„Sögulegur sigur fyrir loftslagið“ í frönskum réttarsal

Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að franska ríkið hafi ekki gert nægilega mikið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Refsing ríkisins á að felast í því að gera betur.

loftslagsmál mengun kína verksmiðja  h_53557528.jpg
Auglýsing

Franska ríkið hefur gert ólög­lega lítið til þess að standa við skuld­bind­ingar sínar um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Þetta er nið­ur­staða dóm­stóls í Par­ís, en þar var í morgun kveð­inn upp dómur í máli sem hefur vakið mikla athygli, en um að ræða fyrstu stóru „lofts­lags­rétt­ar­höld­in“ í Frakk­landi.

Sam­kvæmt umfjöllun franska blaðs­ins Le Monde er um sögu­lega nið­ur­stöðu að ræða, í máli sem Green­peace, Oxfam og tvö önnur frjáls félaga­sam­tök höfð­uðu gegn franska rík­inu árið 2019 eftir að rúm­lega tvær millj­ónir höfðu for­dæmt aðgerða­leysi rík­is­ins í lofts­lags­málum með því að setja nafn sitt á und­ir­skrifta­lista.

Málið var tekið til aðal­með­ferðar í jan­úar og nú liggur nið­ur­staðan ljós fyr­ir. Í frétt frá Associ­ated Press (AP) segir að dóm­stóll­inn í París hafi bæði fall­ist á að vist­kerfi væru að verða fyrir skaða vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum og varpað ábyrgð á franska rík­ið. 

Stjórn­völdum hefði mis­tek­ist að standa við yfir­lýst og lög­bundin mark­mið sín í lofts­lags­málum á und­an­förnum árum. Það gengur ekki, að mati dóm­stóls­ins.

Auglýsing

Í frétt AP segir að Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti hafi verið ötull tals­maður þess að meira sé gert til þess að takast á við lofts­lags­breyt­ingar á heims­vísu. Á sama tíma hafi tölu­sett árleg mark­mið Frakka um minni losun inn­an­lands ekki náðst og aðgerðum sem miða að því marki að draga frekar úr losun og upp­fylla mark­mið verið velt fram í tím­ann. 

Refs­ing­in: Að gera betur

Nið­ur­staða dóm­stóls­ins var, sam­kvæmt frétt AP, að það væri til lít­ils og ætti ekki við að láta franska ríkið greiða ein­hverjar fésektir eða miska­bætur út af mál­inu, utan einnar tákn­rænnar evru til félag­anna fjög­urra sem stóðu að mál­sókn­inni.

Þess í stað ætti franska ríkið að ein­setja sér að laga þær brotala­mir sem hafi leitt til þess að mark­mið rík­is­ins um minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafi ekki náðst. 

Macron Frakklandsforseti hefur verið ötull talsmaður frekari aðgerða í loftslagsmálum á heimsvísu. En nú hefur dómstóll komist að því að stjórn hans sé ekki að gera nóg til að mæta eigin markmiðum. Mynd: EPA

Ekki er alveg ljóst hvernig þetta mun allt enda, en dóm­stól­inn hefur sam­kvæmt frétt AP gefið sér tvo mán­uði til þess að ákvarða hvaða aðgerðir franska ríkið ætti að taka upp til þess að koma sér inn á rétta braut.

Dóm­ur­inn gæti því orðið til þess að breyta lofts­lags­stefnu lands­ins. Sam­tökin sem stóðu að mála­rekstr­inum kalla nið­ur­stöð­una „sögu­legan sigur fyrir lofts­lag­ið“ og „sigur sann­leik­ans,“ enda hafi frönsk stjórn­völd til þessa neitað fyrir að vera ekki að gera nægi­lega mikið í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent