Miðflokkurinn og Flokkur fólksins brutu lög með SMS-sendingum fyrir kosningar

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að tveir stjórnmálaflokkar sem sendu tugþúsundum manna SMS í aðdraganda, án þess að viðkomandi hafi veitt samþykki fyrir þeim, hafi brotið gegn fjarskiptalögum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins brutu fjar­skipta­lög þegar þeir sendu fjölda far­síma­not­enda smá­skila­boð í aðdrag­anda kosn­inga til Alþingis sem fram fóru í lok októ­ber. Þetta er nið­ur­staða Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem birti í dag tvær ákvarð­anir þess efn­is.

Í frétt á vef stofn­un­ar­innar segir að henni hafi borist tugir kvart­ana í kringum kosn­ing­arnar sem fram fóru í haust vegna SMS skila­boða sem send voru í nafni flokk­ana og inni­héldu hvatn­ingu til þess að kjósa við­kom­andi flokk. Í ljós kom síðar að báðir flokk­arnir höfðu fengið fyr­ir­tækið 1819 – Nýr val­kostur ehf. til þess að senda skila­boð til tuga þús­unda far­síma­not­enda.

Mið­flokk­ur­inn fékk 1819 til að senda SMS til alls 57.682 ein­stak­linga í eitt skipti fyrir sig í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Póst- og fjar­skipta­stofnun taldi aug­ljóst miðað við efni skila­boð­anna að til­gangur þeirra hafi verið að hvetja við­tak­endur til þess að kjósa Mið­flokk­inn.

Auglýsing

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Í til­felli Flokks fólks­ins voru send skila­boð til 80.763 við­tak­enda og telur stofn­unin aug­ljóst að til­gang­ur­inn hafi verið að hvetja við­tak­endur til þess að kjósa Flokk fólks­ins.

Báðir flokkar náðu góðum árangri í kosn­ing­un­um. Mið­flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða og sjö þing­menn kjörna. Flokkur fólks­ins fékk 6,9 pró­sent atkvæða og fjóra þing­menn kjörna.

Meðal þess sem fram kemur í ákvörð­unum PFS sem birtar voru í dag er „að skila­boð sem þessi, frá stjórn­mála­flokk­um, telj­ast mark­aðs­setn­ing í skiln­ingi 1. mgr. 46. gr. laga um fjar­skipti. Þar er kveðið á um að „notkun sjálf­virkra upp­kalls­kerfa, símbréfa eða tölvu­pósts, þ.m.t. hvers konar raf­rænna skila­boða (SMS og MMS), fyrir beina mark­aðs­setn­ingu er ein­ungis heimil þegar áskrif­andi hefur veitt sam­þykki sitt fyrir fram. “

Eins og fram kemur í ákvæð­inu þarf að afla sér­staks sam­þykkis frá hverjum við­tak­anda fyrir sig áður en honum eru send raf­ræn skila­boð sem inni­halda beina mark­aðs­setn­ingu. Það telst ekki sam­þykki fyrir mót­töku slíkra skila­boða að hafa síma­númer sitt skráð í síma­skrá án bann­merk­ing­ar.“

Þá kemur fram í ákvörð­unum stofn­un­ar­innar að það sé sá aðili sem verið er að mark­aðs­setja fyrir sem ber ábyrgð á að fram­kvæmd sé í sam­ræmi við lög. Það að láta þjón­ustu­fyr­ir­tæki ann­ast útsend­ingar skila­boða fyrir sig firrir slíkan aðila ekki ábyrgð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent