Vilja að hægt verði að breyta stjórnarskrá án þingrofs

Þingmenn úr þremur stjórnarandstöðuflokkum, auk eins sem stendur utan flokka, vilja að breytingar á stjórnarskrá fari í þjóðaratkvæðagreiðslu til að undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Alls 17 þing­menn frá Sam­fylk­ingu, Pírötum og Flokki fólks­ins, auk eins utan flokka, hafa lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við stjórn­ar­skrár­frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Ef breyt­ing­ar­til­lagan yrði sam­þykkt myndi verða hægt að breyta stjórn­ar­skrá án þing­rofs, en í dag þurfa tvö þing að sam­þykkja breyt­ingar á stjórn­ar­skrá áður en þær taka gildi.

­Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni á að leggja frum­varp sem sam­þykkt hefur verið á Alþingi um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu til að und­ir­strika vald þjóð­ar­innar sem stjórn­ar­skrár­gjafa. Til þess að það verði hægt vilja þing­menn­irnir að nýrri grein verði bætt við stjórn­ar­skránna þess efn­is. Í grein­inni á enn fremur að segja að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan eigi að „fara fram í fyrsta lagi sex mán­uðum og í síð­asta lagi níu mán­uðum eftir sam­þykkt frum­varps­ins á Alþingi. Sé frum­varpið sam­þykkt með meiri hluta greiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni skal það stað­fest af for­seta lýð­veld­is­ins innan tveggja vikna og er þá gild stjórn­ar­skip­un­ar­lög.“

Katrín mun mæla fyrir frum­varpi sínu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar á Alþingi í dag. Sam­kvæmt frum­varp­inu munu nokkur atriði stjórn­ar­skrár­innar taka breyt­ing­um, verði það sam­þykkt. Þar er um að ræða atriði sem fjalla um for­seta Íslands, rík­is­stjórn­ir, verk­efni fram­kvæmd­ar­valds, umhverf­is­vernd, auð­lindir í nátt­úru Íslands og íslensk tunga.

Breyt­ing­ar­til­lagan er lögð fram af Loga Ein­ars­syni, Andr­ési Inga Jóns­syni, Helga Hrafni Gunn­ars­syni, Ingu Sæland, Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, Birni Leví Gunn­ars­syni, Ágústi Ólafi Ágústs­syni, Jóni Þór Ólafs­syni, Guð­jóni S. Brjáns­syni, Söru Elísu Þórð­ar­dótt­ur, Guð­mundi Andra Thors­syni, Smára McCart­hy, Helgu Völu Helga­dótt­ur, Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, Odd­nýju G. Harð­ar­dótt­ur, Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur og Guð­mundi Inga Krist­ins­syni.

Vilja öðru­vísi auð­linda­á­kvæði

Þetta er ekki eina breyt­ing­ar­til­lagan sem lögð hefur verið fram vegna frum­varps Katrín­ar. Tvær aðr­ar, sem snúa að auð­linda­á­kvæði frum­varps­ins, höfðu þegar komið fram. 

Auglýsing
Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­­­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­­­eign­­­ar­rétti séu þjóð­­­ar­­­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­­­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­­skyni með lög­­­um, ekki í stjórn­­­­­ar­­­skrá.

Sami hópur og vill afnema þörf­ina á þing­rofi til að breyta stjórn­ar­skrá lagði fram breyt­ing­ar­til­lögu á þessu ákvæði í lok síð­asta mán­að­ar. 

Hún felur meðal ann­­­ars í sér að bannað yrði að veð­­­setja auð­lindir sem séu sam­eig­in­­­leg og ævi­var­andi eign þjóð­­­ar­inn­­­ar. Það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála innan sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ins ef veið­i­­heim­ildir yrðu inn­­­­­kall­aðar með ein­hverjum hætti og leigðar út að nýju, þar sem stór hluti úthlut­aðs kvóta hefur verið veð­­­settur til að kaupa upp veið­i­­heim­ildir ann­­­arra eftir að slíkt var leyft með lögum árið 1997. Afleið­ing þessa hefur verið mikið sam­­­þjöppun í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi, en sam­­­kvæmt nýj­­­ustu tölum halda tíu útgerðir á um helm­ing alls úthlut­aðs kvóta og fjórar blokkir innan geirans halda á tæp­­­lega 43 pró­­­sent hans. 

Til­­lagan felur líka í sér að fest yrði í stjórn­­­­­ar­­­skrá að stjórn­­­völd geti leyft afnot eða hag­nýt­ingu auð­linda „gegn eðli­­­legu gjaldi og til til­­­­­tek­ins hóf­­­legs tíma í senn.“ 

Afnot verði aldrei ótíma­bundin

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, lagði einnig fram breyt­ing­ar­til­lögu vegna auð­linda­á­kvæð­is­ins. Til­­laga Þor­­gerðar Katrínar gengur ann­­ars vegar út á að  orð­inu „var­an­­lega“ verði breytt í „ótíma­bundna“ í öðrum máls­lið annar máls­­greinar frum­varps Katrín­­ar. Sá liður myndi í kjöl­farið hljóma svona: „Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­­­eign­­­ar­rétti eru þjóð­­­ar­­­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða ótíma­bund­inna afnota.“

Með þessu yrði fest í stjórn­­­ar­­skrá að úthlutun á t.d. fisk­veið­i­­kvóta væri tíma­bund­in, og þar með inn­­­kall­an­­leg. Eins og sakir standa í dag er kvóta úthlutað til vörslu­að­ila hans til ótíma­bund­inna afnota. 

Hins vegar vill Þor­­gerður Katrín að í stað þess að síð­­­asti máls­liður þriðju máls­­greinar ákvæð­is­ins orð­ist svona: „Með lögum skal kveða á um gjald­­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­­skyni“ segi í hon­um: „Með lögum skal kveða á um eðli­­legt end­­ur­­gjald fyrir tíma­bundnar heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­skyn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent