HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða króna

Brim, stærsti eigandi HB Granda, er eigandi Ögurvíkur.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hf. hefur gert samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­ar­fé­lag­inu Ögur­vík ehf.  Selj­andi hluta­fjár­ins er Brim hf., sem jafn­framt er stærsti eig­andi HB Granda með 35 pró­sent hlut. Þar er Guð­mundur Krist­jáns­son stærsti eig­andi, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda.

Guðmundur Kristjánsson Mynd: Brim SeafoodFrá þessu er greint í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en HB Grandi er eina útgerð­ar­fé­lagið á Íslandi sem skráð er á mark­að.

„Kaup­verðið er um 12,3 millj­arðar króna (95 millj­ónir evra) en getur tekið leið­rétt­ingum þegar nið­ur­staða fjár­hags­upp­gjörs félags­ins miðað við 31. ágúst 2018 liggur fyr­ir. Kaupin eru gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki stjórnar HB Granda hf. og hlut­hafa­fundar félags­ins. Þá eru við­skiptin einnig háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sam­runa þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjár­mögnuð með eigin fé og láns­fjár­magni. Hluta­bréfin verða afhent við greiðslu kaup­verðs. Jafn­framt liggur fyrir vilji stjórnar HB Granda til að skoða sölu félag­ins á frysti­tog­ara sem nú er í smíðum á Spán­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­ni. 

Auglýsing

Í ítar­legri úttekt á við­skipta­veldi Guð­mund­ar, sem birt­ist á vef Kjarn­ans í dag, er fjallað um stöðu Guð­mundar og félaga í hans eigu, að stærstum hluta. Í úttekt­inni var meðal ann­ars fjallað um það, að Ögur­vík hefði verið til sölu í nokkurn tíma og að HB Grandi gæti keypt félag­ið, til að létta á skulda­stöðu Brims gagn­vart Lands­bank­an­um, sem er stærsti við­skipta­banki Guð­mund­ar, og á sama tíma ná að styrkja fjár­hags­stöðu HB Granda. 

Í úttekt­inni segir meðal ann­ars:

„Eitt af því sem hefur komið til greina er að Brim selji eign­ir, til að létta á skuldum og losi um fé. Það eru helst tæp­lega þriðj­ungs­hlutur í Vinnslu­stöð­inni, en hann hefur verið til sölu lengi. Ekki hefur þó fund­ist kaup­andi sem til­bú­inn er að borga það fyrir hlut­inn sem Guð­mundur hefur viljað fá fyrir hann. Einnig hefur Ögur­vík, fyr­ir­tækið sem Brim keypti í júlí 2016, verið til sölu. Innan íslensks sjáv­ar­út­vegs hefur það verið nefnt, að HB Grandi gæti keypti það félag og styrkt sinn rekstur í leið­inni, með auk­inni stærð­ar­hag­kvæmni. Það myndi mögu­lega einnig styrkja stöðu Guð­mundar í leið­inni, og þannig væri mögu­legt að slá tvær flugur í einu höggi í fjár­hags­legu til­lit­i.“

Mark­aðsvirði HB Granda er 56,4 millj­arð­ar, miðað gengið við lokun mark­aða í dag.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent