Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk

Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.

Bjarni Benediktsson kynnir fjarlagafrumvarpið fyrir árið 2019.
Auglýsing

Skatt­byrði lág­tekju­fólks lækkar um 2 pró­sentu­stig verði fyr­ir­ætl­anir stjórn­valda um breyt­ingar á skatt­kerf­inu sam­þykkt­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um, en þetta er útspil stjórn­valda inn í kjara­við­ræð­ur.

„Breyt­ing­arnar eru í sam­ræmi við yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar frá því í febr­úar 2018. Þær munu sér­stak­lega bæta stöðu kvenna, fólks á aldr­inum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borg­ara, þeim sem ekki eiga hús­næði og þeim sem þiggja hús­næð­is­stuðn­ing. Bætt verður við nýju neðsta skatt­þrepi og fjár­hæðum til lækk­unar skatta beint til lægri milli­tekju- og lág­tekju­hópa sam­kvæmt fyr­ir­ætl­unum um breyt­ingar í skatta­málum sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekju­á­hrif skatt­kerf­is­breyt­ing­anna nemi um 14,7 millj­örðum króna. Hækkun barna­bóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun per­sónu­af­sláttar umfram verð­lag 1,7 ma.kr. Alls nema því til­lögur stjórn­valda í tekju­skatti og barna­bótum 18 millj­örðum króna,“ segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um. 

Stjórn­völd hafa stefnt að því að minnka álögur og „líta til jafn­að­ar“ segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um. 

Auglýsing

Starfs­hópur hefur unnið til­lögur að breyt­ing­um. Nið­ur­staðan af vinnu hóps­ins er að æski­legt sé að jöfn­unin grund­vall­ist meira á þrepum kerf­is­ins en per­sónu­af­slætt­i/skatt­leys­is­mörk­um.  Því er mælt með nýju þrepi sem lækkar skatt­hlut­fall sér­stak­lega fyrir þá sem eru í lægstu tekju­tí­und­un­um. Fyrir þá sem eru með mán­aða­laun upp á 325 þús­und krónur þýðir þetta aukn­ingu ráð­stöf­un­ar­tekna um 81 þús­und krón­ur,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda. 

Gert er ráð fyrir að breyt­ing­arnar komi til fram­kvæmda í skrefum á árunum 2020-2022.

Til­lögur starfs­hóps­ins að breyttum skatt­þrep­um, skatt­hlut­falli, per­sónu­af­slætti og skatt­leys­is­mörk­um:

Þrep 1. Skatt­hlut­fall 32,94% þ.a. tekju­skattur 18,5% og með­al­út­svar 14,44%.

Þrep 2. Skatt­hlut­fall 36,94% þ.a. tekju­skattur 22,5% og með­al­út­svar 14,44%.

Þrep 3. Skatt­hlut­fall 46,24% þ.a. tekju­skattur 31,8% og með­al­út­svar 14,44%.

Per­sónu­af­slátt­ur: 56.477 kr. á mán­uði eða 677.358 kr. á ári.

Skatt­leys­is­mörk: 159.174* kr. á mán­uði m.v. frá­drátt 4% líf­eyr­is­ið­gjalda

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent