Eiríkur fer fram á bætur frá ríkinu vegna lögbrots dómsmálaráðherra

Fjórði maðurinn sem Sigríður Á. Andersen ákvað að tilnefna ekki í Landsrétt hefur lagt fram kröfu á ríkið um bætur. Krafa hans gæti orðið umtalsverð, enda maðurinn fertugur og á mun lægri launum en dómarar við Landsrétt.

Sigríður Andersen
Auglýsing

Eiríkur Jóns­son laga­pró­fessor við Háskóla Íslands, hefur krafið íslenska ríkið um bætur vegna ólög­mætra athafna Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þegar hún skip­aði dóm­ara í Lands­rétt. Eiríkur var einn þeirra fjög­urra sem dóm­nefnd hafði talið á meðal 15 hæf­ustu til að starfa í rétt­inum en Sig­ríður vék til hlið­ar. Raunar hafði dóm­nefndin metið Eirík sjö­unda hæf­asta umsækj­and­ann, en hann var samt lát­inn víkja af lista dóms­mála­ráð­herra.

T­veir mann­anna stefndu rík­inu vegna máls­ins og í nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, sem lá fyrir fyrr í þessum mán­uði, kom fram að Sig­ríður hefði brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga með ákvörðun sinni. Hinir tveir menn­irnir hafa nú krafið ríkið um bætur vegna þessa.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að Eiríkur setji ekki fram neina fjár­hæð í kröf­unni sem hann ger­ir. Krafan hafi verið send rík­is­lög­manni í gær. Eiríkur er, líkt og áður sagði, pró­­fessor við laga­­deild Háskóla Íslands. Hann er fæddur árið 1977 og er því fer­tugur að aldri. Eiríkur á því um 27 ár eftir á vinn­u­­mark­aði miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­launa­ald­­ur. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum á heima­­síðu félags pró­­fess­ora ætti Eiríkur að vera með á bil­inu 659.683 til 727.572 krónur í mán­að­­ar­­laun.

Það er um einni milljón króna frá þeim mán­að­­ar­­launum sem hann hefði haft sem dóm­­ari við Lands­rétt.

Ráð­herra braut lög

Ást­ráður Har­alds­son og gerði Jóhannes Rúnar Jóhanns­son stefndu rík­inu í kjöl­far þess að þeir voru ekki skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt.

Auglýsing
Héraðsdómur komst að þeirri nið­ur­stöðu 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, sama dag og rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar sprakk, að Sig­ríður And­er­sen hafi brotið lög við skipun Land­rétt­­ar­­dóm­­ara. Dóm­­ur­inn komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að dóms­­mála­ráð­herra hefði átt að óska eftir nýju áliti dóm­­nefndar um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­­stöðu, ef hún taldi ann­­marka á áliti dóm­­nefnd­­ar­inn­­ar. Í nið­­ur­­stöðukafla dóms­ins var tekið fram að „stjórn­­­sýslu­­með­­­ferð ráð­herra hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórn­­­sýslu­rétt­­ar­ins um rann­­sókn máls, mat á hæfni umsækj­enda og inn­­­byrðis sam­an­­burð þeirra.“

19. des­em­ber komst Hæsti­réttur síðan líka að því að Sig­ríður hafi brotið gegn ákvæði stjórn­sýslu­laga. Dóm­stóll­inn tók afdrátt­ar­lausa efn­is­lega afstöðu til máls­ins. Ef dóms­mála­ráð­herra ætlar að víkja frá áliti dóm­nefndar um veit­ingu dóm­ara­emb­ættis verður slík ákvörðun að vera reist á frek­ari rann­sókn ráð­herra, líkt og kveðið er á um í stjórn­sýslu­lögum. Í dómi Hæsta­réttar segir að það liggi ekki fyrir að Sig­ríður hafi ráð­ist í frek­ari rann­sókn á þeim atriðum sem vörð­uðu veit­ingu þeirra fjög­urra dóm­ara­emb­ætta sem málið snérist um og rök­stuðn­ingur hennar til for­seta Alþing­is, sem settur var fram í bréfi dag­sett 28. maí 2017, um að víkja frá nið­ur­stöðu dóm­nefndar full­nægði ekki lág­marks­kröf­um.

Í dómnum var fall­ist á miska­bóta­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars. Þeir fá 700 þús­und krónur hvor vegna skip­unar dóm­ara við Lands­rétt. Hæsti­réttur sýkn­aði hins vegar ríkið af skaða­bóta­kröfu og hafði áður vísað frá ógild­ing­ar­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars, sem laut að ógild­ingu þeirrar ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra að leggja ekki til við Alþingi að þeir yrðu skip­aðir í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt.

Ástæða þess að Hæsti­réttur féllst ekki á skaða­bóta­kröfu þeirra var sú að þeir gátu ekki sýnt fram á fjár­hags­legt tjón, enda báðir vel laun­aðir lög­menn. Það geta hins vegar hinir tveir sem ekki hlutu náð fyrir augum Sig­ríðar gert. Jón Hösk­ulds­son hefur þegar stefnt íslenska rík­inu og krefst þess að fá bætt mis­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­ara við Lands­rétt ann­­ars vegar og hér­­aðs­­dóm­­ara hins veg­­ar. Jón krefst þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Ljóst er að krafa Jóns hleypur á tugum millj­­óna króna. Lands­rétt­­ar­­dóm­­arar fá 1,7 millj­­ónir króna í laun á mán­uði en hér­­aðs­­dóm­­arar 1,3 millj­­ónir króna. Bara launa­mun­­ur­inn er því um 280 þús­und á mán­uði, eða yfir 30 millj­­ónir króna á níu árum.

Eiríkur á mun hærri kröfu en Jón, líkt og áður var rak­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent