þar með gegn lýð­ræð­is­legum mark­miðum um dreif­ingu valds.

Við blasir að það er póli­tískt mark­mið átaka­lýð­skrumara í íslenskri póli­tík að draga úr trausti á stjórn­mál, stjórn­sýslu og emb­ætt­is­menn. Við þannig aðstæður gengur þeim sjálfum best. Póli­tík þeirra gengur út á glund­roða, sensa­sjóna­l­isma og and­lýð­ræð­is­legar nið­ur­stöður með því að bera fyrir sig lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð. Svart verður hvítt og sann­leik­ur­inn skiptir engu máli.

Fólkið sem hefur verið ásakað um að beita ofbeldi fær að kom­ast upp með það. Það er með dag­skrár­vald­ið. Og hinir sem taka þátt í stjórn­málum leyfa þessu að ger­ast.

Að skilja ekki vand­ann

Það versta við þetta allt saman er að þessi staða kemur ekk­ert sér­stak­lega á óvart. Póli­tískt menn­ing á Íslandi leiðir af sér van­traust. Það hefur gjör­sam­lega mis­tek­ist að vinna til baka traust almenn­ings á lyk­il­stofn­unum lýð­ræð­is­ins hér­lendis á und­an­förnum ára­tug. Stjórn­mála­menn­irnir sjálfir kepp­ast við að finna ástæður þess. Þeir horfa á tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ing­una sem leitt hefur af sér óheflaðri orð­ræðu á sam­fé­lags­miðl­um, aukna nei­kvæðni þegn­ana sem eigi ekki neina inn­stæðu ef horft er ein­vörð­ungu á hag­tölur og heild­ar­á­stand þjóð­ar­bús­ins og auð­vitað hel­vítis fjöl­miðlana. 

En það er ekki hægt að kenna alltaf við­brögðum við eigin hegðun um að vera röng. Það er nefni­lega þannig að ef ein­hver treystir þér ekki þá er það – að minnsta kosti að uppi­stöðu – vegna þess að þú hefur hagað þér með hætti sem leiddi til þess. Eða ekki brugð­ist við aðstæðum sem upp hafa komið með hætti sem er til þess fall­inn að auka traust.

Það þýðir ekki alltaf að benda á ein­hvern annan eða eitt­hvað ann­að. Finna sér strá­mann og ráð­ast á hann og segja „þú ert ástæðan fyrir mínu vanda­máli“.

Þegar allir aðrir eru orðnir fífl þá er tíma­bært að líta í eigin barm og kanna hvort við­kom­andi sjálfur sé mögu­lega fíflið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari