Eigandi Hvals hf. bað ráðherra um breytingu á reglugerð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir tölvupóst frá Kristjáni Loftssyni eiganda Hvals hf. þar sem hann bað um að reglugerðinni yrði breytt.

Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Auglýsing

Krist­ján ­Lofts­son eig­andi Hvals hf. sendi Krist­jáni Þór Júl­í­us­syn­i ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra ­tölvu­póst þann 15. maí 2018 þar sem Krist­ján óskaði eftir því að ráð­herra myndi breyta reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urð­u­m. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Tíu dögum síðar skrif­aði ráð­herra undir breyt­ingu á reglu­gerð­inni. Í henni fólst meðal ann­ars að 10. gr í reglu­gerð­inni var breytt á þann veg að ekki var lengur gerð krafa um að skera hval á yfir­byggðum skurð­ar­flet­i. 

Reglum um hval­skurð var aldrei fylgt

Árið 2009 tók gildi reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urð­um. Í henni var kveðið á um að hval­skurður skuli hefj­ast um leið og hvalur er kom­inn á land og að skurð­ar­flöt­ur­inn skuli vera inn­an­dyra eða undir yfir­byggðum fleti. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. Frétta­blaðið greindi frá því í ágúst síð­ast­liðnum að reglum um hval­skurð hefði aldrei verið fylgt af félag­inu Hvalur hf. þar sem aldrei var byggður yfir­byggður skurð­ar­flötur hjá Hval hf. eins og reglu­gerð­inni sagði til um. 

Auglýsing

10 dögum síðar sam­þykkti ráð­herra breyt­ingu á 10 grein

Í bréfi Krist­jáns Lofts­sonar eig­anda Hvals hf., sem Frétta­blaðið hefur und­ir­ hönd­un­um, segir að reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urðum frá­ 28. maí 2009 inni­haldi ýmis ákvæði sem séu „úr sér geng­in“ og segir að fyr­ir­tækið hafi þróað og notað aðferðir í mörg ár með miklu betri ár­angri en mælt sé fyrir í reglu­gerð­inn­i.  

Krist­ján segir jafn­framt að hann hafi farið fram á að reglu­gerð­inni yrði breytt við nokkra af for­verum ráð­herra í starfi. Hann sendi með tölvu­póst­inum til­lögur sínar um breyt­ingar á reglu­gerð­inni en hann segir það von­laust að sækja um vinnslu­leyfi nema reglu­gerð­inni sé breytt. „Eins og þetta er í pott­inn búið tel ég von­laust að sækja um vinnslu­leyfi fyrir kom­andi ver­tíð með reglu­gerð­ina óbreytta. Vísa ég þar sér­stak­lega til 10 [sic] gr. reglu­gerð­ar­inn­ar,“ stendur í bréfi for­stjór­ans.  

Í þeirra grein kvað á um að skurður á hvölum skuli fram­kvæmdur inn­an­dyra eða undir yfir­byggðum skurð­ar­fleti verk­un­ar­stöðv­a, „Á­kvæði 2. mgr. 10. gr., þar sem kveðið er á um að skurð­ur­ á hvölum skuli fram­kvæmdur inn­an­dyra eða undir yfir­byggðum skurð­ar­flet­i verk­un­ar­stöðva, kom­a þó eigi til fram­kvæmda fyrr en 1. júní 2010.“

Þann 25. maí 2018 sam­þykkir Krist­ján Þór Júlís­son breyt­ingu um reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urðum þar sem fram kemur að 10. ­grein reglu­gerð­ar­innar hafi verið breytt á þann hátt að hval­skurður skal gerður á skurð­ar­fleti með­ við­eig­and­i vörn­um. „1. ­máls. 2. mgr. 10. gr. reglu­gerð­ar­innar verður svohljóð­andi: Hval­skurður skal haf­inn eins fljótt og auðið er eftir að hvalur er kom­inn á land á skurð­ar­fleti með við­eig­andi vörnum sem koma í veg fyrir mengun afurða sam­kvæmt áhættu­mati sem rekstr­ar­að­ili ger­ir.“

Sam­þykkti áfram­hald­andi hval­veiðar

Í síð­ustu viku sam­þykkti Krist­ján Þór að heim­ila áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu næstu fimm árin. Nær ákvörð­unin til veiða jafn lengi og fyrri reglu­­gerð gerði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent