Íslenska bankakerfið sagt dýrt, spillt og gráðugt

Íslendingar treysta ekki bankakerfinu vegna hrunsins, þeirrar græðgi sem þeir upplifa að viðgangist innan þess og óheiðarleika eða spillingu sem í því grasseri.

Hópur fólks mótmælti sölunni á hlut Landsbankans í Borgun á sínum tíma. Á meðal þess sem stjórnendur Landsbankans voru ásakaðir um var spilling.
Hópur fólks mótmælti sölunni á hlut Landsbankans í Borgun á sínum tíma. Á meðal þess sem stjórnendur Landsbankans voru ásakaðir um var spilling.
Auglýsing

Þau þrjú orð sem flestum Íslendingum dettur í hug til að lýsa bankakerfinu á Íslandi eru háir vextir/dýrt/okur, glæpastarfsemi/spilling og græðgi. Þar á eftir koma orð eins og vantraust, hrun og há laun/bónusar/eiginhagsmunasemi. Öll voru þessi orð nefnd meira en nokkurt jákvætt var sagt um íslenska bankakerfið.

Þetta er meðal þess sem kom fram í rannsókn sem Gallup vann fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið og birtist með Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem kynnt var í síðasta mánuði. Markmið könnunarinnar var að skoða ítarlega traust til bankakerfisins á Íslandi, hverjar væru helstu ástæður fyrir vantrausti og hvað mætti betur fara. Úrtakið var 1.408 manns 18 ára og eldri af landinu öllu. Þátttökuhlutfall var 54,5 prósent.

Í rannsókninni kom einnig fram að flestir Íslendingar óskuðu þess að bankakerfi framtíðar yrði sanngjarnt og réttlátt, traust, með góða þjónustu, hagkvæmt, heiðarlegt, gagnsætt og fyrir almenning.

Auglýsing
Þegar landsmenn voru beðnir um að nefna þau þrjú orð sem þeim dytti helst í hug til að lýsa traustu bankakerfi urðu orðin traust, sanngirni/réttlátt og heiðarleiki efst á blaði.

Ljóst er á niðurstöðu rannsóknarinnar að Íslendingar upplifa íslenska bankakerfið ekki eins og þeir myndu vilja hafa það. þvert á móti treysta 57,2 prósent landsmanna bankakerfinu lítið eða ekkert. Einungis 16,3 prósent treysta því mikið.

Aðspurð um hverjar séu helstu ástæður þess að viðkomandi beri lítið traust til bankakerfisins á Íslandi sögðu 18,1 prósent þeirra sem vantreysta því að sú ástæða væri hrunið. Alls sögðu 12,9 prósent að ástæðan væri græðgi og 10,7 sögðu það vera óheiðarleika eða spillingu.

26,4 prósent landsmanna sögðu að það væri hægt að auka traust almennings til bankakerfisins með því að lækka vexti eða bæta kjör. Rúmur fimmtungur, eða 20,8 prósent, sögðu að minni græðgi, bónusar og/eða ofurlaun myndu auka traustið og 14,4 prósent sögðu að þörf væri á meira gagnsæi. Þá sögðu tæplega tólf prósent aðspurðra að traustið myndi aukast ef bankar yrðu reknir í þágu fólksins.Íslendingar eru ekki mjög jákvæðir gagnvart bankakerfinu.

Íslenska ríkið á sem stendur tvo banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Heimild er fyrir því í fjárlögum að selja allt hlutafé ríkisins í Íslandsbanka og allt utan 34 prósenta í Landsbankanum. Samanlagt eigið fé bankanna tveggja í dag er um 411 milljarðar króna. Ríkisbankarnir greiddu eigendum sínum 207 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018.

Í Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið er fjallað ítar­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­is­bönk­un­um, Lands­bank­anum og Íslands­banka, og er horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­ar­hald verði hluti af fjár­mála­kerf­inu til fram­tíð­ar.

Þá er einnig lagt til að það verði skoðað gaum­gæfi­lega hvernig megi efla sam­starf bank­anna á sviði inn­viða í fjár­mála­kerf­inu, til að auka hag­ræð­ingu í banka­kerf­inu og bæta þannig kjör til neyt­enda.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við RÚV á fimmtudag að hún sæi ekki fyrir sér að ríkisbankarnir yrðu seldir á þessu ári. Hún sagði það þó ekki hafa verið sína sýn né ríkisstjórnarinnar að halda Íslandsbanka. Það sem skipti máli sé að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í Landsbankanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent