Ari Trausti ekki talsmaður minnihlutans

Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar segja að Ari Trausti sé ekki talsmaður minnihlutans en hann greindi frá því að fulltrúar flokkanna, sem sitja í umhverfis- og samgöngunefnd, vildu ekki að Bergþór Ólason yrði áfram formaður nefndarinnar.

Ari Trausti Guðmundsson
Ari Trausti Guðmundsson
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður og for­maður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna og nefnd­ar­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, sé ekki tals­maður minni­hlut­ans á Alþingi, ekki frekar en ógreiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. „Sam­komu­lag um for­mennsku í nefndum var um að stjórn­ar­and­staðan fengi þrjá for­menn og við ákváðum að stærsti fengi að velja fyrstu nefnd­ina og svo koll af koll­i,“ segir Oddný á Face­book.

Í frétt Frétta­blaðs­ins í morgun kom fram að full­trúar Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna sem sitja í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd hefðu lýst því yfir að þau vildu ekki að Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, yrði áfram for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Oddný segir aftur á móti að flokk­arnir ráði því algjör­lega sjálfir hvaða þing­menn séu valdir í for­manns­sæt­ið. Það sé því Mið­flokk­ur­inn sem ræður því hver sé for­maður í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd. Hinn val­kost­ur­inn sé að rifta sam­komu­lag­inu og þá sé allt undir og allir flokkar þurfi að setj­ast niður og finna aðra umgjörð um störf þings­ins.

Ari Trausti er ekki tals­maður minni­hlut­ans á Alþingi (ekki frekar en ógreiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­u­m)....

Posted by Oddný Harð­ar­dóttir on Thurs­day, Janu­ary 24, 2019


Auglýsing

Sagði full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og VG ekki vilja hafa Berg­þór áfram sem for­mann

Á þing­flokks­for­manna­fundi síð­degis í gær voru mál­efni þings­ins og vinnu­friður rædd. Meðal þess sem rætt var á fund­inum voru mál­efni umhverf­is- og sam­göngu­nefndar en Berg­þór er for­maður nefnd­ar­inn­ar. Ari Trausti sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að Berg­þóri væri ljóst að hann hafi ekki stuðn­ing til áfram­hald­andi setu sem for­maður í nefnd­inni.

„Berg­þór kemur og hefur rétt til að ganga inn í nefnd­ina og rétt til að taka sitt sæti sem hann hafði. Við getum ekki sagt nei. Málið er að hann er þarna sam­kvæmt sam­komu­lagi minni­hluta­flokk­anna,“ sagði Ari Trausti.

Hann sagði það vera stað­reynd að stjórn­ar­and­staðan hefði fengið þrjá for­manns­stóla í nefndir þings­ins og raðað þar niður eftir þing­styrk. „Þau fengu þrjá for­menn nefnda eftir ákveðnu sam­komu­lagi og því er það þeirra að leysa þetta mál og nú hefur bæði full­trúi Við­reisnar og Sam­fylk­ingar og einnig full­trúi Vinstri grænna lýst yfir að þau vilji ekki að hann leiði þetta áfram og það er honum alveg ljóst,“ sagði Ari Trausti.

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, segir í athuga­semd við færslu Odd­nýjar að Ari Trausti virð­ist hafa auga­stað á sér­stökum verð­launum fyrir hrút­skýr­ingar í næstu þing­veislu.

Í takt við aðra upp­lifun af starfs­háttum meiri­hluta nefnd­ar­innar í vetur

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og þing­flokks­for­maður flokks­ins, fjallar einnig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun en þar segir hún að Ari Trausti sé ekki sér­skip­aður tals­maður hennar eða ann­arra þing­manna Við­reisn­ar.

„Sem full­trúi í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is, kann ég honum litlar þakkir fyrir að þykj­ast þess umkom­inn að túlka skoð­anir mínar og fyr­ir­ætlan í fjöl­miðl­um. Ég verð þó því miður að segja að þetta er í takt við aðra upp­lifun mína af starfs­háttum meiri­hluta nefnd­ar­innar í vet­ur,“ segir hún.

Hún bætir því við að mál sem varða for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis verði útkljáð á vett­vangi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna og nið­ur­staða kynnt þegar hún liggi fyr­ir.

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður VG og 2. vara­for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis er ekki sér­skip­að­ur­...

Posted by Hanna Katrin Frið­riks­son on Fri­day, Janu­ary 25, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent