Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“

Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Sím­töl Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra til Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á aðfanga­dag voru að mati Áslaugar óform­leg og því ekki skrán­ing­ar­skyld. Þetta sagði Áslaug í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Hún hafi með sím­töl­unum verið að afla sér upp­lýs­inga vegna sím­tala frá fjöl­miðlum og sagði hún slíka upp­lýs­inga­öflun ein­stakra starfs­manna og ráð­herra til að veita fjöl­miðlum réttar upp­lýs­ingar ekki falla undir ákvæði um skrán­ingu mála í reglum um skrán­ingu sam­skipta.



Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag beindi Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, spurn­ingum til Áslaug­ar. Hann sagði að á tímum jarð­skjálfta, kór­ónu­veiru og mik­ils atvinnu­leysis þætti mörgum ef til vill ekki ástæða til að gera veður út af mann­fagn­aði á Þor­láks­messu þar sem fjár­mála­ráð­herra var við­staddur eða þá vegna sím­tölum dóms­mála­ráð­herra til lög­reglu­stjóra degi síð­ar. 



Stormur í vatns­glasi eða gola í freyði­víns­glasi?

„Ég hef heyrt Sjálf­stæð­is­menn tala um storm í vatns­glasi í þessu sam­bandi og mætti kannski allt eins tala um golu í freyði­víns­glasi. Algjört „smá­mál“ segja menn. En er það? Mál­ið, það snýst um sjálf­stæði lög­regl­unn­ar. Það snýst um valda- og virð­ing­ar­röð. Það snýst um að allir borg­ara sitji við sama borð gagn­vart lög­un­um,“ sagði Guð­mund­ur.

Auglýsing
Guðmundur Andri spurði dómsmálaráðherra út í aðfangadagssímtöl Áslaugar Örnu í dag. Mynd: Bára Huld Beck.

Hann sagði lög­reglu oft hafa gengið nærri fólki í við­kvæmri stöðu með dag­bók­ar­færslum sín­um. Fyrst nú, þegar þess væri getið að ráð­herra hefði verið á stað þar sem sótt­varn­ar­reglur hefðu mögu­lega verið brotnar sæi ráð­herra til­efni til að „taka upp tólið“ og spyrja út í dag­bók­ar­skrif lög­regl­unn­ar. Guð­mundur spurði í kjöl­farið hvort að per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið hefðu verið það sem var efst á baugi í fyr­ir­spurnum fjöl­miðla og hvort að ráð­herra væri reiðu­bú­inn til að deila því hvað hefði farið á milli hennar og lög­reglu­stjór­ans í sím­töl­un­um.





Á í góðum sam­skiptum við lög­reglu

Áslaug Arna byrj­aði á því að taka fram að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún ræðir við lög­reglu vegna dag­bók­ar­færslna lög­regl­unn­ar. Hún sagði að það hefðu áður komið fyrir að lög­reglan hefði þurft að biðj­ast afsök­unar á dag­bók­ar­færslum gengið hefðu of nærri borg­ur­um. Sím­tölin hefðu snú­ist fyrst og fremst um hvaða reglur giltu er varða per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið.



„Ég hef marg­ít­rekað hvað fór okkar á milli. Ég spurði um þær verk­lags­reglur sem giltu um þessar dag­bók­ar­færslur því ég hafði fengið spurn­ingar um það frá fjöl­miðlum sem og hvaða per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið gilt­u,“ sagði Áslaug. Hún bætti því við að hún hefði ekki áhyggjur af ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar hvað þetta atriði varðar heldur hafi hún ein­fald­lega viljað geta svarað spurn­ingum fjöl­miðla um per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið og hversu langt lög­reglan geti gengið í fram­setn­ingu upp­lýs­inga í dag­bók­ar­færslum sín­um.



Sím­tal klukkan hálf fimm á aðfanga­dag

Guð­mundur Andri steig í pontu öðru sinni í kjöl­farið og spurði hvort að fjöl­miðlum hefði verið mest umhugað um að spyrja um verk­lags­reglur lög­regl­unn­ar. Hann spurði einnig sím­tölin voru ekki skráð í ráðu­neyt­inu. „Þessi sím­töl voru ekki skráð í ráðu­neyt­inu eins og reglan er þó um öll form­leg og óform­leg slík sam­skipti, telj­ist þau mik­il­væg, eins og þar stend­ur. Hvers vegna? Voru þetta ekki mik­il­væg sam­skipti? Ef þau voru ekki mik­il­væg, af hverju þá að vera að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfanga­dag?“ spurði Guð­mundur



Áslaug Arna sagð­ist ekki ætla að leggja mat á hvað fjöl­miðlum var mest umhugað um á aðfanga­dag en að hún hefði engu að síður verið spurð um regl­urnar er snúa að per­sónu­vernd. „Staðan var þannig að fjöl­miðlar fjöll­uðu um að færslan hefði verið óvenju­leg, hún hefði verið ítar­leg,“ sagði hún.



Undir lok svars síns árétt­aði Áslaug Arna það að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, væri ekki til rann­sóknar vegna meintra brota á sótt­varn­ar­regl­um. „Það er líka rétt að geta þess að það er salur til rann­sóknar en ekki ráð­herra. Voru þessi sam­skipti ekki mik­il­væg? Ég skrái ekki og það er ekki skylda að skrá óform­leg sam­töl við yfir­menn stofn­ana til að leita mér upp­lýs­inga. Eins og sjá má um reglur um skrán­ingu sam­skipta þá fellur þetta sím­tal ekki undir ákvæði um skrán­ingu mála. Upp­lýs­inga­öflun ein­stakra starfs­manna og ráð­herra til þess að veita fjöl­miðlum réttar upp­lýs­ingar falla ekki undir það ákvæð­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent