Sigmundur átti Wintris og Tortóla er skattaskjól

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um Wintris-málið, kosningar og það hvort Tortóla er skattaskjól.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

 Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, fór mik­inn í upp­hafi umræðu­þáttar á RÚV á fimmtu­dag­inn, eftir að sýnd hafði verið sam­an­tekt á kjör­tíma­bil­inu og sagt að það væri vegna hans og Wintris-­máls­ins sem væri verið að kjósa snemma. Sig­mundur kann­að­ist ekki við það, og sagði svo að hann hafi aldrei átt aflands­fé­lag og að aflands­fé­lag konu hans hafi ekki verið í skatta­skjóli. 

„Í ­fyrsta lagi verð ég nú að gera athuga­semd við að það sé verið að kjósa snemma vegna þessa máls sem þú rek­ur. [...] Ég á ekki, hef aldrei átt aflands­fé­lag. [...] Ég hef aldrei átt hlut í þessum eign­um. [...] En það er hins vegar til­fellið að eig­in­kona mín átti eignir í á­kveðnu landi sem hefur aldrei verið í skatta­skjóli. Þetta er land sem er með tví­skött­un­ar­samn­inga við Ísland, ­upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við Ísland.“

Auglýsing

Kjarn­inn ákvað að kanna hvort þessar þrjár full­yrð­ingar Sig­mundar Dav­íðs eigi við rök að styðj­ast. 

1. Er verið að kjósa snemma vegna Wintris-­máls­ins? 

3. apríl síð­ast­lið­inn var sýndur sér­stakur Kast­ljóss­þáttur þar sem greint var frá tengslum Sig­mundar Dav­íðs, Bjarna Bene­dikts­sonar og Ólafar Nor­dal við aflands­fé­lög í skatta­skjól­um. Dag­inn eft­ir, þann 4. apr­íl, voru haldin mót­mæli sem lög­regla og kann­anir segja að séu stærstu mót­mæli Íslands­sög­unn­ar. Yfir­skrift mót­mæl­anna var krafan um að flýta kosn­ing­um. Flestir sem mættu sögð­ust vera að mót­mæla spill­ingu stjórn­mála og hags­muna­tengslum ráð­herra, til þess að knýja á um kosn­ingar strax og til þess að Sig­mundur Davíð segði af sér. 

Degi síðar fór af stað ótrú­leg atburða­rás. Þá var það Sig­mundur Davíð sjálf­ur, sem greindi frá því á Face­book-­síðu sinni, að hann hefði á fundi með Bjarna Bene­dikts­syni sagt að ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins „treystu sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosn­inga hið fyrsta.“ Að þessu búnu fór hann á Bessa­staði, þar sem honum og Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, þáver­andi for­seta, ber ekki saman um hvort Sig­mundur hafi form­lega óskað eftir þing­rofi eða ekki. Að minnsta kosti sagði Ólafur Ragnar að hann hefði hafnað beiðni um þing­rof. Þegar deg­inum lauk hafði verið til­kynnt að Sig­mundur Davíð myndi stíga til hliðar sem for­sæt­is­ráð­herra og Sig­urður Ingi tæki við. Þeir Bjarni Bene­dikts­son kynntu málið fyrir frétta­mönnum degi síð­ar. 

„Í þess­ari viku hefur með stóru skrefi, sögu­legu, verið brugð­ist við þeim aðstæðum sem skap­ast hafa í íslensku sam­fé­lagi með því að for­sæt­is­ráð­herra hefur stigið til hliðar og í hans stól mun þá setj­ast Sig­urður Ingi, aftur í sam­ræmi við þá verka­skipt­ingu sem verið hefur milli flokk­anna. En við ætlum að stíga við­bót­ar­skref til þess að mæta kröfum um að virkja lýð­ræðið í land­inu, til þess að koma til móts við þá stöðu sem hefur mynd­ast og hyggj­umst stefna að því að halda kosn­ingar í haust, stytta kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­ar­þing.“ Þetta sagði Bjarni þegar hann og Sig­urður Ingi kynntu um áfram­hald­andi sam­starf flokk­anna tveggja eftir að Sig­mundur Davíð sagði af sér emb­ætt­in­u. 

Áður en þetta gerð­ist hafði stjórn­ar­and­staðan boðað að hún myndi leggja fram van­traust­s­til­lögu og óska eftir þing­rofi um leið og þing kæmi saman aft­ur. Það var svo gert seinna sömu vik­una. 

2. Átti Sig­mundur aldrei aflands­fé­lag? 

Félagið Wintris Inc. var stofnað utan um arf Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs, af Mossack Fon­seca fyrir Lands­bank­ann í Lúx­em­borg árið 2007. Félagið var skráð á Bresku Jóm­frúreyj­un­um, á Tortóla. Sig­mundur Davíð og Anna Sig­ur­laug voru bæði skráð eig­endur félags­ins frá upp­hafi, eins og sjá má í skjal­inu hér að neð­an. 

Hlutabréf Sigmundar Davíðs. Frá RME.

Þau voru ekki gift á þeim tíma sem félagið var stofn­að, en hafa gefið þær skýr­ingar að þau hafi verið með sam­eig­in­legan fjár­hag og ekki hugsað út í það að þau hafi bæði verið skráð fyrir félag­inu. Það hafi alltaf verið ljóst að eign­irnar væru Önnu. Það hafi svo verið þegar þau ákváðu að gifta sig sem þau hafi þurft að fara yfir ýmis mál og á sama tíma hafi þau skipt um umsýslu­fyr­ir­tæki. Hið nýja hafi bent þeim á að þau væru bæði eig­endur félags­ins. Þetta var árið 2009, og á gaml­árs­dag, dag­inn áður en ný lög­gjöf tók gildi á Íslandi, seldi Sig­mundur Davíð Önnu Sig­ur­laugu sinn hlut á einn dal, eins og sjá má hér að neð­an. 

Kaupsamningur milli Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Mynd frá RME.

3. Er Tortóla skatta­skjól? 

Lág­skatta­svæði sam­kvæmt fjár­mála­ráðu­neyt­inu er: „Ríki eða lög­sagn­ar­um­dæmi telst vera lág­skatta­ríki þegar tekju­skattur af hagn­aði félags, sjóðs eða stofn­un­ar, sem um ræð­ir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekju­skatti sem hefði verið lagður á félag­ið, sjóð­inn eða stofn­un­ina hefði hún verið heim­il­is­föst á Ísland­i.“ 

Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar eru lág­skatta­svæði sam­kvæmt lista ráðu­neyt­is­ins, og sá listi byggir á lista OECD. 

Helstu ein­kenni skatta­skjóla sam­kvæmt OECD eru:

  1. Eng­inn eða mjög lágur tekju­skattur
  2. Skortur á skil­virkum upp­lýs­inga­skiptum
  3. Skortur á gagn­sæi
  4. Engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram
Skatta­skjól gegna þrí­þættu hlut­verki, sam­kvæmt OECD: í fyrsta lagi eru þau aðsetur fyrir svokölluð skúffu­fyr­ir­tæki, það er engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram heldur er þar ein­göngu póst­fang, í öðru lagi útvega þau mögu­leika á að skrá og færa bók­hald eftir smekk við­kom­andi, en ekki við­ur­kenndum bók­halds­regl­um, og síð­ast en ekki síst koma þau í veg fyrir að skatt­yf­ir­völd geti rann­sakað banka­reikn­inga við­kom­andi.

Upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur á milli Íslands og Bresku Jóm­frúreyj­anna, var gerður þann 18. maí árið 2009, en sam­kvæmt þessum lista utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur hann ekki verið full­gilt­ur. Hann tók þó gildi sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­indum árið 2011. Tví­skött­un­ar­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar er líka í gildi, en hann er með tak­mörk­uðu umfangi. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar er Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, sem sagði til að mynda fyrir tveimur árum að erfitt væri að fá upp­lýs­ingar um skatta­skjól því ýmsar banka- og fjár­hags­upp­lýs­ingar lægju ekki fyr­ir. Hún nefndi sér­stak­lega Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar í því sam­hengi. Upp­lýs­ing­arnar séu ekki aðeins erfitt að sækja eða nálgast, þær séu ein­fald­lega ekki til stað­ar. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Ástæða þess að verið er að kjósa snemma eru Panama­skjöl­in, og stærsta málið þar er Wintris-­mál Sig­mundar Dav­íðs. Skjöl sýna fram á að Sig­mundur Davíð átti Wintris og seldi sinn hlut í lok árs 2009, og Tortóla er skil­greint sem skatta­skjól, hvað sem líður skatt­greiðsl­um. Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að sam­an­dregið séu þessar þrjár full­yrð­ingar hauga­lyg­i. Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­­­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu hana á sta­d­­reynda­vakt­in@kjarn­inn.­­­is.

*Þessi stað­reynda­vakt hefur verið upp­færð með upp­lýs­ingum um að upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar tók gildi árið 2011 sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None