Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“

Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Sím­töl Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra til Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á aðfanga­dag voru að mati Áslaugar óform­leg og því ekki skrán­ing­ar­skyld. Þetta sagði Áslaug í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Hún hafi með sím­töl­unum verið að afla sér upp­lýs­inga vegna sím­tala frá fjöl­miðlum og sagði hún slíka upp­lýs­inga­öflun ein­stakra starfs­manna og ráð­herra til að veita fjöl­miðlum réttar upp­lýs­ingar ekki falla undir ákvæði um skrán­ingu mála í reglum um skrán­ingu sam­skipta.Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag beindi Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, spurn­ingum til Áslaug­ar. Hann sagði að á tímum jarð­skjálfta, kór­ónu­veiru og mik­ils atvinnu­leysis þætti mörgum ef til vill ekki ástæða til að gera veður út af mann­fagn­aði á Þor­láks­messu þar sem fjár­mála­ráð­herra var við­staddur eða þá vegna sím­tölum dóms­mála­ráð­herra til lög­reglu­stjóra degi síð­ar. Stormur í vatns­glasi eða gola í freyði­víns­glasi?

„Ég hef heyrt Sjálf­stæð­is­menn tala um storm í vatns­glasi í þessu sam­bandi og mætti kannski allt eins tala um golu í freyði­víns­glasi. Algjört „smá­mál“ segja menn. En er það? Mál­ið, það snýst um sjálf­stæði lög­regl­unn­ar. Það snýst um valda- og virð­ing­ar­röð. Það snýst um að allir borg­ara sitji við sama borð gagn­vart lög­un­um,“ sagði Guð­mund­ur.

Auglýsing
Guðmundur Andri spurði dómsmálaráðherra út í aðfangadagssímtöl Áslaugar Örnu í dag. Mynd: Bára Huld Beck.

Hann sagði lög­reglu oft hafa gengið nærri fólki í við­kvæmri stöðu með dag­bók­ar­færslum sín­um. Fyrst nú, þegar þess væri getið að ráð­herra hefði verið á stað þar sem sótt­varn­ar­reglur hefðu mögu­lega verið brotnar sæi ráð­herra til­efni til að „taka upp tólið“ og spyrja út í dag­bók­ar­skrif lög­regl­unn­ar. Guð­mundur spurði í kjöl­farið hvort að per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið hefðu verið það sem var efst á baugi í fyr­ir­spurnum fjöl­miðla og hvort að ráð­herra væri reiðu­bú­inn til að deila því hvað hefði farið á milli hennar og lög­reglu­stjór­ans í sím­töl­un­um.

Á í góðum sam­skiptum við lög­reglu

Áslaug Arna byrj­aði á því að taka fram að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún ræðir við lög­reglu vegna dag­bók­ar­færslna lög­regl­unn­ar. Hún sagði að það hefðu áður komið fyrir að lög­reglan hefði þurft að biðj­ast afsök­unar á dag­bók­ar­færslum gengið hefðu of nærri borg­ur­um. Sím­tölin hefðu snú­ist fyrst og fremst um hvaða reglur giltu er varða per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið.„Ég hef marg­ít­rekað hvað fór okkar á milli. Ég spurði um þær verk­lags­reglur sem giltu um þessar dag­bók­ar­færslur því ég hafði fengið spurn­ingar um það frá fjöl­miðlum sem og hvaða per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið gilt­u,“ sagði Áslaug. Hún bætti því við að hún hefði ekki áhyggjur af ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar hvað þetta atriði varðar heldur hafi hún ein­fald­lega viljað geta svarað spurn­ingum fjöl­miðla um per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið og hversu langt lög­reglan geti gengið í fram­setn­ingu upp­lýs­inga í dag­bók­ar­færslum sín­um.Sím­tal klukkan hálf fimm á aðfanga­dag

Guð­mundur Andri steig í pontu öðru sinni í kjöl­farið og spurði hvort að fjöl­miðlum hefði verið mest umhugað um að spyrja um verk­lags­reglur lög­regl­unn­ar. Hann spurði einnig sím­tölin voru ekki skráð í ráðu­neyt­inu. „Þessi sím­töl voru ekki skráð í ráðu­neyt­inu eins og reglan er þó um öll form­leg og óform­leg slík sam­skipti, telj­ist þau mik­il­væg, eins og þar stend­ur. Hvers vegna? Voru þetta ekki mik­il­væg sam­skipti? Ef þau voru ekki mik­il­væg, af hverju þá að vera að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfanga­dag?“ spurði Guð­mundurÁslaug Arna sagð­ist ekki ætla að leggja mat á hvað fjöl­miðlum var mest umhugað um á aðfanga­dag en að hún hefði engu að síður verið spurð um regl­urnar er snúa að per­sónu­vernd. „Staðan var þannig að fjöl­miðlar fjöll­uðu um að færslan hefði verið óvenju­leg, hún hefði verið ítar­leg,“ sagði hún.Undir lok svars síns árétt­aði Áslaug Arna það að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, væri ekki til rann­sóknar vegna meintra brota á sótt­varn­ar­regl­um. „Það er líka rétt að geta þess að það er salur til rann­sóknar en ekki ráð­herra. Voru þessi sam­skipti ekki mik­il­væg? Ég skrái ekki og það er ekki skylda að skrá óform­leg sam­töl við yfir­menn stofn­ana til að leita mér upp­lýs­inga. Eins og sjá má um reglur um skrán­ingu sam­skipta þá fellur þetta sím­tal ekki undir ákvæði um skrán­ingu mála. Upp­lýs­inga­öflun ein­stakra starfs­manna og ráð­herra til þess að veita fjöl­miðlum réttar upp­lýs­ingar falla ekki undir það ákvæð­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent