Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.

Kristján Þór Júlíusson á blaðamannafundi vegna veiðigjalda
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, und­ir­rit­aði í dag reglu­gerð sem heim­ilar áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu næstu fimm árin. Nær ákvörð­unin til veiða jafn lengi og fyrri reglu­gerð gerði.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að horft hafi verið til ráð­gjafar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Ákvörðun þessi bygg­ist á ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en jafn­framt hafði ráð­herra hlið­sjón af nýlegri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða. Við ákvörðun sína studd­ist ráð­herra einnig við minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofn­un, sem hann óskaði eftir í kjöl­far skýrslu Hag­fræði­stofn­un­ar. Þetta minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofnun hefur verið birt á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Haf­rann­sókna­stofnun ráð­leggur að árlegar veiðar á tíma­bil­inu 2018–2025 verði að hámarki 161 lang­reyður á veiði­svæð­inu Aust­ur-Græn­land/Vest­ur­-Ís­land og að hámarki 48 dýr á svæð­inu Aust­ur-Ís­land/­Fær­eyjar og 217 hrefnur á íslenska land­grunns­svæð­inu.

Hvalveiðar verða áfram heimilaðar.

Ráð­gjöf sína byggir stofn­unin á veiði­stjórn­un­ar­lík­ani vís­inda­nefndar Alþjóða­haf­rann­sókna­ráðs­ins (IWC), sem er eitt það var­færn­asta sem þróað hefur verið fyrir nýt­ingu á nokkrum dýra­stofni í heim­in­um.

Síðan hvala­taln­ingar hófust 1987 hefur lang­reyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síð­ustu taln­ingu 2015 var fjöld­inn á skil­greindu stofn­svæði (Mið-Norð­ur­-Atl­ants­haf) met­inn um 37 þús­und dýr sem jafn­gildir um þre­földun frá 1987.

Hrefnu hefur fækkað mikið á grunn­sævi við Ísland frá síð­ustu alda­mót­um. Ekki er þó talið að stofn­inn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðu­fram­boðs hér á sumrin (síli og loðn­a). Ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­unar tekur til­lit til þess­arar þró­unar í útbreiðslu hrefnu­stofns­ins.

Í fyrr­greindu minn­is­blaði Haf­rann­sókna­stofn­unar er vísað til þess að Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæð­is­bund­inn válista fyrir íslensk spen­dýr, þar sem beitt er sömu við­miðum og á heims­lista Alþjóð­a­n­átt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins (IUCN). Þar flokk­ast lang­reyður sem „ekki í hættu“ sem stað­festir enn frekar gott ástand stofns­ins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sand­reyði og hnúfu­bak, auk smærri tann­hvala.“

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent