Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum

Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.

Ólafur Þór Gunnarsson.
Ólafur Þór Gunnarsson.
Auglýsing

Ólafur Þór Gunn­ars­son, þing­maður Vinstri grænna, hefur til­kynnt að hann sæk­ist eftir því að leiða lista flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi kosn­ing­um. Hann starf­aði áður sem öldr­un­ar­læknir og sat í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs frá 2006-2017.

Ólafur Þór var í öðru sæti á lista flokks­ins í síð­ustu kosn­ingum þegar Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir leiddi Vinstri græn í Krag­an­um. Hún studdi hins vegar ekki myndun núver­andi rík­is­stjórnar og sagði sig úr flokknum í fyrra. Skömmu síðar gekk hún til liðs við Sam­fylk­ing­una og verður í fram­boði fyrir hana í Reykja­vík í kom­andi kosn­ing­um, sem fram fara í sept­em­ber.

Fast­lega er búist við því að Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is­ráð­herra og vara­for­maður Vinstri grænna, muni einnig sækj­ast eftir því að leiða í Krag­an­um, en hann er ekki kjör­inn þing­maður eins og stend­ur. Nokkuð ljóst þykir að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra muni áfram vera í fyrsta sæti á listum Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og lík­legt að Guð­mundur Ingi muni því ekki sækj­ast eftir sæti þar. 

Það stefnir því í odd­vitaslag í Krag­anum hjá Vinstri græn­um.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu frá Ólafi Þór segir að hann hafi á þingi beitt sér sér­stak­lega fyrir mál­efnum eldra fólks og vel­ferð­ar­málum almennt. „Ég hef lagt fram fjölda þing­mála í þá veru, m.a. um rétt­indi eldra fólks, þjón­ustu við aldr­aða og stöðu þeirra í sam­fé­lag­in­u.  Þá hef ég einnig lagt mikla áherslu á heil­brigð­is­mál, upp­bygg­ingu öfl­ugs opin­bers heil­brigð­is­kerfis og efl­ingu heilsu­gæsl­unn­ar. Ég hef víð­tæka reynslu af heil­brigðis og vel­ferð­ar­mál­um, eftir að hafa starfað á þeim vett­vangi í um 30 ár. Þá hef ég einnig starfað sem bæj­ar­full­trúi í  stóru sveit­ar­fé­lagi og hef því skiln­ing á þörfum sveit­ar­fé­lag­anna og íbúa þeirra, og mik­il­vægi góðrar þjón­ustu við íbúa. Umhverf­is­mál og hvernig þau snerta þétt­býlið sér­stak­lega hafa einnig verið mér hug­leik­in, t.a.m. loft­gæði í þétt­býli, Borg­ar­lína, umferð­ar­mál og skipu­lags­mál í þétt­býli yfir­leitt.“

Verk­efnin séu  víða við frek­ari upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins. „Við þurfum að ljúka bygg­ingu Land­spít­al­ans, halda áfram að efla heilsu­gæsl­una og byggja upp öldr­un­ar­þjón­ustu í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in.  Það er nauð­syn­legt að stíga djörf skref í umhverf­is­málum og nátt­úru­vernd.  Lofts­lags­mál eru mál sem varða okkur öll og fram­tíð barn­anna okkar og kom­andi kyn­slóða.“ Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent