Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi

Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.

Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir
Auglýsing

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins og mark­aðs­stjóri Kjör­ís, sæk­ist eftir því að verða odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi í næstu þing­kosn­ing­um, sem fara fram í sept­em­ber á þessu ári. Frá þessu greindi hún í til­kynn­ingu í kvöld. 

Guð­rún mun etja kappi við núver­andi odd­vita, Pál Magn­ús­son, og Vil­hjálm Árna­son, sitj­andi þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks, um odd­vita­sæt­ið. Ásmundur Frið­riks­son, annar maður á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu, sæk­ist áfram eftir öðru sæt­in­u. 

Í til­kynn­ingu Guð­rúnar segir að hún hafi síð­ustu vikur og mán­uði fengið mikla hvatn­ingu til að bjóða sig fram í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna í kjör­dæm­inu sem fram fer 29. maí. Það geri hún vegna þess að hún vilji hafa áhrif á þróun sam­fé­lags­ins. „Suð­ur­kjör­dæmi býr yfir miklum tæki­færum sem brýnt er að efla. Ég er til­búin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekk­ing muni  nýt­ast vel.Í Suð­ur­kjör­dæmi er iðandi og gott mann­líf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leið­andi á öllum sviðum atvinnu­lífs. Ég trúi því að saman getum við eflt und­ir­stöðu atvinnu­greinar okkar og bætt lífs­kjör okkar sem ​hér búum og störf­um.

Auglýsing
Guðrún er með stúd­ents­próf frá Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­lands, B.A gráðu í mann­fræði frá HÍ 2008 og hefur lokið diplóma námi í jafn­rétt­is­fræðum frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfs­feril hjá fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unnar Kjörís ehf. í Hvera­gerði.

Guð­rún hefur setið í bæði fræðslu­nefnd og skipu­lags- og umhverf­is­nefnd Hvera­gerð­is­bæjar sem full­trúi D-list­ans og þá á hún sæti í sókn­ar­nefnd Hvera­gerð­is­kirkju. Árið 2004 stofn­aði hún Sund­deild Íþrótta­fé­lags­ins Ham­ars og var for­maður deild­ar­innar til 2014.

Síð­ast­lið­inn ára­tug hefur Guð­rún setið í stjórnum margra fyr­ir­tækja og félaga. Hún var kjörin for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins árið 2014 og var þar for­maður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Háskóla Reykja­vík­ur, Bláa Lóns­ins og Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent