Mynd: Birgir Þór Harðarson

Framsóknarflokkurinn ekki mælst með minna fylgi

Vinsældir ríkisstjórnarinnar halda áfram að dala. Um 40 prósent kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar hafa yfirgefið flokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn heldur kjörfylgi. Samfylkingin, Viðreisn og Píratar eru með jafn mikið sameiginlegt fylgi og stjórnarflokkarnir.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með 6,6 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun Gallup. Flokk­ur­inn hefur aldrei mælst með lægra fylgi í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæld­ist með sjö pró­sent fylgi í febr­úar 2008 og svo 6,9 pró­sent í apríl 2016, í sama mán­uði og Panama­skjölin voru opin­beruð, en í þeim kom fram að þáver­andi for­maður flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, hefði átt aflands­fé­lagið Wintr­is. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna máls­ins, sem leiddi til fjöl­menn­ustu mót­mæla Íslands­sög­unn­ar.

Fram­sókn féll líka tölu­vert í fylgi í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, eftir að Sig­mundur Davíð og aðrir lyk­il­menn í flokknum um ára­bil yfir­gáfu hann og stofn­uðu Mið­flokk­inn. Þá mæld­ist flokk­ur­inn með með minnst 7,2 pró­sent fylgi 13. októ­ber 2017. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn náði þó vopnum sínum að ein­hverju leyti í kosn­ing­unum og fékk 10,7 pró­sent, sem var samt sem áður versta nið­ur­staða hans í sög­unni í Alþing­is­kosn­ing­um.

Á þessu ári hefur fylgið fallið jafnt og þétt í hverri könn­un­inni á fætur annarri og náð áður­nefndum lág­punkti nú í könnun sem sýnir stöð­una í lok síð­ustu viku, þar sem fylgið mælist 6,6 pró­sent. Það þýðir að tæp­lega 40 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa yfir­gefið hann.

Vinstri græn hrapa en Sjálf­stæð­is­flokkur er stöð­ugur

Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, mælist nú með sitt lægsta fylgi frá því í árs­lok 2015. Alls segj­ast 10,3 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag, en Vinstri græn fengu 16,9 pró­sent í kosn­ing­unum fyrir tæpu ári síð­an. Það þýðir að fylgi flokks­ins hefur dalað um 40 pró­sent á innan við einu ári. Ef kosið yrði í dag myndu Vinstri græn verða fimmti stærsti flokkur lands­ins, en hann var sá næst stærsti eftir að talið var upp úr kjör­köss­unum í fyrra.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sá eini af stjórn­ar­flokk­unum þremur sem mælist enn með kjör­fylgi sitt. Í nýj­ustu könnun Gallup segj­ast 24,6 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokk­inn, sem er að venju sá stjórn­mála­flokkur lands­ins sem mælist stærst­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 25,3 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber 2017.

Stjórn­ar­and­staðan með mun meira fylgi en stjórnin

Þeir fimm flokkar sem mynda stjórn­­­ar­and­­stöð­una mæl­­ast nú með sam­tals 57,2 pró­­senta fylgi en stjórn­­­ar­­flokk­­arnir með 41,5 pró­­sent. Það er mik­ill við­­­snún­­­ingur frá því sem var í síð­­­­­ustu kosn­­­ing­um, þegar stjórn­­­­­ar­­­flokk­­­arnir fengu 52,9 pró­­­sent fylgi og 35 þing­­­menn en stjórn­­­­­ar­and­­­staðan 28.

Ef kosið yrði í dag myndi stjórn­­­­­ar­and­­­staðan lík­­­­­ast til fá  36 þing­­­menn en stjórn­­­­­ar­­­flokk­­­arnir þrír 27 , sem myndi ekki duga til að mynda meiri­hluta­­­stjórn. Stuðn­­ingur við rík­­is­­stjórn­­ina fór í fyrsta sinn undir 50 pró­­sent í könnun Gallup sem birt var í lok júlí og helst áfram þar í nýj­­ustu könn­un­inni. Hann mælist nú 48,6 pró­sent og hefur aldrei mælst minni. Skömmu eftir að rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við mæld­ist stuðn­­ingur við hana 74,1 pró­­sent.

Við­reisn mælist stærri en Vinstri græn

Þrír flokkar sem eru í stjórn­ar­and­stöðu mæl­ast með meira fylgi í dag en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Þeir eru Sam­­fylk­ing­in, Við­reisn og Píratar sem skil­­greina sig sem frjáls­­lynda miðju­­flokka, þótt áherslu­munur sé á ýmsum málum þeirra á milli.

Sam­an­lagt fylgi þess­arrar blokkar mælist nú með 41,5 pró­sent fylgi, eða sama fylgi og stjórn­ar­flokk­arnir þrír. það var 28 pró­sent í síð­ustu kosn­ingum og hefur því auk­ist um tæp­lega 50 pró­sent á síð­ustu ell­efu mán­uð­um.

Fylgi flokka Sigurðar Inga Jóhannssonar og Loga Einarssonar hefur þróast með gerólíkum hætti frá því að þeir mættust í síðustu kappræðum fyrir síðustu kosningar.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sam­fylk­ingin er sá flokkur sem hefur vaxið mest sam­kvæmt könn­unum það sem af er kjör­tíma­bil­inu en fylgi hennar mælist nú 19,3 pró­sent aðra könn­un­ina í röð. Flokk­ur­inn fékk 12,1 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum í fyrra og því hefur flokk­ur­inn aukið fylgi sitt um 60 pró­sent fylgi frá þeim tíma, sam­kvæmt könn­unum Gallup.

Píratar dala aðeins á milli kann­anna og mæl­ast nú með 11,5 pró­sent fylgi, sem er samt meira en flokk­ur­inn fékk í októ­ber 2017 þegar 9,2 pró­sent lands­manna kusu hann.

Við­reisn heldur áfram að styrkj­ast sam­kvæmt könn­unum og mælist nú með 10,7 pró­sent fylgi, sem er það mesta sem flokk­ur­inn hefur mælst með það sem af er kjör­tíma­bili. Flokk­ur­inn mælist nú stærri en Vinstri græn, og fjórði stærsti flokkur lands­ins, í fyrsta sinn. Við­reisn fékk 6,7 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ing­unum í fyrra.

Mið­flokk­ur­inn tekur við sér

Mið­­flokk­­ur­inn og Flokkur fólks­ins, eru nær hvorum öðrum í fleiri málum en hinum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um. Báðir flokk­arnir mæl­ast með lægra fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum í fyrra.

Þá fékk Mið­flokk­ur­inn 10,9 pró­sent atkvæða og vann mik­inn kosn­ing­ar­sig­ur. Raunar var um að ræða besta árangur nýs fram­boðs í fyrstu kosn­ing­unum sem hann tók þátt í í Íslands­ög­unni.

Fylgi flokks­ins dal­aði í könn­unum framan af kjör­tíma­bili en tekið stökk upp á við að und­an­förnum og mælist nú 9,8 pró­sent. Það er mesta fylgi sem Mið­flokk­ur­inn hefur nokkru sinni mælst með í könnun hjá Gallup.

Flokkur fólks­ins komst nokkuð óvænt inn á þing í síð­ustu kosn­ing­um, en flestar spár í aðdrag­anda kosn­ing­anna höfðu ekki gert ráð fyrir því að það myndi haf­ast. Þegar atkvæði voru talin kom þó í ljós að 6,9 pró­sent kjós­enda hafði kosið Flokk fólks­ins. Hann hefur aldrei náð þeim hæðum í könn­unum síðan og fylgi flokks­ins mælist nú 5,9 pró­sent.

Sam­an­lagt fylgi Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins í síð­ustu kosn­ingum var 17,8 pró­sent en er nú 15,7 pró­sent.

Frétta­skýr­ing­unni var breytt klukkan 10:22. 

Í upp­runa­legu útgáfu hennar stóð að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina væri 38,6 pró­sent, en hann er 48,6 pró­sent. Um inn­slátt­ar­villu var að ræða. Beðist er afsök­unar á þessu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar