Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.

Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata og for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis hefur óskað eftir því að skrif­stofa Alþingis kanni hvar form­leg mörk liggja varð­andi trúnað um það sem fram kemur á lok­uðum nefnd­ar­fundum Alþing­is. Þetta kemur fram í grein sem þing­mað­ur­inn ritar á Vísi í dag.

Óli Björn Kára­son og Brynjar Níels­son þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks hafa sakað bæði Jón Þór og Andrés Inga Jóns­son þing­mann Pírata um að hafa brotið trúnað eftir að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fékk á sinn fund lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að ræða sím­tölin sem hún átti við dóms­mála­ráð­herra á aðfanga­dag.

Bæði Jón Þór og Andrés Ingi telja að orð þeirra í fjöl­miðlum hafi ekki falið í sér trún­að­ar­brest. „Mér dettur helst í hug að Óli Björn hafi ekki hlustað á við­tal Rík­is­út­varps­ins við mig, þó hann treysti sér til að halda því fram að ég hafi þar end­ur­sagt og túlkað orð gests á lok­uðum nefnd­ar­fundi. Það gerði ég ekki,“ skrif­aði Andrés Ingi á Face­book fyrr í dag.

Auglýsing

Þar sagði hann við­brögð Óla Björns úr öllu hófi. „Það sem ég sagði var að á fund­inum hafi komið fram atriði sem þurfi að skoða nán­ar. Það er það sem ég sagði, sama hvernig Óli Björn reynir að snúa því, en ég sem nefnd­ar­maður hlýt ég að geta tjáð mig um fram­hald umfjöll­unar máls í þing­nefnd,“ sagði Andrés Ingi.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður gekk nýlega til liðs við Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

„Ef að hóf­stilltu ummælin mín í gær telj­ast sem trún­að­ar­brestur þá held ég að Alþingi sé vandi á höndum - því að það myndi binda hendur alþing­is­manna nokkuð svaka­lega ef þeir mega ekki tala á almennum nótum um störf þing­nefnda Alþing­is,“ segir Jón Þór í grein sinni á Vísi í dag.

Þar segir hann enn fremur að hann telji brýnt að fá úr því skorið hvenær trún­aður um það sem fram fari á nefnd­ar­fundum geti talist rof­inn og hvenær ekki. Hann hafi upp­lýst for­seta Alþingis um mál­ið.

Ekki einu meintu trún­að­ar­brestir vik­unnar

Trún­að­ar­brestur í nefnd­ar­störfum Alþingis hefur verið nokkuð í deigl­unni í vik­unni. Á þriðju­dag sendi heil­brigð­is­ráðu­neytið frá sér yfir­lýs­ingu þar sem Helga Vala Helga­dóttir þing­kona Sam­fylk­ingar og for­maður vel­ferð­ar­nefndar var sökuð um að hafa brotið trúnað með ummælum sínum um rekstur hjúkr­un­ar­heim­ila á vegum sveit­ar­fé­laga.

Hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann að hún teldi sig ekki hafa brotið þing­­skap­­ar­lög, þar sem hún hefði ekki eignað neinum ein­stak­l­ingi ummælin eða vitnað orð­rétt til þeirra. „Ó­heim­ilt er að vitna til orða nefnd­­ar­­manna eða gesta sem falla á lok­uðum nefnd­­ar­fundi nema með leyfi við­kom­and­i,“ segir um þetta atriði í þing­­skap­­ar­lög­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent