RÚV krefst þess að Vigdís dragi „órökstuddar og ósannar ásakanir“ til baka

Kastljós
Auglýsing

Frétta­stofa RÚV krefst þess að Vig­dís Hauks­dóttir dragi órök­studdar og ósannar ásak­anir sínar til baka, en Vig­dís sak­aði RÚV og Kast­ljós um að vilja kné­setja íslenskan land­búnað og falsa myndir sem birt­ust í Kast­ljóssumfjöllun um Brú­negg í gær­kvöld­i. 

„Það er óvið­un­andi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð frétta­manna sem sinna sínum störfum af heil­indum og fag­mennsku,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Kast­ljósi, sem Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kast­ljóss og Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, skrifa báðar undir ásamt þeim frétta- og dag­skrár­gerð­ar­mönnum sem fjöll­uðu um mál­efni Brú­neggja í gær. 

„Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður fjár­laga­nefnd­ar, heldur því fram á Face­book­síðu sinni að Kast­ljós sé „þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöll­un“, án þess að nefna um það dæmi, enda eru þau ekki til,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Vig­dís sé að gefa í skyn að myndir sem hér­aðs­dýra­læknir Vest­ur­lands tók og voru birtar í Kast­ljósi í gær séu fals­að­ar. 

Auglýsing

Kast­ljós fékk aðgang að skoð­un­ar­skýrslum frá Mat­væla­stofnun í krafti upp­lýs­inga­laga og þeim ljós­myndum og mynd­böndum sem fylgdu skýrsl­un­um. Í þætt­inum voru þær myndir ein­göngu sýndar með frá­sögn af þeim heim­sókn­um. Það er óvið­un­andi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð frétta­manna sem sinna sínum störfum af heil­indum og fag­mennsku. Ummæli þing­manns­ins fyrr­ver­andi vega alvar­lega að æru og starfs­heiðri frétta­manna RÚV og við það verður ekki unað. Frétta­stofa RÚV krefst þess að Vig­dís Hauks­dóttir dragi órök­studdar og ósannar ásak­anir sínar til bak­a.“ 

Í sömu færslu á Face­book sagð­ist Vig­dís hafa heim­ildir fyrir því að starfs­menn RÚV séu 700 tals­ins með verk­tök­um. Þetta leið­réttir RÚV og segir að fjöldi stöðu­gilda sé 259 auk verk­taka í stærri tíma­bundnum verk­efni en hlut­fall þeirra fram­lags fari aldrei yfir 25% vinnu starfs­manna. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None