Bjarni ekki farinn að hugsa um að hætta og telur Sjálfstæðisflokk geta náð fyrri styrk

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Þjóðmál að honum finnist merkilega mikil neikvæði vera í umræðu um starf stjórnvalda og að hann hafi ekki verið tilbúinn til að verða ráðherra þegar hann sóttist eftir því árið 2007.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist ekk­ert vera að hugsa um að hætta í stjórn­málum og telur að flokkur sinn geti náð fyrri styrk. Honum finnst líka merki­lega mikil nei­kvæðni vera áber­andi í umræð­unni um starf stjórn­valda þrátt fyrir að Ísland mælist fremst á meðal þjóða á ýmsa lífs­kjara­mæli­kvarða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legu við­tali við Bjarna í nýút­komnu haust­hefti Þjóð­mála.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­aði rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokknum eftir kosn­ing­arnar haustið 2017, eftir að rík­is­stjórn undir for­sæti Bjarna hafði sprungið með látum eftir ein­ungis um átta mán­aða setu.

Frá því að Bjarni tók við stjórn­ar­taumunum í Sjálf­stæð­is­flokknum tæpum mán­uði fyrir þing­kosn­ing­arnar 2009 hefur flokk­ur­inn fengið 23,7 pró­sent (2009), 26,7 pró­sent (2013), 29 pró­sent (2016) og 25,3 pró­sent (2017). Árang­ur­inn 2009 var versta nið­ur­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sögu hans og sú sem kom upp úr kjör­köss­unum í fyrra nú næst­ver­sta, en flokk­ur­inn var um ára­tuga­skeið með um og yfir 40 pró­sent fylgi. Hann hefur ein­ungis fimm sinnum í sög­unni fengið undir 30 pró­sent atkvæða, þar af fjórum sinnum í síð­ustu fjórum kosn­ing­um.

Bjarni segir að tæki­færi Sjálf­stæð­is­flokks­ins liggi meðal ann­ars í því að vera kjöl­festa á umbrota­tím­um. Fyrir því hafi hann fundið mjög sterkt 2016 enn að kosn­ing­arnar 2017 hafi verið um margt for­dæma­laus­ar. „Til fram­tíðar er það í okkar höndum hvernig fylgið þró­ast. Við getum náð fyrri styrk en við megum ekki gefa okkur í ina mín­útu að við eigum ein­hvern til­tek­inn stuðn­ing vís­an.“

Auglýsing
Bjarni segir að of algengt sé að menn leiti til gam­alla slag­orða og bar­áttu­mála sem við til­teknar aðstæður voru grunnur að góðum stuðn­ingi. Hann segir að stuðn­ingur vinn­ist ekki með slag­orðum einum sam­an. „Þetta er annað sam­fé­lag í dag og aðrir kjós­end­ur. Maður heldur ekki þræði í sam­tali við kjós­anda nú með því einu að rifja upp ein­hverja hluti sem gerð­ust fyrir ein­hverjum ára­tug­um.“

Ekki far­inn að hugsa um að hætta

Bjarna finnst að þrátt fyrir að Ísland mælist reglu­lega fremst meðal þjóða á ýmsa lís­kjara­mæli­kvarða, að tek­ist hafi að laga skulda­stöðu rík­is­sjóðs og heim­ila og auka kaup­mátt um 25 pró­sent á fjórum árum sé merki­lega mikil nei­kvæðni áber­andi í umræðu um starf stjórn­valda. „Sumt af því finnst mér koma frá eldri kyn­slóð­inni, sem á köflum virð­ist telja að hér sé margt að fara aftur á bak. Að allt hafi verið svo miklu betra hér áður fyrr.“·

Í við­tal­inu við Þjóð­mál er Bjarni spurður út í fram­tíð­ina í stjórn­mál­um. Hann hefur nú setið á þingi í 15 ár og verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í ára­tug í byrjun næsta árs. Bjarni segir að hann hafi verið í póli­tík mun lengur en hann sá fyrir sér og seg­ist hafa áttað sig á því þegar hann steig inn í fjár­mála­ráðu­neytið árið 2013 hversu mikil blessun það hafi verið fyrir hann að verða ekki ráð­herra fyrr. „Ég gerði kröfu til þess eftir kosn­ing­arnar 2007, þá 37 ára, að verða ráð­herra og hafði mik­inn metnað til þess. En ég veit að ég var lík­lega ekki til­bú­inn þá.“

Aðspurður um hversu lengi hann ætli að halda áfram í stjórn­málum segir Bjarni að á meðan að hann brenni fyrir verk­efnum sínum og þeim breyt­ingum sem hann vill sjá verða sé engin ástæða til að hætta. „Ég fékk góða kosn­ingu á síð­asta lands­fundi og ég hef haft þá reglu að setja verk­efni mín á hverjum tíma í for­gang og hleypa ekki hugs­unum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætl­aði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitt­hvað ann­að, þá fjar­aði kraft­ur­inn út í öll því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í fram­kvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vanga­veltur um það hversu lengi ég held áfram.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent