Ari Trausti ekki talsmaður minnihlutans

Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar segja að Ari Trausti sé ekki talsmaður minnihlutans en hann greindi frá því að fulltrúar flokkanna, sem sitja í umhverfis- og samgöngunefnd, vildu ekki að Bergþór Ólason yrði áfram formaður nefndarinnar.

Ari Trausti Guðmundsson
Ari Trausti Guðmundsson
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður og for­maður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna og nefnd­ar­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, sé ekki tals­maður minni­hlut­ans á Alþingi, ekki frekar en ógreiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. „Sam­komu­lag um for­mennsku í nefndum var um að stjórn­ar­and­staðan fengi þrjá for­menn og við ákváðum að stærsti fengi að velja fyrstu nefnd­ina og svo koll af koll­i,“ segir Oddný á Face­book.

Í frétt Frétta­blaðs­ins í morgun kom fram að full­trúar Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna sem sitja í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd hefðu lýst því yfir að þau vildu ekki að Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, yrði áfram for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Oddný segir aftur á móti að flokk­arnir ráði því algjör­lega sjálfir hvaða þing­menn séu valdir í for­manns­sæt­ið. Það sé því Mið­flokk­ur­inn sem ræður því hver sé for­maður í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd. Hinn val­kost­ur­inn sé að rifta sam­komu­lag­inu og þá sé allt undir og allir flokkar þurfi að setj­ast niður og finna aðra umgjörð um störf þings­ins.

Ari Trausti er ekki tals­maður minni­hlut­ans á Alþingi (ekki frekar en ógreiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­u­m)....

Posted by Oddný Harð­ar­dóttir on Thurs­day, Janu­ary 24, 2019


Auglýsing

Sagði full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og VG ekki vilja hafa Berg­þór áfram sem for­mann

Á þing­flokks­for­manna­fundi síð­degis í gær voru mál­efni þings­ins og vinnu­friður rædd. Meðal þess sem rætt var á fund­inum voru mál­efni umhverf­is- og sam­göngu­nefndar en Berg­þór er for­maður nefnd­ar­inn­ar. Ari Trausti sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að Berg­þóri væri ljóst að hann hafi ekki stuðn­ing til áfram­hald­andi setu sem for­maður í nefnd­inni.

„Berg­þór kemur og hefur rétt til að ganga inn í nefnd­ina og rétt til að taka sitt sæti sem hann hafði. Við getum ekki sagt nei. Málið er að hann er þarna sam­kvæmt sam­komu­lagi minni­hluta­flokk­anna,“ sagði Ari Trausti.

Hann sagði það vera stað­reynd að stjórn­ar­and­staðan hefði fengið þrjá for­manns­stóla í nefndir þings­ins og raðað þar niður eftir þing­styrk. „Þau fengu þrjá for­menn nefnda eftir ákveðnu sam­komu­lagi og því er það þeirra að leysa þetta mál og nú hefur bæði full­trúi Við­reisnar og Sam­fylk­ingar og einnig full­trúi Vinstri grænna lýst yfir að þau vilji ekki að hann leiði þetta áfram og það er honum alveg ljóst,“ sagði Ari Trausti.

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, segir í athuga­semd við færslu Odd­nýjar að Ari Trausti virð­ist hafa auga­stað á sér­stökum verð­launum fyrir hrút­skýr­ingar í næstu þing­veislu.

Í takt við aðra upp­lifun af starfs­háttum meiri­hluta nefnd­ar­innar í vetur

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og þing­flokks­for­maður flokks­ins, fjallar einnig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun en þar segir hún að Ari Trausti sé ekki sér­skip­aður tals­maður hennar eða ann­arra þing­manna Við­reisn­ar.

„Sem full­trúi í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is, kann ég honum litlar þakkir fyrir að þykj­ast þess umkom­inn að túlka skoð­anir mínar og fyr­ir­ætlan í fjöl­miðl­um. Ég verð þó því miður að segja að þetta er í takt við aðra upp­lifun mína af starfs­háttum meiri­hluta nefnd­ar­innar í vet­ur,“ segir hún.

Hún bætir því við að mál sem varða for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis verði útkljáð á vett­vangi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna og nið­ur­staða kynnt þegar hún liggi fyr­ir.

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður VG og 2. vara­for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis er ekki sér­skip­að­ur­...

Posted by Hanna Katrin Frið­riks­son on Fri­day, Janu­ary 25, 2019


Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent