„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“

Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
Auglýsing

„Það er óheiðarlegt af ráðamönnum að halda því fram að stjórnarskrárbreytingar þurfi að gera í víðtækri sátt en láta svo eins og sú sátt eigi einungis við um þá sjálfa og umsvifamikla aðila. Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar? Hvað með alla þá kjósendur sem veittu tillögum Stjórnlagaráðs brautargengi haustið 2012? Hvað með þá 43.423 borgara sem kröfðust lögfestingar nýju stjórnarskrárinnar 8 árum síðar? Hvað með þann meirihluta landsmanna sem ítrekað hefur lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá í skoðanakönnunum?“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögum Stjórnarskrárfélags Íslands um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá sem nú er til meðferðar þingsins. Katrín mælti fyrir frumvarpinu í byrjun febrúar. Sam­kvæmt frum­varp­inu munu nokkur atriði stjórn­ar­skrár­innar taka breyt­ing­um, verði það sam­þykkt. Þar er um að ræða atriði sem fjalla um for­seta Íslands, rík­is­stjórn­ir, verk­efni fram­kvæmd­ar­valds, umhverf­is­vernd, auð­lindir í nátt­úru Íslands og íslensk tunga.

Neita að gefa efnislega umsögn um frumvarpið

Stjórnarskrárfélagið berst fyrir því að þær stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru sem grunnur að nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012, verði teknar aftur upp og það ferli verði klárað. 

Auglýsing
Um var að ræða alls sex spurn­ingar en sú fyrsta var hvort við­kom­andi vildi að til­­­lögur stjórn­­­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­­­­­ar­­­skrá. Alls sögðu 64,2 pró­­­sent þeirra sem greiddu atkvæði já við þeirri spurn­ingu. Kjör­­­sókn var 49 pró­­­sent. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók frumvarpið svo til meðferðar, gerði á því breytingar og lagði fram á þinginu. Þar tókst ekki að koma því í gegn fyrir kosningarnar 2013 og þannig hafa mál staðið síðan þá. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir frumvarpi sínu um stjórnarskrárbreytingar fyrr í þessum mánuði. Mynd: Bára Huld Beck

Í umsögn sinni segir félagið að sú víðtæka sátt sem birtist í ofangreindri þjóðaratkvæðagreiðslu sé sú sátt sem skipti máli í breytingaferli stjórnarskrárinnar. „Ósætti meðal stjórnmálaflokka má ekki standa lengur í vegi fyrir því að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga. Með frumvarpi þessu er lagt til auðlindaákvæði sem engu breytir um það hvernig þjóðin er hlunnfarin við auðlindanýtingu í sjávarútvegi en stjórnarskrárbindur það óréttlæti sem ríkt hefur í áratugi. Óásættanlegt er að gengið skuli með svo afgerandi hætti gegn margstaðfestum vilja meirihluta þjóðarinnar um að arðurinn af sameiginlegum auðlindum renni að meginstofni til í okkar sameiginlegu sjóði en ekki í hendur örfárra útvaldra.“ 

Í umsögninni, sem skrifuð er af Katrínu Oddsdóttur, formanni Stjórnarskrárfélagsins, segir að formaður og allir þingmenn Vinstri grænna hefðu lýst því yfir í aðdraganda síðustu alþingiskosninga að þeir teldu að þingmönnum bæri siðferðisleg og pólitísk skylda til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðar til. „Stjórnarskrárfélagið telur að útskýra þurfi ástæður þess að formaður flokksins gangi svo augljóslega á bak orða sinna og hvetur þingmenn til að standa við yfirlýsingar sínar[...]Umrætt frumvarp gengur þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og er alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.“

Af þessum sökum sér  Stjórnarskrárfélagið ekki ástæðu til að gefa efnislega umsögn um frumvarpið.

Segja tillögur forsætisráðherra mun lakari fyrir hag almennings

Í niðurlagi umsagnarinnar segir þó að því skuli haldið til haga að efnislega séu tillögur forsætisráðherra mun lakari fyrir hag almennings en samsvarandi greinar í frumvarpi Stjórnlagaráðs. „Það frumvarp felur í sér djúpstæða málamiðlun þar sem 25 einstaklingar með ólíkar skoðanir og bakgrunn komu sér einróma saman um nýja stjórnarskrá sem almenningur tók virkan þátt í að móta. Það er stjórnarskrárfrumvarpið sem þjóðin hefur sagt að skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fráleitt er að leggja fram frumvarp til stjórnarskrárbreytinga sem hunsar skýran vilja stjórnarskrárgjafans. Sá vilji hefur aðeins styrkst frá því hann kom fyrst fram í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Ljóst er að traust á Alþingi verður ekki endurreist fyrr en þessi grundvallarstofnun þjóðarinnar virðir vilja stjórnarskrárgjafans í verki.“ 

Í ljósi þessa krefst Stjórnarskrárfélagið þess að Alþingi lögfesti nýju stjórnarskrána, frumvarp Stjórnlagaráðs. Í fyrrahaust lögðu alls 17 þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins fram eigið frumvarp til stjórnskipunarlaga á Alþingi sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, en með þeim breytingum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerði á því 2013. Það frumvarp bíður nú afgreiðslu hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Til vara fer Stjórnarskrárfélagið fram á að einungis verði mælt fyrir nýju breytingarákvæði við gildandi stjórnarskrá sem tryggja myndi stöðu þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa. Sömu 17 þingmenn og minnst var á hér að ofan hafa þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þess efnis, en í henni felst að að bæta nýrri grein við  stjórn­ar­skránna þess efn­is. Í grein­inni á enn fremur að segja að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan eigi að „fara fram í fyrsta lagi sex mán­uðum og í síð­asta lagi níu mán­uðum eftir sam­þykkt frum­varps­ins á Alþingi. Sé frum­varpið sam­þykkt með meiri hluta greiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni skal það stað­fest af for­seta lýð­veld­is­ins innan tveggja vikna og er þá gild stjórn­ar­skip­un­ar­lög.“

Til þrautarvara vill Stjórnarskrárfélagið að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirhugaðar breytingar á gildandi stjórnarskrá samhliða komandi alþingiskosningum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent