HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða króna

Brim, stærsti eigandi HB Granda, er eigandi Ögurvíkur.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hf. hefur gert samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­ar­fé­lag­inu Ögur­vík ehf.  Selj­andi hluta­fjár­ins er Brim hf., sem jafn­framt er stærsti eig­andi HB Granda með 35 pró­sent hlut. Þar er Guð­mundur Krist­jáns­son stærsti eig­andi, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda.

Guðmundur Kristjánsson Mynd: Brim SeafoodFrá þessu er greint í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en HB Grandi er eina útgerð­ar­fé­lagið á Íslandi sem skráð er á mark­að.

„Kaup­verðið er um 12,3 millj­arðar króna (95 millj­ónir evra) en getur tekið leið­rétt­ingum þegar nið­ur­staða fjár­hags­upp­gjörs félags­ins miðað við 31. ágúst 2018 liggur fyr­ir. Kaupin eru gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki stjórnar HB Granda hf. og hlut­hafa­fundar félags­ins. Þá eru við­skiptin einnig háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sam­runa þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjár­mögnuð með eigin fé og láns­fjár­magni. Hluta­bréfin verða afhent við greiðslu kaup­verðs. Jafn­framt liggur fyrir vilji stjórnar HB Granda til að skoða sölu félag­ins á frysti­tog­ara sem nú er í smíðum á Spán­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­ni. 

Auglýsing

Í ítar­legri úttekt á við­skipta­veldi Guð­mund­ar, sem birt­ist á vef Kjarn­ans í dag, er fjallað um stöðu Guð­mundar og félaga í hans eigu, að stærstum hluta. Í úttekt­inni var meðal ann­ars fjallað um það, að Ögur­vík hefði verið til sölu í nokkurn tíma og að HB Grandi gæti keypt félag­ið, til að létta á skulda­stöðu Brims gagn­vart Lands­bank­an­um, sem er stærsti við­skipta­banki Guð­mund­ar, og á sama tíma ná að styrkja fjár­hags­stöðu HB Granda. 

Í úttekt­inni segir meðal ann­ars:

„Eitt af því sem hefur komið til greina er að Brim selji eign­ir, til að létta á skuldum og losi um fé. Það eru helst tæp­lega þriðj­ungs­hlutur í Vinnslu­stöð­inni, en hann hefur verið til sölu lengi. Ekki hefur þó fund­ist kaup­andi sem til­bú­inn er að borga það fyrir hlut­inn sem Guð­mundur hefur viljað fá fyrir hann. Einnig hefur Ögur­vík, fyr­ir­tækið sem Brim keypti í júlí 2016, verið til sölu. Innan íslensks sjáv­ar­út­vegs hefur það verið nefnt, að HB Grandi gæti keypti það félag og styrkt sinn rekstur í leið­inni, með auk­inni stærð­ar­hag­kvæmni. Það myndi mögu­lega einnig styrkja stöðu Guð­mundar í leið­inni, og þannig væri mögu­legt að slá tvær flugur í einu höggi í fjár­hags­legu til­lit­i.“

Mark­aðsvirði HB Granda er 56,4 millj­arð­ar, miðað gengið við lokun mark­aða í dag.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent