Vilja að hægt verði að breyta stjórnarskrá án þingrofs

Þingmenn úr þremur stjórnarandstöðuflokkum, auk eins sem stendur utan flokka, vilja að breytingar á stjórnarskrá fari í þjóðaratkvæðagreiðslu til að undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Alls 17 þing­menn frá Sam­fylk­ingu, Pírötum og Flokki fólks­ins, auk eins utan flokka, hafa lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við stjórn­ar­skrár­frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Ef breyt­ing­ar­til­lagan yrði sam­þykkt myndi verða hægt að breyta stjórn­ar­skrá án þing­rofs, en í dag þurfa tvö þing að sam­þykkja breyt­ingar á stjórn­ar­skrá áður en þær taka gildi.

­Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni á að leggja frum­varp sem sam­þykkt hefur verið á Alþingi um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu til að und­ir­strika vald þjóð­ar­innar sem stjórn­ar­skrár­gjafa. Til þess að það verði hægt vilja þing­menn­irnir að nýrri grein verði bætt við stjórn­ar­skránna þess efn­is. Í grein­inni á enn fremur að segja að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan eigi að „fara fram í fyrsta lagi sex mán­uðum og í síð­asta lagi níu mán­uðum eftir sam­þykkt frum­varps­ins á Alþingi. Sé frum­varpið sam­þykkt með meiri hluta greiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni skal það stað­fest af for­seta lýð­veld­is­ins innan tveggja vikna og er þá gild stjórn­ar­skip­un­ar­lög.“

Katrín mun mæla fyrir frum­varpi sínu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar á Alþingi í dag. Sam­kvæmt frum­varp­inu munu nokkur atriði stjórn­ar­skrár­innar taka breyt­ing­um, verði það sam­þykkt. Þar er um að ræða atriði sem fjalla um for­seta Íslands, rík­is­stjórn­ir, verk­efni fram­kvæmd­ar­valds, umhverf­is­vernd, auð­lindir í nátt­úru Íslands og íslensk tunga.

Breyt­ing­ar­til­lagan er lögð fram af Loga Ein­ars­syni, Andr­ési Inga Jóns­syni, Helga Hrafni Gunn­ars­syni, Ingu Sæland, Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, Birni Leví Gunn­ars­syni, Ágústi Ólafi Ágústs­syni, Jóni Þór Ólafs­syni, Guð­jóni S. Brjáns­syni, Söru Elísu Þórð­ar­dótt­ur, Guð­mundi Andra Thors­syni, Smára McCart­hy, Helgu Völu Helga­dótt­ur, Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, Odd­nýju G. Harð­ar­dótt­ur, Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur og Guð­mundi Inga Krist­ins­syni.

Vilja öðru­vísi auð­linda­á­kvæði

Þetta er ekki eina breyt­ing­ar­til­lagan sem lögð hefur verið fram vegna frum­varps Katrín­ar. Tvær aðr­ar, sem snúa að auð­linda­á­kvæði frum­varps­ins, höfðu þegar komið fram. 

Auglýsing
Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­­­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­­­eign­­­ar­rétti séu þjóð­­­ar­­­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­­­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­­skyni með lög­­­um, ekki í stjórn­­­­­ar­­­skrá.

Sami hópur og vill afnema þörf­ina á þing­rofi til að breyta stjórn­ar­skrá lagði fram breyt­ing­ar­til­lögu á þessu ákvæði í lok síð­asta mán­að­ar. 

Hún felur meðal ann­­­ars í sér að bannað yrði að veð­­­setja auð­lindir sem séu sam­eig­in­­­leg og ævi­var­andi eign þjóð­­­ar­inn­­­ar. Það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála innan sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ins ef veið­i­­heim­ildir yrðu inn­­­­­kall­aðar með ein­hverjum hætti og leigðar út að nýju, þar sem stór hluti úthlut­aðs kvóta hefur verið veð­­­settur til að kaupa upp veið­i­­heim­ildir ann­­­arra eftir að slíkt var leyft með lögum árið 1997. Afleið­ing þessa hefur verið mikið sam­­­þjöppun í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi, en sam­­­kvæmt nýj­­­ustu tölum halda tíu útgerðir á um helm­ing alls úthlut­aðs kvóta og fjórar blokkir innan geirans halda á tæp­­­lega 43 pró­­­sent hans. 

Til­­lagan felur líka í sér að fest yrði í stjórn­­­­­ar­­­skrá að stjórn­­­völd geti leyft afnot eða hag­nýt­ingu auð­linda „gegn eðli­­­legu gjaldi og til til­­­­­tek­ins hóf­­­legs tíma í senn.“ 

Afnot verði aldrei ótíma­bundin

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, lagði einnig fram breyt­ing­ar­til­lögu vegna auð­linda­á­kvæð­is­ins. Til­­laga Þor­­gerðar Katrínar gengur ann­­ars vegar út á að  orð­inu „var­an­­lega“ verði breytt í „ótíma­bundna“ í öðrum máls­lið annar máls­­greinar frum­varps Katrín­­ar. Sá liður myndi í kjöl­farið hljóma svona: „Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­­­eign­­­ar­rétti eru þjóð­­­ar­­­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða ótíma­bund­inna afnota.“

Með þessu yrði fest í stjórn­­­ar­­skrá að úthlutun á t.d. fisk­veið­i­­kvóta væri tíma­bund­in, og þar með inn­­­kall­an­­leg. Eins og sakir standa í dag er kvóta úthlutað til vörslu­að­ila hans til ótíma­bund­inna afnota. 

Hins vegar vill Þor­­gerður Katrín að í stað þess að síð­­­asti máls­liður þriðju máls­­greinar ákvæð­is­ins orð­ist svona: „Með lögum skal kveða á um gjald­­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­­skyni“ segi í hon­um: „Með lögum skal kveða á um eðli­­legt end­­ur­­gjald fyrir tíma­bundnar heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­skyn­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent