Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.

Kristján Þór Júlíusson á blaðamannafundi vegna veiðigjalda
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, und­ir­rit­aði í dag reglu­gerð sem heim­ilar áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu næstu fimm árin. Nær ákvörð­unin til veiða jafn lengi og fyrri reglu­gerð gerði.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að horft hafi verið til ráð­gjafar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Ákvörðun þessi bygg­ist á ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en jafn­framt hafði ráð­herra hlið­sjón af nýlegri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða. Við ákvörðun sína studd­ist ráð­herra einnig við minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofn­un, sem hann óskaði eftir í kjöl­far skýrslu Hag­fræði­stofn­un­ar. Þetta minn­is­blað frá Haf­rann­sókna­stofnun hefur verið birt á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Haf­rann­sókna­stofnun ráð­leggur að árlegar veiðar á tíma­bil­inu 2018–2025 verði að hámarki 161 lang­reyður á veiði­svæð­inu Aust­ur-Græn­land/Vest­ur­-Ís­land og að hámarki 48 dýr á svæð­inu Aust­ur-Ís­land/­Fær­eyjar og 217 hrefnur á íslenska land­grunns­svæð­inu.

Hvalveiðar verða áfram heimilaðar.

Ráð­gjöf sína byggir stofn­unin á veiði­stjórn­un­ar­lík­ani vís­inda­nefndar Alþjóða­haf­rann­sókna­ráðs­ins (IWC), sem er eitt það var­færn­asta sem þróað hefur verið fyrir nýt­ingu á nokkrum dýra­stofni í heim­in­um.

Síðan hvala­taln­ingar hófust 1987 hefur lang­reyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síð­ustu taln­ingu 2015 var fjöld­inn á skil­greindu stofn­svæði (Mið-Norð­ur­-Atl­ants­haf) met­inn um 37 þús­und dýr sem jafn­gildir um þre­földun frá 1987.

Hrefnu hefur fækkað mikið á grunn­sævi við Ísland frá síð­ustu alda­mót­um. Ekki er þó talið að stofn­inn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðu­fram­boðs hér á sumrin (síli og loðn­a). Ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­unar tekur til­lit til þess­arar þró­unar í útbreiðslu hrefnu­stofns­ins.

Í fyrr­greindu minn­is­blaði Haf­rann­sókna­stofn­unar er vísað til þess að Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæð­is­bund­inn válista fyrir íslensk spen­dýr, þar sem beitt er sömu við­miðum og á heims­lista Alþjóð­a­n­átt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins (IUCN). Þar flokk­ast lang­reyður sem „ekki í hættu“ sem stað­festir enn frekar gott ástand stofns­ins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sand­reyði og hnúfu­bak, auk smærri tann­hvala.“

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent