Mögulegt að skýrsla Vigdísar og Guðlaugs fari fyrir dómstóla

Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir mjög grófar ærumeiðingar í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna. Það sé grafalvarlegt að skýrslan sé stimpluð Alþingi og til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla.

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar, sem kynntu skýrsluna um einkavæðingu bankanna hinna síðari fyrir viku síðan.
Formaður og varaformaður fjárlaganefndar, sem kynntu skýrsluna um einkavæðingu bankanna hinna síðari fyrir viku síðan.
Auglýsing

Jóhannes Karl Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, sem kom að samn­ingum við erlenda kröfu­hafa föllnu bank­anna, segir það koma til greina að höfða mál vegna skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, „Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ar­i“. Í skýrsl­unni séu að finna afar grófar æru­meið­ingar á hendur þeim sem stóðu að samn­ing­un­um. Þetta kom fram í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í gær. 

Skýrslan var kynnt af for­manni og vara­for­manni fjár­laga­nefndar Alþing­is, Vig­dísi Hauks­dóttur og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, fyrir viku síð­an. Þau sögðu skýrsl­una vera unna af meiri­hluta fjár­laga­nefndar en neit­uðu að gefa upp hverjir nákvæm­lega hefðu komið að gerð skýrsl­unn­ar. Skýrslan er að miklu leyti til sam­hljóða ásök­unum sem Víglundur Þor­steins­son hefur haft uppi um það hvernig staðið var að samn­ingum við kröfu­haf­ana um afdrif föllnu bank­anna. 

„Ég vil segja um það að þetta er auð­vitað ekk­ert nýtt, þessir palla­dómar sem þarna eru felld­ir, en það sem er nýtt í því að þetta er stimplað með stimpli frá einni virðu­leg­ustu stofnun sam­fé­lags­ins, sem er fjár­laga­nefnd Alþing­is,“ sagði Jóhannes Karl um skýrsl­una. Hann hafi hváð þegar til­kynntur var blaða­manna­fundur og gefin út frétta­til­kynn­ing „þar sem aðal­á­hersla er lögð á afar grófar æru­meið­ingar á hendur þeim sem stóðu að þessum samn­ing­um, það er talað um samn­inga­fólk og samn­inga­menn, og þess vegna veitti ég þessu athygli og fór að kynna mér það hvernig þetta hafði borið að.“ Hann seg­ist hafa haft sam­band við nefnd­ar­menn og óskað eftir því að þeir gerðu hreint fyrir sínum dyrum um til­urð skýrsl­unn­ar. 

Auglýsing

„Ég tel hins vegar fyllsta til­efni til þess, af því að það er nú verið að tala um virð­ingu Alþingis og virð­ingu fyrir því að leik­reglur séu virt­ar, að þetta mál verði skoðað algjör­lega sér­stak­lega. Hvernig þetta gat ger­st, að þetta plagg kæmi út með öllum þeim stað­reynda­villum sem þar er að finna, með öllum þeim ómak­legu palla­dómum sem þar eru felldir fyr­ir­fram.“ 

Jóhannes Karl segir að þing­menn séu ekki ábyrgð­ar­lausir gagn­vart því sem þeir láti frá sér í nafni þings­ins. Kerfið á Íslandi sé þannig að það sé þrí­skipt vald. „Við höfum dóm­stóla sem hafa eft­ir­lit með hin­um, og það getur vel ver­ið, svona þegar fleiri kurl koma til grafar um það hvernig þetta skjal varð til, að það sé rétt að láta dóm­stóla skera úr um það hvort þetta sé rétt eða rangt eða hvort þarna hafi menn verið beittir rang­indum í nafni Alþing­is.“ 

Hann sagði jafn­framt að búið væri að óska eftir upp­lýs­ingum um það „hvernig þetta gat gerst að það er kynnt álit þing­nefndar áður en málið kemur til umfjöll­unar í nefnd­inni, og það er mjög alvar­legt mál og það getur vel verið að það séu engir aðrir til að svara til ábyrgðar nema þeir ein­stak­lingar sem að því standa.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None