Vilja að hægt verði að breyta stjórnarskrá án þingrofs

Þingmenn úr þremur stjórnarandstöðuflokkum, auk eins sem stendur utan flokka, vilja að breytingar á stjórnarskrá fari í þjóðaratkvæðagreiðslu til að undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Alls 17 þingmenn frá Samfylkingu, Pírötum og Flokki fólksins, auk eins utan flokka, hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ef breytingartillagan yrði samþykkt myndi verða hægt að breyta stjórnarskrá án þingrofs, en í dag þurfa tvö þing að samþykkja breytingar á stjórnarskrá áður en þær taka gildi.

Samkvæmt breytingartillögunni á að leggja frumvarp sem samþykkt hefur verið á Alþingi um breytingar á stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu til að undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa. Til þess að það verði hægt vilja þingmennirnir að nýrri grein verði bætt við stjórnarskránna þess efnis. Í greininni á enn fremur að segja að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að „fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé frumvarpið samþykkt með meiri hluta greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni skal það staðfest af forseta lýðveldisins innan tveggja vikna og er þá gild stjórnarskipunarlög.“

Katrín mun mæla fyrir frumvarpi sínu um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi í dag. Samkvæmt frumvarpinu munu nokkur atriði stjórnarskrárinnar taka breytingum, verði það samþykkt. Þar er um að ræða atriði sem fjalla um forseta Íslands, ríkisstjórnir, verkefni framkvæmdarvalds, umhverfisvernd, auðlindir í náttúru Íslands og íslensk tunga.

Breytingartillagan er lögð fram af Loga Einarssyni, Andrési Inga Jónssyni, Helga Hrafni Gunnarssyni, Ingu Sæland, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, Birni Leví Gunnarssyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni, Jóni Þór Ólafssyni, Guðjóni S. Brjánssyni, Söru Elísu Þórðardóttur, Guðmundi Andra Thorssyni, Smára McCarthy, Helgu Völu Helgadóttur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Oddnýju G. Harðardóttur, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Guðmundi Inga Kristinssyni.

Vilja öðruvísi auðlindaákvæði

Þetta er ekki eina breytingartillagan sem lögð hefur verið fram vegna frumvarps Katrínar. Tvær aðrar, sem snúa að auðlindaákvæði frumvarpsins, höfðu þegar komið fram. 

Auglýsing
Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­­eign­­ar­rétti séu þjóð­­ar­­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­skyni með lög­­um, ekki í stjórn­­­ar­­skrá.

Sami hópur og vill afnema þörfina á þingrofi til að breyta stjórnarskrá lagði fram breytingartillögu á þessu ákvæði í lok síðasta mánaðar. 

Hún felur meðal ann­­ars í sér að bannað yrði að veð­­setja auð­lindir sem séu sam­eig­in­­leg og ævi­var­andi eign þjóð­­ar­inn­­ar. Það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála innan sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ins ef veið­i­­heim­ildir yrðu inn­­­kall­aðar með ein­hverjum hætti og leigðar út að nýju, þar sem stór hluti úthlut­aðs kvóta hefur verið veð­­settur til að kaupa upp veið­i­­heim­ildir ann­­arra eftir að slíkt var leyft með lögum árið 1997. Afleið­ing þessa hefur verið mikið sam­­þjöppun í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, en sam­­kvæmt nýj­­ustu tölum halda tíu útgerðir á um helm­ing alls úthlut­aðs kvóta og fjórar blokkir innan geirans halda á tæp­­lega 43 pró­­sent hans. 

Til­lagan felur líka í sér að fest yrði í stjórn­­­ar­­skrá að stjórn­­völd geti leyft afnot eða hag­nýt­ingu auð­linda „gegn eðli­­legu gjaldi og til til­­­tek­ins hóf­­legs tíma í senn.“ 

Afnot verði aldrei ótímabundin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lagði einnig fram breytingartillögu vegna auðlindaákvæðisins. Til­laga Þor­gerðar Katrínar gengur ann­ars vegar út á að  orð­inu „var­an­lega“ verði breytt í „ótíma­bundna“ í öðrum máls­lið annar máls­greinar frum­varps Katrín­ar. Sá liður myndi í kjöl­farið hljóma svona: „Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­­eign­­ar­rétti eru þjóð­­ar­­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða ótíma­bund­inna afnota.“

Með þessu yrði fest í stjórn­ar­skrá að úthlutun á t.d. fisk­veiði­kvóta væri tíma­bund­in, og þar með inn­kall­an­leg. Eins og sakir standa í dag er kvóta úthlutað til vörslu­að­ila hans til ótíma­bund­inna afnota. 

Hins vegar vill Þor­gerður Katrín að í stað þess að síð­asti máls­liður þriðju máls­greinar ákvæð­is­ins orð­ist svona: „Með lögum skal kveða á um gjald­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­skyni“ segi í hon­um: „Með lögum skal kveða á um eðli­legt end­ur­gjald fyrir tíma­bundnar heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyn­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent