Vaðlaheiðargöng opna fyrir umferð 1. desember

Mikill jarðhiti gerði verktaka lífið leitt og vatnselgur sömuleiðis. Upphaflega átti að afhenda göngin 2016, en nú sér loks fyrir endann á Vaðlaheiðargöngum.

Vaðlaheiði
Auglýsing

Stefnt er að því að Vaðla­heið­ar­göng verði tekin í notkun 1. des­em­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá Vaðla­heið­ar­göngum hf. og verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Ósafli sf., sem stefnir að því að afhenda göngin til­búin til umferðar föstu­dag­inn 30. nóv­em­ber. 

Upp­haf­legar áætl­arnir gerðu ráð fyrir því að göngin yrðu til­búin árið 2016 en erf­ið­leikar við fram­kvæmd­ir, meðal ann­ars vegna jarð­hita og vatns­elg, hafa tafið fram­vindu.

Heild­ar­kostn­aður er nú áætl­aður 16 til 17 millj­arðar króna.

Auglýsing

Sam­komu­lag um upp­gjör og greiðslu bóta til Ósafls sam­kvæmt úrskurði sátta­nefndar sem starfar sam­kvæmt ákvæðum verk­samn­ings, hefur einnig náðst. „Bæt­urnar eiga sér einkum rót í áhrifum af umfangs­meiri jarð­hita á ganga­leið­inni en vænst var og námu á verð­lagi samn­ings­ins kr. 1.379 millj­ón­um. Verk­kaupi gerir ágrein­ing um bóta­fjár­hæð­ina og hefur í sam­ræmi við reglur verk­samn­ings­ins áskilið sér rétt til að fara með hann fyrir dóm­stóla,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Einar Hrafn Hjálm­ars­son, verk­efn­is­stjóri Ósafls, sagði í til­kynn­ing­unni að ganga­gerðin hafi verið erfið áskorun og tekið á starfs­menn vegna óvenju erf­iðra jarð­fræði­legra aðstæðna. Jarð­hit­inn hafi verið miklu meiri og útbreidd­ari en vænst hafi ver­ið. „Við munum nú ein­henda okkur í loka­vinn­una, kalla til fleiri starfs­menn og setja fleiri á vaktir til þess að ná því marki að skila göng­unum til­búnum til umferðar 30. nóv­em­ber næst­kom­and­i.“

Í yfir­lýs­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að það sé fagn­að­ar­efni að þessu umfangs­mikla verk­efni sé nú að ljúka. „Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag upp­lýsti fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra rík­is­stjórn­ina um stöðu máls­ins, þ.e. að verk­taki og verk­kaupi hafi kynnt samn­ing um hvernig ljúka megi göng­unum og opna fyrir umferð 1. des­em­ber. ­Samn­ing­ur­inn var með fyr­ir­vara um stað­fest­ingu rík­is­sjóðs, sem lán­veit­anda, og hlut­hafa Vaðla­heið­ar­ganga en ráð­herra upp­lýsti rík­is­stjórn um skil­yrði rík­is­sjóðs fyrir sam­þykkt samn­ings­ins. Skil­yrðin snúa að því hvernig verk­kaupi geti dregið á lán til greiðslu verk­taka þannig að hags­munir allra aðila, að því að ljúka verk­inu sem fyrst, fari sam­an­. Það er fagn­að­ar­efni fyrir rík­is­sjóð að sjá fram á lok verks­ins og að hægt verði innan fárra mán­aða að hleypa umferð um göng­in, almenn­ingi til heilla,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent