Pírati fyrsti stjórnarmaður félags fanga sem er ekki fangi

Aðalheiður Ámundadóttir
Auglýsing

Aðalheiður Ámundadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Pírata, hefur tekið sæti í stjórn Afstöðu, félagi fanga fyrst kvenna. Hún er líka fyrsti stjórnarmaður félagsins frá upphafi sem er ekki fangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afstöðu.

Í Fréttablaðinu í dag segir Aðalheiður að hún hafi viljað halda áfram að sinna þeim mikilvæga málaflokki sem fangelsismál eru eftir að hún hætti í starfi sínu hjá Pírötum. „Þetta er sá málaflokkur sem mér þykir vænst um.“ 

Hún segir margt framundan í starfi Afstöðu. Henni langi að ræða við atvinnurekendur og reyna að koma því betur á kortið að fangar hafi eitthvað að gera bæði í fangelsum og þegar þeir ljúka afplánun. 

Auglýsing

Aðalheiður, sem er lögfræðingur, hefur lengi gagnrýnt þá refsistefnu sem er rekin, sérstaklega í fíkniefnamálum. Hún hélt m.a. erindi um málið við Háskólann á Akureyri árið 2014 og sagði í kjölfarið í viðtali við Vísi að það eigi að hætta að refsa sjúklingum. „Þetta er í rauninni það sem heitir afglæpavæðing. Svo geta menn rætt þessar lögleiðingarpælingar. Þær þarf að undirbúa það vel og ræða í samfélaginu. Við erum ekki að leggja það til núna með þessu.“

Afstaða fagnar nýju stjórnarkonu sinni og segir í tilkynningunni að mikilvægt sé að hafa talsmann utan fangelsisins svo að fangar geti komið umkvörtunarefnum og því sem miður fer á framfæri við fjölmiðla og stjórnvöld án þess að þurfa að óttast afleiðingar í afplánun sinni. „Þátttaka Aðalheiðar, sem sjálfstæðrar stjórnarkonu, í stjórn Afstöðu mun auka trúverðugleika og vigt félagsins og er mikilvægt skref til þess að halda hinu góða starfi áfram[...]Það hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgst hafa með umræðum um málefni fangelsa hér á landi að Píratar hafa látið sig málaflokkinn mjög varða. Aðalheiður hefur heimsótt flest fangelsi landsins á undanförnum árum og hefur stjórn Afstöðu átt við hana mjög góð samskipti. Nú hefur samvinnan verið sett í formlegri farveg og mun félagið njóta krafta hennar sem fullgilds stjórnarmanns.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None