Samhengi hlutanna

Árni Már Jensson segir að orsök og afleiðing séu merkingarþrungin hugtök sem stjórnum Landsbanka og Íslandsbanka sé hollt að vigta á vogarskálum samviskunnar, nokkuð sem við öll þurfum að gera frá degi til dags.

Auglýsing

Stundum er sam­viskan eins óljós og skyggnið í heið­ar­þokunni, standi maður í henni miðri.

Sið­ferði­legt inn­sæi og rétt­læt­is­kennd virka svo­lítið eins og átta­viti sem leið­réttir seg­ul­skekkju skiln­ing­ar­vit­anna ani maður óvart af leið.

Sam­viskan vinnur þannig eins og órofa vit­und sann­leika og sið­ferðis sem enda­laust trufl­ar, séum við að hugsa eða fram­kvæma á skjön við rétt­lætið eins og við þekkjum það. Sam­viskan, þessi ósnert­an­lega dul­vit­und veldur okkur geðs­hrær­ingu er við göngum gegn henni og viti menn, engum hefur tek­ist að sanna eða afsanna til­vist þessa fyri­bæris sem er ámóta heill­andi og að engum hefur tek­ist að stað­setja sál­ina hvað þá heldur að sann­reyna með rann­sóknum að hún sé yfir höfuð til. Samt þekkjum við öll til sam­visk­unnar sem ómissandi vit­und­ar-ang­urs í dag­legu lífi frá vöggu til graf­ar.

Auglýsing

Af hverju fór sam­fé­lagið á annan endan vegna jafn sjálf­sagðra hluta og að tvær hæfar konur fengju laun í sam­ræmi við kollega sína?

Banka­stjórar eiga rétt á háum launum vegna ábyrgðar og freistni­vanda fylgj­andi pen­inga­vald­inu sem undir þá heyra. Um þetta geta flestir verið sam­mála þó skiptar skoð­anir séu um launa­fjár­hæð. Fljótt á litið virð­ist því ríkja sann­girni í ákvörð­unum stjórna þess­ara banka gagn­vart tveimur yfir­mönnum sem eiga rétt­mæta kröfu til sam­keppn­is­hæfra kjara og jafn­-­metnir yfir­menn í öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækjum á Íslandi.

Af hverju þessi reiði?

Ég held að flestir ef ekki allir sem gagn­rýnt hafa laun banka­stjór­anna hafi ýmist talað eða skrifað í til­finn­inga­hita og reiði. Það er engu lík­ara en upp­lýs­ingar um launin hafi brotið kyrfi­lega á sið­ferð­is­vit­und lands­manna, en af hverju?

Helstu ástæð­ur?

Báðir starfa banka­stjór­arnir í fjár­mála­stofn­unum í eigu almenn­ings sem í mörgum til­vikum hefur mátt þola þungar búsifjar í formi afkomu­missi, eigna­upp­töku og heim­il­is­missi af völdum sömu stofn­ana.

Bank­arnir sem þeir starfa fyrir voru end­ur­reistir fyrir fé þess sama almenn­ings og mátti þola að líf þess væri sett á hlið­ina fjár­hags­lega með afleið­ingum sem tekur kyn­slóðir að leið­rétta. Orsök og afleið­ingar þessa hild­ar­leiks eru öllum kunnar og eiga sér rætur í mann­legri gróð­ar­hyggju hóps ein­stak­linga í eft­ir­litsum­hverfi sem brást skyldum sín­um. Um þetta vitnar skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. Afleið­ingar urðu gjald­þrot tug­þús­unda, brotin heim­ili, örygg­is­leysi, land­flótti, hung­ur, van­líð­an, sjúk­dómar og í ein­hverjum til­vikum sjálfs­víg.

Stór hluti hagn­aðar þess­ara sömu banka mynd­að­ist á árunum eftir hrun við end­ur­sölu eigna sem þeir hreins­uðu til sín með þving­uðum aðgerðum og nauð­ung­ar­upp­boðum á heim­ilum almenn­ings og fyr­ir­tækja sem ekk­ert höfðu til saka unnið annað en að treysta þeim sem ábyrgum fjár­mála­stofn­unum fyrir hrun. Lands­banki og Íslands­banki högn­uð­ust m.a. vegna þessa um hund­ruðir millj­arða á árunum 2009-2017. Nýju kenni­tölur bank­anna fengu lána­söfnin á hrakvirði frá eldri kenni­tölum sömu banka.

Svo má spyrja

Hvernig má það vera að stjórnum þess­ara banka var ekki ljós vand­með­farin sam­fé­lags­á­byrgð starfa sinna í ljósi sög­unn­ar? Gömlu kenni­tölur bank­anna settu hag­kerfið á hlið­ina og nýju kenni­tölur bank­anna hirtu eign­irnar á hrakvirði. Orsaka­sam­hengi gömlu og nýju bank­anna í hild­ar­leiknum gagn­vart heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­manna er órofa og algjör.

Svo virð­ist sem stjórnum þess­ara banka hafi láðst að vega og meta vægi til­finn­inga­legra hags­muna í ljósi harm­sögu þeirra stofn­anna sem þær starfa fyr­ir. Fjár­hags­leg skað­semi hruns­ins verður ekki ein­ungis metin í tölum þar sem lífs­af­komu og heim­ilum fólks var fórn­að. Þessar banka­stofn­anir eiga sér hvorki eðli­lega rekstr­ar­sögu né hafa þær stundað drengi­leg við­skipti í okkar sam­fé­lagi. Er rétt að taka blá­kaldar við­skipta­legar ákvarð­anir sem þessar án til­lits til sögu eða aðstæðna fórna­lamba hruns­ins? Er um að ræða hugs­ana­villu fólks sem býr við for­rétt­indi í hlið­rænum veru­leika fjöld­ans?­Stjórnir þess­ara banka virð­ast eiga í til­vist­ar­kreppu með að sam­sama sig aðstæðum þeirra sem líða skort og þjást til­finn­inga­lega sökum rang­lætis af völdum þeirra stofn­ana sem þeir starfa fyrir en til­lits­lausar ákvarð­anir sem þessar eru ekki óal­gengur breysk­leiki og þurfa alls ekki að tengj­ast nei­kvæðum ásetn­ingi stjórnarmanna. E.t.v. er fremur um að ræða afneitun sem getur orðið svo blind að fólk hrein­lega átti sig ekki á sam­hengi hlut­anna. En við ákvarð­anir sem þessar veldur sam­viskan oft til­finn­inga­legu upp­námi sem virkar eins og innri óró­leiki, að því gefnu að fólk hlusti á eigin hjarta.

Sam­fé­lagið

Excel ver­öld banka­manna er t.a.m. ólík veru­leika presta, lækna, hjúkruna­fræð­inga og ljós­mæðra sem ann­ars­vegar fást við harðar tölur og við­skipti en hins­vegar hlú að lífi, auð­sýna kær­leika, líkna og lækna. En þarf mann­legt sam­fé­lag að vera svo hólfa­skipt að sum­staðar er rými fyrir mann­virð­ingu en ann­ar­staðar varpað fyrir róða? Öll erum við ýmist börn, syst­kyni, for­eldr­ar, afar, ömm­ur, vin­ir, yfir­menn eða starfs­menn í þessu órofa sam­fé­lagi. Við þurfum öll á hvort öðru að halda til að vaxa og þroskast, lifa og dafna. Rétt­látt sam­fé­lag sem tekur til­lit til þarfa allra, dafnar til­finn­inga­lega jafnt sem efna­hags­lega og elur af sér kær­leik og ham­ingju öllum í hag. Mann­legt sam­fé­lag er líf­ríki, þar sem nær­gætni er þörf í umgengni við allar líf­ver­ur. Ekki má hrifsa til sín nær­ingu eins á kostnað ann­ars öðru­vísi en líf­ríkið í heild eða að hluta rask­ist. Þannig er mann­legt sam­fé­lag ein­ungis hluti miklu stærra sam­fé­lags og líf­rík­is, ver­ald­legs og and­legs. Af hverju er sann­girn­is,-og kær­leiksvog ekki virkjuð í við­skiptum fólks og stofn­anna? Af hverju er sam­fé­lag okkar Íslend­inga sár­þjáð og reitt á sama tíma og þjóð­ar­tekjur eru meðal þeirra hæstu á byggðu bóli? Því er mann­helgi ekki við­höfð í banka­stofn­unum eins og heima, á sjúkra­hús­um, í kirkj­um, í skólum sem og ann­ars­stað­ar? Við lifum í marg­víddar til­veru sem tengir okkur öll á einn veg eða annan og er ekki heilla­væn­legra að kær­leik­ur­inn sé sam­nefn­ari okkar sam­skipta hvort heldur sem er í banka eða á öðrum vett­vangi?

Jesú tók oft sterkt til orða og var mis­skipt­ing hug­leik­in. Hann sagði að auð­veld­ara væri fyrir úlf­alda að kom­ast gegnum nál­ar­auga en auð­manns til himna­rík­is. Hvað átti hann við? Var hann ekki að tala um að sá maður sem reiðir sig um of á ytri auð­æfi þurfi ekki á Guð að halda? Það er nefni­lega hætt við að hörð efn­is­hyggja rjúfi ein­fald­lega sam­band okkar við æðri gildi lífs­ins og eilífð­ar­vit­und.

Allir banka­menn og fjár­mála­speku­lantar þekkja spr­ead sheet eða Excel betur en fing­urna á sér enda ómissandi tæki til útreikn­inga, bók­halds­,-og áætl­ana­gerð­ar. Excel, eins og við þekkjum það, var upp­haf­lega fundið upp af vís­inda­mann­inum Dan Bricklin og fært í notk­un­ar­hæfan hug­bún­að, VisiCalc árið 1979 í félagi við Bob Frank­ston. Þessi hug­bún­að­ar­lausn er ein af merk­ari upp­finn­ingum upp­lýs­inga-­bylt­ingar síð­ari tíma og ómissandi tæki í fjár­mála­verk­fræði, hag­fræði og við­skipt­um. En Dan Bricklin, eins og margir helstu hugs­uðir sög­unn­ar, er ein­lægur and­ans maður sem trúir á Guð. Þetta sagði hann (í laus­legri þýð­ingu) í bók sinni, Bricklin on Technology útg 2009:

„Verk­fræð­ingar elska að koma sköpun sinni í notkun og nota­gildi hennar felst í hönn­un­inni. Feg­urð upp­finn­ing­ar­innar felst hins­vegar í því að sköp­unin auðgar og auð­veldar líf ann­ara.“

Á þetta ekki að vera megin mark­mið okkar allra; að auð­velda líf ann­arra með eigin fram­taki?

Sam­viskan og Guð

Orsök og afleið­ing eru mein­ing­ar­þrungin hug­tök sem stjórnum Lands­banka og Íslands­banka er hollt að vigta á vog­ar­skálum sam­viskunn­ar, nokkuð sem við öll þurfum að gera frá degi til dags. Þetta óræða und­ur, sam­viskan, sem vís­indin geta hvorki stað­sett né sann­reynt, hefur stundum verið líkt við Guð hið innra með okk­ur. Sé það rétt, farn­ast okkur þá ekki betur að við­ur­kenna hana frekar en afneita?

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar