Er friðurinn úti?

Árlegir friðardagar í Reykjavík fara í þetta sinn fram á netinu í formi hlaðvarpsþáttaraðar undir yfirskriftinni: Er friðurinn úti?

friðarsetursmynd.jpg
Auglýsing

Ísland hefur verið leiðandi í kynjajafnrétti á alþjóðavísu og setið efst á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) ellefu ár í röð. Samkvæmt KidsRights index eru réttindi barna hvergi betur tryggð en hér á landi, en mælikvarðinn tekur mið af Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. Þessi staða hefur styrkt rödd Íslands og gert okkur kleift að hafa áhrif á alþjóðavettvangi í mikilvægum málaflokkum á sviði jafnréttis og mannréttinda. Það sést meðal annars á framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísland fór  fyrir sameiginlegum yfirlýsingum um mannréttindabrot í Sádí Arabíu og Filippseyjum. Haft var eftir John Fisher, framkvæmdastjóra Genfarskrifstofu Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), að Ísland sannaði það að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu.

Til þess að geta sinnt þessu hlutverki þarf Ísland áfram að standa vörð um mannréttindi, um réttindi kvenna og barna á alþjóðavísu og hér heima fyrir. COVID-19 faraldurinn hefur nú þegar haft miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir einstaklinga sem og samfélagið í heild sinni. Ástandið undanfarna mánuði hefur svipt hulunni af ofbeldi sem konur og börn búa enn við í íslensku samfélagi, þrátt fyrir hlutfallslega góða stöðu þessara hópa í samanburði við önnur lönd. 

Auglýsing
Fimm þúsund tilkynningar bárust um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi í fyrra og samkvæmt rannsókninni Líðan þjóðar í COVID hafa um 8% kvenna og 6% karla orðið fyrir ofbeldi á heimilum sínum frá því í vor þegar rannsóknin hófst. Það þýðir að fyrir eitt til tvö börn í hverjum bekk í grunnskóla er ekkert skjól að finna inni á heimilinu, þar ríkir ekki friður. Það er því mikilvægt að við stuðlum að umræðu um ofbeldi í nærumhverfi á Íslandi og ræðum opinskátt um að ekki allir einstaklingar búa við frið hér á landi. 

Á árlegum friðardögum í Reykjavík, sem fram fara á netinu í ár í formi hlaðvarpsþáttaraðar undir yfirskriftinni: Er friðurinn úti?, verður fjallað sérstaklega um hugtakið frið og hvernig það tengist okkur sem einstaklingum og samfélagi. Við veltum því fyrir okkur hvort friður einkennist einungis af því að ekki ríki stríð eða hvort friður ríki þá aðeins ef allir einstaklingar samfélagsins lifa í friði án ofbeldis og mismununar. Einn viðmælandi hlaðvarpsþáttanna bendir á að ófriður í nærumhverfinu, sérstaklega umhverfi barna, muni alltaf leiða til ófriðar í framtíðinni. Það er því  mikilvægt að börn eigi sér málsvara og búi við öryggi og frið, bæði inni á eigin heimilum en einnig úti í samfélaginu. Ein stærsta ógnin sem steðjar að öryggi komandi kynslóða eru loftslagsbreytingar. Sífellt fleiri fræðimenn benda á loftslagsbreytingar sem eina af orsökum óstöðugleika í heiminum. Ban Ki-Moon, fyrrum aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, hefur sagt að ógnir vegna lofts­lags­breyt­inga séu að minnsta kosti jafn­miklar og ógnir vegna stríðs­á­taka. Þá spáir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna því að áður en árið 2050 gengur í garð verði um 250 milljón manns á flótta undan afleiðingum loftslagsbreytinga. Tengsl loftslagsbreytinga og ófriðar eru því einnig tekin fyrir í hlaðvarpsþáttunum og mikilvægt hlutverk ungs fólks í að stuðla að breytingum, eða eins og einn viðmælandinn benti á: “Trúum á vísindin og hlustum á unga fólkið”.

Umræða Friðardaga í Reykjavík verður í hámarki dagana 12. - 16. október en hún fer fram hér á Kjarnanum og á vefsíðu Höfða friðarseturs, www.fridarsetur.is. Fylgstu með og taktu þátt í umræðunni um það hvernig Ísland getur gert betur þegar kemur að ofbeldi og mismunun í íslensku samfélagi og um leið verið enn öflugri málsvari friðar á alþjóðavettvangi.

F.h. Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands:

Auður Birna Stefánsdóttir, Pia Hansson og Auður Örlygsdóttir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar