Hröð hækkun olíuverðs sligar flugfélög

Flugfélög á Íslandi eiga í vandræðum. Ein ástæðan er hækkun olíuverðs sem sligar mörg félög sem ekki eru vel fjármögnuð. Erfiðleikar fyrirséðir á næstunni. Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Salman Arabíukónung og heimtað meiri framleiðslu.

Olía
Auglýsing

Tilkynningin um að Primera Air sé á leið í gjaldþrot, og hafi óskað eftir greiðslustöðvun frá og með morgundeginum, kom mörgum á óvart, enda höfðu nýlega verið sagðar fréttir af því að félagið væri að ljúka fjármögnun upp á 40 milljónir evra, um 5,5 milljarða króna, sem átti að tryggja starfsemi félagsins.

Lokaðar dyr

Allt kom fyrir ekki, þar sem fjármögnunin gekk ekki eftir, og því varð stjórn félagsins að óska eftir stöðvun á starfsemi þess, meðal annars til að tryggja jafnræði við uppgjör á skuldbindingum við kröfuhafa. Á meðal þeirra er ISAVIA, sem rekur flugvellina á Íslandi, en ljóst er að félagið mun tapa fjármunum á falli Primera Air.

Eins og fram kemur í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þá hafa margvíslegir erfiðleikar á undanförnum mánuðum leitt til þess að félagið komst á endastöð. Meðal annars seinkun á afhendingu flugvéla, en þó er ljóst að rekstur félagsins hefur lengi staðið tæpt.

Auglýsing

Velta félagsins nam um 23 milljörðum í fyrra, en helsta starfssvæði félagsins eru Norðurlönd og Eystrasaltslönd, og stærstu starfsstöðvar í Danmörku og Lettlandi. Félagið hefur einnig starfað á Íslandi og flogið fyrir ferðaskrifstofur til sólarlanda, ekki síst. Þá hefur félagið einnig verið með lággjaldaflugfélagsstarfsemi og tekið þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir þann markað. 

Fjandsamlegt umhverfi

Ein stærsta ástæða þess að flugfélög eru mörg hver að lenda í erfiðleikum þessi misserin, er hröð verðhækkun á olíu á heimsmarkaði. Á henni hefur skerpst verulega á undanförnum mánuðum. Tunnan af hráolíu á heimsmarkaði er nú komin yfir 81 Bandaríkjadal og hefur hækkað um rúmlega 40 prósent á fjórum mánuðum. Hækkunin það sem af er degi í Bandaríkjunum er 3,17 prósent.  Spár benda til þess að verðið muni halda áfram að hækka, og muni á næsta ári fara yfir 100 Bandaríkjadali á tunnuna.

Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW Air.

Þetta gerir rekstur flugfélaga erfiðan, svo ekki sé meira sagt. Sérstaklega er þetta viðkvæmt fyrir lággjaldaflugfélög sem eru oft óvarin fyrir verðsveiflum á olíu, líkt og tilfellið er hjá WOW Air, sem enn vinnur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, til þess að treysta stoðirnar. Félagið tilkynnti um það í dag, að það myndi hætta með þrjár flugleiðir í vetur, til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco, en það er liður í að hagræða í rekstri.

Icelandair hefur síðan boðað í tilkynningu til kauphallar, um afkomuviðvörun, þar sem EBITDA rekstrarhagnaður félagsins verður á bilinu 80 til 100 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári, en sé horft til lánaskilmála félagsins þá þarf rekstrarhagnaðurinn að vera á bilinu 90 til 95 milljónir Bandaríkjadala, svo að staðið sé við skilmála í lánasamningum. 

Erfiður vetur?

Hér má sjá skilamála lánaskuldbindingar Icelandair, í mars á þessu ári.Að undanförnu hafa fjölmiðlar á sviði flugrekstrar fjallað mikið um það, hversu mikill vandi sé farinn að skapast í flugiðnaði vegna hækkunar olíuverðs. Þar á meðal er Aviation Today. Birtingarmynd hans er þannig, að mörg flugfélög fella niður áfangastaði í áætlunum sínum, flugvélakaup ganga til baka og óvissa skapast um sóknarfærin til framtíðar litið. Samkeppni um verð harðnar, og flugfélög verða hrædd við að hækka verð til að mæta vaxandi rekstrarkostnaði, að ótta við að viðskiptavinir snúi baki við félögunum.

Til viðbótar koma svo afleidd áhrif á ferðaþjónustu, þar sem mörg markaðssvæði eru háð því að flugsamgöngur séu góðar og fjölbreyttar, og má segja að Ísland falli þar undir.

Verðþróun olíu á undanförnum árum hefur verið afar sveiflukennd. Árið 2011 var hæsta verðið á tunnunni um 130 Bandaríkjadalir, en það hélst hátt alveg fram á árið 2014, þegar það hrapaði hratt niður. Það fór þá alveg niður í um 25 Bandaríkjadali á tunnuna, í febrúar 2016. Síðan þá hefur það verið að þokast upp á við, en sérstaklega hratt frá því í vor.

Ein ástæða þess að olíuverðið hefur hækkað, er minna framboð af olíu frá Íran á heimsmarkaði, eftir að Bandaríkin ákváðu að beita Íran ströngum viðskiptaþvingunum og brjóta upp samkomulag, sem var gert til að fá Íran til að hætta framleiðslu kjarnorkuvopna. Á móti opnaðist fyrir olíusölu inn á heimsmarkað frá Íran.


Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað sáran yfir verðhækkun olíu upp á síðkastið, þrátt fyrir að aðgerðir Bandaríkjastjórnar séu ein ástæða þess að verðið hefur hækkað hratt. Hann hefur farið fram á það við OPEC framleiðsluríkin - þar sem Sádí-Arabía er einna valdamest - að þau auki framleiðslu, og auki þannig framboð og hafi áhrif á verðið til lækkunar.  Greindi AFP fréttastofan frá því í gær að Trump hefur rætt þetta í símtali við Salman Arabíukónung nýverið, og ítrekað þar óskir um aukna framleiðslu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar