Bjarni segir fjölmiðla ekki sinna aðhaldshlutverki sínu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir vert að skoða laga- og skattaumhverfi fjölmiðla til að treysta umgjörð þeirra. Hans upplifun sé að fjölmiðlar sinni ekki aðhaldshlutverki sínu.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir ástæðu til að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að treysta betur umgjörð fjöl­miðla á land­inu með breyt­ingum á lagaum­hverfi og jafn­vel skattaum­hverfi þeirra. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG, á þingi í morg­un. 

Katrín spurði Bjarna þar út í ummæli sem hann við­hafði um fjöl­miðla á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi. Eins og Kjarn­inn greindi frá í morgun sagði Bjarni það undr­un­ar­efni hve margir fjöl­miðlar á Íslandi virð­ist starfa án nokk­­urrar sjá­an­­legrar rit­­stjórn­­­ar­­stefnu. „Hún ger­ist æ sterk­­ari til­­f­inn­ingin að vegna mann­eklu og fjár­­skorts séu við­kom­andi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starf­­semi þar sem hver fer fram á eigin for­­send­­um. Engin stefna, mark­mið eða skila­­boð og þar með nán­­ast eng­inn til­­­gang­­ur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skipt­­ast síðan á að grípa gjall­­­ar­hornið sem fjöl­mið­ill­inn er orð­inn fyrir þá og dæla út skoð­unum yfir sam­­fé­lag­ið. Ein í dag - önnur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­­book­­síðu og leyfa öllum að skrifa á vegg­inn?“ skrif­aði Bjarn­i. 

„Þetta eru ansi þung orð hjá for­manni stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem fjöl­miðlar á Íslandi og ann­ars staðar í hinum vest­ræna heimi eiga í á tímum tækni­breyt­inga og sam­fé­lags­miðla, þar sem tekju­stofnar hefð­bund­inna fjöl­miðla að þjóna sínu hlut­verki sem er að þjóna almenn­ingi og gera almenn­ingi ljóst, að gera grein á stað­festum upp­lýs­ingum og öðru því efni sem flýtur um sam­fé­lags­miðla, til dæmis frá okkur stjórn­mála­mönnum sem öll höldum úti okkar Face­book-­síð­u­m,“ sagði Katrín í morg­un. Hún sagði ábyrgð fylgja orð­um, ekki síst í ljósi þess að Ísland er eina Norð­ur­landa­þjóðin sem er ekki á topp tíu lista yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um. 

Auglýsing

Bjarni sagði alveg ástæðu til að velta því fyrir sér „hvort það kunni ekki að vera svo komið út af tækni­breyt­ingum og öðru sem að hefur gert rekst­ur ­fjöl­miðla­fyr­ir­tækja í land­inu, hefur gert þeim erfitt fyr­ir­ ­fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­unum að spyrja sig hvort það sé eitt­hvað í ytri umgjörð­inni, í lagaum­hverf­inu, skattaum­hverf­inu jafn­vel, sem við getum gert til að treysta betur umgjörð fjöl­miðla á land­inu og þar með þann mik­il­væga til­gang sem fjöl­miðlar hafa.“ Hann sagði að honum væri samt fyr­ir­munað að skilja hvers vegna Katrínu væri svo mikið niðri fyrir út af „einni léttri Face­book-­færslu.“ Hann hafi ein­fald­lega verið að velta því upp að honum þætti skorta skýra rit­stjórn­ar­stefnu á fjöl­miðl­um. Þetta væri bara hug­renn­ing um stöðu fjöl­miðla og „skort á öfl­ug­um, sterkum fjöl­miðlum með skýr skila­boð þar sem er ein­hver þráður frá degi til dags.“ 

Katrín spurði þá hvaða aðgerðir væri hægt að ráð­ast í, og sagði það miklu fremur eiga að vera umræðu­efn­ið. Ef fólk hefði áhyggjur af stöðu fjöl­miðla væri hægt að ræða það með upp­byggi­legum hætti. „Það er þessi rík­is­stjórn sem jók hlut Rík­is­út­varps­ins á aug­lýs­inga­mark­aði, þvert á stefnu sem hafði verið mörkuð á fyrra kjör­tíma­bil­i.“ Bjarni viðr­aði þá skoðun sína að það ætti bara að vera ein póli­tísk skoðun á hverjum fjöl­miðli. 

Þessu vís­aði Bjarni á bug og sagði Katrínu vera að leggja sér orð í munn. „Menn geta alveg verið í fjöl­miðla­rekstri á Íslandi mín vegna og skipt um skoðun á hverjum degi og dælt út hvaða dellu sem er. Bara gjörið svo vel. Þá verður það mín upp­lifun á við­kom­andi fjöl­miðli að hann sé ekki mark­verð­ur, sé ekk­ert mark á því tak­andi sem það­an ­streym­ir,“ sagði hann. 

Þá sagði hann þau Katrínu greini­lega vera sam­mála um að fjöl­miðlaum­hverfið væri erfitt og þar væru miklir veik­leik­ar. Það væri hans upp­lifun að fjöl­miðlar á Íslandi ræktu ekki aðhalds­hlut­verk sitt. 

Hér má sjá sam­skipti þeirra Katrínar og Bjarna um fjöl­miðla. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None