Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.

Kristján Þór Júlíusson á blaðamannafundi vegna veiðigjalda
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, und­ir­rit­aði í dag reglu­gerð sem heim­ilar áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu næstu fimm árin. Nær ákvörð­unin til veiða jafn lengi og fyrri reglu­gerð gerði.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að horft hafi verið til ráð­gjafar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Ákvörðun þessi bygg­ist á ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en jafn­framt hafði ráð­herra hlið­sjón af nýlegri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða. Við ákvörðun sína studd­ist ráð­herra einnig við minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofn­un, sem hann óskaði eftir í kjöl­far skýrslu Hag­fræði­stofn­un­ar. Þetta minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofnun hefur verið birt á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Haf­rann­sókna­stofnun ráð­leggur að árlegar veiðar á tíma­bil­inu 2018–2025 verði að hámarki 161 lang­reyður á veiði­svæð­inu Aust­ur-Græn­land/Vest­ur­-Ís­land og að hámarki 48 dýr á svæð­inu Aust­ur-Ís­land/­Fær­eyjar og 217 hrefnur á íslenska land­grunns­svæð­inu.

Hvalveiðar verða áfram heimilaðar.

Ráð­gjöf sína byggir stofn­unin á veiði­stjórn­un­ar­lík­ani vís­inda­nefndar Alþjóða­haf­rann­sókna­ráðs­ins (IWC), sem er eitt það var­færn­asta sem þróað hefur verið fyrir nýt­ingu á nokkrum dýra­stofni í heim­in­um.

Síðan hvala­taln­ingar hófust 1987 hefur lang­reyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síð­ustu taln­ingu 2015 var fjöld­inn á skil­greindu stofn­svæði (Mið-Norð­ur­-Atl­ants­haf) met­inn um 37 þús­und dýr sem jafn­gildir um þre­földun frá 1987.

Hrefnu hefur fækkað mikið á grunn­sævi við Ísland frá síð­ustu alda­mót­um. Ekki er þó talið að stofn­inn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðu­fram­boðs hér á sumrin (síli og loðn­a). Ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­unar tekur til­lit til þess­arar þró­unar í útbreiðslu hrefnu­stofns­ins.

Í fyrr­greindu minn­is­blaði Haf­rann­sókna­stofn­unar er vísað til þess að Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæð­is­bund­inn válista fyrir íslensk spen­dýr, þar sem beitt er sömu við­miðum og á heims­lista Alþjóð­a­n­átt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins (IUCN). Þar flokk­ast lang­reyður sem „ekki í hættu“ sem stað­festir enn frekar gott ástand stofns­ins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sand­reyði og hnúfu­bak, auk smærri tann­hvala.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent