Settur dómsmálaráðherra gerir margar athugasemdir við störf dómnefndar

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, gerir margvíslegar athugasemdir við störf nefndar sem metur hæfi umsækjenda um starf dómara.

7DM_0379_raw_2098.JPG
Auglýsing

Í bréfi frá settum dóms­mála­ráð­herra, Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, til dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um stöðu dóm­ara, er kallað efir frek­ari skýr­ingu á starfi og mati nefnd­ar. Í bréf­inu segir að það sé mat setts dóms­mála­ráð­herra að skýr­ingar nefnd­ar­inn­ar, á því að engar upp­lýs­ingar fylgi umsækj­endum og hvers vegna þeim sé raðað með þeim hætti sem nefndin ger­ir, séu „óljós­ar“. 

Eins og kunn­gjört var í dag á vef Kjarn­ans þá hefur dóm­nefndin lagt það til að fimm karlar og þrjár konur verði skip­aðar dóm­ar­ar. Í mati nefnd­ar­innar kemur fram að þeir átta sem dóm­­nefnd mat hæf­asta eru Arnar Þór Jóns­­son, lektor við laga­­­deild Há­­­skól­ans í Reykja­vík, Ásgerður Ragn­­ar­s­dóttir hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­­ur, Ást­ráður Har­alds­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­­ur, Berg­þóra Ing­­ólfs­dóttir hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­­ur, Daði Krist­jáns­­son, sak­­sókn­­ari hjá emb­ætti rík­­is­sak­­sókn­­ara, Helgi Sig­­urðs­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og fyrr­ver­andi yfir­­lög­fræð­ingur Kaup­­þings, Ingiríður Lúð­vík­s­dótt­ir, settur hér­­aðs­­dóm­­ari, og Pét­ur Dam Leifs­­son, dós­ent við laga­­­deild Há­­­skóla Íslands.

Sig­ríður Á. And­er­sen er van­hæf í mál­inu, en á dög­unum féll dómur í Hæsta­rétti þar sem fram kom að hún hefði sem dóm­ar­mála­ráð­herra brotið gegn stjórn­sýslu­lögum við skipta dóm­ara í Lands­rétt, en vikið var frá skipan 15 dóm­ara við rétt­inn í fjórum til­vik­um. 

Auglýsing

Í bréfi sett dóms­mála­ráð­herra er kallað eftir skýr­ingum á starfi nefnd­ar­inn­ar, og þær meðal ann­ars settar fram í tíu lið­um. Í bréf­inu kemur einnig fram að 23 umsækj­endur um dóm­ara­störfin hafi komið and­mælum til nefnd­ar­inn­ar. 

„Í svari starfs­manns nefnd­ar­innar kom fram að dóm­nefndin hefði ekki sett hæfn­is­mat­ið fram í valtöflu og hún hefði ekki sett fram tölu­leg við­mið um mat á því hvernig umsækj­end­ur ­upp­fylltu hverja ein­staka kröfu. Þá var rakið að þrjú atriði hefðu mest vægi við gerð um­sagn­ar­inn­ar, þ.e. reynsla af dóm­störf­um, reynsla af lög­manns­störfum og reynsla af ­stjórn­sýslu­störf­um. Einnig var vísað til þess að dóm­nefndin byggði á inn­sendum gögn­um, op­in­berum gögnum um starfs­feril umsækj­enda, ummælum umsagn­ar­að­ila en ekki síst því ­sem fram kom í við­tölum við umsækj­end­ur. Var einnig áréttað í tölvu­bréf­inu að umsögn­in hefði verið reist á nið­ur­stöðum mats á „heild­stæðu mati sam­kvæmt mál­efna­leg­um ­sjón­ar­mið­u­m.“ Að mati setts ráð­herra eru skýr­ingar nefnd­ar­innar óljósar og gefa í raun litlar sem engar upp­lýs­ingar um það hvernig mati nefnd­ar­innar var hátt­að. Lestur umsagn­ar­innar einn og sér hefur ekki dugað settum ráðherra, enda er erfitt fyrir hann að kanna rétt­mæti hennar þar ­sem hann hefur ekki upp­lýs­ingar um inn­byrðis vægi þeirra þátta sem nefndin lagði mat á,“ segir m.a. í bréf­in­u. 

Í tíu liðum eru settar fram athuga­semdir við störf nefnd­ar­in­ar, og er kallað eftir skýr­ingum í þeim. Margar athuga­semd­irnar fela í sér gagn­rýndi á störf nefnd­ar­inn­ar. 

Þessar athuga­semdir eru eft­ir­far­andi.

„Í fyrsta lagi telur settur ráð­herra það sæta nokk­urri furðu að dóm­nefndin hafi ekki not­ast við ­stiga­töflu, a.m.k. til hlið­sjón­ar, í mati sínu, enda er umsækj­endum gaum­gæfi­lega raðað í hæf­is­röð í hverjum mats­flokki. Einnig má nefna að mat nefnd­ar­innar í síð­ustu umsögn henn­ar, dags. 19. maí 2017, virð­ist að stærstum hluta hafa ráð­ist af upp­röðun umsækj­enda í stiga­töflu sem nefndin útbjó. Vinnu­brögð nefnd­ar­innar að þessu leyti virð­ast því vera í ó­sam­ræmi við fyrri fram­kvæmd henn­ar.

Í öðru lagi er í þætt­inum um reynslu af dóm­ara­störfum umsækj­anda raðað efst sem hefur átta ára reynslu sem settur dóm­ari, en umsækj­anda raðað skör lægra sem var skip­að­ur­ hér­aðs­dóm­ari í um tutt­ugu ár. 

Í þriðja lagi fæst illa séð hvernig það getur stað­ist að lög­manni með yfir þriggja ára­tuga ­reynslu sé raðað í 8.-10. sæti í mats­þætt­inum um lög­manns­störf. 

Í fjórða lagi virð­ist einn umsækj­andi, sem er með umtals­verða reynslu sem sak­sókn­ari, fá þá ­reynslu metna í tvígang, ef svo má að orði kom­ast, að minnsta kosti að ein­hverju leyti. Ann­ar­s ­vegar er sú reynsla metin honum til tekna í þætt­inum um reynslu af lög­manns­störfum (sem ætti lík­lega að nefu­ast reynsla af mál­flutn­ingi og öðrum lög­manns­störf­um, sbr.T, tölu­lið 4. gr. reglna nr. 620/2010) og hins vegar í þætt­inum um reynslu af stjórn­sýslu­störf­um. Með þessu ­móti vigtar reynsla af sak­sókn­ara-­störfum í reynd þyngra en jafu­löng reynsla af lög­manns­störf­um. Fær settur ráð­herra ekki séð að slíkt sé málefu­alegt, sér­stak­lega í ljósi þess að reynsla af lög­mennsku tekur yfir­leitt til fleiri og fjöl­breytt­ari rétt­ar­sviða en störf sak­sókn­ara, sem eru á mjög afmörk­uðu svið­i. 

Í fimmta lagi er erfitt að átta sig á mati nefnd­ar­innar á sér­stakri starfs­hæfni. Hér má nefna sem ­dæmi að í síð­ustu umsögn dóm­nefnd­ar­inn­ar, dags. 19. maí 2017, var sér­stök starfs­hæfn­i ­metin í þremur aðskildum mats­þátt­um, þ.e. stjórnun þing­halda, samn­ingu dóma og þekk­ing­u á rétt­ar­fari. Í mati dóm­nefudar­innar nú er þessum þremur þáttum blandað saman án þess að ­les­and­inn geti áttað sig á því hvaða þáttur vigtaði þyngst og hvers vegna. Verður í því ­sam­bandi ekki síst að horfa til þess að sam­kvæmt dómum Hæsta­réttar í málum nr. 591 og 592/2017 er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að nefndin leggi sér­stakt efn­is­legt mat á hæfn­i um­sækj­enda til að semja dóma. 

Í sjötta lagi má nefna að dóm­nefndin virð­ist hafa lagt tals­verða áherslu á við­töl við um­sækj­end­ur, en þrátt fyrir það er í umsögn­inni ekki að finna sér­stakt mat á þessum þætti og er settur ráð­herra t.d. engu nær um það hvaða umsækj­andi stóð sig best í við­töl­unum og hvers ­vegna eða hversu mikið vægi þessi þáttur hafði á mat dóm­nefudar­inn­ar. Hér verður ekki síst að hafa í huga að frammi­staða í við­tölum er ekki á meðal þeirra þátta sem fram koma í 4. gr. reglna nr. 62012010. Settur ráð­herra telur þó að það leiði af eðli máls að slíkt geti haft þýð­ingu í heild­ar­mat­inu, en það verði þá að vera ljóst af umsögn­inni hvernig umsækj­end­ur stóðu sig, hvert vægi við­tal­anna var og hvers vegna mik­il­vægt var að leggja sér­staka áherslu á þennan þátt í þetta skipti, enda virð­ist nefndin ekki hafa lagt áherslu á við­tölin í fyrri um­sögnum sín­um.

Í sjö­unda lagi er undir lokin á umsögn­inni til­tekið hverja dóm­nefndin metur hæf­asta, án þess að það sé rök­stutt sér­stak­lega á grund­velli heild­ar­mats hvers vegna þessir umsækj­endur en ekki aðrir eru metnir hæf­ast­ir. Hér verður að taka fram að dóm­nefu­din sjálf hefur sagt að ­nið­ur­staða hennar hafi grund­vall­ast á "heild­stæðu mati" og að það hafi ekki grund­vall­ast á hlut­lægum sam­an­burði með stiga­töflu, eins og áður virð­ist hafa tíðkast hjá nefu­dinni. Hlýtur því að þurfa að gera þá kröfu að dóm­nefu­din fram­kvæmi þetta heild­stæða mat í umsögn sinn­i og rök­styðji nið­ur­stöðu sína að loknu því mati með allít­ar­legum hætt­i. 

Í átt­unda lagi vekur það athygli setts ráð­herra að víða í umsögn­inni kemur fram að ekki hafi verið tilefui til þess að gera upp á milli ein­stakra umsækj­enda í til­teknum mats­þátt­um. Þrátt ­fyrir að nefu­din sé þannig ekki afger­andi varð­andi inn­byrðis mat í ein­stökum mats­þáttum er hún afger­andi í loka­nið­ur­stöðu sinni um það að ein­ungis átta umsækj­end­ur, en ekki fleiri, séu hæf­astir að mati nefudar­inn­ar. 

Í níunda lagi setur dóm­nefu­din fram álit sitt á því hvaða umsækj­endur eru taldir hæf­astir til­ þess að verða skip­aðir í emb­ætti við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, hver er tal­inn hæf­astur til að verða skip­aður í emb­ætti með starfs­stöð við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur (sem þó sinnir störf­um við alla hér­aðs­dóm­stól­ana) og loks hver er met­inn hæf­astur til þess að verða skip­aður í emb­ætti dóm­ara með starfs­stöð við Hér­aðs­dóm Vest­fjarða (sem þó sinnir störfum við alla hér­aðs­dóm­stól­ana). Ekki verður séð hvaða for­sendur lágu þarna að baki og er óskað skýr­inga á því. 

Í tíunda lagi bár­ust nefnd­inni ábend­ingar og athuga­semdir frá 23 umsækj­end­um. Marg­ar þess­ara athuga­semda voru efn­is­miklar og var sumum þeirra skilað aðeins einum til tveim­ur ­dögum áður en nefndin gaf út umsögn sína 21. des­em­ber 2017. Þrátt fyrir minn­is­blað ­nefnd­ar­inn­ar, dags. sama dag, telur settur ráð­herra að hinn skammi tími sem nefndin tók sér­ til að yfir­fara and­mælin bendi til þess að þau hafi ekki verið gaum­gæfð sem skildi, enda er í mörgum til­vikum í minn­is­blað­inu að finna mjög stutt­ara­lega afgreiðslu á and­mælum um að þau hafi ekki leitt til breyt­inga á mati nefnd­ar­inn­ar. 

Eðli­legt hefði ver­ið, að mati ráð­herra, að ­nefndin hefði rök­stutt í minn­is­blað­inu hvers vegna efn­is­leg­ar, og að því er virð­ist rétt­mæt­ar á­bend­ingar umsækj­enda í mörgum til­vikum leiddu ekki til breyt­inga á umsögn­inn­i. Þar sem rök­stuðn­ing skortir að miklu leyti fyrir nið­ur­stöðum nefudar­innar hefur sett­ur ráð­herra ekki for­sendur til þess að taka afstöðu til efn­is­legs mats nefnd­ar­innar og leggja mat á hvort hann tekur undir mat hennar eða hvort tilefui sé til þess að gera til­lögu til Alþingis um ­skipun ann­arra umsækj­enda. Þá hefur nefndin ekki veitt grein­ar­góðar skýr­ingar á því hvern­ig mat­inu var hátt­að, eins og áður er rak­ið. 

Nefndin virð­ist ekki hafa lagt for­svar­an­legt mat á á­kveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dóm­ara­störf­um, og er erfitt fyrir settan ráð­herra að átta ­sig á því heild­stæða mati sem dóm­nefu­din seg­ist hafa fram­kvæmt. Umsögnin er enda rök­studd eins og um sé að ræða mjög hlut­lægan sam­an­burð á milli umsækj­enda í ein­stök­um ­mats­þátt­um, en nefndin seg­ist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækj­endum á grund­velli ­stiga­töflu. Þá er ítrekað að settur ráð­herra hefur ekki upp­lýs­ingar um inn­byrðis vægi mats­þátta og á því í veru­legum erf­ið­leikum með að ganga úr skugga um að mat nefnd­ar­innar sé ­for­svar­an­leg­t. ­Þrátt fyrir fram­an­greint, og vegna þess hversu skammur tími er til stefnu þar til hin­ir nýju dóm­arar þurfa að taka til starfa, mun settur ráð­herra ekki óska eftir nýrri umsögn ­nefudar­inn­ar. 

Hann fer þess hins vegar á leit við nefnd­ina að hún útskýri betur með hvaða hætti matið var fram­kvæmt og hvers vegna umræddir átta umsækj­endur voru, á grund­velli heild­ar­mats, taldir hæf­ari en aðrir umsækj­end­ur. Þá er þess óskað að nefu­din skoði þau atrið­i ­sem nefud eru hér að framan og taki afstöðu til þess hvort athuga­semdir setts ráð­herra gef­i ­tilefui til þess að breyta ein­stökum þáttum umsagn­ar­inn­ar. Loks er óskað skýr­inga á því hvers ­vegna fleiri komu ekki til álita að mati nefudar­innar en þeir átta sem lagðir voru til. Í því ­sam­bandi yrði óskað sér­stakra skýr­inga á þeim skoð­ana­mun sem virð­ist hafa verið inn­an­ ­nefudar­inn­ar, svo sem fram kemur í nið­ur­lagi umsagnar henn­ar, á því hvort "gera skyldi upp á milli hæfni þeirra tveggja sem til­nefud eru [í til­tekin emb­ætti sem sinna skulu eftir atvikum störfum við alla dóm­stól­ana] og fleiri umsækj­enda", og þá hvaða fleiri umsækj­endur hafi komið til greina að þessu leyt­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent