Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB

Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.

Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Auglýsing

Lítil hreyf­ing er á afstöðu Íslend­inga til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á milli ára, en 41,8 pró­sent segj­ast and­víg því að ganga í sam­bandið á meðan að 29,6 pró­sent segj­ast hlynnt því. 28,6 pró­sent taka hvorki afstöðu með eða á móti í könnun um mál­ið, sem Mask­ína fram­kvæmdi að eigin frum­kvæði dag­ana 21. jan­úar til 1. febr­úar 2021.

Mask­ína hefur mælt afstöðu lands­manna til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið með sam­bæri­legum hætti þrjú ár í röð og hafa sveifl­urnar verið litl­ar. Í fyrra voru um 31 pró­sent hlynnt inn­göngu en um 39 pró­sent and­víg og árið 2019 voru 32 pró­sent hlynnt inn­göngu en 43 pró­sent and­víg.

Skarp­ari skil voru þarna á milli í könnun sem Mask­ína gerði árið 2013, en þá voru 28 pró­sent hlynnt inn­göngu og rúmur helm­ing­ur, eða um 51 pró­sent, sögð­ust and­víg því að Ísland gengi í ESB. Þá tóku ein­ungis 21 pró­sent ekki afstöðu með eða á móti, en sá hópur hefur síðan stækkað á kostnað þeirra sem segj­ast and­vígir inn­göngu.

Í frétt Kjarn­ans á fimmtu­dag var dregið fram innan hvaða hópa í íslensku sam­fé­lagi helst mætti finna stuðn­ing við aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, en hér verður dregið fram hvaða hópar Íslend­inga eru helst and­vígir inn­göngu.

Aust­firð­ingar

Aust­firð­ingar virð­ast and­snún­ari inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en aðrir íbúar þessa lands. ­Sam­kvæmt nið­ur­stöðum Mask­ínu eru tæp 68 pró­sent Aust­firð­inga and­víg því að Ísland gangi í sam­band­ið. Ein­ungis rúm 12 pró­sent þeirra telja, sam­kvæmt könn­un­inni, að ganga ætti í ESB.

Auglýsing

Þegar horft er á hina lands­hlut­ana er næst­mest and­staða á Norð­ur­landi, en þar eru 52 pró­sent and­víg inn­göngu í ESB. Á Suð­ur­landi og Reykja­nesi eru rúm 50 pró­sent and­víg, en á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum er hlut­fall and­vígra 44,7 pró­sent.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mun­ur­inn á milli hlynntra og and­vígra mun minni, en hvergi eru hlynntir þó fleiri en and­víg­ir. Í Reykja­vík sjálfri eru nær allir hópar jafn stórir - þeirra and­vígu, hlynntu og þeirra sem ekki taka afstöðu. Fast­mót­aðri skoð­anir virð­ast í Krag­an­um, en þar eru 39,5 pró­sent and­víg og 34,9 pró­sent hlynnt inn­göngu í ESB.

Þau sem ekki eru með háskóla­próf

Þegar horft er til mennt­un­ar­stigs eru það háskóla­menntað fólk sem sker sig úr, en 35,2 pró­sent þeirra sem segj­ast með háskóla­gráðu eru hlynnt inn­göngu Íslands í ESB og 34,5 pró­sent and­víg.

Um og yfir helm­ingur ann­arra svar­enda, sem eru þá ýmist með fram­halds­skóla­próf eða iðn­menntun eða grunn­skóla­próf, segj­ast and­vígir inn­göng­u. 

Þeir tekju­lægstu … og þeir tekju­hæstu

Næstum því helm­ingur þeirra (47-48,6 pró­sent) sem eru með sam­an­lagðar heim­il­is­tekjur undir 549 þús­undum á mán­uði leggj­ast gegn inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­band­ið. Ein­ungis tæp­lega 15 pró­senta stuðn­ingur er við aðild hjá þeim hópi sem ekki nær heim­il­is­tekjum upp á 400 þús­und krónur mán­að­ar­lega. 

Stuðn­ingur við inn­göngu eykst eftir því sem heim­il­is­tekj­urnar fara hækk­andi, án þess þó að fleiri í nokkrum tekju­hópi séu hlynntir en and­vígir aðild. Þegar tekjur ná yfir 1,2 millj­ónum króna eykst þó and­staðan tölu­vert, en 47,2 pró­sent þeirra sem eru í tekju­hæsta flokknum segj­ast á móti aðild. 

Kjós­endur X-M, X-D, X-B og X-F

Á stjórn­mála­svið­inu eru skörp­ustu skil­in. Þau sem sögð­ust ætla að kjósa Mið­flokk­inn, Sjálf­stæð­is­flokk­inn, Flokk fólks­ins og Fram­sókn er könn­unin var gerð voru einnig lang­flest and­víg því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið.

Mest mæld­ist and­staðan hjá þeim sem hafa í hyggju að kjósa Mið­flokk­inn, eða 75,8 pró­sent. Næst á blaði voru væntir kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks, en 72,2 pró­sent þeirra vilja ekki ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, sam­kvæmt könnun Mask­ínu.

---

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 866 tals­ins, koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur eru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá og eiga því að end­ur­spegla þjóð­ina prýði­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent