Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.

Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Auglýsing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og umhverfisráðherra, ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur hefur gegnt ráðherraembætti utan þings síðan árið 2017. Árið 2019 var hann kjörinn varaformaður VG.

Það stefnir því allt í oddvitaslag í kjördæminu því nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður flokksins, tilkynnt að hann sækist eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu í komandi kosningum. Ólafur var annar á lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum, þá var oddviti Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem nú hefur skipt um flokk. Ólafur starf­aði áður sem öldr­un­ar­læknir og sat í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs frá 2006-2017.

 Guðmundur er stofnfélagi í VG og hefur því verið í hreyfingunni frá 1999. Í tilkynningu frá honum segist hann hafa fylgt VG að málum frá upphafi, „ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag.“ Þá séu stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi sem hann langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna, þar á meðal atvinnuleysi sem vinna þarf bug á og uppbygging í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir loftslagsvána vera stóru áskorun okkar tíma og að sem ráðherra hafi hann lagt áherslu á að koma loftslagsmálum aftur á kortið.

Auglýsing

 

Í tilkynningunni segist Guðmundur vilja sjá Ísland þróast sem réttlátara samféag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins. „Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent