Mögulegt að skýrsla Vigdísar og Guðlaugs fari fyrir dómstóla

Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir mjög grófar ærumeiðingar í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna. Það sé grafalvarlegt að skýrslan sé stimpluð Alþingi og til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla.

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar, sem kynntu skýrsluna um einkavæðingu bankanna hinna síðari fyrir viku síðan.
Formaður og varaformaður fjárlaganefndar, sem kynntu skýrsluna um einkavæðingu bankanna hinna síðari fyrir viku síðan.
Auglýsing

Jóhannes Karl Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, sem kom að samn­ingum við erlenda kröfu­hafa föllnu bank­anna, segir það koma til greina að höfða mál vegna skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, „Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ar­i“. Í skýrsl­unni séu að finna afar grófar æru­meið­ingar á hendur þeim sem stóðu að samn­ing­un­um. Þetta kom fram í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í gær. 

Skýrslan var kynnt af for­manni og vara­for­manni fjár­laga­nefndar Alþing­is, Vig­dísi Hauks­dóttur og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, fyrir viku síð­an. Þau sögðu skýrsl­una vera unna af meiri­hluta fjár­laga­nefndar en neit­uðu að gefa upp hverjir nákvæm­lega hefðu komið að gerð skýrsl­unn­ar. Skýrslan er að miklu leyti til sam­hljóða ásök­unum sem Víglundur Þor­steins­son hefur haft uppi um það hvernig staðið var að samn­ingum við kröfu­haf­ana um afdrif föllnu bank­anna. 

„Ég vil segja um það að þetta er auð­vitað ekk­ert nýtt, þessir palla­dómar sem þarna eru felld­ir, en það sem er nýtt í því að þetta er stimplað með stimpli frá einni virðu­leg­ustu stofnun sam­fé­lags­ins, sem er fjár­laga­nefnd Alþing­is,“ sagði Jóhannes Karl um skýrsl­una. Hann hafi hváð þegar til­kynntur var blaða­manna­fundur og gefin út frétta­til­kynn­ing „þar sem aðal­á­hersla er lögð á afar grófar æru­meið­ingar á hendur þeim sem stóðu að þessum samn­ing­um, það er talað um samn­inga­fólk og samn­inga­menn, og þess vegna veitti ég þessu athygli og fór að kynna mér það hvernig þetta hafði borið að.“ Hann seg­ist hafa haft sam­band við nefnd­ar­menn og óskað eftir því að þeir gerðu hreint fyrir sínum dyrum um til­urð skýrsl­unn­ar. 

Auglýsing

„Ég tel hins vegar fyllsta til­efni til þess, af því að það er nú verið að tala um virð­ingu Alþingis og virð­ingu fyrir því að leik­reglur séu virt­ar, að þetta mál verði skoðað algjör­lega sér­stak­lega. Hvernig þetta gat ger­st, að þetta plagg kæmi út með öllum þeim stað­reynda­villum sem þar er að finna, með öllum þeim ómak­legu palla­dómum sem þar eru felldir fyr­ir­fram.“ 

Jóhannes Karl segir að þing­menn séu ekki ábyrgð­ar­lausir gagn­vart því sem þeir láti frá sér í nafni þings­ins. Kerfið á Íslandi sé þannig að það sé þrí­skipt vald. „Við höfum dóm­stóla sem hafa eft­ir­lit með hin­um, og það getur vel ver­ið, svona þegar fleiri kurl koma til grafar um það hvernig þetta skjal varð til, að það sé rétt að láta dóm­stóla skera úr um það hvort þetta sé rétt eða rangt eða hvort þarna hafi menn verið beittir rang­indum í nafni Alþing­is.“ 

Hann sagði jafn­framt að búið væri að óska eftir upp­lýs­ingum um það „hvernig þetta gat gerst að það er kynnt álit þing­nefndar áður en málið kemur til umfjöll­unar í nefnd­inni, og það er mjög alvar­legt mál og það getur vel verið að það séu engir aðrir til að svara til ábyrgðar nema þeir ein­stak­lingar sem að því standa.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None