Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum

Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.

Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir dag­inn í dag, þar sem stjórn­völd kynntu útspil sitt í kjara­við­ræðum, vera „dag von­brigða“ sem ekki muni liðka fyrir kjara­samn­ing­um. 

Þetta kemur fram í færslu Drífu á Face­book síðu henn­ar.

„Dagur von­brigða í dag þegar við fengum kynn­ingu á skatta­til­lögum stjórn­valda.

Auglýsing

1. Skatta­lækkun upp all­ann stig­ann (eng­inn að kalla eftir skatta­lækkun á hæstu tekju­hópana). 

2. Senni­lega fryst­ing per­sónu­af­sláttar í nokkur ár (raun­lækkun per­sónu­af­slátt­ar). 

3. Ekk­ert meira inn í barna­bóta- og hús­næð­is­kerfin en komið er (Fjár­magn í barna­bætur hafa ekki náð raun­gildi árs­ins 2010). 

4. Eng­inn hátekju­skattur eða hækkun á auð­linda­gjöldum og fjár­magnstekju­skatti (Tekju­öflun eng­in). 5. Skatta­lækkun á þá hópa sem enn ná ekki endum saman dugar varla fyrir einni ferð í Bónus og sú lækkun á að koma ein­hvern­tíman á næstu þremur árum.

Nið­ur­staða: Þetta verður ekki til að liðka fyrir kjara­samn­ing­um,“ segir Drífa. 

Stjórn­völd sendu frá sér til­kynn­ingu í dag, þar sem farið er yfir það sem kalla má útspil stjórn­valda í kjara­við­ræð­ur. 

Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að lagt sé upp með að auka jöfnuð og koma til móts við þá sem lægstu tekj­urnar hafa. „Breyt­ing­­arnar eru í sam­ræmi við yfir­­lýs­ingu rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá því í febr­­úar 2018. Þær munu sér­­stak­­lega bæta stöðu kvenna, fólks á aldr­inum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borg­­ara, þeim sem ekki eiga hús­næði og þeim sem þiggja hús­næð­is­­stuðn­­ing. Bætt verður við nýju neðsta skatt­­þrepi og fjár­­hæðum til lækk­­unar skatta beint til lægri milli­­­tekju- og lág­­tekju­hópa sam­­kvæmt fyr­ir­ætl­­unum um breyt­ingar í skatta­­málum sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekju­á­hrif skatt­­kerf­is­breyt­ing­anna nemi um 14,7 millj­­örðum króna. Hækkun barna­­bóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun per­­són­u­af­­sláttar umfram verð­lag 1,7 ma.kr. Alls nema því til­­lögur stjórn­­­valda í tekju­skatti og barna­­bótum 18 millj­­örðum króna,“ segir í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­­um. 

Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Orkustríðið
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent