Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir

Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar segir það „kostu­legt“ að heil­brigð­is­ráð­herra „finni hjá sér þörf“ til að fetta fingur út í orð sín í tíu­fréttum Rík­is­út­varps­ins í gær­kvöldi. Staðan sé „mun alvar­legri en svo að það eigi að fara í póli­tíska leiki í fjöl­miðlum á milli for­manns vel­ferð­ar­nefndar og ráð­herra um hvað sé sagt og hvað sé ósag­t.“

Heil­brigð­is­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu fyrr í dag þar sem fram kom að „al­var­legar athuga­semd­ir“ væru gerðar við mál­flutn­ing Helgu Völu og hún sökuð um að hafa brotið trúnað um það sem fram fór á nefnd­ar­fundi hjá vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is, sem hún stýr­ir.

Nefnd­ar­for­mað­ur­inn segir í sam­tali við Kjarn­ann að hún telji sig ekki hafa brotið þing­skap­ar­lög með því að segja frá því í sjón­varps­við­tali við RÚV í gær að fram hefði komið á fundi nefnd­ar­innar að hluti sveit­ar­fé­laga lands­ins væri að nýta fé sem ætti að renna til rekst­urs hjúkr­un­ar­heim­ila í eitt­hvað annað en að reka hjúkr­un­ar­heim­il­in.

Hún hafi ekki eignað neinum ein­stak­lingi ummælin eða vitnað orð­rétt til þeirra. „Óheim­ilt er að vitna til orða nefnd­ar­manna eða gesta sem falla á lok­uðum nefnd­ar­fundi nema með leyfi við­kom­and­i,“ segir um þetta atriði í þing­skap­ar­lögum.

Auglýsing


Helga Vala segir að það eigi erindi við almenn­ing ef stjórn­völd telji að verið sé að nota almannafé í annað en það sem fyr­ir­skipað er á fjár­lög­um. Einnig þurfi sveit­ar­fé­lögin auð­vitað að vita um að slíkar ásak­anir séu uppi á borð­um. Um sé að ræða sér­stakt áhyggju­efni.

„Það kann að vera óheppi­legt að full­trúi stjórn­valda tali með svona hætti, en það er ekki eft­ir­lits­að­il­inn, fasta­nefnd Alþing­is, sem ber á því ábyrgð,“ segir Helga Vala og bætir við að það sem sé til umræðu á lok­uðum nefnd­ar­fundum þings­ins sé oft til opin­berrar umræðu í fjöl­miðl­um.

„Í þing­skap­ar­lögum er afdrátt­ar­laust kveðið á um að trún­aður skuli ríkja um mál­efni sem rædd eru á lok­uðum nefnd­ar­fund­um. Heil­brigð­is­ráðu­neytið verður að geta treyst því að sam­skipti við vel­ferð­ar­nefnd byggi á heil­ind­um, virð­ingu fyrir þeim málum sem þar eru til umfjöll­unar og að trún­aðar sé gætt líkt og áskilið er í lög­um,“ sagði hins vegar í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins, sem sendi bréf á Helgu Völu og afrit af því á for­seta Alþing­is.

Sveit­ar­fé­lögin þurfi að fá svör

Helga Vala segir að skeyta­send­ingar um meint trún­að­ar­brot séu þó ekki stóra málið sem þurfi að vera til umræðu. „Staðan er sú að sveit­ar­fé­lög­in, eitt af öðru eru að segja upp samn­ingum við ríkið um rekstur hjúkr­un­ar­heim­ila. Sveit­ar­fé­lögin hafa verið að setja umtals­verða fjár­muni í rekst­ur­inn því ríkið er ekki að fjár­magna þetta með við­un­andi hætt­i,“ segir Helga Vala.

Það sé það sem skipti máli og þurfi að ræða, en „ekki hvað mögu­lega er haft eftir nefnd­ar­for­manni í fasta­nefnd.“

Akur­eyr­ar­bær, Vest­manna­eyja­bær og Horna­fjörður hafa sagt upp samn­ingum sínum um rekstur hjúkr­un­ar­heim­ila. Þessi sveit­ar­fé­lög þurfa, segir Helga Vala, að fá að vita hvort þau eigi að segja upp starfs­fólki sínum og sömu­leiðis segja þeim sem dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­unum að þar sé ekki lengur hægt að vera.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent