Miðflokkurinn og Flokkur fólksins brutu lög með SMS-sendingum fyrir kosningar

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að tveir stjórnmálaflokkar sem sendu tugþúsundum manna SMS í aðdraganda, án þess að viðkomandi hafi veitt samþykki fyrir þeim, hafi brotið gegn fjarskiptalögum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins brutu fjar­skipta­lög þegar þeir sendu fjölda far­síma­not­enda smá­skila­boð í aðdrag­anda kosn­inga til Alþingis sem fram fóru í lok októ­ber. Þetta er nið­ur­staða Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem birti í dag tvær ákvarð­anir þess efn­is.

Í frétt á vef stofn­un­ar­innar segir að henni hafi borist tugir kvart­ana í kringum kosn­ing­arnar sem fram fóru í haust vegna SMS skila­boða sem send voru í nafni flokk­ana og inni­héldu hvatn­ingu til þess að kjósa við­kom­andi flokk. Í ljós kom síðar að báðir flokk­arnir höfðu fengið fyr­ir­tækið 1819 – Nýr val­kostur ehf. til þess að senda skila­boð til tuga þús­unda far­síma­not­enda.

Mið­flokk­ur­inn fékk 1819 til að senda SMS til alls 57.682 ein­stak­linga í eitt skipti fyrir sig í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Póst- og fjar­skipta­stofnun taldi aug­ljóst miðað við efni skila­boð­anna að til­gangur þeirra hafi verið að hvetja við­tak­endur til þess að kjósa Mið­flokk­inn.

Auglýsing

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Í til­felli Flokks fólks­ins voru send skila­boð til 80.763 við­tak­enda og telur stofn­unin aug­ljóst að til­gang­ur­inn hafi verið að hvetja við­tak­endur til þess að kjósa Flokk fólks­ins.

Báðir flokkar náðu góðum árangri í kosn­ing­un­um. Mið­flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða og sjö þing­menn kjörna. Flokkur fólks­ins fékk 6,9 pró­sent atkvæða og fjóra þing­menn kjörna.

Meðal þess sem fram kemur í ákvörð­unum PFS sem birtar voru í dag er „að skila­boð sem þessi, frá stjórn­mála­flokk­um, telj­ast mark­aðs­setn­ing í skiln­ingi 1. mgr. 46. gr. laga um fjar­skipti. Þar er kveðið á um að „notkun sjálf­virkra upp­kalls­kerfa, símbréfa eða tölvu­pósts, þ.m.t. hvers konar raf­rænna skila­boða (SMS og MMS), fyrir beina mark­aðs­setn­ingu er ein­ungis heimil þegar áskrif­andi hefur veitt sam­þykki sitt fyrir fram. “

Eins og fram kemur í ákvæð­inu þarf að afla sér­staks sam­þykkis frá hverjum við­tak­anda fyrir sig áður en honum eru send raf­ræn skila­boð sem inni­halda beina mark­aðs­setn­ingu. Það telst ekki sam­þykki fyrir mót­töku slíkra skila­boða að hafa síma­númer sitt skráð í síma­skrá án bann­merk­ing­ar.“

Þá kemur fram í ákvörð­unum stofn­un­ar­innar að það sé sá aðili sem verið er að mark­aðs­setja fyrir sem ber ábyrgð á að fram­kvæmd sé í sam­ræmi við lög. Það að láta þjón­ustu­fyr­ir­tæki ann­ast útsend­ingar skila­boða fyrir sig firrir slíkan aðila ekki ábyrgð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent