Segir íslenska fjölmiðla ekki hafa stefnu né tilgang

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það sé honum undrunarefni hve margir fjölmiðlar á Íslandi virðist starfa án nokkurrar sjáanlegrar ritstjórnarstefnu. „Hún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Bjarna á Facebook.

Bjarni er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn sem gagnrýnir íslenska fjölmiðla harðlega á þessu kjörtímabili. Það hafa nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins, samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, einnig gert ítrekað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra skrifaði til að mynda grein skömmu eftir að hann tók við starfinu þar sem hann ásakaði fjölmiðla um „loftárásir“. Eftir að Wintris-málið kom upp hefur hann sagt það vera samsæri fjölmiðla og erlendra fjármálamanna gegn sér. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson, gagnrýndu fjölmiðla einnig harðlega í aðdraganda Wintris-málsins fyrir umfjöllun sína um aflandsfélagaeign forsætisráðherrans fyrrverandi. 

Margir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu einnig fjölmiðla fyrir umfjöllun um lekamálið svokallaða, en Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, sagði af sér embætti innanríkisráðherra vegna þess máls. Sömu sögu er að segja af hinu svokallaða Orku Energy máli, þar sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, var vændur um óeðlileg hagsmunatengsl við aðila sem hann beitti sér fyrir á alþjóðlegum vettvangi.

Auglýsing

Tilefni skrifa Bjarna í dag eru skoðanaskrif í Fréttablaðinu sem honum finnst stefnulaus. 

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. 

Skjóðan í Fréttablaðinu er nafnlaus pistill (og því væntanlega á ábyrgð ritstjórnar). Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt.

Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru:
,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu.
ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika."
Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar.
,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru."
Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum. En jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.
Hún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None