Bjarni ekki farinn að hugsa um að hætta og telur Sjálfstæðisflokk geta náð fyrri styrk

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Þjóðmál að honum finnist merkilega mikil neikvæði vera í umræðu um starf stjórnvalda og að hann hafi ekki verið tilbúinn til að verða ráðherra þegar hann sóttist eftir því árið 2007.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist ekk­ert vera að hugsa um að hætta í stjórn­málum og telur að flokkur sinn geti náð fyrri styrk. Honum finnst líka merki­lega mikil nei­kvæðni vera áber­andi í umræð­unni um starf stjórn­valda þrátt fyrir að Ísland mælist fremst á meðal þjóða á ýmsa lífs­kjara­mæli­kvarða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legu við­tali við Bjarna í nýút­komnu haust­hefti Þjóð­mála.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­aði rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokknum eftir kosn­ing­arnar haustið 2017, eftir að rík­is­stjórn undir for­sæti Bjarna hafði sprungið með látum eftir ein­ungis um átta mán­aða setu.

Frá því að Bjarni tók við stjórn­ar­taumunum í Sjálf­stæð­is­flokknum tæpum mán­uði fyrir þing­kosn­ing­arnar 2009 hefur flokk­ur­inn fengið 23,7 pró­sent (2009), 26,7 pró­sent (2013), 29 pró­sent (2016) og 25,3 pró­sent (2017). Árang­ur­inn 2009 var versta nið­ur­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sögu hans og sú sem kom upp úr kjör­köss­unum í fyrra nú næst­ver­sta, en flokk­ur­inn var um ára­tuga­skeið með um og yfir 40 pró­sent fylgi. Hann hefur ein­ungis fimm sinnum í sög­unni fengið undir 30 pró­sent atkvæða, þar af fjórum sinnum í síð­ustu fjórum kosn­ing­um.

Bjarni segir að tæki­færi Sjálf­stæð­is­flokks­ins liggi meðal ann­ars í því að vera kjöl­festa á umbrota­tím­um. Fyrir því hafi hann fundið mjög sterkt 2016 enn að kosn­ing­arnar 2017 hafi verið um margt for­dæma­laus­ar. „Til fram­tíðar er það í okkar höndum hvernig fylgið þró­ast. Við getum náð fyrri styrk en við megum ekki gefa okkur í ina mín­útu að við eigum ein­hvern til­tek­inn stuðn­ing vís­an.“

Auglýsing
Bjarni segir að of algengt sé að menn leiti til gam­alla slag­orða og bar­áttu­mála sem við til­teknar aðstæður voru grunnur að góðum stuðn­ingi. Hann segir að stuðn­ingur vinn­ist ekki með slag­orðum einum sam­an. „Þetta er annað sam­fé­lag í dag og aðrir kjós­end­ur. Maður heldur ekki þræði í sam­tali við kjós­anda nú með því einu að rifja upp ein­hverja hluti sem gerð­ust fyrir ein­hverjum ára­tug­um.“

Ekki far­inn að hugsa um að hætta

Bjarna finnst að þrátt fyrir að Ísland mælist reglu­lega fremst meðal þjóða á ýmsa lís­kjara­mæli­kvarða, að tek­ist hafi að laga skulda­stöðu rík­is­sjóðs og heim­ila og auka kaup­mátt um 25 pró­sent á fjórum árum sé merki­lega mikil nei­kvæðni áber­andi í umræðu um starf stjórn­valda. „Sumt af því finnst mér koma frá eldri kyn­slóð­inni, sem á köflum virð­ist telja að hér sé margt að fara aftur á bak. Að allt hafi verið svo miklu betra hér áður fyrr.“·

Í við­tal­inu við Þjóð­mál er Bjarni spurður út í fram­tíð­ina í stjórn­mál­um. Hann hefur nú setið á þingi í 15 ár og verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í ára­tug í byrjun næsta árs. Bjarni segir að hann hafi verið í póli­tík mun lengur en hann sá fyrir sér og seg­ist hafa áttað sig á því þegar hann steig inn í fjár­mála­ráðu­neytið árið 2013 hversu mikil blessun það hafi verið fyrir hann að verða ekki ráð­herra fyrr. „Ég gerði kröfu til þess eftir kosn­ing­arnar 2007, þá 37 ára, að verða ráð­herra og hafði mik­inn metnað til þess. En ég veit að ég var lík­lega ekki til­bú­inn þá.“

Aðspurður um hversu lengi hann ætli að halda áfram í stjórn­málum segir Bjarni að á meðan að hann brenni fyrir verk­efnum sínum og þeim breyt­ingum sem hann vill sjá verða sé engin ástæða til að hætta. „Ég fékk góða kosn­ingu á síð­asta lands­fundi og ég hef haft þá reglu að setja verk­efni mín á hverjum tíma í for­gang og hleypa ekki hugs­unum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætl­aði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitt­hvað ann­að, þá fjar­aði kraft­ur­inn út í öll því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í fram­kvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vanga­veltur um það hversu lengi ég held áfram.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent