Eigandi Hvals hf. bað ráðherra um breytingu á reglugerð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir tölvupóst frá Kristjáni Loftssyni eiganda Hvals hf. þar sem hann bað um að reglugerðinni yrði breytt.

Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Auglýsing

Krist­ján ­Lofts­son eig­andi Hvals hf. sendi Krist­jáni Þór Júl­í­us­syn­i ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra ­tölvu­póst þann 15. maí 2018 þar sem Krist­ján óskaði eftir því að ráð­herra myndi breyta reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urð­u­m. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Tíu dögum síðar skrif­aði ráð­herra undir breyt­ingu á reglu­gerð­inni. Í henni fólst meðal ann­ars að 10. gr í reglu­gerð­inni var breytt á þann veg að ekki var lengur gerð krafa um að skera hval á yfir­byggðum skurð­ar­flet­i. 

Reglum um hval­skurð var aldrei fylgt

Árið 2009 tók gildi reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urð­um. Í henni var kveðið á um að hval­skurður skuli hefj­ast um leið og hvalur er kom­inn á land og að skurð­ar­flöt­ur­inn skuli vera inn­an­dyra eða undir yfir­byggðum fleti. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. Frétta­blaðið greindi frá því í ágúst síð­ast­liðnum að reglum um hval­skurð hefði aldrei verið fylgt af félag­inu Hvalur hf. þar sem aldrei var byggður yfir­byggður skurð­ar­flötur hjá Hval hf. eins og reglu­gerð­inni sagði til um. 

Auglýsing

10 dögum síðar sam­þykkti ráð­herra breyt­ingu á 10 grein

Í bréfi Krist­jáns Lofts­sonar eig­anda Hvals hf., sem Frétta­blaðið hefur und­ir­ hönd­un­um, segir að reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urðum frá­ 28. maí 2009 inni­haldi ýmis ákvæði sem séu „úr sér geng­in“ og segir að fyr­ir­tækið hafi þróað og notað aðferðir í mörg ár með miklu betri ár­angri en mælt sé fyrir í reglu­gerð­inn­i.  

Krist­ján segir jafn­framt að hann hafi farið fram á að reglu­gerð­inni yrði breytt við nokkra af for­verum ráð­herra í starfi. Hann sendi með tölvu­póst­inum til­lögur sínar um breyt­ingar á reglu­gerð­inni en hann segir það von­laust að sækja um vinnslu­leyfi nema reglu­gerð­inni sé breytt. „Eins og þetta er í pott­inn búið tel ég von­laust að sækja um vinnslu­leyfi fyrir kom­andi ver­tíð með reglu­gerð­ina óbreytta. Vísa ég þar sér­stak­lega til 10 [sic] gr. reglu­gerð­ar­inn­ar,“ stendur í bréfi for­stjór­ans.  

Í þeirra grein kvað á um að skurður á hvölum skuli fram­kvæmdur inn­an­dyra eða undir yfir­byggðum skurð­ar­fleti verk­un­ar­stöðv­a, „Á­kvæði 2. mgr. 10. gr., þar sem kveðið er á um að skurð­ur­ á hvölum skuli fram­kvæmdur inn­an­dyra eða undir yfir­byggðum skurð­ar­flet­i verk­un­ar­stöðva, kom­a þó eigi til fram­kvæmda fyrr en 1. júní 2010.“

Þann 25. maí 2018 sam­þykkir Krist­ján Þór Júlís­son breyt­ingu um reglu­gerð um vinnslu og heil­brigð­is­eft­ir­lit með hvala­af­urðum þar sem fram kemur að 10. ­grein reglu­gerð­ar­innar hafi verið breytt á þann hátt að hval­skurður skal gerður á skurð­ar­fleti með­ við­eig­and­i vörn­um. „1. ­máls. 2. mgr. 10. gr. reglu­gerð­ar­innar verður svohljóð­andi: Hval­skurður skal haf­inn eins fljótt og auðið er eftir að hvalur er kom­inn á land á skurð­ar­fleti með við­eig­andi vörnum sem koma í veg fyrir mengun afurða sam­kvæmt áhættu­mati sem rekstr­ar­að­ili ger­ir.“

Sam­þykkti áfram­hald­andi hval­veiðar

Í síð­ustu viku sam­þykkti Krist­ján Þór að heim­ila áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu næstu fimm árin. Nær ákvörð­unin til veiða jafn lengi og fyrri reglu­­gerð gerði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent