Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi

Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.

Héraðsdómur
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur vísað frá kröfum fjög­urra erlendra starfs­manna á hendur starfs­manna­leig­unni Menn í vinnu (MIV ehf.) og Eldum rétt, en dómur þessa efnis var kveð­inn upp fyrr í dag. Þessum fjórum fyrr­ver­andi starfs­mönnum Manna í vinnu er auk þess gert að greiða þremur fyrr­ver­andi stjórn­endum og hlut­höfum starfs­manna­leig­unn­ar, sem farin er í þrot, milljón krónur hverju í máls­kostn­að.

Nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­víkur er á þá leið að þar sem gjald­þrota­skiptum á búi starfs­manna­leig­unnar hafi lokið 11. sept­em­ber 2020 verði engum frek­ari kröfum komið fram gagn­vart félag­inu eftir það tíma­mark, að minnsta kosti ekki á meðan þess sé ekki kraf­ist að skiptin verði end­ur­upp­tek­in. 

Fram kemur í dómnum að stefn­endur hafi ekki upp­lýst um afstöðu skipta­stjóra til krafna þeirra í búið, þrátt fyrir að skorað hafi verið á þá um að gera það. Einnig kemur fram í nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms að fram­burður stefn­enda varð­andi greiðslur til þeirra hafi verið ótrú­verð­ugur og í and­stöðu við gögn sem stefn­endur hefðu sjálfir lagt fram í mál­inu. Þá hafi frá­dráttur af launum starfs­mann­anna verið í sam­ræmi við ráðn­ing­ar­samn­inga þeirra.

Eldum rétt var stefnt í mál­inu sem not­enda­fyr­ir­tæki starfs­manna­leig­unn­ar, en þetta var í fyrsta sinn sem látið hefur verið reyna á nýlegt ákvæði um keðju­á­byrgð í lögum um starfs­manna­leigur fyrir dómi. Þar sem kröfum starfs­mann­anna fjög­urra á hendur starfs­manna­leig­unni var vísað frá dómi er mál­inu einnig vísað frá gagn­vart Eldum rétt.

Málið hefur verið til með­ferðar í dóms­kerf­inu frá því haustið 2019 og oft verið til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um, en stétt­ar­fé­lagið Efl­ing fékk lög­manns­stof­una Rétt til þess að gæta hags­muna félags­manna sinna í málum sem varð­aði starfs­manna­leig­una. Fyr­ir­tækið Eldum rétt, sem selur til­búna mat­ar­skammta sem fólk getur eldað heima hjá sér, hefur lengi sagt að fyr­ir­tækið sé dregið inn í þetta dóms­mál að ósekju.

Kröfð­ust millj­óna í miska­bætur

Kröfur starfs­mann­anna fjög­urra voru vegna meints ólög­mæts frá­dráttar launa og van­virð­andi fram­komu í þeirra garð af hálfu starfs­manna­leig­unnar og stjórn­enda henn­ar, snemma árs 2019. Hver og einn starfs­maður krafð­ist 1,5 millj­óna króna í miska­bætur frá stefndu í sam­ein­ingu, auk þeirra fjár­muna sem þeir töldu að hefðu verið dregnir af sér með ólög­mætum hætti.

Auglýsing

Sem áður segir var kröfum á hendur starfs­manna­leig­unni og þar af leið­andi Eldum rétt vísað frá sökum þess að búið er að gera upp þrotabú Manna í vinn­u. 

Stjórn­endur og eig­endur Manna í vinnu, þau Halla Rut Bjarna­dótt­ir, Unnur Sig­urð­ar­dóttir og Frið­rik Örn Jörg­ens­son voru sýknuð af kröf­unum sem beindust per­sónu­lega gegn þeim, að sögn dóms­ins þar sem eng­inn annar en starfs­manna­leigan sjálf, sem er farin í þrot, geti borið laga­lega ábyrgð á meintum ólög­mætum frá­drætti launa­greiðslna.

Ekki óskað eftir úttekt né lög­reglu­rann­sókn þrátt fyrir alvar­lega ásak­anir um slæman aðbúnað

Starfs­menn­irnir fjórir dvöldu í hús­næði að Dal­vegi 24 í Kópa­vogi eftir að þeir komu til lands­ins og sögðu aðstæður þar ómann­úð­leg­ar. Í stefnu máls­ins kom fram að 6-8 manns hefðu gist saman í her­berg­i. 

Ragnar Ólafs­son starfs­maður Efl­ingar kom fyrir dóm og sagð­ist hafa heim­sótt húsið í febr­úar 2019. Þá hefðu verið þar að minnsta kosti 15 ein­stak­lingar í 5 her­bergj­um. Hús­næðið hafi ekki verið boð­legt fyrir svo marga. Fram kom í fréttum á þessum tíma og á ný fyrir dómi að sér­stakt mansal­steymi félags­mála­ráðu­neyt­is­ins hefði verið virkjað vegna þessa máls. 

Dóm­ari í mál­inu segir að þrátt fyrir að mjög alvar­legar ásak­anir hafi verið settar fram um ástand hús­næð­is­ins, hafi hvorki verið óskað eftir úttekt á hús­næði sam­kvæmt húsa­leigu­lögum eða lög­reglu­rann­sókn, „sem fullt til­efni hefði þó verið til miðað við þessar ásak­an­ir.“

Þar að auki hefði engin til­raun verið gerð til þess að leggja fram nafna­lista yfir aðra þá starfs­menn eða leigj­endur sem bjuggu í hús­næð­inu, hvað þá gögn um það hvort þeir hefðu greitt leigu fyrir afnotin eða hvað mik­ið.

Dóm­ari í mál­inu segir að auki að fram­burður stefn­enda sjálfra hafi verið „afar reik­ull“ um það hve mörg her­bergi hafi verið í rým­inu og og hve margir hafi búið í þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent