Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Bjarna Benediktssonar um að það hafi verið rangt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild að Evrópusambandinu.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

 Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði að það væri rangt að hann eða flokkur hans hefði lofað þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald aðild­ar­við­ræðna að Evr­ópu­sam­band­inu í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 2013. Þetta kom fram í leið­togaum­ræðu­þætti á RÚV í gær­kvöldi.

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, sagði þar að sá sem stæði vinstra ­meg­in­ við hann í umræð­un­um, Bjarni Bene­dikts­son, hafi lofað „rétt fyrir kosn­ingar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn muni berj­ast fyrir því að verði kosið um Evr­ópu­sam­bands­að­ild á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins. Þetta var svo heil­agt lof­orð að það var sér­stak­lega tekið fram: Og við það munum við standa.“

Bjarni svar­aði: „Þetta er bara rangt að þetta hafi verið helsta lof­orð okk­ar. Okkar lof­orð hefur staðið til þess að halda Íslandi utan Evr­ópu­sam­bands­ins[...] Í kjarn­ann vorum við að segja það að við vorum viljug til að beita þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum til að höggva á hnút­a.“

Auglýsing

Kjarn­inn ákvað að kanna hvort sú full­yrð­ing Bjarna, að það sé rangt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og hann hafi lofað þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ar­við­ræður að Evr­ópu­sam­band­inu - heldur hafi lof­orðið staðið um að halda Íslandi utan Evr­ópu­sam­bands­ins - í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, eigi við rök að styðj­ast.

Odd­vitar lofa þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu

Þann 10. mars 2013 mætti Ill­ugi Gunn­ars­son, annar leið­togi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, í umræðu­þátt­inn Silfur Egils. Þar sagð­ist hann vilja stöðva við­ræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, en ekki hægja á eða gera hlé á þeim. „Og síðan verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla og þjóðin fái að segja sig hug hvort hún vilji klára þetta eða ekki. Ef það er þannig að þjóðin segir já við því, þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri nið­ur­stöð­u.“

17. mars mætti hinn odd­viti flokks­ins í Reykja­vík, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, í Silfur Egils og sagði að sá tíma­punktur sem þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um aðild­ar­við­ræður að Evr­ópu­sam­band­inu ætti að fara fram væri á næsta kjör­tíma­bili. „Að sjálf­sögðu mun Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn standa við það að þjóðin fái að ráða hvort það verði gengið lengra í þessu máli. Það er þjóð­ar­innar en ekki ein­stakra stjórn­mála­manna.“

Í apríl var Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þáver­andi odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, mætt í kosn­inga­sjón­varp RÚV og fékk þar spurn­ingu um áfram­hald­andi við­ræð­ur. Þar sagði hún að það sem henni þætti mestu máli skipta „er að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort að þessu verði haldið áfram eða ekki. Ég treysti þjóð­inni til þess að taka upp­lýsta ákvörðun vegna þess hversu mikið ágrein­ings­mál þetta er milli flokka, milli þjóð­ar­inn­ar, milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar. Þetta fer í gegnum fjöl­skyld­ur. Eina leiðin til þess að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvert skuli halda núna er að spyrja þjóð­ina“.

Enn einn odd­vit­inn, Krist­ján Þór Júl­í­us­son úr Norð­aust­ur­kjör­dæmi, mætti í kosn­inga­sjón­varp Stöðvar 2 18. apríl 2013 og sagði að, líkt og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði lýst yfir, „að hann telur að við eigum að bera það undir þjóð­ina á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins hvort við eigum ekki að halda þessu ferli áfram eða ekki.“

23. apr­íl, í kosn­inga­sjón­varpi Stöðvar 2, sagði Ill­ugi síðan að á stórum fundi á Nor­dica hót­eli ein­hverjum vikum áður, sem 500-600 manns hefðu verið á, þá hafi Bjarni Bene­dikts­son sagt nákvæm­lega hvað lof­orð Sjálf­stæð­is­manna í mál­inu þýddi. „Það þýddi það að þessum við­ræðum verður hætt, það er að segja að við munum ekki halda áfram þessu aðlög­un­ar­ferli, en síð­an, og hann nefndi sér­stak­lega fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins, myndi fara fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. Það væri hans skoð­un, þannig hef ég alltaf skilið þetta og mér finnst þetta vera býsna skýrt.“

Bjarni lofar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu

Bjarni Bene­dikts­son lét ekki sitt eftir liggja við að tjá sig um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ar­við­ræður að ­Evr­ópu­sam­band­inu. Í fréttum Stöðvar 2 í aðdrag­anda kosn­inga 2013 sagði Bjarni: „Í Evr­ópu­sam­bands­mál­inu þá munum við standa við það sem við höfum ályktað um að fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. Hún gæti farið fram á fyrri hluta þessa kjör­tíma­bils til dæmis í tengslum við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar, en við munum standa við það að hlusta eftir því sem fólkið í land­inu vill.“

Þann 23. mars 2013 sagði Bjarni í við­tali við RÚV: „Ég tel að að sé vel raun­hæft að gera þetta á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins næsta[...]­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn styður að fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um þetta mál.“

Þann 24 apríl 2013, þremur dögum fyrir kosn­ing­ar, var Bjarni í við­tali við Frétta­blað­ið. Þar sagði hann: „Ég er sjálfur þeirrar skoð­unar að við eigum ekki að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og greiddi atkvæði gegn umsókn, en við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það“.

Í kosn­inga­sjón­varpi Stöðvar 2 nokkrum dögum fyrir kosn­ingar sagði Bjarni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði opnað fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. „Ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins. Ég er opinn fyrir því að nýta þjóð­ar­at­kvæði til þess að leiða fram þjóð­ar­vilj­ann í þessu máli.“

Á fundi VÍB í aðdrag­anda kosn­inga 2013 þar sem leið­togar allra stjórn­mála­flokka voru spurði stjórn­andi fund­ar­ins, frétta­mað­ur­inn Þor­björn Þórð­ar­son, bæði Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son og Bjarna hvort að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald við­ræðna yrði hald­in, kæmust þeir til valda. Sig­mundur Davíð sagði: „Það held ég að hljóti að ver­a.“

Bjarni sagði að hann hefði margoft tekið það fram að sér þætti „það mjög gott og æski­legt ef hægt yrði að halda þessa þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins.“

Þor­björn sagði þá: „Gott og æski­legt, en ekki að þetta verður gert?“ Sig­mundur Davíð svar­aði þá til: „en með sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, hvernig líst þér á það?“

Þegar Sig­mundur Davíð og Bjarni kynntu rík­is­stjórn­ar­sam­starf sitt á Laug­ar­vatni að loknum kosn­ingum spurði frétta­maður á staðn­um: „Getum við treyst því að það verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi við­ræð­ur?“

Sig­mundur Davíð svar­aði: „Að sjálf­sögðu kemur til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“

Hægt er að sjá mynd­band af ofan­greindum ummælum hér að neð­an:



Nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar

Fjórir af þeim sex þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem leiddu kjör­dæmi flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar lof­uðu því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu yrði sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu á kjör­tíma­bil­inu sem nú er að líða. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­is­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­is­stjórnar eða sýni­legan þjóð­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­son sagði það oftar en nokkur annar Sjálf­stæð­is­maður að þjóð­ar­at­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. 

Bjarni sagði reyndar líka að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi hlusta eftir því sem fólkið í land­inu vildi.

Frétta­blaðið fram­kvæmdi skoð­ana­könnun nokkrum dögum fyrir kosn­ing­arnar 2013 þar sem spurt var: Hvernig vilt þú að fram­haldi aðild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­bandið verði hátt­að?

Af þeim sem tóku afstöðu sögð­ust 34 pró­sent vilja draga umsókn­ina til baka en 55 pró­sent vildu klára við­ræð­urnar og leggja samn­ing­inn í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í jan­úar 2014 fram­kvæmdi Mask­ína skoð­ana­könn­un ­fyrir sam­tökin Já Ísland. Nið­ur­staða hennar var sú að 67,5 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu vildu að haldin yrði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­hald aðild­ar­við­ræðna Íslands við Evr­ópu­sam­bandið en 32,5 pró­sent ekki. Frétta­blaðið birti nið­ur­stöðu ann­arr­ar slíkrar könn­unar í byrjun mars 2014. Sam­kvæmt henni vildi rúm­lega 64 pró­sent Íslend­inga klára við­ræð­urnar en 36 pró­sent vildu slíta þeim.

Það er því nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar að full­yrð­ing Bjarna um að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ekki lofað þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, heldur hafi lof­orð flokks­ins verið að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins, sé hauga­lyg­i. 

skali_stadreyndavaktin.png

Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu hana á sta­d­reynda­vakt­in@kjarn­inn.­­is.

*Þessi stað­reynda­vakt hefur verið upp­færð þar sem skerpt var á orða­lagi í fjórðu máls­grein.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None