Hröð hækkun olíuverðs sligar flugfélög

Flugfélög á Íslandi eiga í vandræðum. Ein ástæðan er hækkun olíuverðs sem sligar mörg félög sem ekki eru vel fjármögnuð. Erfiðleikar fyrirséðir á næstunni. Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Salman Arabíukónung og heimtað meiri framleiðslu.

Olía
Auglýsing

Til­kynn­ingin um að Pri­mera Air sé á leið í gjald­þrot, og hafi óskað eftir greiðslu­stöðvun frá og með morg­un­deg­in­um, kom mörgum á óvart, enda höfðu nýlega verið sagðar fréttir af því að félagið væri að ljúka fjár­mögnun upp á 40 millj­ónir evra, um 5,5 millj­arða króna, sem átti að tryggja starf­semi félags­ins.

Lok­aðar dyr

Allt kom fyrir ekki, þar sem fjár­mögn­unin gekk ekki eft­ir, og því varð stjórn félags­ins að óska eftir stöðvun á starf­semi þess, meðal ann­ars til að tryggja jafn­ræði við upp­gjör á skuld­bind­ingum við kröfu­hafa. Á meðal þeirra er ISA­VIA, sem rekur flug­vell­ina á Íslandi, en ljóst er að félagið mun tapa fjár­munum á falli Pri­mera Air.

Eins og fram kemur í yfir­lýs­ingu frá stjórn félags­ins, þá hafa marg­vís­legir erf­ið­leikar á und­an­förnum mán­uðum leitt til þess að félagið komst á enda­stöð. Meðal ann­ars seinkun á afhend­ingu flug­véla, en þó er ljóst að rekstur félags­ins hefur lengi staðið tæpt.

Auglýsing

Velta félags­ins nam um 23 millj­örðum í fyrra, en helsta starfs­svæði félags­ins eru Norð­ur­lönd og Eystra­salts­lönd, og stærstu starfs­stöðvar í Dan­mörku og Lett­landi. Félagið hefur einnig starfað á Íslandi og flogið fyrir ferða­skrif­stofur til sól­ar­landa, ekki síst. Þá hefur félagið einnig verið með lággjalda­flug­fé­lags­starf­semi og tekið þátt í þeirri hörðu sam­keppni sem ein­kennir þann mark­að. 

Fjand­sam­legt umhverfi

Ein stærsta ástæða þess að flug­fé­lög eru mörg hver að lenda í erf­ið­leikum þessi miss­er­in, er hröð verð­hækkun á olíu á heims­mark­aði. Á henni hefur skerpst veru­lega á und­an­förnum mán­uð­um. Tunnan af hrá­olíu á heims­mark­aði er nú komin yfir 81 Banda­ríkja­dal og hefur hækkað um rúm­lega 40 pró­sent á fjórum mán­uð­um. Hækk­unin það sem af er degi í Banda­ríkj­unum er 3,17 pró­sent.  Spár benda til þess að verðið muni halda áfram að hækka, og muni á næsta ári fara yfir 100 Banda­ríkja­dali á tunn­una.

Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW Air.

Þetta gerir rekstur flug­fé­laga erf­ið­an, svo ekki sé meira sagt. Sér­stak­lega er þetta við­kvæmt fyrir lággjalda­flug­fé­lög sem eru oft óvarin fyrir verð­sveiflum á olíu, líkt og til­fellið er hjá WOW Air, sem enn vinnur að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins, til þess að treysta stoð­irn­ar. Félagið til­kynnti um það í dag, að það myndi hætta með þrjár flug­leiðir í vet­ur, til Stokk­hólms, Edin­borgar og San Francisco, en það er liður í að hag­ræða í rekstri.

Icelandair hefur síðan boðað í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, um afkomu­við­vör­un, þar sem EBITDA rekstr­ar­hagn­aður félags­ins verður á bil­inu 80 til 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala á þessu ári, en sé horft til lána­skil­mála félags­ins þá þarf rekstr­ar­hagn­að­ur­inn að vera á bil­inu 90 til 95 millj­ónir Banda­ríkja­dala, svo að staðið sé við skil­mála í lána­samn­ing­um. 

Erf­iður vet­ur?

Hér má sjá skilamála lánaskuldbindingar Icelandair, í mars á þessu ári.Að und­an­förnu hafa fjöl­miðlar á sviði flug­rekstrar fjallað mikið um það, hversu mik­ill vandi sé far­inn að skap­ast í flug­iðn­aði vegna hækk­unar olíu­verðs. Þar á meðal er Avi­ation Today. Birt­ing­ar­mynd hans er þannig, að mörg flug­fé­lög fella niður áfanga­staði í áætl­unum sín­um, flug­véla­kaup ganga til baka og óvissa skap­ast um sókn­ar­færin til fram­tíðar lit­ið. Sam­keppni um verð harðn­ar, og flug­fé­lög verða hrædd við að hækka verð til að mæta vax­andi rekstr­ar­kostn­aði, að ótta við að við­skipta­vinir snúi baki við félög­un­um.

Til við­bótar koma svo afleidd áhrif á ferða­þjón­ustu, þar sem mörg mark­aðs­svæði eru háð því að flug­sam­göngur séu góðar og fjöl­breytt­ar, og má segja að Ísland falli þar und­ir.

Verð­þróun olíu á und­an­förnum árum hefur verið afar sveiflu­kennd. Árið 2011 var hæsta verðið á tunn­unni um 130 Banda­ríkja­dal­ir, en það hélst hátt alveg fram á árið 2014, þegar það hrap­aði hratt nið­ur. Það fór þá alveg niður í um 25 Banda­ríkja­dali á tunn­una, í febr­úar 2016. Síðan þá hefur það verið að þok­ast upp á við, en sér­stak­lega hratt frá því í vor.

Ein ástæða þess að olíu­verðið hefur hækk­að, er minna fram­boð af olíu frá Íran á heims­mark­aði, eftir að Banda­ríkin ákváðu að beita Íran ströngum við­skipta­þving­unum og brjóta upp sam­komu­lag, sem var gert til að fá Íran til að hætta fram­leiðslu kjarn­orku­vopna. Á móti opn­að­ist fyrir olíu­sölu inn á heims­markað frá Íran.Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur kvartað sáran yfir verð­hækkun olíu upp á síðkast­ið, þrátt fyrir að aðgerðir Banda­ríkja­stjórnar séu ein ástæða þess að verðið hefur hækkað hratt. Hann hefur farið fram á það við OPEC fram­leiðslu­ríkin - þar sem Sádí-­Ar­abía er einna valda­mest - að þau auki fram­leiðslu, og auki þannig fram­boð og hafi áhrif á verðið til lækk­un­ar.  Greindi AFP frétta­stofan frá því í gær að Trump hefur rætt þetta í sím­tali við Salman Arab­íukón­ung nýver­ið, og ítrekað þar óskir um aukna fram­leiðslu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar