Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Árni Már Jensson skrifar um nýja stjórnarskrá, veggjakrot á eigum stjórnarráðsins og segist viss um að í sál forsætisráðherra leynist neisti hugsjónar. Hann hvetur Katrínu Jakobsdóttur til að skrifa undir áskorun um að lögfesta nýju stjórnarskrána.

Auglýsing

Árni Jens­son skrifar um nýja stjórn­ar­skrá, veggjakrot á eigum stjórn­ar­ráðs­ins og seg­ist viss um að í sál for­sæt­is­ráð­herra leyn­ist neisti hug­sjón­ar. Hann hvetur Katrínu Jak­obs­dóttur til að skrifa undir áskorun um að lög­festa nýju stjórn­ar­skrána.

Þú við­hafðir það orða­lag í fjöl­miðlum að þú fylgd­ist ekki með ein­staka veggjakroti á eigur stjórn­ar­ráðs­ins. Til árétt­ing­ar, var gjörn­ing­ur­inn ekki krot, heldur mál­aður list­gjörn­ingur í þrí­vídd með fal­legu inn­taki sem á stóð: Hvar er Nýja Stjórn­ar­skrá­in?

Í þessum ummælum tal­aðir þú niður til ungra skap­andi lista­manna og hug­sjóna­fólks sem brenna fyrir því rétt­læti að nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í lýð­ræð­is­ríki verði virt. Þú sýndir list­sköpun þeirra og höf­und­ar­rétti einnig van­virð­ingu með því að láta spúla vegg­inn á fyrsta virka degi eftir verk­lok án nokk­urs sam­ráðs við þau.

Þér til upp­lýs­ingar þá er vegg­mynd­list eða mural ­art eitt elsta list­form manns­ins sem nær aft­ur ár­þús­und­ir­ og má finna víða í hell­um, hamra­veggjum og pýramídum svo fátt eitt sé nefnt. Vegg­mynd­list er þannig hluti af sögu manns­ins.

Skil­grein­ing Wikipedi­a á vegg­mynd­list er eft­ir­far­andi:

„Vegg­mynd er hvaða lista­verk sem er málað eða borið beint á vegg, loft eða annan var­an­legan flöt. Það sem ein­kennir vegg­mál­verk er að bygg­ing­ar­þættir við­kom­andi rýmis eru sam­ofnir mynd­inn­i.”

Það er því óþarfi að tala niður til unga lista­fólks­ins sem er að reyna að ná athygli þing­heims sem og ann­arra á þessu mik­il­væga mál­efni sem það brennur fyr­ir.

Auglýsing
Öll fyr­ir­bæri lífs­ins eiga sér skýr­ingu; orsök og afleið­ingu. Á sama tíma og þú sem for­sæt­is­ráð­herra skautar vand­lega fram hjá orðum sem standa fyrir sögu­legum atburðum þjóðar eins og t.a.m.; Þjóð­fund­ur, Rann­sókn­ar­skýrsla Alþing­is, Stjórn­laga­ráð, Nýja stjórn­ar­skráin og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan 20. októ­ber 2012, er eðli­legt að fólk grípi til ýmissa list­gjörn­inga til að ná fram athygli. Þannig er unga lista­fólkið að tjá hug­sjónir sínar fyrir betra og rétt­lát­ara þjóð­fé­lagi með þeim frið­sam­legu aðferðum sem kunn­átta þess býr yfir. Fram­tak þeirra er unnið fyrir opnum tjöldum í sjálf­boða­vinnu í þágu þjóðar sem er lofs­vert.

Af hverju breytir þú ekki um betur og styður frum­varp ann­ara flokka á Alþingi um lög­fest­ingu til­lagna Stjórn­laga­ráðs og virðir rétt og vilja þjóðar í atkvæða­greiðslu? Nú eða flytur sama frum­varpið sjálf? Af hverju virðir þú ekki rétt og vilja þessa unga fólks sem tjáir svo fal­lega hug sinn gegnum list­ina? Ég skil að þú situr í þrí­höfða rík­is­stjórn með­ X­D og X­B svo stuðn­ing­ur­inn við vilja þjóð­ar­innar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu getur farið á skjön við hags­muni þeirra skjól­stæð­inga, kvóta­fólks­ins. En þetta vissir þú í upp­hafi þegar þér var boð­inn stóll for­sæt­is­ráð­herra í skiptum fyrir hug­sjón­ina. Það er ein­fald­lega þannig, að stjórn­mála­maður sem fram­selur hug­sjón sína, glatar um leið hrein­leika sál­ar­inn­ar.

Aðeins um stjórn­mál:

Sæki ein­stak­lingur í völd í umboði fjöld­ans á það að vera hans helga mark­mið að þjóna fjöld­anum en ekki að koma fyrir meðal lamba sem úlfur í sauð­ar­gæru. Það er þjóð­inni engin fróun lengur að sjá stjórn­mála­menn í við­tölum fjöl­miðla, iða í skinn­inu, svitna og rang­hvolfa augum við að fara með hálf­sann­leik eða ósann­indi sem allir sjá í gegn­um. Þjóðin er nefni­lega glögg­skyggn­ari í dag en hún var fyrir 12 árum síðan þegar hún var rænd sjálfs­virð­ingu sinni og afkomu. Tíma­bil óheið­ar­leika og sér­hags­muna­stjórn­mála á að vera lokið á Íslandi og við eiga að taka tímar heið­ar­leika, hug­sjóna og anda­gift­ar. Það þarf að gefa röddum góðra stjórn­mála­manna gaum. Þær eru til, en eru ekki marg­ar, þær heyrast, en eru ekki hávær­ar. Hinir vald­sæknu sér­hags­muna aðilar verða að vitja síns tíma og víkja af því sjón­ar­sviði sem lýtur valds­vett­vangi almenn­ings.

Nýja Stjórn­ar­skráin snýst ekki um skoð­anir vinstri og hægri manna. Hún snýst um grunn­lög, mann­rétt­indi og lýð­ræði. Öfugt við sund­ur­þykk skila­boð úr áróð­ursmask­ínu sér­hags­muna­að­ila, vill þjóðin að hag­sæld ríki, útgerð blóm­stri, eld­is­fyr­ir­tæki vaxi, orku­fyr­ir­tæki hagn­ist og fjár­mála­stofn­anir og fyr­ir­tæki dafni að verð­leik­um. En þetta þarf að vera á þeim for­sendum að sjálf­stæð­inu sé ekki storkað og allrar sann­girni sé gætt, og að hvorki verði illa gengið um auð­lind­ir, né arð­rán heim­ilt eða mann­rétt­indi fótum troð­in. Það er ein­fald­lega brot á and­leg­um, sið­ferði­legum og lýð­ræð­is­legum mann­rétt­indum okkar og afkom­enda að virða ekki auð­lindir og sann­gjarnt afgjald þeirra. Þennan sann­leik þurfa kjörnir full­trúar okk­ar, alþing­is­menn að með­taka, ætli þeir að eiga fram­tíð í stjórn­mál­u­m. 

E.t.v. er glíma and­ans við efnið dag­leg áskorun þeirra ein­stak­linga, sem fara með völd og fjár­muni almenn­ings. Ein­stak­lingur sem t.a.m. er ein­göngu knú­inn áfram af græðgi, verður henni ofur­seldur og glatar gjarnan teng­ingu við annan veru­leika en þann sem færir honum arð eða völd. Lífið í sinni fjöl­breyttu dýrð og litum verður honum eins­leitt að öðru leiti en þröng sýn á tak­mark­aða þætti veru­leik­ans, sem mynda mögu­legan far­veg fyrir fjár­-og eigna­mynd­un. Pen­ingar og völd verða hið ráð­andi gild­is­mat lífs­ins. Tengsl vina, fjöl­skyldu og vinnu­fé­laga verða hags­muna­tengsl, eða lítil sem engin ella. Lífs­hlaupið verður lítið annað en holur náma­gröftur eftir völd­um, pen­ingum og eignum af þeim toga sem tak­mörk­uðum sál­ar­þroska eða æðri auð skila. Sá gráð­ugi nýtur t.a.m. ekki lista nema gildi sköp­un­ar­innar sé mæl­an­leg í pen­ingum eða ásókn ann­arra til verks­ins, en ekki vegna næmi hans og hrifn­ingar á list­sköp­un­inni sjálfri. Í huga þess gráð­uga taka dauðir hlutir á sig líf og hið eig­in­lega líf deyr anda sín­um.

Valdið er vand­með­farið og mik­il­vægt að ein­stak­lingar í valda­stöð­um, geti auð­sýnt kær­leika í garð fjöld­ans og verið eins­konar lif­andi hug­sjón rétt­lætis og göf­ug­mennsku. Eftir þessu er ósk­að. En valdið í eðli sínu bjagar sjálfs­vit­und þess sem valdið fer með, tíma­bundið eða til lang­frama. Sú áskorun til stjórn­mála­manna að fara með umboð sitt af auð­mýkt og virð­ingu í þágu heild­ar­hags­muna þjóð­ar, er raun­veru­leg og aðkallandi. Þjóðin hefur ekki lang­lund­ar­geð til frek­ari rang­breytni, tafa eða trassa­skapar af hálfu kjör­inna full­trúa. Störf ráða­manna snú­ast um það að vera góðir valds­herrar eða vond­ir. Fyrir tólf árum þraut þol­in­mæði þjóðar gagn­vart þeim vondu, af orsökum sem öllum ætti að vera ljóst.

Nýja stjórn­ar­skráin snýst um þjóð­ina en ekki full­trú­ana. Hún snýst um auð­lind­ir, nátt­úru, mann­rétt­indi, dýra­vernd, gegn­sæja stjórn­sýslu og síð­ast en ekki síst virkara lýð­ræði. Hún snýst um það, að þjóðin njóti skiln­ings, heið­ar­leika og friðar til að vaxa og þroska lýð­ræðis­vit­und sína og sjálfs­virð­ingu. Þetta er ekki flók­ið. Það eina sem við förum fram á er að nið­ur­staða lýð­ræð­is­legrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sé virt. Því að sjálf­stæði okkar er vegið þegar lýð­ræð­is­bjögun og sund­ur­þykkja verður skoð­ana­mynd­andi þjóð­fé­lags­afl. Við þær aðstæður molnar borg­ríkið innan frá og hætta steðjar að lýð­ræði og rétt­ar­ríki. Þessi þróun á sér þegar stað á Íslandi.

Katrín,

Nú eru liðin átta ár frá því að þjóðin samdi og sam­þykkti sér til­lögur að nýrri stjórn­ar­skrá og mál að töfum linni. Í stjórn­skipun Íslands er þjóðin stjórn­ar­skrár­gjaf­inn því upp­runi valds­ins í lýð­ræð­is­ríki getur ein­göngu átt sér upp­sprettu hjá þjóð­inni. Þetta er eðli lýð­ræð­is­ins og um þennan rétt almenn­ings er eng­inn vafi. Það er hins vegar Alþingis að lög­festa breyt­ing­arnar því Alþingi er fyrir þjóð­ina en ekki þjóðin fyrir Alþingi. Þú sem for­sæt­is­ráð­herra, ert t.a.m. laun­aður full­trúi unga lista­fólks­ins sem þú kall­ar ­veggjakrot­ara og ert því í emb­ætti fyrir þau en ekki þau fyrir þig.

P.s.

Katrín, þar sem ég þyk­ist þess full­viss að enn leyn­ist neisti hug­sjónar í sál þinni, þá vek ég athygli á að þú getur skrifað undir áskor­un­ina um lög­fest­ingu Nýju Stjórn­ar­skrár­innar án þess að nafn þitt birt­ist öðrum, t.a.m. Sig­urði Inga eða Bjarna Ben.

www.ny­stjorn­ar­skra.is

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar