Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum

Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.

Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir dag­inn í dag, þar sem stjórn­völd kynntu útspil sitt í kjara­við­ræðum, vera „dag von­brigða“ sem ekki muni liðka fyrir kjara­samn­ing­um. 

Þetta kemur fram í færslu Drífu á Face­book síðu henn­ar.

„Dagur von­brigða í dag þegar við fengum kynn­ingu á skatta­til­lögum stjórn­valda.

Auglýsing

1. Skatta­lækkun upp all­ann stig­ann (eng­inn að kalla eftir skatta­lækkun á hæstu tekju­hópana). 

2. Senni­lega fryst­ing per­sónu­af­sláttar í nokkur ár (raun­lækkun per­sónu­af­slátt­ar). 

3. Ekk­ert meira inn í barna­bóta- og hús­næð­is­kerfin en komið er (Fjár­magn í barna­bætur hafa ekki náð raun­gildi árs­ins 2010). 

4. Eng­inn hátekju­skattur eða hækkun á auð­linda­gjöldum og fjár­magnstekju­skatti (Tekju­öflun eng­in). 5. Skatta­lækkun á þá hópa sem enn ná ekki endum saman dugar varla fyrir einni ferð í Bónus og sú lækkun á að koma ein­hvern­tíman á næstu þremur árum.

Nið­ur­staða: Þetta verður ekki til að liðka fyrir kjara­samn­ing­um,“ segir Drífa. 

Stjórn­völd sendu frá sér til­kynn­ingu í dag, þar sem farið er yfir það sem kalla má útspil stjórn­valda í kjara­við­ræð­ur. 

Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að lagt sé upp með að auka jöfnuð og koma til móts við þá sem lægstu tekj­urnar hafa. „Breyt­ing­­arnar eru í sam­ræmi við yfir­­lýs­ingu rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá því í febr­­úar 2018. Þær munu sér­­stak­­lega bæta stöðu kvenna, fólks á aldr­inum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borg­­ara, þeim sem ekki eiga hús­næði og þeim sem þiggja hús­næð­is­­stuðn­­ing. Bætt verður við nýju neðsta skatt­­þrepi og fjár­­hæðum til lækk­­unar skatta beint til lægri milli­­­tekju- og lág­­tekju­hópa sam­­kvæmt fyr­ir­ætl­­unum um breyt­ingar í skatta­­málum sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekju­á­hrif skatt­­kerf­is­breyt­ing­anna nemi um 14,7 millj­­örðum króna. Hækkun barna­­bóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun per­­són­u­af­­sláttar umfram verð­lag 1,7 ma.kr. Alls nema því til­­lögur stjórn­­­valda í tekju­skatti og barna­­bótum 18 millj­­örðum króna,“ segir í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­­um. 

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent