Loftslagsbreytingar valda flótta og neyð og við erum ábyrg

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Ungra umhverfissinna, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

Íslenskir jöklar hafa hlotið alþjóð­lega athygli vegna þess að þeir eru að hörfa á ógn­væn­legum hraða af völdum lofts­lags­breyt­inga. Vanda­málið stendur mér þó nokkuð nærri, bæði er ég mennt­aður jarð­fræð­ingur og hef gaman að því að njóta jöklanna í minni úti­vist. Ég harma það mjög að Ok sé ekki lengur skil­greint sem jök­ull og það hryggir mig að sjá gamlar myndir af jöklum sem voru miklu stærri og til­komu­meiri fyrir ein­ungis örfáum árum. Ég legg hins vegar til að við hættum að vor­kenna okkur fyrir það eitt að bera merki lofts­lags­breyt­inga. Jökl­arnir eru eins konar hita­mælir fyrir jörð­ina. Bráðnun þeirra er vís­bend­ing um tölu­vert alvar­legri atburði.

Hnatt­rænt vanda­mál

Við erum langt frá því að vera helstu fórn­ar­lömb ástands­ins. Á meðan við huggum okkur við tækni­fram­far­ir, raf­magns­bíla og nið­ur­dæl­ingu kolefnis í jörð­ina, býr fólk um allan heim sem hefur ekki efni eða tæki­færi á þessum lúxus lausn­um. Þetta fólk glímir við marg­vís­legar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga svo sem flóð, upp­skeru­bresti, ferskvatns­skort og lífs­hættu­legar hita­bylgj­ur. Í raun mætti segja að á jörð­inni ríki ófriður þar sem neyð fólks vegna lofts­lags­breyt­inga er að fær­ast í auk­ana.

Hér ætla ég að beina sjónum okkar hinu megin á hnött­inn, að Kiri­bat­i-eyjum í Kyrra­haf­inu. Á 33 eyjum umkringdum kór­al­rifum búa rétt rúm­lega 100 þús­und manns. Með­al­hæð eyj­anna yfir sjáv­ar­máli eru 3 m svo eyj­arnar eru nú þegar mjög útsettar fyrir stormum og flóðum sem menga grunn­vatn og valda upp­skeru­brest­um. Samt er þjóðin bara ábyrg fyrir litlum hluta af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Auglýsing

Árið 2014 festi fyrrum for­seti eyj­anna Anote Tong kaup á 20 fer­kíló­metra landi á Fiji-eyjum svo fólkið huggar sig við það að hafa þetta land í bak­hönd­inni þrátt fyrir að ekki sé útséð hvernig fjár­magna skuli flutn­ing­ana. Þetta er ekki eins­dæmi, fleiri þjóðir eins og á Maldiv eyjum hafa íhugað að kaupa land­svæði ann­ars staðar í heim­inum af sömu ástæð­um. Fjöl­margir hafa þegar þurft að yfir­gefa heim­ili sín vegna lofts­lags­breyt­inga og sá fjöldi fer sívax­andi.

Burt­séð frá kostn­að­in­um, er þetta mjög erfitt fyrir þjóð­irnar and­lega. Ímyndið ykkur ef lofts­lags­breyt­ingar hefðu þau áhrif hér á landi að við þyrftum ein­fald­lega að íhuga kaup á land­svæði, til dæmis í Nor­egi. Við hefðum val á að flytja þang­að, burt frá land­inu sem við þekkjum og elskum, eða vera um kyrrt og fylgj­ast með land­inu okkar verða hægt og bít­andi óbyggi­legt. Þetta er raun­veru­leiki íbúa á Kiri­bati eyjum akkúrat núna. Ekki eftir 10, 20 eða 30 ár. Vanda­málið er hnatt­rænt, ekki stað­bund­ið, og við berum ríka ábyrgð á lofts­lags­breyt­ingum með lifn­að­ar­háttum okkar á Íslandi. Það er órétt­látt að horfast ekki í augu við alvar­leika máls­ins.

Við verðum að bregð­ast við!

Við erum alls ekki að gera nóg! Nýlega kom út önnur útgáfa á aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum. Í grein­ar­gerð sinni um áætl­un­ina dregur Sig­urður Loftur Thor­lacius fram sam­lík­ingu milli núver­andi ástands í lofts­lag­málum og háska­stigi almanna­varna. Sam­kvæmt þeirri skil­grein­ingu erum við, sem jörð, komin á neyð­ar­stig vegna þess að lofts­lags­breyt­ingar valda slysum á fólki og tjóni á mann­virkj­um. Kolefn­is­fót­spor meðal Íslend­ings er með því hæsta í heimi! Við verðum að grípa í taumana. Í sam­eig­in­legri umsögn Ungra umhverf­is­sinna, Lands­sam­bands íslenskra stúd­enta og Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands er farið fram á að rík­is­stjórnin setji mark­mið um a.m.k. 50% sam­drátt í heild­ar­losun ásamt land­notk­un* fyrir árið 2030 í sam­ræmi við upp­færslu á mark­miðum Evr­ópu­sam­bands­ins og mark­miði rík­is­stjórn­ar­innar um kolefn­is­hlut­leysi 2040. 

*Þó að núver­andi áætlun hljóði upp á 35% sam­drátt í ESR (losun á beinni ábyrgð ríkja) þá er hún ein­ungis 9% sam­dráttur í heild­ar­losun ásamt land­notkun og ETS (losun innan við­skipta­kerfis um los­un­ar­heim­ild­ir).

Kröf­urnar eru miklar en þær eru ekki dregnar upp úr hatti. Líf fjölda fólks er í húfi. Auk­inn flótti, aukin neyð og von­leysi eru á okkar ábyrgð og við verðum að gera eitt­hvað núna strax. 



Höf­undur er for­maður Ungra umhverf­is­sinna. Stað­reyndir í grein­inni eru byggðar á skýrslu IPCC frá 2018, bók Mary Robin­son frá 2019, Climate Just­ice, a man made problem with a fem­in­ist solution og grein Cauchi, J. P., Moncada, S., Bambrick, H., & Cor­r­ea-Vel­ez, I. frá 2020, Cop­ing with environ­mental haz­ards and shocks in Kiri­bati: Experiences of climate change by atoll comm­unities in the Equ­ator­ial Pacific sem birt­ist í Environ­mental Develop­ment.



Greinin er birt í tengslum við frið­ar­daga í Reykja­vík sem Höfði frið­ar­setur Reykja­vík­ur­borgar og Háskóla Íslands stendur að í sam­starfi við UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi og utan­rík­is­ráðu­neyt­ið. Umræðan í ár fer alfarið fram á net­inu, með hlað­varpss­eríu og völdum greinum sem birtar verða dag­ana 10. til 16. októ­ber á www.frid­ar­set­ur.is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku sam­fé­lagi og um leið verið öfl­ugri málsvari á alþjóða­vett­vangi á sviði friðar og mann­rétt­inda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar