Ófriðurinn heima

Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

„Um allan heim hafa um 243 millj­ónir kvenna og stúlkna á aldr­inum 15-49 ára þurft að þola ofbeldi af hálfu maka, á und­an­förnum tólf mán­uð­um.

Ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreitt vanda­mál í hverju ein­asta landi í heim­in­um. Það er drifið áfram af kynja­mis­rétti, félags­legum við­miðum sem mis­muna á grund­velli kyns og staðalí­mynd­um, sem skerða völd og veikja stöðu kvenna og stúlkna.

Kyn­bundið ofbeldi hefur ekki ein­göngu áhrif á lík­am­lega og sál­ræna líðan kvenna, heldur hindrar konur og stúlkur í að njóta grund­vall­ar­rétt­inda og frels­is, líkt og að afla sér mennt­unar og láta til sín taka í félags- og stjórn­mál­um.

Sam­hliða alvar­legum efna­hags- og félags­legum áhrifum Covid-19 heims­far­ald­urs­ins og auk­inni félags­legri ein­angrun fólks hefur „skugga­far­ald­ur“ kyn­bund­ins ofbeldis farið vax­andi um allan heim. 

Margar konur og stúlkur eru ein­angr­aðar og bundnar heima með ofbeld­is­mönnum sínum vegna sam­komu­banna og félags­forð­anna. Á sama tíma er fjár­magni beint frá nauð­syn­legri stoð­þjón­ustu á borð við kvenna­at­hvörf og neyð­ar­lín­ur.

Nýj­ustu úttektir og rann­sóknir benda til þess að þrír mán­uðir af útgöngu­banni þýði að 15 millj­ónir kvenna og stúlkna til við­bótar verði beittar kyn­bundnu ofbeld­i. 

 

Auglýsing
Úttektir rík­is­stjórna og borg­ara­sam­taka sýna að heims­far­ald­ur­inn hefur mest áhrif á konur og stúlkur sem standa frammi fyrir marg­þættri mis­mun­un, til dæmis á grund­velli kyn­hneigð­ar, ald­urs, tekna, fötl­unar og kyn­þátt­ar. 

 

Að koma á og við­halda friði snýst ekki aðeins um að binda enda á ofbeldið sem á sér stað í víg­línu átaka­svæða heldur þurfum við að upp­ræta kyn­bundið ofbeldi sem heldur áfram að eiga sér stað fyrir luktum dyr­um. Á meðan karl­menn eru enn ofbeld­is­fullir gagn­vart konum heima við, búum við ekki við frið.

UN Women vinnur að afnámi ofbeldis gegn konum

UN Women hefur leitt þróun á sam­þættri stefnu um kyn­bundið ofbeldi og þar með hraðað áþreif­an­legum við­brögðum við Covid-19 við að koma á „zero toler­ance“ stefnu gagn­vart kyn­bundnu ofbeld­i. 

Fram til þessa hafa 146 lönd skuld­bundið sig til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og stúlkum og gert það að lyk­il­þætti í við­bragðs­á­ætl­unum sínum vegna Covid-19.

Í víð­ara sam­hengi, þá erum við hjá UN Women að vinna með stefnu­mótendum að umbótum á lögum sem mis­muna á ein­hvern á hátt (til dæmis lög sem banna heim­il­is­of­beldi og nauðg­anir í hjóna­band­i). Auk þess sem við vinnum að því að styrkja getu lög­reglu­manna- og kvenna til að rann­saka kyn­bundið ofbeldi og bregð­ast við á þolenda­mið­aðan hátt, á þann hátt að þol­and­anum sé trú­að. 

Síð­ast en ekki síst ber að nefna tíma­móta­á­tak UN Women Kyn­slóð jafn­réttis (e. Gener­ation Equ­ality) sem felur í sér aðgerða­banda­lag um kyn­bundið ofbeldi, undir for­ystu Íslands og þriggja ann­arra aðild­ar­ríkja SÞ, í sam­starfi við Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina, fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, ungt fólk og borg­ara­sam­tök.

Ísland getur náð raun­veru­legu jafn­rétti

Að útrýma end­an­lega ofbeldi gegn konum og stúlkum er sönnun þess að komið hafi verið á raun­veru­legu jafn­rétti í sam­fé­lagi. Þátt fyrir að vera smá­ríki er Ísland nú þegar leið­andi á svo mörgum sviðum jafn­rétt­is. Nú þarf að velta úr vegi síð­ustu hindr­un­inni – til að ná raun­veru­legu jafn­rétti.

Höf­undur er fram­kvæmda­stýra UN Women.

Greinin er birt í tengslum við frið­ar­daga í Reykja­vík sem Höfði frið­ar­setur Reykja­vík­ur­borgar og Háskóla Íslands stendur að í sam­starfi við UN Women, UNICEF, Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi og utan­rík­is­ráðu­neyt­ið. Umræðan í ár fer alfarið fram á net­inu, með hlað­varpss­eríu og völdum greinum sem birtar verða dag­ana 10. - 16. októ­ber á www.frid­ar­set­ur.­is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku sam­fé­lagi og um leið verið öfl­ugri málsvari á alþjóða­vett­vangi á sviði friðar og mann­rétt­inda.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar