Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.

Kristján Þór Júlíusson á blaðamannafundi vegna veiðigjalda
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, und­ir­rit­aði í dag reglu­gerð sem heim­ilar áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu næstu fimm árin. Nær ákvörð­unin til veiða jafn lengi og fyrri reglu­gerð gerði.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að horft hafi verið til ráð­gjafar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Ákvörðun þessi bygg­ist á ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en jafn­framt hafði ráð­herra hlið­sjón af nýlegri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða. Við ákvörðun sína studd­ist ráð­herra einnig við minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofn­un, sem hann óskaði eftir í kjöl­far skýrslu Hag­fræði­stofn­un­ar. Þetta minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofnun hefur verið birt á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Haf­rann­sókna­stofnun ráð­leggur að árlegar veiðar á tíma­bil­inu 2018–2025 verði að hámarki 161 lang­reyður á veiði­svæð­inu Aust­ur-Græn­land/Vest­ur­-Ís­land og að hámarki 48 dýr á svæð­inu Aust­ur-Ís­land/­Fær­eyjar og 217 hrefnur á íslenska land­grunns­svæð­inu.

Hvalveiðar verða áfram heimilaðar.

Ráð­gjöf sína byggir stofn­unin á veiði­stjórn­un­ar­lík­ani vís­inda­nefndar Alþjóða­haf­rann­sókna­ráðs­ins (IWC), sem er eitt það var­færn­asta sem þróað hefur verið fyrir nýt­ingu á nokkrum dýra­stofni í heim­in­um.

Síðan hvala­taln­ingar hófust 1987 hefur lang­reyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síð­ustu taln­ingu 2015 var fjöld­inn á skil­greindu stofn­svæði (Mið-Norð­ur­-Atl­ants­haf) met­inn um 37 þús­und dýr sem jafn­gildir um þre­földun frá 1987.

Hrefnu hefur fækkað mikið á grunn­sævi við Ísland frá síð­ustu alda­mót­um. Ekki er þó talið að stofn­inn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðu­fram­boðs hér á sumrin (síli og loðn­a). Ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­unar tekur til­lit til þess­arar þró­unar í útbreiðslu hrefnu­stofns­ins.

Í fyrr­greindu minn­is­blaði Haf­rann­sókna­stofn­unar er vísað til þess að Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæð­is­bund­inn válista fyrir íslensk spen­dýr, þar sem beitt er sömu við­miðum og á heims­lista Alþjóð­a­n­átt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins (IUCN). Þar flokk­ast lang­reyður sem „ekki í hættu“ sem stað­festir enn frekar gott ástand stofns­ins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sand­reyði og hnúfu­bak, auk smærri tann­hvala.“

Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent