Samhengi hlutanna

Árni Már Jensson segir að orsök og afleiðing séu merkingarþrungin hugtök sem stjórnum Landsbanka og Íslandsbanka sé hollt að vigta á vogarskálum samviskunnar, nokkuð sem við öll þurfum að gera frá degi til dags.

Auglýsing

Stundum er sam­viskan eins óljós og skyggnið í heið­ar­þokunni, standi maður í henni miðri.

Sið­ferði­legt inn­sæi og rétt­læt­is­kennd virka svo­lítið eins og átta­viti sem leið­réttir seg­ul­skekkju skiln­ing­ar­vit­anna ani maður óvart af leið.

Sam­viskan vinnur þannig eins og órofa vit­und sann­leika og sið­ferðis sem enda­laust trufl­ar, séum við að hugsa eða fram­kvæma á skjön við rétt­lætið eins og við þekkjum það. Sam­viskan, þessi ósnert­an­lega dul­vit­und veldur okkur geðs­hrær­ingu er við göngum gegn henni og viti menn, engum hefur tek­ist að sanna eða afsanna til­vist þessa fyri­bæris sem er ámóta heill­andi og að engum hefur tek­ist að stað­setja sál­ina hvað þá heldur að sann­reyna með rann­sóknum að hún sé yfir höfuð til. Samt þekkjum við öll til sam­visk­unnar sem ómissandi vit­und­ar-ang­urs í dag­legu lífi frá vöggu til graf­ar.

Auglýsing

Af hverju fór sam­fé­lagið á annan endan vegna jafn sjálf­sagðra hluta og að tvær hæfar konur fengju laun í sam­ræmi við kollega sína?

Banka­stjórar eiga rétt á háum launum vegna ábyrgðar og freistni­vanda fylgj­andi pen­inga­vald­inu sem undir þá heyra. Um þetta geta flestir verið sam­mála þó skiptar skoð­anir séu um launa­fjár­hæð. Fljótt á litið virð­ist því ríkja sann­girni í ákvörð­unum stjórna þess­ara banka gagn­vart tveimur yfir­mönnum sem eiga rétt­mæta kröfu til sam­keppn­is­hæfra kjara og jafn­-­metnir yfir­menn í öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækjum á Íslandi.

Af hverju þessi reiði?

Ég held að flestir ef ekki allir sem gagn­rýnt hafa laun banka­stjór­anna hafi ýmist talað eða skrifað í til­finn­inga­hita og reiði. Það er engu lík­ara en upp­lýs­ingar um launin hafi brotið kyrfi­lega á sið­ferð­is­vit­und lands­manna, en af hverju?

Helstu ástæð­ur?

Báðir starfa banka­stjór­arnir í fjár­mála­stofn­unum í eigu almenn­ings sem í mörgum til­vikum hefur mátt þola þungar búsifjar í formi afkomu­missi, eigna­upp­töku og heim­il­is­missi af völdum sömu stofn­ana.

Bank­arnir sem þeir starfa fyrir voru end­ur­reistir fyrir fé þess sama almenn­ings og mátti þola að líf þess væri sett á hlið­ina fjár­hags­lega með afleið­ingum sem tekur kyn­slóðir að leið­rétta. Orsök og afleið­ingar þessa hild­ar­leiks eru öllum kunnar og eiga sér rætur í mann­legri gróð­ar­hyggju hóps ein­stak­linga í eft­ir­litsum­hverfi sem brást skyldum sín­um. Um þetta vitnar skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. Afleið­ingar urðu gjald­þrot tug­þús­unda, brotin heim­ili, örygg­is­leysi, land­flótti, hung­ur, van­líð­an, sjúk­dómar og í ein­hverjum til­vikum sjálfs­víg.

Stór hluti hagn­aðar þess­ara sömu banka mynd­að­ist á árunum eftir hrun við end­ur­sölu eigna sem þeir hreins­uðu til sín með þving­uðum aðgerðum og nauð­ung­ar­upp­boðum á heim­ilum almenn­ings og fyr­ir­tækja sem ekk­ert höfðu til saka unnið annað en að treysta þeim sem ábyrgum fjár­mála­stofn­unum fyrir hrun. Lands­banki og Íslands­banki högn­uð­ust m.a. vegna þessa um hund­ruðir millj­arða á árunum 2009-2017. Nýju kenni­tölur bank­anna fengu lána­söfnin á hrakvirði frá eldri kenni­tölum sömu banka.

Svo má spyrja

Hvernig má það vera að stjórnum þess­ara banka var ekki ljós vand­með­farin sam­fé­lags­á­byrgð starfa sinna í ljósi sög­unn­ar? Gömlu kenni­tölur bank­anna settu hag­kerfið á hlið­ina og nýju kenni­tölur bank­anna hirtu eign­irnar á hrakvirði. Orsaka­sam­hengi gömlu og nýju bank­anna í hild­ar­leiknum gagn­vart heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­manna er órofa og algjör.

Svo virð­ist sem stjórnum þess­ara banka hafi láðst að vega og meta vægi til­finn­inga­legra hags­muna í ljósi harm­sögu þeirra stofn­anna sem þær starfa fyr­ir. Fjár­hags­leg skað­semi hruns­ins verður ekki ein­ungis metin í tölum þar sem lífs­af­komu og heim­ilum fólks var fórn­að. Þessar banka­stofn­anir eiga sér hvorki eðli­lega rekstr­ar­sögu né hafa þær stundað drengi­leg við­skipti í okkar sam­fé­lagi. Er rétt að taka blá­kaldar við­skipta­legar ákvarð­anir sem þessar án til­lits til sögu eða aðstæðna fórna­lamba hruns­ins? Er um að ræða hugs­ana­villu fólks sem býr við for­rétt­indi í hlið­rænum veru­leika fjöld­ans?­Stjórnir þess­ara banka virð­ast eiga í til­vist­ar­kreppu með að sam­sama sig aðstæðum þeirra sem líða skort og þjást til­finn­inga­lega sökum rang­lætis af völdum þeirra stofn­ana sem þeir starfa fyrir en til­lits­lausar ákvarð­anir sem þessar eru ekki óal­gengur breysk­leiki og þurfa alls ekki að tengj­ast nei­kvæðum ásetn­ingi stjórnarmanna. E.t.v. er fremur um að ræða afneitun sem getur orðið svo blind að fólk hrein­lega átti sig ekki á sam­hengi hlut­anna. En við ákvarð­anir sem þessar veldur sam­viskan oft til­finn­inga­legu upp­námi sem virkar eins og innri óró­leiki, að því gefnu að fólk hlusti á eigin hjarta.

Sam­fé­lagið

Excel ver­öld banka­manna er t.a.m. ólík veru­leika presta, lækna, hjúkruna­fræð­inga og ljós­mæðra sem ann­ars­vegar fást við harðar tölur og við­skipti en hins­vegar hlú að lífi, auð­sýna kær­leika, líkna og lækna. En þarf mann­legt sam­fé­lag að vera svo hólfa­skipt að sum­staðar er rými fyrir mann­virð­ingu en ann­ar­staðar varpað fyrir róða? Öll erum við ýmist börn, syst­kyni, for­eldr­ar, afar, ömm­ur, vin­ir, yfir­menn eða starfs­menn í þessu órofa sam­fé­lagi. Við þurfum öll á hvort öðru að halda til að vaxa og þroskast, lifa og dafna. Rétt­látt sam­fé­lag sem tekur til­lit til þarfa allra, dafnar til­finn­inga­lega jafnt sem efna­hags­lega og elur af sér kær­leik og ham­ingju öllum í hag. Mann­legt sam­fé­lag er líf­ríki, þar sem nær­gætni er þörf í umgengni við allar líf­ver­ur. Ekki má hrifsa til sín nær­ingu eins á kostnað ann­ars öðru­vísi en líf­ríkið í heild eða að hluta rask­ist. Þannig er mann­legt sam­fé­lag ein­ungis hluti miklu stærra sam­fé­lags og líf­rík­is, ver­ald­legs og and­legs. Af hverju er sann­girn­is,-og kær­leiksvog ekki virkjuð í við­skiptum fólks og stofn­anna? Af hverju er sam­fé­lag okkar Íslend­inga sár­þjáð og reitt á sama tíma og þjóð­ar­tekjur eru meðal þeirra hæstu á byggðu bóli? Því er mann­helgi ekki við­höfð í banka­stofn­unum eins og heima, á sjúkra­hús­um, í kirkj­um, í skólum sem og ann­ars­stað­ar? Við lifum í marg­víddar til­veru sem tengir okkur öll á einn veg eða annan og er ekki heilla­væn­legra að kær­leik­ur­inn sé sam­nefn­ari okkar sam­skipta hvort heldur sem er í banka eða á öðrum vett­vangi?

Jesú tók oft sterkt til orða og var mis­skipt­ing hug­leik­in. Hann sagði að auð­veld­ara væri fyrir úlf­alda að kom­ast gegnum nál­ar­auga en auð­manns til himna­rík­is. Hvað átti hann við? Var hann ekki að tala um að sá maður sem reiðir sig um of á ytri auð­æfi þurfi ekki á Guð að halda? Það er nefni­lega hætt við að hörð efn­is­hyggja rjúfi ein­fald­lega sam­band okkar við æðri gildi lífs­ins og eilífð­ar­vit­und.

Allir banka­menn og fjár­mála­speku­lantar þekkja spr­ead sheet eða Excel betur en fing­urna á sér enda ómissandi tæki til útreikn­inga, bók­halds­,-og áætl­ana­gerð­ar. Excel, eins og við þekkjum það, var upp­haf­lega fundið upp af vís­inda­mann­inum Dan Bricklin og fært í notk­un­ar­hæfan hug­bún­að, VisiCalc árið 1979 í félagi við Bob Frank­ston. Þessi hug­bún­að­ar­lausn er ein af merk­ari upp­finn­ingum upp­lýs­inga-­bylt­ingar síð­ari tíma og ómissandi tæki í fjár­mála­verk­fræði, hag­fræði og við­skipt­um. En Dan Bricklin, eins og margir helstu hugs­uðir sög­unn­ar, er ein­lægur and­ans maður sem trúir á Guð. Þetta sagði hann (í laus­legri þýð­ingu) í bók sinni, Bricklin on Technology útg 2009:

„Verk­fræð­ingar elska að koma sköpun sinni í notkun og nota­gildi hennar felst í hönn­un­inni. Feg­urð upp­finn­ing­ar­innar felst hins­vegar í því að sköp­unin auðgar og auð­veldar líf ann­ara.“

Á þetta ekki að vera megin mark­mið okkar allra; að auð­velda líf ann­arra með eigin fram­taki?

Sam­viskan og Guð

Orsök og afleið­ing eru mein­ing­ar­þrungin hug­tök sem stjórnum Lands­banka og Íslands­banka er hollt að vigta á vog­ar­skálum sam­viskunn­ar, nokkuð sem við öll þurfum að gera frá degi til dags. Þetta óræða und­ur, sam­viskan, sem vís­indin geta hvorki stað­sett né sann­reynt, hefur stundum verið líkt við Guð hið innra með okk­ur. Sé það rétt, farn­ast okkur þá ekki betur að við­ur­kenna hana frekar en afneita?

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar