Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi

Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.

Héraðsdómur
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur vísað frá kröfum fjög­urra erlendra starfs­manna á hendur starfs­manna­leig­unni Menn í vinnu (MIV ehf.) og Eldum rétt, en dómur þessa efnis var kveð­inn upp fyrr í dag. Þessum fjórum fyrr­ver­andi starfs­mönnum Manna í vinnu er auk þess gert að greiða þremur fyrr­ver­andi stjórn­endum og hlut­höfum starfs­manna­leig­unn­ar, sem farin er í þrot, milljón krónur hverju í máls­kostn­að.

Nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­víkur er á þá leið að þar sem gjald­þrota­skiptum á búi starfs­manna­leig­unnar hafi lokið 11. sept­em­ber 2020 verði engum frek­ari kröfum komið fram gagn­vart félag­inu eftir það tíma­mark, að minnsta kosti ekki á meðan þess sé ekki kraf­ist að skiptin verði end­ur­upp­tek­in. 

Fram kemur í dómnum að stefn­endur hafi ekki upp­lýst um afstöðu skipta­stjóra til krafna þeirra í búið, þrátt fyrir að skorað hafi verið á þá um að gera það. Einnig kemur fram í nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms að fram­burður stefn­enda varð­andi greiðslur til þeirra hafi verið ótrú­verð­ugur og í and­stöðu við gögn sem stefn­endur hefðu sjálfir lagt fram í mál­inu. Þá hafi frá­dráttur af launum starfs­mann­anna verið í sam­ræmi við ráðn­ing­ar­samn­inga þeirra.

Eldum rétt var stefnt í mál­inu sem not­enda­fyr­ir­tæki starfs­manna­leig­unn­ar, en þetta var í fyrsta sinn sem látið hefur verið reyna á nýlegt ákvæði um keðju­á­byrgð í lögum um starfs­manna­leigur fyrir dómi. Þar sem kröfum starfs­mann­anna fjög­urra á hendur starfs­manna­leig­unni var vísað frá dómi er mál­inu einnig vísað frá gagn­vart Eldum rétt.

Málið hefur verið til með­ferðar í dóms­kerf­inu frá því haustið 2019 og oft verið til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um, en stétt­ar­fé­lagið Efl­ing fékk lög­manns­stof­una Rétt til þess að gæta hags­muna félags­manna sinna í málum sem varð­aði starfs­manna­leig­una. Fyr­ir­tækið Eldum rétt, sem selur til­búna mat­ar­skammta sem fólk getur eldað heima hjá sér, hefur lengi sagt að fyr­ir­tækið sé dregið inn í þetta dóms­mál að ósekju.

Kröfð­ust millj­óna í miska­bætur

Kröfur starfs­mann­anna fjög­urra voru vegna meints ólög­mæts frá­dráttar launa og van­virð­andi fram­komu í þeirra garð af hálfu starfs­manna­leig­unnar og stjórn­enda henn­ar, snemma árs 2019. Hver og einn starfs­maður krafð­ist 1,5 millj­óna króna í miska­bætur frá stefndu í sam­ein­ingu, auk þeirra fjár­muna sem þeir töldu að hefðu verið dregnir af sér með ólög­mætum hætti.

Auglýsing

Sem áður segir var kröfum á hendur starfs­manna­leig­unni og þar af leið­andi Eldum rétt vísað frá sökum þess að búið er að gera upp þrotabú Manna í vinn­u. 

Stjórn­endur og eig­endur Manna í vinnu, þau Halla Rut Bjarna­dótt­ir, Unnur Sig­urð­ar­dóttir og Frið­rik Örn Jörg­ens­son voru sýknuð af kröf­unum sem beindust per­sónu­lega gegn þeim, að sögn dóms­ins þar sem eng­inn annar en starfs­manna­leigan sjálf, sem er farin í þrot, geti borið laga­lega ábyrgð á meintum ólög­mætum frá­drætti launa­greiðslna.

Ekki óskað eftir úttekt né lög­reglu­rann­sókn þrátt fyrir alvar­lega ásak­anir um slæman aðbúnað

Starfs­menn­irnir fjórir dvöldu í hús­næði að Dal­vegi 24 í Kópa­vogi eftir að þeir komu til lands­ins og sögðu aðstæður þar ómann­úð­leg­ar. Í stefnu máls­ins kom fram að 6-8 manns hefðu gist saman í her­berg­i. 

Ragnar Ólafs­son starfs­maður Efl­ingar kom fyrir dóm og sagð­ist hafa heim­sótt húsið í febr­úar 2019. Þá hefðu verið þar að minnsta kosti 15 ein­stak­lingar í 5 her­bergj­um. Hús­næðið hafi ekki verið boð­legt fyrir svo marga. Fram kom í fréttum á þessum tíma og á ný fyrir dómi að sér­stakt mansal­steymi félags­mála­ráðu­neyt­is­ins hefði verið virkjað vegna þessa máls. 

Dóm­ari í mál­inu segir að þrátt fyrir að mjög alvar­legar ásak­anir hafi verið settar fram um ástand hús­næð­is­ins, hafi hvorki verið óskað eftir úttekt á hús­næði sam­kvæmt húsa­leigu­lögum eða lög­reglu­rann­sókn, „sem fullt til­efni hefði þó verið til miðað við þessar ásak­an­ir.“

Þar að auki hefði engin til­raun verið gerð til þess að leggja fram nafna­lista yfir aðra þá starfs­menn eða leigj­endur sem bjuggu í hús­næð­inu, hvað þá gögn um það hvort þeir hefðu greitt leigu fyrir afnotin eða hvað mik­ið.

Dóm­ari í mál­inu segir að auki að fram­burður stefn­enda sjálfra hafi verið „afar reik­ull“ um það hve mörg her­bergi hafi verið í rým­inu og og hve margir hafi búið í þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent