Víða pottur brottinn í braggamálinu samkvæmt Innri endurskoðun

Niðurstöður Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar benda eindregið til þess að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg.

Bragginn við Nauthólsveg 100.
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Auglýsing

Margt fór úrskeiðis í bragga­mál­inu svo­kall­aða en skýrsla Innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borgar um end­ur­gerð bragga og sam­liggj­andi húsa við Naut­hóls­veg 100 var kynnt í borg­ar­ráði í morg­un­. ­Nið­ur­stöð­urnar benda ein­dregið til þess að kostn­að­ar­eft­ir­liti hafi verið ábóta­vant og hlítni við lög, inn­kaupa­regl­ur, starfs­lýs­ing­ar, verk­ferla, ábyrgð og for­svar hafi ekki verið nægj­an­leg.

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg segir að málið kalli á við­brögð til að tryggja að slíkt end­ur­taki sig ekki. Þau við­brögð þurfi að tryggja að áhætta á slíku sé í lág­marki og að ef frá­vik verði, þá ber­ist upp­lýs­ingar sem fyrst til borg­ar­ráðs svo hægt sé að grípa inn í í sam­ræmi við sam­þykkt verk­lag.

Á fundi borg­ar­ráðs var sam­þykkt að koma ábend­ingum Innri end­ur­skoð­unar í skýrt ferli. Þar var borg­ar­stjóra, for­manni borg­ar­ráðs og Hildi Björns­dóttur borg­ar­full­trúa falið að móta til­lögur að við­brögðum við ábend­ingum í skýrsl­unni og til­greint að þau við­brögð taki til allra þátta máls­ins, segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Tölu­vert var fjallað um málið í fjöl­miðlum í októ­ber síð­ast­liðnum en kostn­aður við fram­kvæmdir end­ur­gerðar bragg­ans fóru langt fram úr áætl­un. Kostn­aður við fram­kvæmd­irnar nemur nú rúm­lega 400 millj­ónum króna en upp­haf­lega var gert ráð fyrir að hann yrði 158 millj­ón­ir.

Hæsti reikn­ing­­ur­inn við fram­­kvæmd­irn­ar hljóð­aði upp á 105 millj­­ón­ir króna og gras­strá sem gróð­ur­­­sett voru í kring­um bygg­ing­una kost­uðu 757 þús­und krón­­ur. Fram­kvæmdum er enn ólokið en tölu­verð vinna er eft­ir í við­bygg­ing­unni, þar sem til stend­ur að opna frum­­kvöðla­set­­ur.

Enn hafa ekki verið gerðar full­nægj­andi úrbætur vegna ábend­inga

Í skýrsl­unni kemur fram að á árinu 2015 hafi Innri end­ur­skoðun gert úttekt á skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar og skilað skýrslu þar sem settar voru fram ábend­ingar um atriði sem betur mættu fara. „Enn hafa ekki verið gerðar full­nægj­andi úrbætur vegna ábend­ing­anna. Innri end­ur­skoðun telur að ef úrbætur hefðu verið gerðar og verk­lag lag­fært í sam­ræmi við ábend­ing­arnar hefði verk­efnið að Naut­hóls­vegi 100 ekki farið í þann far­veg sem það gerð­i.“

Jafn­framt segir að skipu­lag skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar hafi frá upp­hafi verið býsna laust í reip­um, skrif­stof­unni hafi verið ætlað að vinna hratt að því að afla borg­inni tekju­tæki­færa og það hefur komið niður á skipu­lagi og innra eft­ir­liti. „Jafn­vel hefur það orðið til þess að skrif­stofa eigna og atvinnu­þró­unar hefur ekki farið að settum leik­regl­um, til dæmis hvað varðar inn­kaup. Fyrrum skrif­stofu­stjóri hafði þann stjórn­un­ar­stíl að úthluta verk­efnum til starfs­manna sem síðan lögðu metnað í að leysa þau sjálf­stætt og hann hvorki hafði eft­ir­lit með fram­vindu verk­efn­anna né kall­aði eftir upp­lýs­ingum um stöðu þeirra. Sam­kvæmt skipu­riti er borg­ar­rit­ari næsti yfir­maður skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar en þó hafa mál skrif­stof­unnar ekki verið á hans borði heldur farið beint til borg­ar­stjóra og því hefur ekki verið unnið sam­kvæmt réttri umboðskeðju. Mikil sam­skipti hafa verið milli fyrrum skrif­stofustjóra og borg­ar­stjóra allt frá stofnun skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­un­ar, en þeim ber saman um að borg­ar­stjóra hafi ekki verið kunn­ugt um fram­vindu fram­kvæmda að Naut­hóls­vegi 100. Engar skrif­legar heim­ildir liggja fyrir um upp­lýs­inga­gjöf frá skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar til borg­ar­stjóra varð­andi fram­kvæmd­irn­ar,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Ekki farið eftir reglum og sam­þykkt­ar­ferli vegna mann­virkja­gerðar

Hug­myndin um nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­setur að Naut­hóls­vegi 100 er í sam­ræmi við atvinnu­stefnu Reykja­vík­ur­borgar sem meðal ann­ars leggur áherslu á upp­bygg­ingu nýsköp­un­ar­setra svo og gild­andi deiliskipu­lag sem gerir ráð fyrir veit­inga­rekstri að Naut­hóls­vegi 100. Reykja­vík­ur­borg og Háskól­inn í Reykja­vík hafa und­an­farin ár átt sam­vinnu um upp­bygg­ingu á svæð­inu og frum­kvöðla­setrið er í sam­ræmi við það, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. 

Við fram­kvæmd­irnar að Naut­hóls­vegi 100 var ekki farið eftir reglum og sam­þykkt­ar­ferli vegna mann­virkja­gerðar og ákvæðum þjón­ustu­samn­ings milli skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar og Umhverf­is- og skipu­lags­sviðs en hann kveður skýrt á um ábyrgð og hlut­verk hvors aðila og þar segir meðal ann­ars að Umhverf­is- og skipu­lags­svið skuli ann­ast verk­legar fram­kvæmd­ir.

„Sam­starf var haft við Borg­ar­sögu­safn og Minja­stofnun en þessar stofn­anir gerðu ekki kröfu um að húsin yrðu varð­veitt óbreytt, enda eru þau hverf­is­vernduð í deiliskipu­lagi en ekki friðuð í skiln­ingi laga. Í upp­bygg­ing­unni var haldið fast í eldra útlit að sumu leyti, en að öðru leyti ekki, að því er virð­ist eftir hug­myndum arki­tekta. Ekki var sótt um leyfi til að rífa náð­húsið þrátt fyrir að fag­að­ilar teldu það hag­kvæmara og mun það hafa verið hug­mynd arki­tekta að halda upp á það,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Meiri tíma hefði þurft til að und­ir­búa verkið betur

Frum­kostn­að­ar­á­ætlun fyrir end­ur­bygg­ingu að Naut­hóls­vegi 100 var gerð sum­arið 2015 en það var ein­ungis mat byggt á laus­legri ástands­skoð­un, eins og almennt er gert þegar frum­kostn­að­ar­á­ætl­anir eru gerð­ar. Síðan þegar útfærsla og hönnun liggur fyrir á að gera kostn­að­ar­á­ætl­anir I og II sam­kvæmt reglum um mann­virkja­gerð og eins og almennt er gert við stórar fram­kvæmd­ir. Það var ekki gert í þessu til­viki en það hefði verið ennþá frekar nauð­syn­legt en ella, þar eð mikil óvissa er í verk­efnum við end­ur­bygg­ingu gam­alla húsa, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. 

Þeir telja að meiri tíma hefði þurft að nota til að und­ir­búa verkið bet­ur, til dæmis full­vinna hug­myndir og gera kostn­að­ar­á­ætl­anir miðað við þær. Lagt hafi verið upp með lág­stemmda hug­mynd sem þró­að­ist í full­bú­inn veit­inga­stað með mun meiri kostn­aði en gert hafi verið ráð fyrir í upp­hafi. Einnig varð lóðin tals­vert kostn­að­ar­sam­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir. 

Ekki rétt að tala um fram­úr­keyrslu

Frum­kostn­að­ar­á­ætl­unin 158 millj­ónir króna hefur verið borin saman við raun­kostn­að­inn 425 millj­ónir og talað um það sem fram­úr­keyrslu. Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum er það þó ekki alls kostar rétt því þegar frum­kostn­að­ar­á­ætl­unin var gerð hafi sú útfærsla ekki legið fyrir sem nú er á bygg­ing­un­um. 

Metið hefur verið að breyt­ingar á upp­haf­legum hug­myndum sem lagðar voru fyrir borg­ar­ráð í júlí 2015 ásamt frum­kostn­að­ar­á­ætl­un­inni hafi kostað 94 millj­ónir króna. Auk þess var kostn­aður vegna vernd­un­ar­sjón­ar­miða sem ekki var gert ráð fyrir í frum­kostn­að­ar­á­ætlun 71 millj­ónir og síðan bæt­ast við 21 millj­ónir króna vegna hreins­unar út úr hús­unum og umsýslu­kostn­aðar innan borg­ar­kerf­is­ins.

Frum­kostn­að­ar­á­ætl­unin að við­bættum ofan­töldum liðum gerir sam­tals 344 millj­ónir króna, segir í skýrsl­unni. Samn­ingur var gerður við Grunn­stoð, dótt­ur­fé­lag Háskól­ans í Reykja­vík, um leigu á fast­eign­un­um. „Samn­ing­ur­inn er skýr og tekur á öllum nauð­syn­legum atriðum slíks samn­ings, en í honum er kveðið á um afhend­ingu hús­næð­is­ins tæpu ári eftir und­ir­rit­un. Inn­heimta húsa­leigu hófst í júlí 2018 og er hún í sam­ræmi við samn­ing­inn eða 670.125 krónur á mán­uði. Við afgreiðslu máls­ins í borg­ar­ráði var leigu­fjár­hæð sam­þykkt og gert ráð fyrir því að með­gjöf borg­ar­innar með samn­ingnum yrði 41 millj­ónir króna á 40 ára leigu­tíma.

Miðað við þær for­sendur sem skrif­stofa eigna og atvinnu­þró­unar gaf sér 2015 og raun­kostnað fram­kvæmd­anna verður með­gjöf Reykja­vík­ur­borgar til Háskól­ans í Reykja­vík­/Grunn­stoðar 257 millj­ónir króna en leigu­greiðslur þyrftu að vera um 1.697 þús­und krónur á mán­uði til að núvirði verk­efn­is­ins verði jákvætt,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Ekki farið að inn­kaupa­reglum borg­ar­innar

Engir skrif­legir samn­ingar voru gerðir varð­andi verk­efn­ið, að und­an­skildum leigu­samn­ingi við Háskól­ann í Reykja­vík. Ráð­gjafar inn­kaupa­deildar var ekki leitað varð­andi inn­kaup til fram­kvæmd­anna og ekki var farið að inn­kaupa­reglum borg­ar­inn­ar.

Lög um opin­ber inn­kaup voru ekki brot­in, sam­kvæmt Innri end­ur­skoð­un. „Verk­takar og aðrir sem unnu verkið voru almennt ráðnir af því þeir voru kunn­ugir þeim sem stóðu að fram­kvæmd­un­um, all­flestir hand­vald­ir. Ekki var farið í inn­kaupa­ferli né leitað und­an­þágu frá inn­kaupa­ráði varð­andi það.“

Einn af arki­tektum bygg­ing­anna var ráð­inn sem verk­efn­is­stjóri á bygg­ing­ar­stað en það er sam­kvæmt skýrslu­höf­undum ekki talin heppi­leg ráð­stöfun með til­liti til hags­muna­á­rekstra. „Meðal hlut­verka verk­efn­is­stjóra var að hafa eft­ir­lit með verk­tökum og stað­festa reikn­inga þeirra, en þar sem við­vera hennar á bygg­ing­ar­stað var tak­mörkuð er óvíst að eft­ir­litið hafi verið jafn­mikið og það hefði þurft að vera. Þrátt fyrir að hægt sé að útvista verk­efn­is­stjóra­hlut­verk­inu til utan­að­kom­andi aðila er ekki hægt að útvista ábyrgð­inni og hún er á herðum skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­un­ar. Samt virð­ist verk­efna­stjóri skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar hafa haft lítið eft­ir­lit með fram­kvæmd­unum sem hann þó bar ábyrgð á gagn­vart sínum yfir­mann­i.“

Brutu sveit­ar­stjórn­ar­lög og reglur borg­ar­innar

Farið var fram úr sam­þykktum fjár­heim­ildum og þess var ekki gætt að sækja um við­bót­ar­fjár­magn áður en stofnað var til kostn­aðar en það er brot á sveit­ar­stjórn­ar­lögum og reglum borg­ar­inn­ar. Heild­ar­kostn­aður nú í des­em­ber er kom­inn í 425 millj­ónir króna en úthlutað hefur verið heim­ildum að fjár­hæð 352 millj­ónir króna. Skýrslu­höf­undar segja að svo virð­ist sem hvergi hafi verið fylgst með því að verk­efnið væri innan fjár­heim­ilda.

Upp­lýs­ingar til borg­ar­ráðs voru ekki ásætt­an­leg­ar, dæmi eru um að vill­andi og jafn­vel rangar upp­lýs­ingar varð­andi þetta verk­efni hafi farið til borg­ar­ráðs, auk þess sem borg­ar­ráð var ekki nægi­lega upp­lýst um fram­vindu mála. Óásætt­an­legt er að upp­lýs­inga­gjöf til borg­ar­ráðs sé þannig háttað því á upp­lýs­ingum byggir ráðið ákvarð­anir sín­ar.

Upp­lýs­inga­streymi vegna verk­efn­is­ins ófull­nægj­andi

Upp­lýs­inga­streymi vegna verk­efn­is­ins var ófull­nægj­andi á all­flestum stig­um. „Svo virð­ist sem verk­efna­stjóri skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar sem hafði umsjón með verk­efn­inu hafi ekki upp­lýst sinn yfir­mann um stöðu mála. Þeim ber þó ekki saman um það atriði og sama máli gegnir um ákvarð­ana­töku í tengslum við verk­efn­ið, til dæmis varð­andi breyt­ingar á hug­myndum um útfærslu. 

Til dæmis má nefna breyt­ingu á kaffi­stofu í vín­veit­inga­stað og breyt­ingu á ein­földum tré­palli í hönn­un­ar­lóð. Verk­efna­stjóri kveðst hafa borið allar stærri ákvarð­anir undir fyrrum skrif­stofu­stjór­ann en hann seg­ist lítið hafa verið inni í þessum mál­u­m,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Verk­efnið ein­hvern veg­inn „gleymd­ist“

Fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar sinnti ekki sinni stjórn­enda­á­byrgð með því að fylgj­ast með verk­efnum skrif­stof­unnar og upp­lýsa sína yfir­menn svo og borg­ar­ráð. Svo virð­ist vera sem verk­efnið hafi ein­hvern veg­inn „gleymst“ og týnst meðal stærri og meira áber­andi verk­efna, segir í skýrsl­unn­i. 

„Farið var að reglum varð­andi sam­þykkt kostn­að­ar­reikn­inga hvað varðar fjölda sam­þykkj­enda svo og fjár­hæð­ar­mörk vegna þriðja og fjórða sam­þykkj­anda. Sam­þykkj­endur virð­ast þó ekki hafa fylgst með því hvort útgjöld væru innan fjár­heim­ilda.

Eft­ir­lit með verk­efn­inu var að flestu leyti ófull­nægj­andi og svo virð­ist sem verk­efnið hafi lifað sjálf­stæðu lífi án aðkomu ann­arra en þess þrönga hóps sem ann­að­ist það.

Skjölun vegna verk­efn­is­ins var ófull­nægj­andi, nán­ast engin skjöl um það fund­ust í skjala­vörslu­kerfi borg­ar­innar og það er brot á lögum um opin­ber skjala­söfn svo og skjala­stefnu borg­ar­inn­ar.

Almennt eykst mis­ferl­is­á­hætta í beinu hlut­falli við minnk­andi eft­ir­lit, minna gagn­sæi, minna aðhald stjórn­enda og þegar reglum er ekki fram­fylg­t,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar