Bjarni ekki farinn að hugsa um að hætta og telur Sjálfstæðisflokk geta náð fyrri styrk

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Þjóðmál að honum finnist merkilega mikil neikvæði vera í umræðu um starf stjórnvalda og að hann hafi ekki verið tilbúinn til að verða ráðherra þegar hann sóttist eftir því árið 2007.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist ekk­ert vera að hugsa um að hætta í stjórn­málum og telur að flokkur sinn geti náð fyrri styrk. Honum finnst líka merki­lega mikil nei­kvæðni vera áber­andi í umræð­unni um starf stjórn­valda þrátt fyrir að Ísland mælist fremst á meðal þjóða á ýmsa lífs­kjara­mæli­kvarða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legu við­tali við Bjarna í nýút­komnu haust­hefti Þjóð­mála.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­aði rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokknum eftir kosn­ing­arnar haustið 2017, eftir að rík­is­stjórn undir for­sæti Bjarna hafði sprungið með látum eftir ein­ungis um átta mán­aða setu.

Frá því að Bjarni tók við stjórn­ar­taumunum í Sjálf­stæð­is­flokknum tæpum mán­uði fyrir þing­kosn­ing­arnar 2009 hefur flokk­ur­inn fengið 23,7 pró­sent (2009), 26,7 pró­sent (2013), 29 pró­sent (2016) og 25,3 pró­sent (2017). Árang­ur­inn 2009 var versta nið­ur­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sögu hans og sú sem kom upp úr kjör­köss­unum í fyrra nú næst­ver­sta, en flokk­ur­inn var um ára­tuga­skeið með um og yfir 40 pró­sent fylgi. Hann hefur ein­ungis fimm sinnum í sög­unni fengið undir 30 pró­sent atkvæða, þar af fjórum sinnum í síð­ustu fjórum kosn­ing­um.

Bjarni segir að tæki­færi Sjálf­stæð­is­flokks­ins liggi meðal ann­ars í því að vera kjöl­festa á umbrota­tím­um. Fyrir því hafi hann fundið mjög sterkt 2016 enn að kosn­ing­arnar 2017 hafi verið um margt for­dæma­laus­ar. „Til fram­tíðar er það í okkar höndum hvernig fylgið þró­ast. Við getum náð fyrri styrk en við megum ekki gefa okkur í ina mín­útu að við eigum ein­hvern til­tek­inn stuðn­ing vís­an.“

Auglýsing
Bjarni segir að of algengt sé að menn leiti til gam­alla slag­orða og bar­áttu­mála sem við til­teknar aðstæður voru grunnur að góðum stuðn­ingi. Hann segir að stuðn­ingur vinn­ist ekki með slag­orðum einum sam­an. „Þetta er annað sam­fé­lag í dag og aðrir kjós­end­ur. Maður heldur ekki þræði í sam­tali við kjós­anda nú með því einu að rifja upp ein­hverja hluti sem gerð­ust fyrir ein­hverjum ára­tug­um.“

Ekki far­inn að hugsa um að hætta

Bjarna finnst að þrátt fyrir að Ísland mælist reglu­lega fremst meðal þjóða á ýmsa lís­kjara­mæli­kvarða, að tek­ist hafi að laga skulda­stöðu rík­is­sjóðs og heim­ila og auka kaup­mátt um 25 pró­sent á fjórum árum sé merki­lega mikil nei­kvæðni áber­andi í umræðu um starf stjórn­valda. „Sumt af því finnst mér koma frá eldri kyn­slóð­inni, sem á köflum virð­ist telja að hér sé margt að fara aftur á bak. Að allt hafi verið svo miklu betra hér áður fyrr.“·

Í við­tal­inu við Þjóð­mál er Bjarni spurður út í fram­tíð­ina í stjórn­mál­um. Hann hefur nú setið á þingi í 15 ár og verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í ára­tug í byrjun næsta árs. Bjarni segir að hann hafi verið í póli­tík mun lengur en hann sá fyrir sér og seg­ist hafa áttað sig á því þegar hann steig inn í fjár­mála­ráðu­neytið árið 2013 hversu mikil blessun það hafi verið fyrir hann að verða ekki ráð­herra fyrr. „Ég gerði kröfu til þess eftir kosn­ing­arnar 2007, þá 37 ára, að verða ráð­herra og hafði mik­inn metnað til þess. En ég veit að ég var lík­lega ekki til­bú­inn þá.“

Aðspurður um hversu lengi hann ætli að halda áfram í stjórn­málum segir Bjarni að á meðan að hann brenni fyrir verk­efnum sínum og þeim breyt­ingum sem hann vill sjá verða sé engin ástæða til að hætta. „Ég fékk góða kosn­ingu á síð­asta lands­fundi og ég hef haft þá reglu að setja verk­efni mín á hverjum tíma í for­gang og hleypa ekki hugs­unum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætl­aði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitt­hvað ann­að, þá fjar­aði kraft­ur­inn út í öll því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í fram­kvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vanga­veltur um það hversu lengi ég held áfram.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent