Eiríkur fer fram á bætur frá ríkinu vegna lögbrots dómsmálaráðherra

Fjórði maðurinn sem Sigríður Á. Andersen ákvað að tilnefna ekki í Landsrétt hefur lagt fram kröfu á ríkið um bætur. Krafa hans gæti orðið umtalsverð, enda maðurinn fertugur og á mun lægri launum en dómarar við Landsrétt.

Sigríður Andersen
Auglýsing

Eiríkur Jóns­son laga­pró­fessor við Háskóla Íslands, hefur krafið íslenska ríkið um bætur vegna ólög­mætra athafna Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þegar hún skip­aði dóm­ara í Lands­rétt. Eiríkur var einn þeirra fjög­urra sem dóm­nefnd hafði talið á meðal 15 hæf­ustu til að starfa í rétt­inum en Sig­ríður vék til hlið­ar. Raunar hafði dóm­nefndin metið Eirík sjö­unda hæf­asta umsækj­and­ann, en hann var samt lát­inn víkja af lista dóms­mála­ráð­herra.

T­veir mann­anna stefndu rík­inu vegna máls­ins og í nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, sem lá fyrir fyrr í þessum mán­uði, kom fram að Sig­ríður hefði brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga með ákvörðun sinni. Hinir tveir menn­irnir hafa nú krafið ríkið um bætur vegna þessa.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að Eiríkur setji ekki fram neina fjár­hæð í kröf­unni sem hann ger­ir. Krafan hafi verið send rík­is­lög­manni í gær. Eiríkur er, líkt og áður sagði, pró­­fessor við laga­­deild Háskóla Íslands. Hann er fæddur árið 1977 og er því fer­tugur að aldri. Eiríkur á því um 27 ár eftir á vinn­u­­mark­aði miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­launa­ald­­ur. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum á heima­­síðu félags pró­­fess­ora ætti Eiríkur að vera með á bil­inu 659.683 til 727.572 krónur í mán­að­­ar­­laun.

Það er um einni milljón króna frá þeim mán­að­­ar­­launum sem hann hefði haft sem dóm­­ari við Lands­rétt.

Ráð­herra braut lög

Ást­ráður Har­alds­son og gerði Jóhannes Rúnar Jóhanns­son stefndu rík­inu í kjöl­far þess að þeir voru ekki skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt.

Auglýsing
Héraðsdómur komst að þeirri nið­ur­stöðu 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, sama dag og rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar sprakk, að Sig­ríður And­er­sen hafi brotið lög við skipun Land­rétt­­ar­­dóm­­ara. Dóm­­ur­inn komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að dóms­­mála­ráð­herra hefði átt að óska eftir nýju áliti dóm­­nefndar um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­­stöðu, ef hún taldi ann­­marka á áliti dóm­­nefnd­­ar­inn­­ar. Í nið­­ur­­stöðukafla dóms­ins var tekið fram að „stjórn­­­sýslu­­með­­­ferð ráð­herra hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórn­­­sýslu­rétt­­ar­ins um rann­­sókn máls, mat á hæfni umsækj­enda og inn­­­byrðis sam­an­­burð þeirra.“

19. des­em­ber komst Hæsti­réttur síðan líka að því að Sig­ríður hafi brotið gegn ákvæði stjórn­sýslu­laga. Dóm­stóll­inn tók afdrátt­ar­lausa efn­is­lega afstöðu til máls­ins. Ef dóms­mála­ráð­herra ætlar að víkja frá áliti dóm­nefndar um veit­ingu dóm­ara­emb­ættis verður slík ákvörðun að vera reist á frek­ari rann­sókn ráð­herra, líkt og kveðið er á um í stjórn­sýslu­lögum. Í dómi Hæsta­réttar segir að það liggi ekki fyrir að Sig­ríður hafi ráð­ist í frek­ari rann­sókn á þeim atriðum sem vörð­uðu veit­ingu þeirra fjög­urra dóm­ara­emb­ætta sem málið snérist um og rök­stuðn­ingur hennar til for­seta Alþing­is, sem settur var fram í bréfi dag­sett 28. maí 2017, um að víkja frá nið­ur­stöðu dóm­nefndar full­nægði ekki lág­marks­kröf­um.

Í dómnum var fall­ist á miska­bóta­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars. Þeir fá 700 þús­und krónur hvor vegna skip­unar dóm­ara við Lands­rétt. Hæsti­réttur sýkn­aði hins vegar ríkið af skaða­bóta­kröfu og hafði áður vísað frá ógild­ing­ar­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars, sem laut að ógild­ingu þeirrar ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra að leggja ekki til við Alþingi að þeir yrðu skip­aðir í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt.

Ástæða þess að Hæsti­réttur féllst ekki á skaða­bóta­kröfu þeirra var sú að þeir gátu ekki sýnt fram á fjár­hags­legt tjón, enda báðir vel laun­aðir lög­menn. Það geta hins vegar hinir tveir sem ekki hlutu náð fyrir augum Sig­ríðar gert. Jón Hösk­ulds­son hefur þegar stefnt íslenska rík­inu og krefst þess að fá bætt mis­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­ara við Lands­rétt ann­­ars vegar og hér­­aðs­­dóm­­ara hins veg­­ar. Jón krefst þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Ljóst er að krafa Jóns hleypur á tugum millj­­óna króna. Lands­rétt­­ar­­dóm­­arar fá 1,7 millj­­ónir króna í laun á mán­uði en hér­­aðs­­dóm­­arar 1,3 millj­­ónir króna. Bara launa­mun­­ur­inn er því um 280 þús­und á mán­uði, eða yfir 30 millj­­ónir króna á níu árum.

Eiríkur á mun hærri kröfu en Jón, líkt og áður var rak­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent