„Sögulegur sigur fyrir loftslagið“ í frönskum réttarsal

Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að franska ríkið hafi ekki gert nægilega mikið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Refsing ríkisins á að felast í því að gera betur.

loftslagsmál mengun kína verksmiðja  h_53557528.jpg
Auglýsing

Franska ríkið hefur gert ólög­lega lítið til þess að standa við skuld­bind­ingar sínar um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Þetta er nið­ur­staða dóm­stóls í Par­ís, en þar var í morgun kveð­inn upp dómur í máli sem hefur vakið mikla athygli, en um að ræða fyrstu stóru „lofts­lags­rétt­ar­höld­in“ í Frakk­landi.

Sam­kvæmt umfjöllun franska blaðs­ins Le Monde er um sögu­lega nið­ur­stöðu að ræða, í máli sem Green­peace, Oxfam og tvö önnur frjáls félaga­sam­tök höfð­uðu gegn franska rík­inu árið 2019 eftir að rúm­lega tvær millj­ónir höfðu for­dæmt aðgerða­leysi rík­is­ins í lofts­lags­málum með því að setja nafn sitt á und­ir­skrifta­lista.

Málið var tekið til aðal­með­ferðar í jan­úar og nú liggur nið­ur­staðan ljós fyr­ir. Í frétt frá Associ­ated Press (AP) segir að dóm­stóll­inn í París hafi bæði fall­ist á að vist­kerfi væru að verða fyrir skaða vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum og varpað ábyrgð á franska rík­ið. 

Stjórn­völdum hefði mis­tek­ist að standa við yfir­lýst og lög­bundin mark­mið sín í lofts­lags­málum á und­an­förnum árum. Það gengur ekki, að mati dóm­stóls­ins.

Auglýsing

Í frétt AP segir að Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti hafi verið ötull tals­maður þess að meira sé gert til þess að takast á við lofts­lags­breyt­ingar á heims­vísu. Á sama tíma hafi tölu­sett árleg mark­mið Frakka um minni losun inn­an­lands ekki náðst og aðgerðum sem miða að því marki að draga frekar úr losun og upp­fylla mark­mið verið velt fram í tím­ann. 

Refs­ing­in: Að gera betur

Nið­ur­staða dóm­stóls­ins var, sam­kvæmt frétt AP, að það væri til lít­ils og ætti ekki við að láta franska ríkið greiða ein­hverjar fésektir eða miska­bætur út af mál­inu, utan einnar tákn­rænnar evru til félag­anna fjög­urra sem stóðu að mál­sókn­inni.

Þess í stað ætti franska ríkið að ein­setja sér að laga þær brotala­mir sem hafi leitt til þess að mark­mið rík­is­ins um minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafi ekki náðst. 

Macron Frakklandsforseti hefur verið ötull talsmaður frekari aðgerða í loftslagsmálum á heimsvísu. En nú hefur dómstóll komist að því að stjórn hans sé ekki að gera nóg til að mæta eigin markmiðum. Mynd: EPA

Ekki er alveg ljóst hvernig þetta mun allt enda, en dóm­stól­inn hefur sam­kvæmt frétt AP gefið sér tvo mán­uði til þess að ákvarða hvaða aðgerðir franska ríkið ætti að taka upp til þess að koma sér inn á rétta braut.

Dóm­ur­inn gæti því orðið til þess að breyta lofts­lags­stefnu lands­ins. Sam­tökin sem stóðu að mála­rekstr­inum kalla nið­ur­stöð­una „sögu­legan sigur fyrir lofts­lag­ið“ og „sigur sann­leik­ans,“ enda hafi frönsk stjórn­völd til þessa neitað fyrir að vera ekki að gera nægi­lega mikið í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent