Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup

Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.

Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 5,8 prósent fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og bætir við sig tveimur prósentustigum milli mánaða. Fylgi flokksins hefur aldrei mælst meira en nú og hann myndi nokkuð örugglega ná mönnum inn á þing miðað við þessa niðurstöðu. 

Þetta vekur athygli þar sem flokkurinn hefur hvorki kynnt stefnuskrá fyrir næstu kosningar né opinberað nokkuð um hverjir verða á lista hans í þeim, sem fara fram 25. september næstkomandi. Sósíalistaflokkurinn hefur einungis einu sinni áður boðið fram, í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2018, og náði þar 6,4 pró­­­sent atkvæða í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­unum í Reykja­vík og Sanna Magda­­­lena Mört­u­dóttir tók í kjöl­farið sæti í borg­­ar­­stjórn fyrir hönd hans. 

Auglýsing
Sós­í­a­lista­­flokk­­ur­inn var eini flokk­­­ur­inn sem náði inn kjörnum full­­­trúa sem er ekki með full­­­trúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hund­ruð millj­­­óna sem hinir sjö flokk­­­arnir sem náðu inn er skammtað af fjár­­­lögum ár hvert.

Enginn einn flokkur hefur náð til sín jafn miklu fylgi á yfirstandi kjörtímabili og Sósíalistaflokkurinn. 

Stjórnin undir kjörfylgi

Stjórnarflokkarnir þrír eru á svipuðum slóðum og þeir voru fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósent fylgi, Vinstri græn með 13,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 10,3 prósent. Samanlagt fylgi flokkanna þriggja er nú 46,8 prósent og tvísýnt hvort það myndi duga þeim fyrir naumum meirihluta ef kosið yrði í dag.

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa tapað fylgi frá síðustu kosningum en Framsóknarflokkurinn er að mælast með nánast sama fylgi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er nú 6,1 prósentustigi minna en það sem þeir fengu upp úr kjörkössunum 2017.

Misjafn árangur stjórnarandstöðu

Samfylkingin dalar milli mánaða og mælist nú með 14,4 prósent stuðning. Viðreisn tapar líka og alls 9,4 prósent aðspurðra segjast ætla að kjósa flokkinn. Píratar bæta hins vegar við sig og mælast nú með 12,2 prósent stuðning. Allir þessir þrír stjórnarandstöðuflokkar mælast með meira fylgi en þeir fengu 2017. Sameiginlegt fylgi þeirra nú er 36 prósent, sem er átta prósentustigum meira en þeir fengu í síðustu kosningum. 

Tveir stjórnarandstöðuflokkar hafa tapað fylgi á kjörtímabilinu: Miðflokkurinn sem mælist nú með 7,3 prósent stuðning og Flokkur fólksins sem mælist með fjögur prósent fylgi. Miðflokkurinn er kominn nálægt því fylgi sem hann mældist með mánuðina eftir að Klausturmálið svokallað kom upp og Flokkur fólksins myndi ekki ná inn á þing að óbreyttu.

Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 1. til 28. febrúar 2021. Heildarúrtaksstærð var 9.078 og þátttökuhlutfall var 52,5 prósent. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,3 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent