„Þurfum ekki að skrifa fleiri skýrslur“: Sundabrú trompar Sundagöng

Brú yfir Kleppsvík þykir fýsilegri kostur en jarðgöng úr Laugarnesi yfir í Gufunes, samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps. Áætlaður heildarkostnaður við lagningu Sundabrautar er tæpir 70 milljarðar króna.

Valkostirnir tveir sem starfshópurinn rýndi í og mat upp á nýtt voru löng og dýr jarðgöng eða lágbrú sem mun fyrirsjáanlega hafa einhver áhrif á starfsemi Sundahafnar.
Valkostirnir tveir sem starfshópurinn rýndi í og mat upp á nýtt voru löng og dýr jarðgöng eða lágbrú sem mun fyrirsjáanlega hafa einhver áhrif á starfsemi Sundahafnar.
Auglýsing

„Við þurfum ekki að skrifa fleiri skýrsl­ur,“ sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra á blaða­manna­fundi í dag, þar sem hann kynnti nið­ur­stöðu starfs­hóps um legu Sunda­braut­ar. Fram kom í máli ráð­herra að brú væri talin afger­andi betri kostur en jarð­göng til þess að tengja Sæbraut við Gufu­nes. 

Heild­ar­kostn­aður við Sunda­braut er met­inn tæpir 70 millj­arðar króna og áætlað er að verk­efnið verði unnið í sam­vinnu rík­is- og einka­að­ila. Þegar af því verð­ur, en talið er raun­hæft að fram­kvæmdir gætu haf­ist árið 2025 og þeim lokið undir lok ára­tug­ar­ins.

Á fund­inum kom fram í máli ráð­herra að Sunda­brú hefði verið tal­inn verið hag­kvæm­ari kostur en jarð­göng, í skýrslu starfs­hóps­ins, sem nálg­ast má hér

Starfs­hóp­ur­inn taldi vega þyngst að kostn­aður við brú­ar­leið væri lægri, brú hent­aði betur fyrir alla ferða­máta og almenn­ings­sam­göngur og að brú bætti sam­göngur innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og til og frá borg­inni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofn­vegum og stytta ferða­tíma.

Tenging Sundabrúarinnar á að liggja um Holtaveg.

„Nið­ur­stöður um að Sunda­brú sé hag­kvæm­ari kostur eru afger­andi og að mínu mati er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að taka næstu skref og hefja fram­kvæmdir við Sunda­braut. Þetta er ekki spurn­ing hvort af verk­efn­inu verði heldur hvenær. Núna er góður tími að fara í opin­berar fram­kvæmd­ir. Und­ir­bún­ingur verks­ins, hönnun og verk­legar fram­kvæmdir skapa mik­il­væga atvinnu og auka hag­vöxt í land­in­u,“ sagði Sig­urður Ingi í kynn­ingu sinni á fund­in­um.

Fram kemur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins að starfs­hóp­ur­inn telji að fram­kvæmdir við Sunda­braut geti haf­ist árið 2025 og lokið 2029-2030.„Hóp­ur­inn telur að und­ir­bún­ing­ur, rann­sókn­ir, hönn­un, mat á umhverf­is­á­hrifum og vinna við breyt­ingar á skipu­lags­á­ætl­unum taki að lág­marki 4 ár. Þá megi áætla að fram­kvæmda­tími við bygg­ingu Sunda­brúar og aðliggj­andi vega verði um 4-5 ár,“ segir á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Vinna starfs­hóps dróst á lang­inn

Sig­urður Ingi skip­aði starfs­hóp­inn síð­asta vor og hann hefur verið að störfum síð­an. Fyrst átti nið­ur­staðan að liggja fyrir í ágúst, en dreg­ist hefur að ljúka vinn­unni, þar til núna nýlega og seg­ist ráð­herra hafa fengið skýrsl­una í hendur um liðna helgi.

Hópnum var falið að meta hvort fýsi­legra væri að Sunda­braut yrði skipu­lögð sem jarð­göng frá Laug­ar­nesi yfir í Gufu­nes eða þá að hún færi lág­brú sem þvera myndi hafn­ar­svæði Sunda­hafnar við Klepps­vík­.

Vega­gerðin leiddi hóp­inn, en í honum voru líka full­trúar frá Reykja­vík­ur­borg, Sam­tökum sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Faxa­flóa­höfn­um. Þeir tveir mögu­leikar sem hóp­ur­inn var að velja á milli voru þeir tveir sem fýsi­leg­astir þóttu í mati ann­ars starfs­hóps, sem skil­aði af sér skýrslu árið 2019.

Legið hefur fyrir að taka þyrfti ákvörðun um hvernig tengj­ast ætti á milli Sæbrautar og Gufu­ness áður en hægt yrði að taka ákvörðun um hvernig Sunda­braut myndi liggja alla leið að Vest­ur­lands­vegi í Kolla­firði.

Fleiri lík­legir til að keyra um brú

Fyrir hefur legið að ákveðnir gallar eru við báðar leið­irnar sem starfs­hóp­ur­inn var beð­inn um að leggja mat sitt á. Brú, eins og nú er stefnt að, mun að ein­hverju leyti skerða hafn­ar­svæðið við Sunda­höfn þrátt fyrir að hún verði ekki lág og jarð­göng yrðu mjög dýr og fyr­ir­sjá­an­lega ekki jafn mikið nýtt og brú.

Auglýsing

Fólk sem er statt í Skeif­unni á bílnum sínum mun enda ólík­lega keyra niður í Laug­ar­nes til þess að fara yfir í Graf­ar­vog eða áleiðis upp í Mos­fellsbæ í jarð­göng­um, í stað þess að velja Ártúns­brekk­una. Þó að það væri kannski smá traffík. Þetta höfðu umferð­ar­grein­ingar sýnt fram á – að jarð­göng myndu laða að sér minni umferð en brú.

Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist ánægður með niðurstöðuna. Mynd: Bára Huld Beck

Sig­urður Ingi var búinn að koma því á fram­færi að hann væri hrifn­ari af brú og gladd­ist hann yfir því að sú sann­fær­ing hans hefði komið út úr vinnu starfs­hóps­ins.

Kost­irnir end­ur­metnir frá grunni

Það sem starfs­hópnum var nákvæm­lega falið að gera var að í fyrsta lagi að end­ur­meta hönnun og legu og gera nýtt kostn­að­ar­mat fyrir bæði jarð­göngin og brúna. Leggja átti fram ný frum­drög fyrir báðar fram­kvæmd­irnar og taka mið af upp­bygg­ing­ar­á­formum sem finna mátti í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Í annan stað átti starfs­hóp­ur­inn að greina þá val­kosti sem yrðu fyrir hendi varð­andi breytt skipu­lag Sunda­hafn­ar, ef lág­brú yrði fyrir val­inu. Fram kom í skip­un­ar­bréfi að í þeirri vinnu fælist að leggja mat á áhrif á umferð, umhverf­is­þætti, nærum­hverfi, atvinnu­starf­semi og þró­un­ar­mögu­leika Sunda­hafn­ar.

Einnig var hópnum falið að skoða hvort hægt væri að koma fram með nýja hönnun á brú sem sátt næð­ist um og það er það sem var ofan á.

Sunda­braut er ekki hluti sam­göngusátt­mál­ans

Oft er rætt um Sunda­braut­ina í sam­hengi við sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og stundum virð­ist sá mis­skiln­ingur vera uppi í umræðu um málið að fram­kvæmd Sunda­braut­ar­innar sjálfrar sé hluti af fram­kvæmda­á­ætlun sátt­mál­ans, sem gerður var á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og rík­is­ins.

Svo er hins vegar ekki, heldur er Sunda­braut eitt þeirra sam­göngu­verk­efna sem opnað hefur verið á að fari í einka­fram­kvæmd. Í sam­göngusátt­mál­anum er þó kveðið á um að við end­an­lega útfærslu fram­kvæmda verði „sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“

Hvað þetta þýðir nákvæm­lega er ansi loðið og hefur verið túlkað með mis­mun­andi hætti af stjórn­mála­mönnum sem hafa ólíka sýn á fram­tíð sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

En nú þarf ekki að skrifa fleiri skýrsl­ur, sam­kvæmt Sig­urði Inga, Sunda­brú yfir Klepps­vík er það sem stefnt verður að.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent