Loftslagsbreytingar valda flótta og neyð og við erum ábyrg

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Ungra umhverfissinna, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

Íslenskir jöklar hafa hlotið alþjóðlega athygli vegna þess að þeir eru að hörfa á ógnvænlegum hraða af völdum loftslagsbreytinga. Vandamálið stendur mér þó nokkuð nærri, bæði er ég menntaður jarðfræðingur og hef gaman að því að njóta jöklanna í minni útivist. Ég harma það mjög að Ok sé ekki lengur skilgreint sem jökull og það hryggir mig að sjá gamlar myndir af jöklum sem voru miklu stærri og tilkomumeiri fyrir einungis örfáum árum. Ég legg hins vegar til að við hættum að vorkenna okkur fyrir það eitt að bera merki loftslagsbreytinga. Jöklarnir eru eins konar hitamælir fyrir jörðina. Bráðnun þeirra er vísbending um töluvert alvarlegri atburði.

Hnattrænt vandamál

Við erum langt frá því að vera helstu fórnarlömb ástandsins. Á meðan við huggum okkur við tækniframfarir, rafmagnsbíla og niðurdælingu kolefnis í jörðina, býr fólk um allan heim sem hefur ekki efni eða tækifæri á þessum lúxus lausnum. Þetta fólk glímir við margvíslegar afleiðingar loftslagsbreytinga svo sem flóð, uppskerubresti, ferskvatnsskort og lífshættulegar hitabylgjur. Í raun mætti segja að á jörðinni ríki ófriður þar sem neyð fólks vegna loftslagsbreytinga er að færast í aukana.

Hér ætla ég að beina sjónum okkar hinu megin á hnöttinn, að Kiribati-eyjum í Kyrrahafinu. Á 33 eyjum umkringdum kóralrifum búa rétt rúmlega 100 þúsund manns. Meðalhæð eyjanna yfir sjávarmáli eru 3 m svo eyjarnar eru nú þegar mjög útsettar fyrir stormum og flóðum sem menga grunnvatn og valda uppskerubrestum. Samt er þjóðin bara ábyrg fyrir litlum hluta af losun gróðurhúsalofttegunda. 

Auglýsing

Árið 2014 festi fyrrum forseti eyjanna Anote Tong kaup á 20 ferkílómetra landi á Fiji-eyjum svo fólkið huggar sig við það að hafa þetta land í bakhöndinni þrátt fyrir að ekki sé útséð hvernig fjármagna skuli flutningana. Þetta er ekki einsdæmi, fleiri þjóðir eins og á Maldiv eyjum hafa íhugað að kaupa landsvæði annars staðar í heiminum af sömu ástæðum. Fjölmargir hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna loftslagsbreytinga og sá fjöldi fer sívaxandi.

Burtséð frá kostnaðinum, er þetta mjög erfitt fyrir þjóðirnar andlega. Ímyndið ykkur ef loftslagsbreytingar hefðu þau áhrif hér á landi að við þyrftum einfaldlega að íhuga kaup á landsvæði, til dæmis í Noregi. Við hefðum val á að flytja þangað, burt frá landinu sem við þekkjum og elskum, eða vera um kyrrt og fylgjast með landinu okkar verða hægt og bítandi óbyggilegt. Þetta er raunveruleiki íbúa á Kiribati eyjum akkúrat núna. Ekki eftir 10, 20 eða 30 ár. Vandamálið er hnattrænt, ekki staðbundið, og við berum ríka ábyrgð á loftslagsbreytingum með lifnaðarháttum okkar á Íslandi. Það er óréttlátt að horfast ekki í augu við alvarleika málsins.

Við verðum að bregðast við!

Við erum alls ekki að gera nóg! Nýlega kom út önnur útgáfa á aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Í greinargerð sinni um áætlunina dregur Sigurður Loftur Thorlacius fram samlíkingu milli núverandi ástands í loftslagmálum og háskastigi almannavarna. Samkvæmt þeirri skilgreiningu erum við, sem jörð, komin á neyðarstig vegna þess að loftslagsbreytingar valda slysum á fólki og tjóni á mannvirkjum. Kolefnisfótspor meðal Íslendings er með því hæsta í heimi! Við verðum að grípa í taumana. Í sameiginlegri umsögn Ungra umhverfissinna, Landssambands íslenskra stúdenta og Stúdentaráðs Háskóla Íslands er farið fram á að ríkisstjórnin setji markmið um a.m.k. 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun* fyrir árið 2030 í samræmi við uppfærslu á markmiðum Evrópusambandsins og markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. 

*Þó að núverandi áætlun hljóði upp á 35% samdrátt í ESR (losun á beinni ábyrgð ríkja) þá er hún einungis 9% samdráttur í heildarlosun ásamt landnotkun og ETS (losun innan viðskiptakerfis um losunarheimildir).

Kröfurnar eru miklar en þær eru ekki dregnar upp úr hatti. Líf fjölda fólks er í húfi. Aukinn flótti, aukin neyð og vonleysi eru á okkar ábyrgð og við verðum að gera eitthvað núna strax. 


Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Staðreyndir í greininni eru byggðar á skýrslu IPCC frá 2018, bók Mary Robinson frá 2019, Climate Justice, a man made problem with a feminist solution og grein Cauchi, J. P., Moncada, S., Bambrick, H., & Correa-Velez, I. frá 2020, Coping with environmental hazards and shocks in Kiribati: Experiences of climate change by atoll communities in the Equatorial Pacific sem birtist í Environmental Development.


Greinin er birt í tengslum við friðardaga í Reykjavík sem Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands stendur að í samstarfi við UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið. Umræðan í ár fer alfarið fram á netinu, með hlaðvarpsseríu og völdum greinum sem birtar verða dagana 10. til 16. október á www.fridarsetur.is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku samfélagi og um leið verið öflugri málsvari á alþjóðavettvangi á sviði friðar og mannréttinda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar