Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir

Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar segir það „kostu­legt“ að heil­brigð­is­ráð­herra „finni hjá sér þörf“ til að fetta fingur út í orð sín í tíu­fréttum Rík­is­út­varps­ins í gær­kvöldi. Staðan sé „mun alvar­legri en svo að það eigi að fara í póli­tíska leiki í fjöl­miðlum á milli for­manns vel­ferð­ar­nefndar og ráð­herra um hvað sé sagt og hvað sé ósag­t.“

Heil­brigð­is­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu fyrr í dag þar sem fram kom að „al­var­legar athuga­semd­ir“ væru gerðar við mál­flutn­ing Helgu Völu og hún sökuð um að hafa brotið trúnað um það sem fram fór á nefnd­ar­fundi hjá vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is, sem hún stýr­ir.

Nefnd­ar­for­mað­ur­inn segir í sam­tali við Kjarn­ann að hún telji sig ekki hafa brotið þing­skap­ar­lög með því að segja frá því í sjón­varps­við­tali við RÚV í gær að fram hefði komið á fundi nefnd­ar­innar að hluti sveit­ar­fé­laga lands­ins væri að nýta fé sem ætti að renna til rekst­urs hjúkr­un­ar­heim­ila í eitt­hvað annað en að reka hjúkr­un­ar­heim­il­in.

Hún hafi ekki eignað neinum ein­stak­lingi ummælin eða vitnað orð­rétt til þeirra. „Óheim­ilt er að vitna til orða nefnd­ar­manna eða gesta sem falla á lok­uðum nefnd­ar­fundi nema með leyfi við­kom­and­i,“ segir um þetta atriði í þing­skap­ar­lögum.

Auglýsing


Helga Vala segir að það eigi erindi við almenn­ing ef stjórn­völd telji að verið sé að nota almannafé í annað en það sem fyr­ir­skipað er á fjár­lög­um. Einnig þurfi sveit­ar­fé­lögin auð­vitað að vita um að slíkar ásak­anir séu uppi á borð­um. Um sé að ræða sér­stakt áhyggju­efni.

„Það kann að vera óheppi­legt að full­trúi stjórn­valda tali með svona hætti, en það er ekki eft­ir­lits­að­il­inn, fasta­nefnd Alþing­is, sem ber á því ábyrgð,“ segir Helga Vala og bætir við að það sem sé til umræðu á lok­uðum nefnd­ar­fundum þings­ins sé oft til opin­berrar umræðu í fjöl­miðl­um.

„Í þing­skap­ar­lögum er afdrátt­ar­laust kveðið á um að trún­aður skuli ríkja um mál­efni sem rædd eru á lok­uðum nefnd­ar­fund­um. Heil­brigð­is­ráðu­neytið verður að geta treyst því að sam­skipti við vel­ferð­ar­nefnd byggi á heil­ind­um, virð­ingu fyrir þeim málum sem þar eru til umfjöll­unar og að trún­aðar sé gætt líkt og áskilið er í lög­um,“ sagði hins vegar í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins, sem sendi bréf á Helgu Völu og afrit af því á for­seta Alþing­is.

Sveit­ar­fé­lögin þurfi að fá svör

Helga Vala segir að skeyta­send­ingar um meint trún­að­ar­brot séu þó ekki stóra málið sem þurfi að vera til umræðu. „Staðan er sú að sveit­ar­fé­lög­in, eitt af öðru eru að segja upp samn­ingum við ríkið um rekstur hjúkr­un­ar­heim­ila. Sveit­ar­fé­lögin hafa verið að setja umtals­verða fjár­muni í rekst­ur­inn því ríkið er ekki að fjár­magna þetta með við­un­andi hætt­i,“ segir Helga Vala.

Það sé það sem skipti máli og þurfi að ræða, en „ekki hvað mögu­lega er haft eftir nefnd­ar­for­manni í fasta­nefnd.“

Akur­eyr­ar­bær, Vest­manna­eyja­bær og Horna­fjörður hafa sagt upp samn­ingum sínum um rekstur hjúkr­un­ar­heim­ila. Þessi sveit­ar­fé­lög þurfa, segir Helga Vala, að fá að vita hvort þau eigi að segja upp starfs­fólki sínum og sömu­leiðis segja þeim sem dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­unum að þar sé ekki lengur hægt að vera.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent