Lagt til að fimm karlar og þrjár konur verði skipaðir héraðsdómarar

Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvaða átta umsækjendur um héraðsdómarastöður verði skipaðir. Tilkynnt verður um hverjir það eru síðar í dag. Kjarninn birtir nöfn þeirra átta sem lagt er til að verði skipaðir.

Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu.
Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu.
Auglýsing

Til­kynnt verður um skipan átta nýrra hér­aðs­dóm­ara síðar í dag. Alls sóttu 39 umsækj­endur um stöð­urn­ar. Kjarn­inn hefur umsögn dóm­nefndar undir hönd­um.

Þar kemur fram að þeir átta sem dóm­nefnd mat hæf­asta eru Arnar Þór Jóns­son, lektor við laga­­deild Há­­skól­ans í Reykja­vík, Ásgerður Ragn­ars­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Ást­ráður Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Berg­þóra Ing­ólfs­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Daði Krist­jáns­son, sak­sókn­ari hjá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara, Helgi Sig­urðs­son hæsta­rétt­ar­lög­maður og fyrr­ver­andi yfir­lög­fræð­ingur Kaup­þings, Ingiríður Lúð­víks­dótt­ir, settur hér­aðs­dóm­ari, og Pétur Dam Leifs­son, dós­ent við laga­­deild Há­­skóla Íslands.

Alls verða því skip­aðir fimm karl­menn og þrjár konur ef farið verður eftir nið­ur­stöðu hæf­is­nefnd­ar. Berg­þóra verður skipuð í emb­ætti dóm­ara við Hér­aðs­dóm Vest­fjarða og Pétur Dam verður skip­aður í emb­ætti með starfs­stöð við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur en sinna störfum við alla hér­aðs­dóma. Hin sex verða skipuð í emb­ætti við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur.

Auglýsing

Dóm­nefnd sendi umsækj­end­unum 39 umsögn sína, sem er 96 blað­síð­ur, 13. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Þeir höfðu viku til að gera athuga­semdir og koma þeim til dóm­nefnd­ar. Hún skil­aði síðan Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, settum dóms­mála­ráð­herra í mál­inu, umsögn­inni 22. des­em­ber. Til­kynnt verður um skipan dóm­ara á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins síðar í dag og umsögnin birt þar í heild sinni. Guð­laugur Þór var settur dóms­mála­ráð­herra í mál­inu eftir að Sig­ríður Á. And­er­­sen vék sæti í því. Ástæða þess er sú að Ást­ráður Har­alds­son, einn þeirra sem verður í dag skip­að­ur, stefndi íslenska rík­inu vegna Lands­rétt­ar­máls­ins. Þar var hann ekki á meðal þeirra 15 sem Sig­ríður gerði til­lögu um að yrðu skip­aðir dóm­arar við þann rétt þrátt fyrir að dóm­nefnd hefði metið hann á meðal þeirra 15 hæf­ustu. Nið­ur­staða Hæsta­réttar í máli Ást­ráðs var sú að Sig­ríður hefði brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga með ákvörðun sinni.

Dóm­ar­arnir átta áttu að hefja störf á þriðju­dag.

RÚV greindi frá því síð­degis í dag að Guð­laugur Þór hafi í dag sent dóm­nefnd­inni bréf þar sem óskað er eftir frek­ari rök­stuðn­ingi fyrir því að þessir átta til­teknu umsækj­endur telj­ist hæf­ari en hin­ir. Bréfið verður birt síðar í dag. Skipan dóm­ar­anna mun því að öllum lík­indum tefj­ast enn frek­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent