Flokkarnir lýsa andúð á óhróðri í kosningabaráttu

Framkvæmdastjórar allra flokka á Alþingi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau ásetja sér að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu.

Skatta-Kata_2
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd for­sæt­is­ráð­herra um fjár­mál stjórn­mála­flokka, hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þau lýsa andúð á óhróðri og und­ir­róð­urs­starf­semi í kosn­inga­bar­áttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.

„Kosn­inga­bar­átta í aðdrag­anda kosn­inga er lyk­il­þáttur í lýð­ræð­is­legri stjórn­skipan og mik­il­vægt að hún sé mál­efna­leg og reglum sam­kvæm svo að kjós­endur geti tekið upp­lýsta ákvörð­un. Nafn­laus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líð­ast. Við fram­kvæmda­stjórar eða full­trúar flokk­anna átta sem sæti eiga þingi, erum sam­mála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróð­ur, sem eng­inn veit hver hefur í frammi eða kostar, birt­ist um alla sam­fé­lags- fjöl­miðla- og mynd­banda­veit­ur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgð­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þau segja kosn­inga­bar­áttu marg­slungið sam­tal þjóð­ar­innar og þar eigi stjórn­mála­flokk­arnir alls ekki að vera ein­ráð­ir. Lög um hvernig kosn­inga­bar­átta sé rekin og fjár­mögnuð þurfi því að ná yfir alla sem heyja slíka bar­áttu, ekki aðeins flokk­ana sjálfa, enda séu lögin í sam­ræmi við tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði og góða lýð­ræð­is­venju. „Það er mark­mið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagn­sæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosn­ing­ar.“

Auglýsing

Þau segja það von sína að bar­átta flokk­anna fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar verði sönn, gegnsæ og mál­efna­leg og að öll fram­boð taki stöðu með því mark­miði.

Undir yfir­lýs­ing­una rita:

Björg Eva Erlends­dótt­ir, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Vinstri grænna, Þor­gerður Jóhanns­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Birna Þór­ar­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Við­reisn­ar, Hólm­fríður Þór­is­dótt­ir, full­trúi Mið­flokks­ins, Erla Hlyns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, Helgi Haukur Hauks­son, fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar, Magnús Þór Haf­steins­son, full­trúi Flokks fólks­ins og Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent