Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum

Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.

Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir dag­inn í dag, þar sem stjórn­völd kynntu útspil sitt í kjara­við­ræðum, vera „dag von­brigða“ sem ekki muni liðka fyrir kjara­samn­ing­um. 

Þetta kemur fram í færslu Drífu á Face­book síðu henn­ar.

„Dagur von­brigða í dag þegar við fengum kynn­ingu á skatta­til­lögum stjórn­valda.

Auglýsing

1. Skatta­lækkun upp all­ann stig­ann (eng­inn að kalla eftir skatta­lækkun á hæstu tekju­hópana). 

2. Senni­lega fryst­ing per­sónu­af­sláttar í nokkur ár (raun­lækkun per­sónu­af­slátt­ar). 

3. Ekk­ert meira inn í barna­bóta- og hús­næð­is­kerfin en komið er (Fjár­magn í barna­bætur hafa ekki náð raun­gildi árs­ins 2010). 

4. Eng­inn hátekju­skattur eða hækkun á auð­linda­gjöldum og fjár­magnstekju­skatti (Tekju­öflun eng­in). 5. Skatta­lækkun á þá hópa sem enn ná ekki endum saman dugar varla fyrir einni ferð í Bónus og sú lækkun á að koma ein­hvern­tíman á næstu þremur árum.

Nið­ur­staða: Þetta verður ekki til að liðka fyrir kjara­samn­ing­um,“ segir Drífa. 

Stjórn­völd sendu frá sér til­kynn­ingu í dag, þar sem farið er yfir það sem kalla má útspil stjórn­valda í kjara­við­ræð­ur. 

Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að lagt sé upp með að auka jöfnuð og koma til móts við þá sem lægstu tekj­urnar hafa. „Breyt­ing­­arnar eru í sam­ræmi við yfir­­lýs­ingu rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá því í febr­­úar 2018. Þær munu sér­­stak­­lega bæta stöðu kvenna, fólks á aldr­inum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borg­­ara, þeim sem ekki eiga hús­næði og þeim sem þiggja hús­næð­is­­stuðn­­ing. Bætt verður við nýju neðsta skatt­­þrepi og fjár­­hæðum til lækk­­unar skatta beint til lægri milli­­­tekju- og lág­­tekju­hópa sam­­kvæmt fyr­ir­ætl­­unum um breyt­ingar í skatta­­málum sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekju­á­hrif skatt­­kerf­is­breyt­ing­anna nemi um 14,7 millj­­örðum króna. Hækkun barna­­bóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun per­­són­u­af­­sláttar umfram verð­lag 1,7 ma.kr. Alls nema því til­­lögur stjórn­­­valda í tekju­skatti og barna­­bótum 18 millj­­örðum króna,“ segir í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­­um. 

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent