Sigmundur átti Wintris og Tortóla er skattaskjól

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um Wintris-málið, kosningar og það hvort Tortóla er skattaskjól.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

 Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, fór mik­inn í upp­hafi umræðu­þáttar á RÚV á fimmtu­dag­inn, eftir að sýnd hafði verið sam­an­tekt á kjör­tíma­bil­inu og sagt að það væri vegna hans og Wintris-­máls­ins sem væri verið að kjósa snemma. Sig­mundur kann­að­ist ekki við það, og sagði svo að hann hafi aldrei átt aflands­fé­lag og að aflands­fé­lag konu hans hafi ekki verið í skatta­skjóli. 

„Í ­fyrsta lagi verð ég nú að gera athuga­semd við að það sé verið að kjósa snemma vegna þessa máls sem þú rek­ur. [...] Ég á ekki, hef aldrei átt aflands­fé­lag. [...] Ég hef aldrei átt hlut í þessum eign­um. [...] En það er hins vegar til­fellið að eig­in­kona mín átti eignir í á­kveðnu landi sem hefur aldrei verið í skatta­skjóli. Þetta er land sem er með tví­skött­un­ar­samn­inga við Ísland, ­upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við Ísland.“

Auglýsing

Kjarn­inn ákvað að kanna hvort þessar þrjár full­yrð­ingar Sig­mundar Dav­íðs eigi við rök að styðj­ast. 

1. Er verið að kjósa snemma vegna Wintris-­máls­ins? 

3. apríl síð­ast­lið­inn var sýndur sér­stakur Kast­ljóss­þáttur þar sem greint var frá tengslum Sig­mundar Dav­íðs, Bjarna Bene­dikts­sonar og Ólafar Nor­dal við aflands­fé­lög í skatta­skjól­um. Dag­inn eft­ir, þann 4. apr­íl, voru haldin mót­mæli sem lög­regla og kann­anir segja að séu stærstu mót­mæli Íslands­sög­unn­ar. Yfir­skrift mót­mæl­anna var krafan um að flýta kosn­ing­um. Flestir sem mættu sögð­ust vera að mót­mæla spill­ingu stjórn­mála og hags­muna­tengslum ráð­herra, til þess að knýja á um kosn­ingar strax og til þess að Sig­mundur Davíð segði af sér. 

Degi síðar fór af stað ótrú­leg atburða­rás. Þá var það Sig­mundur Davíð sjálf­ur, sem greindi frá því á Face­book-­síðu sinni, að hann hefði á fundi með Bjarna Bene­dikts­syni sagt að ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins „treystu sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosn­inga hið fyrsta.“ Að þessu búnu fór hann á Bessa­staði, þar sem honum og Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, þáver­andi for­seta, ber ekki saman um hvort Sig­mundur hafi form­lega óskað eftir þing­rofi eða ekki. Að minnsta kosti sagði Ólafur Ragnar að hann hefði hafnað beiðni um þing­rof. Þegar deg­inum lauk hafði verið til­kynnt að Sig­mundur Davíð myndi stíga til hliðar sem for­sæt­is­ráð­herra og Sig­urður Ingi tæki við. Þeir Bjarni Bene­dikts­son kynntu málið fyrir frétta­mönnum degi síð­ar. 

„Í þess­ari viku hefur með stóru skrefi, sögu­legu, verið brugð­ist við þeim aðstæðum sem skap­ast hafa í íslensku sam­fé­lagi með því að for­sæt­is­ráð­herra hefur stigið til hliðar og í hans stól mun þá setj­ast Sig­urður Ingi, aftur í sam­ræmi við þá verka­skipt­ingu sem verið hefur milli flokk­anna. En við ætlum að stíga við­bót­ar­skref til þess að mæta kröfum um að virkja lýð­ræðið í land­inu, til þess að koma til móts við þá stöðu sem hefur mynd­ast og hyggj­umst stefna að því að halda kosn­ingar í haust, stytta kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­ar­þing.“ Þetta sagði Bjarni þegar hann og Sig­urður Ingi kynntu um áfram­hald­andi sam­starf flokk­anna tveggja eftir að Sig­mundur Davíð sagði af sér emb­ætt­in­u. 

Áður en þetta gerð­ist hafði stjórn­ar­and­staðan boðað að hún myndi leggja fram van­traust­s­til­lögu og óska eftir þing­rofi um leið og þing kæmi saman aft­ur. Það var svo gert seinna sömu vik­una. 

2. Átti Sig­mundur aldrei aflands­fé­lag? 

Félagið Wintris Inc. var stofnað utan um arf Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs, af Mossack Fon­seca fyrir Lands­bank­ann í Lúx­em­borg árið 2007. Félagið var skráð á Bresku Jóm­frúreyj­un­um, á Tortóla. Sig­mundur Davíð og Anna Sig­ur­laug voru bæði skráð eig­endur félags­ins frá upp­hafi, eins og sjá má í skjal­inu hér að neð­an. 

Hlutabréf Sigmundar Davíðs. Frá RME.

Þau voru ekki gift á þeim tíma sem félagið var stofn­að, en hafa gefið þær skýr­ingar að þau hafi verið með sam­eig­in­legan fjár­hag og ekki hugsað út í það að þau hafi bæði verið skráð fyrir félag­inu. Það hafi alltaf verið ljóst að eign­irnar væru Önnu. Það hafi svo verið þegar þau ákváðu að gifta sig sem þau hafi þurft að fara yfir ýmis mál og á sama tíma hafi þau skipt um umsýslu­fyr­ir­tæki. Hið nýja hafi bent þeim á að þau væru bæði eig­endur félags­ins. Þetta var árið 2009, og á gaml­árs­dag, dag­inn áður en ný lög­gjöf tók gildi á Íslandi, seldi Sig­mundur Davíð Önnu Sig­ur­laugu sinn hlut á einn dal, eins og sjá má hér að neð­an. 

Kaupsamningur milli Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Mynd frá RME.

3. Er Tortóla skatta­skjól? 

Lág­skatta­svæði sam­kvæmt fjár­mála­ráðu­neyt­inu er: „Ríki eða lög­sagn­ar­um­dæmi telst vera lág­skatta­ríki þegar tekju­skattur af hagn­aði félags, sjóðs eða stofn­un­ar, sem um ræð­ir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekju­skatti sem hefði verið lagður á félag­ið, sjóð­inn eða stofn­un­ina hefði hún verið heim­il­is­föst á Ísland­i.“ 

Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar eru lág­skatta­svæði sam­kvæmt lista ráðu­neyt­is­ins, og sá listi byggir á lista OECD. 

Helstu ein­kenni skatta­skjóla sam­kvæmt OECD eru:

  1. Eng­inn eða mjög lágur tekju­skattur
  2. Skortur á skil­virkum upp­lýs­inga­skiptum
  3. Skortur á gagn­sæi
  4. Engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram
Skatta­skjól gegna þrí­þættu hlut­verki, sam­kvæmt OECD: í fyrsta lagi eru þau aðsetur fyrir svokölluð skúffu­fyr­ir­tæki, það er engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram heldur er þar ein­göngu póst­fang, í öðru lagi útvega þau mögu­leika á að skrá og færa bók­hald eftir smekk við­kom­andi, en ekki við­ur­kenndum bók­halds­regl­um, og síð­ast en ekki síst koma þau í veg fyrir að skatt­yf­ir­völd geti rann­sakað banka­reikn­inga við­kom­andi.

Upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur á milli Íslands og Bresku Jóm­frúreyj­anna, var gerður þann 18. maí árið 2009, en sam­kvæmt þessum lista utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur hann ekki verið full­gilt­ur. Hann tók þó gildi sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­indum árið 2011. Tví­skött­un­ar­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar er líka í gildi, en hann er með tak­mörk­uðu umfangi. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar er Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, sem sagði til að mynda fyrir tveimur árum að erfitt væri að fá upp­lýs­ingar um skatta­skjól því ýmsar banka- og fjár­hags­upp­lýs­ingar lægju ekki fyr­ir. Hún nefndi sér­stak­lega Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar í því sam­hengi. Upp­lýs­ing­arnar séu ekki aðeins erfitt að sækja eða nálgast, þær séu ein­fald­lega ekki til stað­ar. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Ástæða þess að verið er að kjósa snemma eru Panama­skjöl­in, og stærsta málið þar er Wintris-­mál Sig­mundar Dav­íðs. Skjöl sýna fram á að Sig­mundur Davíð átti Wintris og seldi sinn hlut í lok árs 2009, og Tortóla er skil­greint sem skatta­skjól, hvað sem líður skatt­greiðsl­um. Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að sam­an­dregið séu þessar þrjár full­yrð­ingar hauga­lyg­i. Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­­­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu hana á sta­d­­reynda­vakt­in@kjarn­inn.­­­is.

*Þessi stað­reynda­vakt hefur verið upp­færð með upp­lýs­ingum um að upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar tók gildi árið 2011 sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None