Flokkarnir lýsa andúð á óhróðri í kosningabaráttu

Framkvæmdastjórar allra flokka á Alþingi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau ásetja sér að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu.

Skatta-Kata_2
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd for­sæt­is­ráð­herra um fjár­mál stjórn­mála­flokka, hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þau lýsa andúð á óhróðri og und­ir­róð­urs­starf­semi í kosn­inga­bar­áttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.

„Kosn­inga­bar­átta í aðdrag­anda kosn­inga er lyk­il­þáttur í lýð­ræð­is­legri stjórn­skipan og mik­il­vægt að hún sé mál­efna­leg og reglum sam­kvæm svo að kjós­endur geti tekið upp­lýsta ákvörð­un. Nafn­laus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líð­ast. Við fram­kvæmda­stjórar eða full­trúar flokk­anna átta sem sæti eiga þingi, erum sam­mála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróð­ur, sem eng­inn veit hver hefur í frammi eða kostar, birt­ist um alla sam­fé­lags- fjöl­miðla- og mynd­banda­veit­ur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgð­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þau segja kosn­inga­bar­áttu marg­slungið sam­tal þjóð­ar­innar og þar eigi stjórn­mála­flokk­arnir alls ekki að vera ein­ráð­ir. Lög um hvernig kosn­inga­bar­átta sé rekin og fjár­mögnuð þurfi því að ná yfir alla sem heyja slíka bar­áttu, ekki aðeins flokk­ana sjálfa, enda séu lögin í sam­ræmi við tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði og góða lýð­ræð­is­venju. „Það er mark­mið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagn­sæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosn­ing­ar.“

Auglýsing

Þau segja það von sína að bar­átta flokk­anna fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar verði sönn, gegnsæ og mál­efna­leg og að öll fram­boð taki stöðu með því mark­miði.

Undir yfir­lýs­ing­una rita:

Björg Eva Erlends­dótt­ir, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Vinstri grænna, Þor­gerður Jóhanns­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Birna Þór­ar­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Við­reisn­ar, Hólm­fríður Þór­is­dótt­ir, full­trúi Mið­flokks­ins, Erla Hlyns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, Helgi Haukur Hauks­son, fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar, Magnús Þór Haf­steins­son, full­trúi Flokks fólks­ins og Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Meira úr sama flokkiInnlent