Stjórnmálaflokkarnir fá 744 milljónir úr ríkissjóði

Sjálfstæðisflokkurinn fær mest allra stjórnmálaflokka úr ríkissjóði í ár, eða 178 milljónir króna. Alls skipta flokkarnir átta með sér 96 milljónum meira en í fyrra.

Kappræður í sjónvarpi leiðtogar formenn flokkar stjórnmál
Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­arnir átta sem eiga sæti á Alþingi skipta á milli sín 744 millj­ónum króna af fé úr rík­is­sjóði í ár. Fram­lagið hækkar úr 648 millj­ónum króna í fyrra, eða um 96 millj­ónir króna á milli ára. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Ákveðið var að hækka fram­lag rík­is­ins til stjórn­mála­flokka með ákvörðun sem var tekin milli jóla og nýárs 2017. Þá var fram­lagið á síð­asta ári aukið um 127 pró­sent.

Fram­lagið skipt­ist niður á flokk­anna átta eftir stærð. Mest fer til Sjálf­stæð­is­flokks­ins, eða 178 millj­ónir króna. Vinstri græn fá 123 millj­ónir króna og þriðji stjórn­ar­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur, fær 82,5 millj­ónir króna. Mið­flokk­ur­inn, sem hefur verið mikið í umræð­unni síð­ustu daga, fær 83,5 millj­ónir króna af skattfé til að standa undir starf­semi sinni næsta árið og en mest allra stjórn­ar­and­stöðu­flokka fær Sam­fylk­ing­in, eða 91 milljón króna. Píratar fá 72,5 millj­ónir króna, Flokkur fólks­ins rúmar 57 millj­ónir króna og Við­reisn 56 millj­ónir króna.

Auglýsing

Mörg hund­ruð millj­ónir

Til­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­is­ins til stjórn­­­mála­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­sent var sam­­þykkt í fjár­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­mála­­flokka áttu að vera 286 millj­­ónir króna en urðu 648 millj­­ónir króna í fyrra. Einu flokk­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Krónu­tölu­hækk­unin heldur áfram í ár og nú fá flokk­arnir um 458 millj­ónum krónum meira en þeir hefðu fengið ef fram­lög árs­ins 2018, og fram­lög til fram­tíð­ar, hefðu ekki verið hækkuð með jafn umfangs­miklum hætti og gert var í árs­lok 2017.

Fram­lög líka hækkuð

Full­trúar allra flokka á Alþingi, þar á meðal sex for­menn stjórn­mála­flokka, lögðu sam­eig­in­lega fram frum­varp til að breyta lögum um fjár­mál stjórn­mála­flokka og fram­bjóð­enda í lok síð­asta árs. Það var svo afgreitt sem lög fyrir þing­lok.

Á meðal breyt­inga sem það stuðl­aði var að leyfa stjórn­mála­flokkum að taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um. Hámarks­fram­lag var 400 þús­und krónur en var breytt í 550 þús­und krón­ur.

Auk þess var sú fjár­hæð sem ein­stak­lingur þarf að gefa til að vera nafn­greindur í árs­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­bjóð­enda sé hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­ur.

Því hafa tæki­færi stjórn­mála­flokka til að taka við upp­hæðum frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum verið aukin sam­hliða því að upp­hæðin sem þeir fá úr rík­is­sjóði var rúm­lega tvö­föld­uð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent