Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu

Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráðu­neytið seg­ist gera alvar­legar athuga­semdir við mál­flutn­ing Helgu Völu Helga­dóttur for­manns vel­ferð­ar­nefndar Alþingis í sjón­varps­fréttum Rík­is­út­varps­ins í gær­kvöld­i. Ráðu­neytið hefur komið athuga­semdum sínum á fram­færi bréf­lega og sent frá sér til­kynn­ingu um mál­ið.

Af til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins má ráða að það telji Helgu Völu hafa rofið trúnað sem eigi að vera um það sem fram fari á lok­uðum nefnd­ar­fund­um.

„Í þing­skap­ar­lögum er afdrátt­ar­laust kveðið á um að trún­aður skuli ríkja um mál­efni sem rædd eru á lok­uðum nefnd­ar­fund­um. Heil­brigð­is­ráðu­neytið verður að geta treyst því að sam­skipti við vel­ferð­ar­nefnd byggi á heil­ind­um, virð­ingu fyrir þeim málum sem þar eru til umfjöll­unar og að trún­aðar sé gætt líkt og áskilið er í lög­um,“ segir ráðu­neytið í til­kynn­ingu  sinni, sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins í hádeg­inu.

Sagði sam­skipta­vanda loða við Sjúkra­trygg­ingar

Í frétt RÚV var fjallað um sam­skipti Sjúkra­trygg­inga Íslands við sveit­ar­fé­lög sem reka hjúkr­un­ar­heim­ili, auk þess sem fjallað var um við­ræður Sjúkra­trygg­inga við tal­meina­fræð­inga og sjúkra­þjálf­ara. 

Auglýsing


Helga Vala sagði í frétt RÚV að „því mið­ur“ virt­ist vera „sam­skipta­vandi milli flestra þeirra sem eru að reyna að ná samn­ingum við Sjúkra­trygg­ing­ar.“

Einnig sagði Helga Vala frá því að komið hefði fram á fundi nefnd­ar­innar að hluti sveit­ar­fé­laga lands­ins væru að nota það fé sem feng­ist til að reka hjúkr­un­ar­heim­ili í eitt­hvað ann­að. „Ég hef ekki heyrt það áður og ég held að það sé fróð­legt að spyrja sveit­ar­fé­lögin hvort að þetta sé rétt,“ er haft eftir Helgu Völu á vef RÚV.

„Samn­inga­við­ræður standa yfir milli Sjúkra­trygg­inga Íslands og fyrr­nefndra aðila og bendir ráðu­neytið á að ógæti­leg ummæli í fjöl­miðlum um mál sem rædd eru í trún­aði á lok­uðum fundi vel­ferð­ar­nefndar geti spillt fyrir þeim við­ræð­u­m,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Þar segir einnig að bréf með athuga­semdum hafi verið sent til Helgu Völu og afrit af því til for­seta Alþing­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent