Vaðlaheiðargöng opna fyrir umferð 1. desember

Mikill jarðhiti gerði verktaka lífið leitt og vatnselgur sömuleiðis. Upphaflega átti að afhenda göngin 2016, en nú sér loks fyrir endann á Vaðlaheiðargöngum.

Vaðlaheiði
Auglýsing

Stefnt er að því að Vaðla­heið­ar­göng verði tekin í notkun 1. des­em­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá Vaðla­heið­ar­göngum hf. og verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Ósafli sf., sem stefnir að því að afhenda göngin til­búin til umferðar föstu­dag­inn 30. nóv­em­ber. 

Upp­haf­legar áætl­arnir gerðu ráð fyrir því að göngin yrðu til­búin árið 2016 en erf­ið­leikar við fram­kvæmd­ir, meðal ann­ars vegna jarð­hita og vatns­elg, hafa tafið fram­vindu.

Heild­ar­kostn­aður er nú áætl­aður 16 til 17 millj­arðar króna.

Auglýsing

Sam­komu­lag um upp­gjör og greiðslu bóta til Ósafls sam­kvæmt úrskurði sátta­nefndar sem starfar sam­kvæmt ákvæðum verk­samn­ings, hefur einnig náðst. „Bæt­urnar eiga sér einkum rót í áhrifum af umfangs­meiri jarð­hita á ganga­leið­inni en vænst var og námu á verð­lagi samn­ings­ins kr. 1.379 millj­ón­um. Verk­kaupi gerir ágrein­ing um bóta­fjár­hæð­ina og hefur í sam­ræmi við reglur verk­samn­ings­ins áskilið sér rétt til að fara með hann fyrir dóm­stóla,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Einar Hrafn Hjálm­ars­son, verk­efn­is­stjóri Ósafls, sagði í til­kynn­ing­unni að ganga­gerðin hafi verið erfið áskorun og tekið á starfs­menn vegna óvenju erf­iðra jarð­fræði­legra aðstæðna. Jarð­hit­inn hafi verið miklu meiri og útbreidd­ari en vænst hafi ver­ið. „Við munum nú ein­henda okkur í loka­vinn­una, kalla til fleiri starfs­menn og setja fleiri á vaktir til þess að ná því marki að skila göng­unum til­búnum til umferðar 30. nóv­em­ber næst­kom­and­i.“

Í yfir­lýs­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að það sé fagn­að­ar­efni að þessu umfangs­mikla verk­efni sé nú að ljúka. „Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag upp­lýsti fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra rík­is­stjórn­ina um stöðu máls­ins, þ.e. að verk­taki og verk­kaupi hafi kynnt samn­ing um hvernig ljúka megi göng­unum og opna fyrir umferð 1. des­em­ber. ­Samn­ing­ur­inn var með fyr­ir­vara um stað­fest­ingu rík­is­sjóðs, sem lán­veit­anda, og hlut­hafa Vaðla­heið­ar­ganga en ráð­herra upp­lýsti rík­is­stjórn um skil­yrði rík­is­sjóðs fyrir sam­þykkt samn­ings­ins. Skil­yrðin snúa að því hvernig verk­kaupi geti dregið á lán til greiðslu verk­taka þannig að hags­munir allra aðila, að því að ljúka verk­inu sem fyrst, fari sam­an­. Það er fagn­að­ar­efni fyrir rík­is­sjóð að sjá fram á lok verks­ins og að hægt verði innan fárra mán­aða að hleypa umferð um göng­in, almenn­ingi til heilla,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent