Tveir af hverjum þremur telja að margir eða allir íslenskir stjórnmálamenn séu spilltir

Fjöldi þeirra sem telja marga eða alla stjórnmálamenn á Íslandi viðriðna spillingu hefur næstum því tvöfaldast frá árinu 2016. Fleiri treysta Alþingi ekkert en áður. Það sem er líklegast til að auka traust eru tíðari afsagnir þingmanna.

Mótmæli
Auglýsing

Alls telja 65 prósent landsmanna að margir eða nánast allir stjórnmálamenn á Íslandi séu viðriðnir spillingu. Árið 2016, þegar Panamaskjölin voru opinberuð, töldu 34 prósent landsmanna að margir eða nánast allir íslenskir stjórnmálamenn væru spilltir. Einungis níu prósent landsmanna telja að nánast engir eða fáeinir stjórnmálamenn séu spilltir en fyrir tveimur árum var það hlutfall 28 prósent.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar sem framkvæmd var daganna 4. til 17. desember 2018. Könnunin var send út á á 2000 einstaklinga og 975 svöruðu og var því þátttökuhlutfallið um 49 prósent. Gögnin sem könnunin byggir á voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun þannig að úrtakið endurspegli þýði Íslendinga að þessu leyti.

Könnunin er því gerð eftir að fréttir um hið svokallaða Klaustursmál hófu að birtast og niðurstöðurnar sýna því áhrif þess á tiltrú almennings á Alþingi.

Fleiri treysta Alþingi ekki neitt

í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 62 prósent landsmanna telja að það myndi auka traust þeirra til Alþingis mikið ef meira væru um afsagnir þingmanna í kjölfar mistaka. Engin ein ástæða er meira ráðandi í traustleysi á Alþingi í dag en sú að þingmenn segi ekki af sér þegar þeir verða uppvísir af mistökum.

Auglýsing
Það hlutfall var 50 prósent fyrir fimm árum síðan. Þá, árið 2013, töldu flestir að traust þeirra á Alþingi myndi aukast mikið ef að starf þess væri markvissara.

Athygli vekur að 16 prósent aðspurðra telja að nánast allir stjórnmálamenn landsins séu viðriðnir spillingu. Fyrir tveimur árum síðan, eftir að Panamaskjölin voru opinberuð, töldu fimm prósent landsmanna að nánast allir stjórnmálamenn landsins væru spilltir. Það hlutfall hefur því rúmlega þrefaldast á tveimur árum.

Spurt var: Að þínu mati, um það bil hversu margir stjórnmálamenn á Íslandi eru viðriðnir spillingu? Mynd: FélagsvísindastofnunAð sama skapi telja einungis tvö prósent landsmanna að nánast engin þingmaður sé spilltur, en það hlutfall var sjö prósent árið 2016.

Fleiri segjast ekki treysta Alþingi neitt í dag en gerðu það fyrir fimm árum síðan þegar sömu spurningar voru lagðar fyrir í sambærilegri könnun. Nú segjast 18 prósent landsmanna bera alls ekkert traust til Alþingis en það hlutfall var 16 prósent árið 2013.Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Alþingis? Prósentuhlutfall þeirra sem segja alls ekkert traust og mjög eða frekar lítið traust.

Það hefur þó fækkað í þeim hópi sem ber mjög eða frekar litið traust til Alþingis. Í dag er helmingur þjóðarinnar á þeirri skoðun en það hlutfall var 60 prósent árið 2013.

Klaustursmálið áhrifavaldur

Þann 28. nóvember síðastliðinn hófu fjölmiðlar að birta fréttir upp úr upptöku af samtali sex þingmanna, – fjórum úr Miðflokknum og tveimur úr Flokki fólksins – sem tekin var upp á Klausturbar 20. nóvember. Í samtali þingmannanna, sem var tekið upp að hluta á meðan að þingfundur stóð yfir, níðast þeir og hæðast að nafngreindu fólki stjórnmálum. Þeir heyrast einnig stæra sig að pólitískum hrossakaupum, þingmenn Miðflokksins reyna að telja þingmenn Flokks fólksins um að ganga til liðs við sig auk þess sem niðurlægjandi orð eru látin falla um Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmann og þekktan baráttumann fyrir auknum réttindum fatlaðra, og þekktan samkynhneigðan tónlistarmann.

Auglýsing
Þing­­menn­irnir sex sem ræddu saman á fund­inum á Klaustur bar, 20. nóv­­em­ber, voru Sig­­mundur Dav­íð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins , Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður hans, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, ritari flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Með þeim voru Karl Gauti Hjalta­­son og Ólafur Ísleifs­­son úr Flokki fólksins. Þeir tveir síð­­ast­­nefndu hafa verið reknir úr Flokki fólks­ins, og Berg­þór og Gunnar Bragi eru farnir í leyfi. Eng­inn þing­­manna hefur sagt af sér, og eng­inn hefur það í hyggju.

Miklar fylgisbreytingar

Í könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu hefur komið skýrt fram að Klaustursmálið hefur haft umtalsverð áhrif á hið íslenska stjórnmálalandslag. Í könnun MMR sem birt var í síðustu viku mældist Miðflokkurinn til að mynda með 5,9 prósent fylgi en hafði mælst með 13 prósent í fyrri könnunum.

Flokkur fólksins fær líka útreið og mælist með 4,2 prósent fylgi. Það myndi ekki duga honum til að ná inn manni ef kosið yrði í dag. Samanlagt fylgi þessara tveggja flokka, sem hafa átt nokkra samleið í mörgum málum, helmingaðist milli kannana.

Aðrir flokkar bættu að sama skapi við sig fylgi. Sá flokkur sem græddi mest er Framsóknarflokkurinn. Fylgi hans jókst um fimm prósentustig og mælist nú 12,5 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar