RÚV krefst þess að Vigdís dragi „órökstuddar og ósannar ásakanir“ til baka

Kastljós
Auglýsing

Frétta­stofa RÚV krefst þess að Vig­dís Hauks­dóttir dragi órök­studdar og ósannar ásak­anir sínar til baka, en Vig­dís sak­aði RÚV og Kast­ljós um að vilja kné­setja íslenskan land­búnað og falsa myndir sem birt­ust í Kast­ljóssumfjöllun um Brú­negg í gær­kvöld­i. 

„Það er óvið­un­andi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð frétta­manna sem sinna sínum störfum af heil­indum og fag­mennsku,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Kast­ljósi, sem Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kast­ljóss og Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, skrifa báðar undir ásamt þeim frétta- og dag­skrár­gerð­ar­mönnum sem fjöll­uðu um mál­efni Brú­neggja í gær. 

„Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður fjár­laga­nefnd­ar, heldur því fram á Face­book­síðu sinni að Kast­ljós sé „þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöll­un“, án þess að nefna um það dæmi, enda eru þau ekki til,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Vig­dís sé að gefa í skyn að myndir sem hér­aðs­dýra­læknir Vest­ur­lands tók og voru birtar í Kast­ljósi í gær séu fals­að­ar. 

Auglýsing

Kast­ljós fékk aðgang að skoð­un­ar­skýrslum frá Mat­væla­stofnun í krafti upp­lýs­inga­laga og þeim ljós­myndum og mynd­böndum sem fylgdu skýrsl­un­um. Í þætt­inum voru þær myndir ein­göngu sýndar með frá­sögn af þeim heim­sókn­um. Það er óvið­un­andi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð frétta­manna sem sinna sínum störfum af heil­indum og fag­mennsku. Ummæli þing­manns­ins fyrr­ver­andi vega alvar­lega að æru og starfs­heiðri frétta­manna RÚV og við það verður ekki unað. Frétta­stofa RÚV krefst þess að Vig­dís Hauks­dóttir dragi órök­studdar og ósannar ásak­anir sínar til bak­a.“ 

Í sömu færslu á Face­book sagð­ist Vig­dís hafa heim­ildir fyrir því að starfs­menn RÚV séu 700 tals­ins með verk­tök­um. Þetta leið­réttir RÚV og segir að fjöldi stöðu­gilda sé 259 auk verk­taka í stærri tíma­bundnum verk­efni en hlut­fall þeirra fram­lags fari aldrei yfir 25% vinnu starfs­manna. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None